Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 82

Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 82
MENNING 46 H in forna sýn Einars Benediktssonar um stórskipahöfn varð aldrei að veruleika en hann sá fyrir sér að eðlilegur vöxtur bæjarins í Kvosinni yrði í suður og þar væri skjólbetra hafnlægi en á Sundun- um. Þegar er hafinn undirbún- ingur að byggingu Háskólans í Reykjavík á sléttunum neðan við Öskjuhlíðina vestanverða þar sem Nauthóll var forðum. Í fimmta áfanga skipulagstillög- unnar er gert ráð fyrir byggð í hlíðum Öskjuhlíðar og að íbúa- byggð rísi við ströndina. Öll tillaga þremenningana lítur til nokkurra einkenna Reykjavík- ur sem borgar: hinna opnu svæða sem urðu til sem skrúðgarðar, bæði sem eldvarnabelti sem átti upphaf sitt við Lækinn og líka sökum þess að landið var við tjarnirnar of blautt til að hægt væri að reisa á því hús og leggja götur. Í tillögunni felst viður- kenning á hinni náttúrulegu mýri sem liggur yfir Seltjarnarnesið þvert þar sem byggðin varð til. Auk hinna opnu gróðursvæða sem felast í stækkun og samteng- ingu Hljómskálagarðsins við friðlandið við Norræna húsið er gerð ný tjörn; stórfláki, nýr garð- ur, er í Miðborginni við rætur Öskjuhlíðar, auk mjós en langs garðs sem liggur frá suðurenda nýju tjarnarinnar að stríðsminj- unum við Skerjafjörð. Þessi strimill tengist við Öskjuhlíðina og kallast á við Laugardalinn og Elliðaárdalinn. Byggðahugmyndir í tillögunni kallast á við eldri hverfi: Foss- vogshlíðarnar, Skerjafjörðinn og hverfi sem risu við Njálsgötu og Hringbraut samkvæmt skipulag- inu frá 1927 og sóttu fyrirmynd sína til ferningsblokka í evrópsk- um borgum. Allar tillögur í keppninni verða til sýnis í Listasafni Reykjavíkur alla næstu viku og þannig gefst Reykvíkingum og nærsveita- mönnum tækifæri til að sjá borg- ina sína nýjum augum, augum fagmanna víðs vegar að úr ver- öldinni. Þeir sjá betur en við möguleika Reykjavíkur sem heimsborgar – og nú er bara að taka áskorun þeirra og tillögum. SÍÐASTI ÁFANGINN 5. ÁFANGI Ílangur garður, stórt opið svæði frá enda nýju tjarnar, sem minnir á íslenskt landslag með fjölbreytilegri landslagsmótun, mosi og upprunalegar tegund- ir freðmýra og brunahrauna sem friðland fyrir plöntur og fuglalíf. Hann endar við braggaleifar frá stríðsárunum sem standa við Skerjafjörð og skilur á milli Skerjafjarð- ar og byggðar undir Öskjuhlíð. 6. ÁFANGI Þétt íbúðarbyggð við Skerjafjörð með stóru garðsvæði ofan við Nauthóls- vík í átt að kirkjugarðinum. Aðstaða til útivistar, smábátahöfn og mögulega brú yfir í Kársnes. Horft er inn eftir Skerjafirði í átt að Fossvogsdal. Í miðju trónir bygging sem er hugmynd um sædýrasafn. Til vinstri eru íbúðir, strandbyggð, á móti suðri, blanda af þjónustu og íbúðarbyggð. 5. ÁFANGI Hverfin í hlíðum Öskjuhlíðarinnar minna á raðhúsahverfið í Fossvoginum. Lág íbúðarhús sem laga sig að landinu og standa skör hærra en húsin hæstu í Miðborginni sem kölluð er. Stuttar botnlangagötur frá safngötum með baklóðum og bílastæðum að framan. Myndin sýnir hverfið með Perluna í baksýn. Í tengslum við það hverfi er gert ráð fyrir grunnskóla og menntaskóla en hverfið liggur allt að svæði sem er með byggingum sem tengjast Háskólanum í Reykjavík. Áætlunin er studd með nákvæmum tillögum um umhverfisstjórnun, möguleikum á áfangaskiptingu og samþættingu langtímamarkmiða. Borgarmyndin ... er dregin grófum línum og umferðarvandi ekki að fullu leystur, en áætlunin virðist nógu burðarmikil til þess að þola frekari útfærslu. Lokaáfanginn í tillög- um vinningshafanna er hverfi sem eru á strönd- inni milli útivistarsvæð- anna við Nauthólsvík og gamla Skerjafjarðarhverf- isins í Skildinganesi þar sem olíustöðin var. Gert er ráð fyrir að í Skerja- fi rðinum rísi smábáta- höfn á móts við Kárs- nesið og ofan við hana á fl ugbrautarendanum sem nú er komi glæsilegt íbúðarhverfi . SKIPULAG PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.