Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 23

Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 23
7 MENNING skrifaði í ár í enska blaðið Daily Telegraph um hvernig hún skrif- aði bók. Um leið er bókin kennslu- bók í skrifum en hún varar reynd- ar lesendur við í upphafi að titillinn standist ekki alveg: fylgi þeir leið- beiningunum hafi þeir að ári í höndunum efni sem þeir geti hald- ið áfram að vinna í bók. Andstætt aðferð Penney leggur Doughty mikla áherslu á að verð- andi höfundar fari í vettvangs- kannanir og leggist í lestur. Sá sem ætlar að skrifa um líf slökkviliðs- manna verður að bruna með þeim í útkall. Sá sem skrifar um dómara á að sitja lon og don í réttarsölum og lesa málskjöl. Þessi afstaða er ríkjandi í ýmsum skrifkúrsum og skilar sér æ oftar í viðtöl við rithöfunda þar sem spurning um heimildavinnu skýtur oft upp. Þeir sem hafa þessa ofurtrú á innlifun og aðföng klóra sér væntanlega í hausnum yfir orðum Gustave Flaubert þegar hann sagðist vera frú Bovary. Tracy Chevalier (f. 1962), fræg- ust fyrir „Stúlkuna með perlu- eyrnalokkinn“ segir að nám í skap- andi skrifum – í East Anglia – hafi kennt sér að leysa ýmis tæknileg vandamál. Mikið af texta snúist til dæmis um að færa persónu úr einum stað í annan. Franska skáld- inu Paul Verlaine (1844-1896) fannst greinilega að slíkt væri aldrei hægt að gera nógu vel: hann sagðist ekki geta hugsað sér að skrifa setningu eins og „Greifinn gekk að dyrunum“ – og hélt sig við ljóðlistina. Einvera og úthald Það þarf ekki annað en að renna augunum yfir gamlar og nýjar bækur í bókaverslunum heimsins til að átta sig á að það er auðvitað bilun að ætla sér að bæta um betur eða bara bæta í safnið með því að skrifa fleiri bækur. Kennsla í skapandi skrifum hefur vísast leitt einhverja af villu síns vegar. Oft er sagt að aðeins þeir sem geti ekki látið það vera eigi að skrifa. Í allri bókaflórunni um skapandi skrif er líka að finna viðtalsbækur við höfunda sem gefa oft frábæra mynd af margvíslegum vinnu- brögðum höfunda. „How I Write: The Secret Lives of Authors“, eftir Dan Crowe og Philip Oltermann er nýtt safn greina sextíu rithöfunda, þar á meðal Jonathan Franzen (f. 1959), Jeffrey Eugenides (f. 1960) og Will Self (f. 1961) um vinnu- brögð – og þau eru ólíkari en svo að hægt sé að fella þau undir eitt námskeið. Íslenska dæmið um slíka bók er „Sköpunarsögur“ Péturs Blöndals þar sem hann ræðir við tólf íslenska rithöfunda um vinnu- brögð þeirra og verk. Sígildu bækurnar um þetta efni eru óvið- jafnanleg viðtöl í „The Paris Review“ sem rithöfundurinn og leikarinn George Plimpton (1927- 2003) gaf út í París eftir stríð. Úrval þeirra kom síðan út í nokkr- um bindum og nú er verið að gefa út fjögurra binda úrval þeirra auk þess sem viðtölin má finna á net- inu (http://www.parisreview.com/ literature.php). Nám byggist á samveru, við- veru og félagsskap en viðtöl við rithöfunda sýna að skriftir verða til í einveru. Úthald í slíka ein- veru er tæplega hægt að kenna, hvað þá að læra. Ein sínotaðasta tilvitnunin um þennan þátt skrift- anna eru orð Kingsley Amis (1922- 1995): „listin að skrifa felst í að halda buxnabotninum á stólset- unni.“ VERKINU? Í dag er fluttur á Rás 1 fyrsti þáttur leikgerðar eftir sögu Roald Dahl, Nornirnar. Framhaldsleik-ritið verður flutt næstu fimm sunnudaga kl. 15. Með helstu hlutverk fara Hanna María Karlsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Tónlist samdi Máni Svavarsson. Á eftir hverjum þætti á listakona einleik, þar sem hún kuklar í hljóðvarp, ein í einu. Þær eru fimm: Ingibjörg Magnadóttir myndlistarmaður, Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndlistarmaður, Kristín Eiríks- dóttir skáld og myndlistarmaður, Rikke Houd útvarpslistamaður og Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) tónlistarmaður. Þær flétta hver sinn þáttinn, þar sem textar, raddir, tónlist, viðtöl og hljóð renna saman. Á vaðið ríður Ingibjörg Magnadóttir myndlistarmaður kl. 15.35 í dag: „Þín augu eru spegill sálar minnar“, sálfræðilegur galdur fléttaður örleik og predikun. Ingibjörg er þekkt fyrir framsækna gjörninga sem daðra við leikhús. Útvarpsleikhúsið er lagst í kukl og kallar á nornir sér til hjálpar. NORNIRNAR OG NIÐ Tilraunadeiglu ungra listakvenna fylgir framhaldsverkinu næstu fimm vikur. Fyrsta listakonan sem hrærir í deiglunni er Ingibjörg Magnadóttir. SÓLARFERÐ eftir Guðmund Steinsson Leikstjórn: Benedikt Erlingsson 21/2 uppselt 22/2 uppselt 23/2 kl. 16 örfá sæti laus 23/2 uppselt 7/3 uppselt 14/3 örfá sæti laus 15/3 örfá sæti laus
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.