Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 17.02.2008, Síða 24
MENNING 8 Þ egar borgarfulltrúar kynntu til- löguna og gerðu grein fyrir störf- um dómnefndar í alþjóðlegri keppni um Vatnsmýrarsvæðið á fimmtudag mátti finna djúpa gleði í framgöngu þeirra og samhug. Ekki er gert ráð fyrir að aðalskipulagi Reykja- víkur verði breytt fyrst um sinn og flug- vellinum verði komið fyrir fyrr en eftir 2016. Kapp er best með forsjá. En tillagan sem bar sigurorð af 135 öðrum hugmynd- um í keppninni er eins og dómnefndin lýsti framkvæmanleg í nokkrum áföngum. Margir munu líta hýru auga til hverfis lágra einbýlishúsa á svæðinu milli litla og stóra Skerjafjarðar eða geta hugsað sér heimili í blokkum milli Valssvæðisins og Hótel Loftleiða með sínum lokuðu görðum, bílastæðakjöllurum og verslunarrekstri við ofanbyggð súlnagöng á jarðhæð. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir stórum hverfum, atvinnuhúsnæði suðvestur af Landspítala- lóðinni í beinu framhaldi af nýja sjúkra- hússvæðinu. Það rétt eins og útmörk háskólasvæðisins við hús Íslenskrar erfða- greiningar og lóð hins unga háskóla í Reykjavík er til marks um að hlutar hinnar nýju tillögu eru þegar komnir í brúk. Hér á opnuninni og næstu síðu eru nokkrar mynd- ir sem gefa til kynna hvað höfundar hins nýja Vatnsmýrarskipulags sjá fyrir sér. Þeir eru til sem halda því fram að bygging í Vatnsmýrinni sé ekki á dagskrá, hún sé framtíðarmúsík: tillagan sannar að þetta er viðfangsefni sem stjórnvöld verða að taka með í reikninginn hér og nú. VATNSMÝRI 102 REYKJ 2. ÁFANGI Tillöguhöfundar líta Tjarnarsvæðið nokkuð öðrum augum en hér hefur tíðkast lengi, kunna að meta gildi vatnasvæða í miðborg, enda fátítt að opin vatna- svæði finnist í borgum og eru í miklum hávegum þar sem þau eru. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á Hljómskálagarð- inum og að hann teygi sig yfir Hringbrautina, sem fari í stokk á móts við litlu tjörnina og komi upp við Njarðargötu, og tengist þannig við friðaða svæðið sunnan við gamla sparkvöllinn, sem nú er bíla- stæði, hjá Norræna húsinu. Verðlaunatillagan sem valin var úr yfi r hundrað hugmyndum um Vatns- mýrarsvæðið er önnur tillaga Graeme Massie, Johanna K. Irander og J. Pierre-Descoursa um mikilvægt fram- tíðarsvæði þéttbýlis á Íslandi. Massie átti líka verðlaunatillögu um miðbæinn á Akureyri fyrir fáum árum. Tillagan sameinar ýmsa kunnug- lega þætti úr eldri byggð í Reykjavík, byggir hverfi í kringum breiðgötu sem tekur við af Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og Sóleyjar- götu og nær til sjávar að Nauthóli. Hin forna hug- mynd Einars Benedikts- sonar um fram þróun Kvosarinnar í suður er loks komin á blað. SKIPULAG PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Horft frá suður enda nýju tjarnar innar í átt að Þing- holtum og yfir í Öskjuhlíð. 1. ÁFANGI Myndin sýnir byggingar við Suðurgötu og er horft suðaustur í átt að Keili sem glittir í við enda götunnar. Litið er til svæðisins í kringum Háskóla Íslands sem fyrsta áfanga í þessu nýja skipulagi. Hugmyndin um þríhyrning í öllu svæðinu sem markast af nýju sjúkrahúsi, Háskólanum í Reykja- vík og Háskóla íslands er sterkur grunnur hins nýja svæðis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.