Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.02.2008, Qupperneq 2
2 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Grísahnakki í beikonmarineringuÞú sparar 400 kr. 1.298 kr.kg. Gott á sunnudegi noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ TÆKNI Japanska tæknifyrirtækið Toshiba hyggst gefast upp á HD DVD háskerputækninni. Tilkynn- ingar þess efnis er að vænta á næstu dögum, hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur átt í harðri baráttu við Sony á mynddiska- markaðnum undanfarin ár, en Sony stendur að baki Blu-Ray, helsta keppinaut HD DVD. Nú lítur út fyrir að stríðinu ljúki brátt með sigri Blu-Ray og Sony. Stríðinu má líkja við það sem var háð milli myndbandsspólanna VHS og BetaMax á níunda áratugnum, nema að þá var Sony í tapliðinu. - sþs Japanski tæknirisinn Toshiba: Ætlar að gefast upp á HD DVD BANDARÍKIN Nóbelsverðlaunahaf- inn Al Gore og aðrir háttsettir demókratar óttast sundrung í Demókrataflokknum og munu því ekki lýsa yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðenda demókrata til forseta Bandaríkjanna. Hætta er á misklíð á landsfundi demó- krata í ágúst ef enginn reynist skýr sigurvegari eftir forkosning- ar flokksins sem mun ljúka í júní. Barack Obama og Hillary Clin- ton eiga í harðri baráttu um lands- fundarfulltrúa til að tryggja sér útnefninguna, en mjótt er á mun- unum. Að líkindum munu 795 landsfundarfulltrúar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, svokallaðir ofurfulltrúar, ráða úrslitum. Þeir mega kjósa þann frambjóðanda sem þeir vilja og eru ekki bundnir af úrslitum for- kosninga eins og aðrir fulltrúar. Gore hefur því rætt við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og þrjá forseta- frambjóðendur sem hafa dregið sig úr baráttunni, þá John Edwards, Joe Biden og Chris Dodd. Ekkert þeirra hefur lýst yfir stuðningi við frambjóðend- urna og óttast þau óánægju stuðn- ingsmanna þess frambjóðanda sem verður undir ef ofurfulltrú- arnir munu ráða úrslitum, sam- kvæmt umfjöllun New York Times. Obama og Clinton reyna nú sitt ýtrasta til að sannfæra sem flesta ofurfulltrúa um ágæti sitt fyrir landsfundinn. - sgj Hætta á misklíð á landsfundi demókrata ef prófkjör sýna ekki skýra niðurstöðu: Al Gore vill hindra sundrung AL GORE Varaforsetinn fyrrverandi er í miklum metum í Demókrataflokknum og vildu margir að hann byði sig fram til forseta. LÖGREGLUMÁL Mjög ólíklegt er að flótti Annþórs Kristjáns Karlsson- ar hafi skaðað rannsókn á fíkni- efnainnflutningi sem hann er grunaður um að tengjast. Þetta segir Eyjólfur Kristjánsson, full- trúi lögreglunnar á Suðurnesjum. „Áhrifin á rannsóknina eru ekki komin í ljós en ég tel mjög ólíklegt að hann hafi getað skaðað hana eitthvað,“ segir hann. „Og ef hann hefur skaðað hana eitthvað þá er það mjög lítið.“ Annþór sat í gæsluvarðhaldi á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar hann flúði í fyrradag. Hann fannst í skáp í heimahúsi í Mos- fellsbæ um kvöldið. Gæsluvarð- haldið yfir honum var þá fram- lengt um þrjár vikur, en það rann út fyrr um daginn. Karlmanni sem handtekinn var með Annþóri í Mosfellsbænum var sleppt eftir yfirheyrslur í gær. Hinum tveimur mönnunum sem hjálpuðu Annþóri að flýja var sleppt í fyrradag. Eyjólfur segir flóttatilraun sem þessa kunna að leiða til refsiþyng- ingar ef Annþór verður fundinn sekur fyrir glæpinn sem hann er grunaður um að hafa framið. Rannsókn á því hvað fór úrskeið- is hjá lögreglunni þegar Annþóri tókst að flýja úr fangaklefa í Lög- reglustöðinni við Hverfisgötu hefst eftir helgi. - sþs Karlmanni sem handtekinn var með Annþóri Karlssyni í Mosfellsbæ sleppt: Flóttinn skaðaði ekki rannsóknina Í LÖGREGLUFYLGD Annþór var hulinn ljósbláu teppi þegar hann var færður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í fyrrakvöld. Þar var gæsluvarðhald hans framlengt um þrjár vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁSTRALÍA, AP Ástralíustjórn sakar nú japanska hvalveiðimenn í Suður-Íshafi um gróft brot á reglum um vísindaveiðar eftir að myndir náðust úr skipi áströlsku tollgæslunnar af því þegar verið var að hífa hræ af hrefnu og dauðum kálfi hennar um borð í japanskt hvalveiðiskip. Yfirmaður japanska flotans neitar að kálfur hafi verið drepinn og segir skipið hafa verið í rannsóknarleiðangri. Líkir hann aðgerðum Ástrala við Green- peace og Sea Shepherd. Ástralíu- stjórn íhugar málsókn. - kka Hvalveiðar Japana: Ástralar mynda meint reglubrot HREFNA OG KÁLFUR Þessa mynd tóku áhafnarmeðlimir ástralska skipsins af hinu meinta