Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 14

Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 14
 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Á RÖKSTÓLUM H ver er fyrsta minning ykkar um hvort annað? Lokið augunum og nefnið fjóra hluti sem einkenna hvort annað. Egill: Ég man fyrst eftir henni á Kaffibarnum. Í grænni kápu fyrir um tíu árum. Áttirðu ekki græna kápu? Oddný: Jú, ég átti sko lengi vel græna kápu. Ég á svolítið erfitt með þetta. Hvenær byrjaðirðu með þáttinn? Eru tíu ár síðan? Egill: Já. Oddný: Þá man ég náttúrlega fyrst eftir honum úr sjónvarpinu. En það var eitthvert sumarið, líklega árið 2000, þar sem við vorum í sama „vinagengi“. Þá hittumst við reglulega og drukkum saman kaffi. Egill: Já, það voru mjög ánægjuleg kynni. Þetta var sumarið sem Oddný og vinkonur hennar voru að skrifa bókina Dís. En fjögur atriði sem einkenna Oddnýju segirðu. Það er þá fyrir það fyrsta að Oddný kann að tala aftur á bak. Oddný: Já, ég er slyng í því. Egill: Svo segi ég bara fjölhæf, greind og dugleg kona. Oddný: Ég myndi segja að Egill væri fyndinn, hlýr og skapandi karl. Krullur koma líka mjög sterkt upp í hugann. Hann hefur alltaf verið eins og gróinn við Laugaveg- inn. Egill: Ég er einmitt svo hégómlegur að ég hef velt því fyrir mér hvort ég gæti kannski endað á því að verða gerður að heiðursborgara fyrir að vera nógu mikið í bænum. Það var í það minnsta karl sem bjó fyrir ofan Prikið hér í gamla daga sem var svo gerður að heiðursborgara Reykja- víkur af þeirri sök einni. Oddný: Þú gætir allavega prófað að gefa kost á þér. Sigur Rós mætti segja veðurfrétt- irnar Nefnið einnig þrjá hluti um hvort annað sem þið vitið ekki hvort eru sannir eður ei, en gætuð engu að síður trúað að væru það? Oddný: Mig grunar að Egill sé frá- bær pabbi. Og ég held hann sé ekki alveg búinn að bræða með sér hvað hann ætli að verða þegar hann er orðinn stór. Hann á eftir að vinna sína stærstu sigra og það verður eitthvað tengt bókmenntum og hans eigin sköpun. Svo held ég að hann sé týpa sem hefur ekki sofið mikið í tjaldi. Egill: Það er auðvitað erfitt fyrir mig að leggja dóm á þetta en ég held ég sé ágætur pabbi. Ég var að kveðja son minn, sem ég keyrði á leikskólann, rétt áðan, og við kvöddumst af mikilli ástúð. Og það er satt – ég er ekki mikið gefinn fyrir hrakninga. Þótt ég hafi reynd- ar teorískan áhuga á til dæmis heimskautaferðum og lesi mikið um þær. Oddný: En uppi í sófa og undir teppi. Egill: Ég held að Oddný sé ekkert rosalega góður kokkur. Oddný: Haaa… uu… ég… hvað…! Egill: En það er ekkert neikvætt. Ég geri enga kröfu til kvenna um að þær séu góðir kokkar. Ég hugsa að Oddný geti líka verið ströng við börnin sín því hún er skynsöm en jafnframt réttsýn. Ég er ekki alveg viss um að pólitíkin sé hennar end- anlegi áfangastaður en ef hún er það getur hún farið alla leið. Veðurfréttamenn eru nýju hasar- hetjurnar okkar enda veturinn einn sá versti – í það minnsta í sögu Ice- landair. Ef þið fengjuð það verkefni að ráða þrjár þjóðþekktar mann- eskjur til að segja okkur veður- fréttirnar, hverja mynduð þið ráða? Egill: Ég myndi ráða Vinstri- græna. Ég myndi láta Steingrím, Jón Bjarnason og einhvern einn enn vera í þessu. Mér dettur það allavega fyrst í hug, veðrið er búið að vera svo vont og þetta er allt eitthvað frekar neikvætt. Oddný: Ég myndi ráða meðlimi Sigur Rósar. Þar fara menn með notalega nærveru í sjónvarpi. Náttúrubörn og svona. Egill: Já, þeir eru svolítið mosa- legir. Oddný: Svo dettur mér í hug Vala Matt. Mjög jákvæð kona og það er kannski akkúrat það sem við þurf- um í þessari veðráttu. Egill: Svo væri hægt að hafa Jón Bjarnason í myndrænum veður- fréttum. Ég er svo hrifinn af svona einföldum veðurfréttum þar sem veðurfréttamaðurinn kemur fram í baðfötum eða snjógalla eftir því hvernig viðrar. Hefðum gott af kreppu Úr veðrinu í þjóðfélagsástandið sem að minnsta kosti erlendir lánardrottnar og fjölmiðlar eru