Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 15

Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 15
SUNNUDAGUR 17. febrúar 2008 Gunnarsson? metta auðveldlega fjögurra manna fjölskyldu með grjónum og mjólk. Börn elska sushi Umræðan undanfarna viku hefur snúist að nokkru leyti um andúð Íslendinga á útlendingum. Teljið þið að rasismi sé meira áberandi nú eða er þetta bara að koma upp á yfirborðið? Og hver er eftirlætis „útlenski“ veitingastaðurinn ykkar á landinu? Egill: Útlendingum hefur auðvit- að fjölgað og rasisminn eykst yfirleitt í samræmi við það. Ég tek því fagnandi að hér séu fleiri útlendingar. Við erum fremur einsleit og dauf þjóð. Engu að síður er samt barnalegt að halda að einhverjum mislíki þetta ekki. Oddný: Ég held að í grunninn séum við mjög umburðarlynd þjóð. Við sjáum að Gay Pride er stærri hátíð en þjóðhátíðardagur- inn okkar. Egill: Jú, það er alveg rétt. Oddný: Og forsetafrúin okkar er gyðingur af erlendum uppruna. Við kusum einstæða móður for- seta árið 1980. Svona gæti ég haldið endalaust áfram. Straumar að utan er það allra jákvæðasta sem komið hefur fyrir íslenskt samfélag. Egill: En eftirlætis útlenski veit- ingastaður – allir veitingastaðir á Íslandi eru útlenskir! Við yrðum mun fljótari að telja upp þá íslensku. Oddný: Já – þá Ask og Blástein í Árbæ. Egill: Og Múlakaffi. Oddný: Þessi spurning segir allt sem segja þarf um þau jákvæðu áhrif sem hér er að finna erlendis frá. Egill: En mér finnst sushi ógeðs- lega gott. Oddný: Þar eru við sko sammála. Sushibarinn er æði. Egill: Já, mjög. Svo förum við strákurinn minn í Iðuhúsið og borðum sushi af færibandinu þegar mamma hans er í burtu. Oddný: Krakkar elska sushi. Egill: Já, sérstaklega laxabitana. Oddný: Ég er líka mjög hrifin af taílensku stöðunum – Krua Thai og Ban Thai fyrir fínni tilefni. Fátt slær út Ingva Hrafn á húninum Nokkur skref inn í borgarmálin. Atvik vikunnar er að margra mati þegar Vilhjálmur lét fjölmiðla bíða í tæpa tvo klukkutíma eftir sér, dreifði svo blaðamannamúgnum og tæklaði þá einn í einu. Hver er eftirminnilegasta bið Íslandssög- unnar? Ef þið væruð að stjórna sjónvarpsútsendingu þar sem biðin yrði löng eftir aðalatriðinu – hvað mynduð þið gera til að stytta sjón- varpsáhorfendum stundir? Og hvert er eftirlætisatvikið ykkar úr farsa síðustu vikna og mánaða? Oddný: Það er náttúrlega þegar við biðum eftir Þorgeiri ljósvetn- ingagoða. En ólíkt biðinni í Valhöll hafði Þorgeir eitthvað að segja okkur þegar hann kom loks undan feldinum. Egill: Ég held það jafnist náttúr- lega ekkert á við Ingva Hrafn á hurðinni í Höfða hér um árið. Þegar hann lýsti hurðarhúninum í smáatriðum meðan beðið var eftir Reagan og Gorbatsjov. Það var alveg hilaríus. Gísli Marteinn og Hanna Birna í kjallaranum slá það ekki út. En til að stytta sjónvarps- gestum stundir í langri bið – ég myndi fá Sinfóníuhljómsveitina. Klassíska tónlist í sjónvarpið – alvöru hámenningu – það mætti alveg sjást meira af slíku í sjón- varpinu. Við þurfum ekki að snobba svona mikið niður á við. Oddný: Já, þú segir nokkuð. Ég sá einhvern veginn fyrir mér að ég þyrfti að fylla upp í þennan tíma sjálf. Egill: Þú hefðir þá getað talað aftur á bak. Oddný: Það er satt. Egill: Vissirðu að maður þarf að vera mjög gáfaður til að geta talað aftur á bak? Oddný: Já, takk. Ég er hjartanlega sammála þér um það. En ég held ég taki undir með Agli – rigga upp góðri músík. En kannski samt bara litlum kammerhópi. Bæði til að spara... Sinfó og kammerhópur er munurinn á Agli og mér! Og kannski aðeins minna tilstand fyrir sjónvarpsfólkið. Eftirlætis- atvikið mitt undanfarinna vikna er heimspekilegar vangaveltur Kjart- ans Magnússonar í Silfri Egils um skilgreiningu þess hvenær samtal verður að þreifingum. Er þetta til dæmis samtal, viðtal eða kaffi- húsaspjall? Egill: Af því að ég er í fjölmiðlum eru það tveir blaðamannafundir sem sitja í mér. Annars vegar þegar nýjasti meirihlutinn tók við og Ólafur F. móðgaðist strax á þriðju spurningu. Og svo er það náttúrlega þessi dæmalausi blaða- mannafundur í Valhöll þar sem menn ímynduðu sér að hægt væri að hleypa mönnum inn í goggunar- röð fram eftir degi. Ég spyr bara eins og margir aðrir: Hvar var Kjartan Gunnarsson? Oddný: Hefði hann afstýrt þessu? Egill: Já. Að lokum. Valentínusardagur- inn var fjórtánda þessa mánaðar. Ef þið væruð par – hvað mynduð þið gefa hvort öðru í Valentínusar- gjöf. Egill: Ég gef ekkert á Valentínusar- daginn. Ég veit ekki einu sinni hvenær hann er! Verð ég? Ég myndi þá bara kannski gefa Val- dísi Gunnarsdóttur eitthvað. Hún er svona Valentínusarkona. Oddný: Já, hún skóp eiginlega Val- entínusardaginn í íslensku samfé- lagi. Egill: Ég á konu sem er alveg sjúk í demanta. Oddný: Heldurðu að ég sé týpa til að vilja helst demanta? Egill: Nei … ég held nú ekki. Ljóða- bók er full væmið en gjöfin yrði held ég að vera einhvers staðar á milli demanta og ljóðabókar. Kannski stór vöndur af liljum? Oddný: Í þessari kuldatíð myndi ég gefa Agli hitapoka með heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur. Það er rómantísk íslensk gjöf. En hana gæti ég gefið alla daga árs- ins. Valentínus kemur því máli ekkert við. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N LÚMSKUR SPARNAÐUR Oddný Sturlu- dóttir veitti Agli Helgasyni nýja innsýn í sjálfan sig þegar hún leiddi hann í allan sannleik um það að hann kynni í raun að spara. Egill myndi hins vegar splæsa í sinfóníuhljómsveit næst þegar einhver þyrfti að bíða lengi eftir blaðamanna- fundi en Oddný myndi láta góða kamm- er sveit nægja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.