Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 27

Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 27
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 Miklar líkur eru sagðar á hækkun stýrivaxta í Bretlandi í nóvember. Þegar Englandsbanki ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum fyrr í mánuðinum í 4,75 prósentum voru sjö meðlimir peningamála- nefndar bankans fylgjandi óbreytt- um vöxtum en tveir á móti. Þeir sem voru á móti óbreytt- um vöxtum studdu 25 punkta hækkun og sögðu að ef stýrivöxt- um yrði haldið óbreyttum þyrfti að hækka þá meira síðar. Líkur er því taldar á 25 punkta hækkun hið minnsta í næsta mán- uði. Verði það raunin fara stýri- vextir í 5 prósent í Bretlandi. - jab Líkur á hækk- un stýrivaxta ENGLANDSBANKI Tveir meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka studdu hækkun stýrivaxta í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Greiningardeild Glitnis sagði frá því á þriðjudag að bankinn hefði ákveðið að flytja þá hluti sem keyptir hefðu verið til að verja bankann fyrir áhættu tengdri framvirkum viðskiptum undir auðkenninu GLB Hedge. Fram kom að Glitnir fylgdi með þessum gjörningi í kjölfar Lands- bankans sem tilkynnti um stofnun LI-Hedge í sama tilgangi í ágúst. Hins vegar var ranglega sagt frá því að Kaupþing hefði ekki gert hið sama og biðst deildin vel- virðingar á mistökunum. Kaup- þing hefur um árabil fært sam- bærileg viðskipti undir auðkenni Arion, verðbréfavörslufyrirtækis í eigu bankans. - jab Glitnir leiðrétt- ir gagnsæið Bandaríski vél- og hugbúnaðar- risinn IBM skilaði 2,22 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 152 millj- arða íslenskra króna og er tals- vert yfir væntingum greiningar- aðila á Wall Street enda liðlega 48 milljörðum krónum meiri hagn- aður en fyrir ári. Hagnaðurinn nemur 1,45 dölum á hlut en á sama tíma í fyrra nam hann 94 sentum á hlut. Helsta ástæðan fyrir auknum hagnaði á milli ára er sú að í fyrra þurfti IBM að greiða 525 milljón- ir dala, um 36 milljarða krónur, í skatt vegna tekna utan Banda- ríkjanna. - jab Aukinn hagn- aður hjá IBM � � � � � � �� �� �� �� �� � � � � � � � �������������������������������������������������� ��������� ���� ���������������������������������������������������������� ���������� ���������������������� ������������������������ �������� ��������������������������������� �

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.