broti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Norsku heimsmeistararnir Rune Hauge og Tor Helness sigruðu í tvímenningi á Bridge- hátíð 2008, Icelandair Open, sem fram fór á Hótel Loftleiðum í fyrradag. Í verðlaun hljóta þeir 200 þúsund krónur. Helness tók þátt í mótinu þegar það var fyrst haldið árið 1982 og lenti þá í öðru sæti, bæði í tvímenningi og liðakeppni. Hauge er hins vegar frægari fyrir annað en að spila bridds, en hann átti stóran þátt í umdeildum félaga- skiptum knattspyrnumannsins John Obi Mikel frá Lyn til Manchester United og síðar Chelsea árið 2006. Sveitakeppni hófst í gær og mun ljúka síðdegis í dag, en um sjötíu lið etja kappi. Verðlaunaaf- hending fer svo fram í kvöld. - sgj Bridgehátíð 2008: Norskir heims- meistarar unnu SIGURVEGARARNIR Hauge og Helness sigruðu í tvímenningi. MYND/JÓN BJARNI JÓNSSON Atie, ætlið þið að fá almættið með ykkur í lið? „Já, það væri upplagt að fá smá- vegis hjálp af himnum ofan.“ Samtökin Sól á Suðurlandi efna til fundar í Fríkirkjunni við Reykjavíkurtjörn klukkan fjögur í dag, þar sem áformum Landsvirkjunar um virkjun Þjórsár verður mótmælt. Atie Bakker bóndi segir kirkj- una hafa orðið fyrir valinu vegna þess hve ódýrt var að leigja hana. KJARAMÁL Samtöl aðila vinnumark- aðarins við starfsmenn ráðuneyta í gær voru ekki til þess fallin að auka bjartsýni þeirra um myndarlega aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Ljóst er að vegna eðlis samninganna verða þeir í upp- námi ef aðkoma ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir væntingum. Samningaviðræður stóðu fram eftir kvöldi í gær og verður haldið áfram í dag. Aðilar vinnumarkaðar- ins hafa lýst því yfir að ekki verði skrifað undir fyrr en útspil ríkis- stjórnarinnar liggur fyrir. Margir bjuggust við að ríkisstjórnin myndi klára þetta hraðar. „Það sem hefur sést er svo fjarri öllu lagi að undirskrift samninga mun dragast nokkuð,“ segir Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. „Það eru engar líkur á því eins og staðan er nú að það verði skrifað undir næstu dagana nema ríkis- stjórnin kúvendi sinni stefnu.“ Guðmundur segir ríkisstjórnina hafa haft nægan tíma til að undir- búa sýnar tillögur. „Við lögðum kröfurnar fram 12. desember með ítarlegum útskýringum og það er bara þeim að kenna ef þeir hafa ekki unnið heimavinnuna sína.“ Viðræðurnar eru að öðru leyti á lokastigi. „Ágreiningsefnunum fækkar stöðugt,“ segir Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. „Ég vona að seinni partinn á morgun verði samningarnir til- búnir til undirritunar eftir allan frágang og yfirlestur.“ Starfsgreinasambandið hætti viðræðum snemma í gær en heldur þeim áfram í dag. Að sögn Kristj- áns Gunnarssonar formanns á nær eingöngu eftir að prófarkalesa og ganga frá skjölum. Enn er beðið eftir svörum ríkisstjórnarinnar. Kristján vill ekki ræða innihald þeirra viðræðna sem verkalýðs- félögin hafa átt við starfsmenn ráðuneytanna. „Ef allir væru sáttir væri búið að kynna svör ríkis- stjórnarinnar,“ segir Kristján. Ekki náðist í Árna Mathiesen fjármálaráðherra í gær. steindor@frettabladid.is Óttast að ráðamenn mæti ekki kröfum Kjarasamningar verða í uppnámi ef aðkoma ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir væntingum. Samtöl við ráðuneytisstarfsmenn vekja ekki bjartsýni verka- lýðshreyfinganna. Samningar verða að öðru leyti tilbúnir til undirritunar í dag. SERBÍA, AP Kosovo-hérað í Serbíu mun formlega lýsa yfir sjálfstæði í dag, að sögn Hashim Thaci, forsætisráðherra héraðsins. Héraðið er formlega hluti af Serbíu, en hefur verið stjórnað af Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1999. Evrópusambandið samþykkti í gær að senda 1.800 manna lið til héraðsins til að veita yfirvöldum aðstoð við öryggis- og dómsmál. Yfirvöld í Serbíu eru andvíg sjálfstæði Kosovo. Gert er ráð fyrir því að Bandaríkin og flest Evrópusambandslöndin viður- kenni sjálfstæði héraðsins. - þeb Yfirvöld í Kosovo: Lýsa yfir sjálf- stæði í dag Rændu Pizza Pronto Rán var framið á veitingastaðnum Pizza Pronto við Ingólfstorg um klukk- an sex í gær. Tveir menn á tvítugsaldri hrifsuðu skiptimynt úr peningakassa, slógust við afgreiðslumann og hlupu síðan á brott. Afgreiðslumanninn sak- aði ekki. Lögregla leitaði ræningjanna þegar Fréttablaðið fór í prentun. LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R KARPAÐ Í KARPHÚSINU Aðilar vinnumarkaðarins búast við að samningar verði tilbúnir til undirritunar seinni partinn í dag, en áfram þurfi að bíða eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.