Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 96

Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 96
24 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Hinn bráðefnilegi Björn Bergmann Sigurðarson, tæplega 17 ára gamall framherji ÍA, stimplaði sig heldur betur inn í Landsbankadeild karla síðasta sumar með Skagaliðinu. Í lok tímabilsins átti hann þó við þrálát nárameiðsli að etja sem hafa haldið honum utan vallar meira og minna síðan þá. „Ég var að spila hálfmeiddur í lok síðasta sumars með ÍA og verkurinn í náranum fór bara versnandi eftir því sem ég spilaði meira. Síðan þegar ég var að fara að spila með U-19 ára landsliðinu þá var ég alveg ónýtur í náranum og þurfti að hætta alveg. Mér var svo í framhaldinu ráðlagt að hvíla neðri hluta skrokks- ins en þjálfa og lyfta með efri hlutanum og þetta gerði ég í þrjá mánuði án þess að finna miklar framfarir,“ sagði Björn Bergmann, sem fór á dögunum í tíu daga ferð til Hollands þar sem hann var í stífri sjúkraþjálf- un og endurhæfingu. „Læknarnir í Hollandi voru mjög ósáttir með að ég hafði ekki verið að lyfta með neðri hluta skrokksins líka og sögðu að ákveðið ójafnvægi væri komið á efri og neðri hluta skrokksins. Ég var í mjög stífri þjálfun hjá þeim frá níu til fjögur flesta dagana sem ég var úti og þeir nudduðu mig og teygðu á mér og létu mig fara í jóga. Ég var hættur að finna verkinn eftir þriggja daga meðferð, sem er alveg ótrúlegt og þetta hljóta bara að vera einhverjar töfralækning- ar hjá Hollendingunum,“ sagði Björn Bergmann, sem fékk æfingaáætlun fyrir næstu þrjár vikurnar áður en hann snýr aftur til Hollands til þess að fara í lokaskoðun. „Ég þarf núna að æfa neðri hluta skrokksins á fullu til að vinna upp það sem ég hefði átt að vera búinn að þjálfa og fá þar með jafnvægi í þetta. Ég fer svo aftur til Hollands í byrjun mars til þess að fá grænt ljós á að byrja að æfa á fullu á ný,“ sagði Björn Bergmann, sem er mjög spenntur að fara að æfa aftur með ÍA. „Það er kominn hugur í menn að byggja ofan á gott gengi liðsins síðasta sumar og ég get ekki beðið eftir því að fara að æfa á fullu og keppa. Ég er eiginlega bara svekktur yfir því að hafa ekki farið strax út til Hollands þegar ég meiddist,“ sagði Björn Bergmann að lokum. BJÖRN BERGMANN SIGURÐARSON, ÍA: ER ALLUR AÐ KOMA TIL EFTIR AÐ HAFA GLÍMT VIÐ ÞRÁLÁT NÁRAMEIÐSLI Sannkallaðir töfralæknar sem ég hitti í Hollandi > Búið að draga í riðla fyrir EM 2009 Dregið var í riðla fyrir Evrópumót landsliða karla og kvenna í körfubolta árið 2009 í Feneyjum á Ítalíu í gær. Karlalandslið Íslands leikur í B-deild í riðli með Hollandi, Austurríki, Danmörku og Svartfjallalandi. Kvennalandslið Íslands leikur einnig í B-deild og er í sex liða riðli með Slóveníu, Hollandi, Sviss, Svartfjallalandi og Írlandi. Leikið verður heima og að heiman hjá bæði körlunum og konunum og byrj- ar ballið í september næsta haust og lýkur haustið árið 2009. N1-deild karla: HK-Akureyri 26-26 (14-12) Mörk HK (skot): Ragnar Hjaltested 9/4 (12/6), Augustas Strazdas 5 (7), Tomas Etutis 5 (9), Ólaf- ur Bjarki Ragnarsson 2 (3), Gunnar Steinn Jóns- son 2/1 (7/2), Arnar Þór Sæþórsson 1 (1),Sergey Petraytis 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13 (30/1), 43%, Egidijus Petkevicius 1 (10), 10%. Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ragnar). Fiskuð víti: 8 (Augustas 3, Ragnar 2, Sergey, Gunnar Steinn, Arnar Þór). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Einar Logi Friðjónsson 7 (14), Magnús Stefánsson 6 (11), Goran Gusic 4/1 (6/1), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (3), Nikolaj Jankovic 2 (4), Björn Óli Guðmundsson 2 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Ásbjörn Friðriksson 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15/1 (38/7), 39%, Arnar Sveinbjörnsson 0 (3/1), 0%. Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Einar Logi 2). Fiskuð víti: 1 (Magnús). Utan vallar: 8 mínútur. ÍBV-Stjarnan 34-33 (17-15) N1-deild kvenna: Fram-Haukar 35-30 (18-11) Mörk Fram (skot) : Stella Sigurðardóttir 7/4 (12/4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5 (8), Annett Köbli 4/1 (4/1), Pavla Nevarilova 4 (7), Marthe Sördal 3 (3), Karen Knútsdóttir 3 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Þórey Rósa Stefánsdóttir 3 (6), Hildur Knútsdóttir 1 (1), Sara Sigurðardóttir 1 (2), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 1 (2) Varin skot : Kristina Kverdarine 17/0 42/5) 40%, Karen Einarsdóttir 1/0 (6/1) 16% Hraðaupphlaup : 8 (Karen Knútsdóttir 3, Ásta Birna 2, Marthe 2, Pavla) Fiskuð víti : 5 (Pavla 2, Ásta Birna, Marthe, Stella) Utan vallar : 10 mínútur Mörk Hauka : Ramune Pekarskyte 13/6 (17/6), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (5), Nína Kristín Björnsdóttir 3 (6), Hind Hannesdóttir 3 (6), Harpa Melsted 3 (7), Erna Þráinsdóttir 3 (8), Sandra Stojkovic 1 (5) Varin skot : Latima Miliauskaite 4/0 (20/1) 20%, Bryndís Jónsdóttir 11/0 (30/4) 36% Hraðaupphlaup : 1 (Harpa) Fiskuð víti : 6 (Inga Fríða 2, Harpa, Hind, Erna, Sigrún Brynjólfsdóttir) Utan vallar : 6 mínútur Grótta-HK 26-33 Markahæstar hjá Gróttu: Anna Úrsúla Gumundsdóttir 5, Auksé Vysniauskaite 5, Karolína Gunnarsdóttir 5, Ragna Karen Sigurð ardóttir 5. Markahæstar hjá HK: Natalia Ceplonuska 12, Arna Sif Pálsdóttir 6, Jóna S. Halldórsdóttir 5. FH-Stjarnan 20-24 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI HK og Akureyri skildu jöfn 26-26 í miklum baráttuleik í N1-deild karla í gærdag. Það var í raun og veru fátt sem gladdi augað í fyrri hálfleik í Digranesi í gær. Leikurinn var hægur og liðunum gekk illa að keyra hraðaupphlaup. Leikmenn liðanna verða hins seint sakaðir um að berjast ekki. Gestirnir frá Akureyri ætluðu greinilega að selja sig dýrt og tóku fast á HK- mönnum og fengu fyrir vikið þrí- vegis tveggja mínútna brottvísan- ir í fyrri hálfleik. Leikurinn var í járnum nær allan fyrri hálfleikinn en staðan var jöfn 5-5 þegar stundarfjórð- ungur var liðinn af leiknum. Akur- eyringar skoruðu þá tvö mörk í röð og voru skrefinu á undan HK- liðinu sem virkaði hálf áhugalaust. Á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks tóku heimamenn þó við sér og skoruðu tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni í 14-12. Ragnar Hjaltested var líf- legur í HK-liðinu og skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik en Akureyr- ingar gátu helst þakkað markverði sínum, Sveinbirni Péturssyni, fyrir að vera enn að fullu inni í leiknum en hann varði ellefu skot í fyrri hálfleik. HK byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og sýndi loks sitt rétta andlit með hröðu spili. Stað- an var orðin 20-15 eftir tíu mínút- ur og flest benti til þess að heima- liðið myndi sigra auðveldlega. Það vantaði neistann í Akureyrarliðið og markvarslan var engin fyrsta stundarfjórðunginn. Akureyring- ar náðu sér þó aftur á strik eftir að hafa tekið leikhlé til að fara yfir stöðuna og fóru aftur að berjast af sama krafti