farnir að kalla kreppu. Er þetta kreppa eða hystería? Hvaða þrjú sparnaðarráð mynduð þið gefa vísitölufjölskyldunni sem ætlar að komast í gegnum hann krappan? Og hver er eftirlætis kreppumáltíð- in ykkar? Oddný: ,,Kreppan“ er nauðsynleg niðursveifla, til að ná jafnvægi. Allir sem þekkja inn á bílvélar vita að það er ekki gott að keyra bílinn áfram í fimmta gír mjög lengi. Og ég hef alltaf átt dálítið erfitt með að dásama góðæri þegar við getum ekki einu sinni mannað stöður og störf sem okkur þykja þau mikil- vægustu. Egill: Ég er reyndar alveg sam- mála þér í því að ég held að Íslend- ingum verði ekkert meint af smá kreppu. Ég er alinn upp á þeim tíma þegar það var alltaf meira og minna einhver kreppa og það var bara alveg ágætt. Manni leið bara alveg ljómandi vel. Fólk er auðvit- að búið að spenna bogann hátt og þótt það kubbist eitthvað af hluta- bréfamarkaðnum er það kannski bara allt í lagi. En svo mættu menn líka þá fara að taka til núna – losa okkur við krónuna og taka upp skynsamari efnahagsstjórnun – það er hætta á því að menn stökkvi út í það að byggja nýtt álver í stað- inn. Oddný: Já, það þarf að styrkja innviðina. Hina íslensku innrás. En ég hlakka til að heyra sparnaðar- ráðin þín Egill … Egill: Já, ég er nefnilega hryllileg eyðslukló þannig að ég get ekki gefið nein ráð með góðri sam- visku. Jú, ég gæti kannski sparað með því að borða aðeins minna en ég kann eiginlega bara að eyða peningum. Eða jú ókei – hér er eitt ráð – ekki taka bílalán. Oddný: Hvað eigið þið marga bíla? Egill: Við eigum bara einn gamlan Benz. Oddný: Já, það er nú sparnaðar- ráð – að eiga einn bíl. Það eru margir sem gætu misst annan bíl- inn og þar er til mikils að vinna. Versla ódýrt og eitt ágætis ráð líka er að segja upp Mogganum. Á mínu heimili sparaði það bæði pening og stórbætti andrúmsloft- ið. Og það er ómetanlegt! Eins og segir í auglýsingunni. Egill: Heyriði, jú, ég sparaði! Ég sleppti því að vera með enska boltann. Og það kostar alveg hryllilega mikið. Þetta er lúmskt hvað maður sparar. En ég eyði allt of miklum peningi í að sofa á 5 stjörnu hótelum á ferðalögum. Það er hreinlega veikleiki hjá mér. Oddný: Þetta er heldur ekki svo einfalt því þú sparar alveg örugg- lega annars staðar ómeðvitað til að geta leyft þér 5 stjörnu hótelin. Allt spurning um forgangsröðun. Egill: Já, þú segir nokkuð. Ég er hreinlega að öðlast nýja innsýn í sjálfan mig. Ég kaupi mér til dæmis ekki dýr laxveiðileyfi. Oddný: Þarna sérðu – það er nokk- urs konar sparnaður. Egill: Rétt er það. En eftirlætis- kreppumáltíðin. Þegar maður fer að hugsa um kreppumat kemur eitthvað þjóðlegt upp í hugann en slíkur matur er orðinn svo dýr í dag. Það sem var kreppumatur hér áður dugir ekki sem kreppu- matur lengur. Ætli ég segi því ekki linsubaunir og naglasúpa. Oddný: Og ég kýs grjónagraut. Ég Hvar var Kjartan Egil Helgason langar svolítið til að vera gerður að heiðursborgara Reykjavíkur og telur að Oddný Sturludóttir sé lélegur kokkur. Oddný heldur að Egill sé ekki gefinn fyrir útilegur og myndi gefa honum hitapoka í Valentínusargjöf. Júlía Margrét Alexandersdóttir fór yfir Valhallarflótta og kreppu- máltíðir með rökstólapari vikunnar. Oddný og Egill eiga bæði syni sem heita Kári. Á milli drengjanna er eitt ár. Egill og Hallgrímur Helgason, unnusti Oddnýjar, eru gamlir vinir enda fæddir sama ár. Egill heldur að hann hefði gott af því að prófa að vera stjórnmálamaður í einn dag. Oddný væri einnig til í að prófa að stjórna Silfri Egils í einn dag og helga þá þáttinn menntamálum. Oddný og Egill eiga bæði foreldra sem starfað hafa sem kennarar. ➜ VISSIR ÞÚ AÐ... Egill: Ég gef ekkert á Valentín- usardaginn. Ég veit ekki einu sinni hvenær hann er! Verð ég? Ég myndi þá bara kannski gefa Valdísi Gunnarsdótt- ur eitthvað. Hún er svona Valentínusar- kona. Oddný: Já, hún eiginlega skóp Valentín- usardaginn í íslensku sam- félagi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.