og í byrjun leiks. HK- liðið hélt eflaust að sigurinn væri í höfn þegar staðan var 26-23 og fimm mínútur eftir en Akureyr- ingar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð og skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og jöfnuðu 26-26. Akur- eyringar voru enn fremur óheppn- ir að taka ekki bæði stigin í lok leiksins þegar Goran Gusic skor- aði á lokasekúndunum en markið var dæmt af þar sem endurtaka þurfti innkast og þar við sat. Sævar Árnason, þjálfari Akureyr- ar, var ánægður með baráttuna hjá sínum mönnum. „Ég get ekki verið annað en sátt- ur með stigið miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við byrjuðum alveg hræðilega í seinni hálfleik og engin markvarsla var framan af. Liðið sýndi mikinn karakter að koma til baka eins og það gerði og taka stigið og mér finnst vera ákveðinn stígandi í okkar leik í vetur og við verðum bara að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sævar. Ragnar Hjaltested, hornamaður HK, var ósáttur með að lið sitt missti leikinn niður í jafntefli. „Við vorum með þetta í höndum okkar og það eru gríðarleg von- brigði að klúðra þessu stigi. Við hættum bara síðasta stundarfjórð- unginn og hleyptum þeim inn í leikinn eftir góða byrjun á seinni hálfleik,“ sagði Ragnar. omar@frettabladid.is Akureyri barðist fyrir stigi HK og Akureyri skildu jöfn, 26-26, í N1-deild karla í gærdag. Allt stefndi í sigur HK en baráttuglaðir Akureyringar skoruðu þrjú síðustu mörkin og náðu stigi. ÖFLUGUR Ragnar Hjaltested, hornamaður HK, átti góðan leik gegn Akureyri í Digra- nesi í gær og skoraði níu mörk. Hér reynir Akureyringurinn Heiðar Þór Aðalsteinsson að stoppa hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Fram vann góðan 35-30 sigur á liði Hauka í Framhúsinu í Safamýri í gær og eru sem fyrr í efsta sæti N1-deildar kvenna. Leikurinn byrjaði fjörlega og var mikið skorað á fyrstu mínút- um leiksins. Um miðjan fyrri hálf- leikinn tók Framliðið yfirhöndina en sóknarleikur Haukanna gekk illa gegn sterkri vörn Fram. Fram- stúlkurnar fengu mörg hraðaupp- hlaup og náðu mest 9 marka for- skoti og Haukar heillumhorfnar. Í hálfleik var staðan 18-11. Í seinni hálfleik mættu Haukar ákveðnari til leiks. Sóknarleikur þeirra gekk mun betur, en þrátt fyrir það gekk þeim illa að saxa á forskot Framara. Þær náðu mest að minnka muninn í fjögur mörk en nær komust þær ekki og nokk- uð þægilegur sigur Framara í höfn, lokatölur 35-30. Þjálfari Fram, Einar Jónsson, var nokkuð sáttur að leik loknum. „Fyrri hálfleikur var góður og við leiðum með 7 mörkum í hálf- leik og varnarlega vorum við að spila vel. Seinni hálfleikur var afleitur hjá okkur og ef við ætlum að landa efsta sætinu og ég tala nú ekki um vinna Stjörnuna í næsta leik þá þurfum við að bæta varn- arleikinn okkar. Það er nóg eftir af mótinu og leikurinn gegn Stjörn- unni verður lykilleikur. Það er gaman að mæta Stjörnunni og Alla og vonandi að fólk fjölmenni á leikinn,“ sagði Einar. Nína Kristín Björnsdóttir fyrir- liði Hauka var ekki eins sátt. „Við töpum þessum leik í fyrri hálfleik þar sem við vorum að spila illa í vörn, sókn og marka- varslan var lítil.,“ sagði Nína Kristín. - sjj Fram vann Hauka 35-30 í N1-deild kvenna í Framhúsinu í gærdag og er sem fyrr á toppi deildarinnar: Þægilegur sigur toppliðs Framstúlkna Á FLUGI Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, stekkur hér upp og skorar eitt af þremur mörkum sínum gegn Haukum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.