Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 17. febrúar 1989 Frumvarp flutt á þingi er þrengir að „tískuþáttum líðandi stundar" á öldum Ijósvakans: Stöðvamar ábyrgar fyrir ærumeiðingum Ingi Björn Albertsson mælti í gær fyrir frumvarpi um breytingar á útvarpslögum er kveöa á um að sá sem tekur þátt í beinni útvarpsútsendingu segi til nafns og beri ábyrgö á því sem hann segir. Þá er útvarpsstöðvum einnig skylt samkvæmt frumvarpinu að nota búnað sem tefur beina útsendingu. Þetta er hvort tveggja hugsað til að koma í veg fyrir útvarpað sé ærumeiðingum um fólk í beinni útsendingu. Þeim er stjórnar þætti í beinni útsendingu er gert skylt að tryggja sér frekari upplýsingar um þann cr hann hleypir að, en ella bera sjálfur ábyrgð á framlagi hans takist ekki að hafa upp á honum. Með búnaði er tcfur beina útsendingu er átt við svo kallað „delay-system“ er tefur útsendingu um örfáar sekúndur og gerir stjórnanda beinnar útsend- ingar kleift að stöðva ærumeiðandi ummæli þess aðila sem hringir í úrvarpsstöðina, áður en þau fara í loftið. í greinargerð segir að nú færist mjög í vöxt að útvarpsstöðvar hafi í dagskrám sínum þætti sem byggjast á símtölum við fólk úti í bæ í beinni útsendingu og nái eyrum þúsunda manna. Það sé áhyggjuefni að í slíkum þáttum sé hætta á að viðmæl- endur geri ekki grein fyrir sér og flytji ávirðingar og óviðurkvæmileg ummæli um nafngreint fólk án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Eitt það dýrmætasta sem hver einstaklingur eigi sé gott mannorð og það geti tekið drjúgt skeið af ævi hans að vinna sér þann orðstír. Hins vegar taki það óvand- aðan mann ekki ncma sekúndubrot að skemma mannorð annars manns ef hannfærtækifæri til þess í útvarpi. Vel var tekið undir þctta frumvarp Inga Björns af samþingmönnum hans og sagði Guðni Ágústsson m.a. það ekki við hæfi að venja útvarps- hlustendur á að slúðra um náung- ann, en það gerðist því miður allt of oft í tískuþáttum líðandi stundar. - ág Saga kynnirsum- aráætlun Ferðaskrifstofan Saga hefur ný- lega gefið út ferðabækling til kynn- ingar á þjónustu sinni árið 1989. Boðið er upp á dvöl í hinum hefðbundnu sólarlöndum auk Mar- okko, Túnis og fleiri staða. Orlofs- þorpin í Hollandi og fleiri áfanga- staðir innan Evrópu eru ofarlega á blaði að ógleymdum rútuferðum um meginlandið. Þá er einnig boðið upp á forvitni- legar ferðir til fjarlægra staða svo sem „Stóru Kínaferðina" og skipu- lagðrar ferðar um Sovétríkin og Mið-Asíu. Með Sögu verður liægt að ferðast til Bandaríkjanna, Thailands og margra fleiri staða. Einnig mun ferðaskrifstofan sjá um að skipu- leggja ferðir einstaklinga og hópa um allan heim, hvert sem viðkom- andi vill fara. Starfsemi Sögu er einnig nokkur innanlands. Til að mynda mun hún í sumar reka Hótel Garð annað árið í röð auk Skjólborgar að Flúðum. jkb Verk Hlífar sýnd á Norð- urlöndum íslenski dansflokkurinn mun sýna verk Hlífar Svavarsdóttur í fjórum óperuhúsum á Norðurlöndum í haust. Boð um sýningu á verkum Hlífar kom í kjölfar sigurs hennar í keppni ungra danshöfunda í Osló á síðasta ári. Þar vann hún til fyrstu verðlauna fyrir ballett sinn Af mönnum. í ágúst verður sýnt í Svenska teatern í Helsinki, Stora teatern í Gautaborg, Södra teatern í Stokk- hólmi og í septcmbcr í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Á verkefnaskránni verða ballett- arnir Af mönnum, Innsýn og ónefnt nýtt verk. í Södra teatern verður verkið Duende sýnt í stað þess nýja ónefnda, sem sviðið er ekki nógu stórt til að rúma. jkb íslenski dansflokkurinn í verkinu Af mönnum eftir Hlíf Svavarsdóttur sem sýnt verður á Norðurlöndum í haust. Reglur um skíða- togbrautir hertar mikið Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið út ný ýtarleg fyrirmæli um öryggis- búnað skíðatogbrauta. Þessar nýju hertu reglur koma í kjölfar slyss sem varð við togbraut í Garðabæ. Frá því er slysið gerðist hefur notkun toglyfta af þessari gerð verið bönnuð. Umdæmisstjórum Vinnueftir- litsins er falið að koma þessum nýju fyrirmælum til rekstaraðila togbrautanna. Einnig eiga þeir að sjá um að lyfturnar verði ekki farið að nota fyrr en öryggiskröfum hefur verið fullnægt og vottorð þess efnis gefið út. Eins og áður sagði eru reglurnar mikið hertar frá því sem verið hefur. Til dæmis er mælt fyrir um að báðar endastöðvar toglyftanna verði girtar af. Skulu giröingarnar vera nægilega traustar til að geta hindrað að skíðafólk eða aðrir fari í ógáti eða vegna óhapps inn á hættusvæðið. Ef skíðamaður festist við dráttartaug togbrautarinnar skal endastöðvun vera í það mikilli fjarlægð frá endastöð að skíðamað- ur stöðvist áður cn hann er kominn innan 1,5 metra fjarlægðar frá endahjóli. Sérstakir neyðarstöðv- unarrofar skulu vera fyrir skíða- mann á áberandi stöðum þar sem farið er í brautina og úr. Stöðug gæsla skal vera við brautina og fleira er tiltekið. í undirbúningi er að binda 'ákvæði um öryggi skíðalyftna í reglugerð. jkb Samband ungra framsóknarmanna varar viö undanlátssemi í hvalveiðimálinu og sendir stjórnmálamönnum og fjölmiðlum tóninn: Pólitískt moldviðri kringum hvalamálið Alþingi hefur mótað með samþykkt vísindaáætlunarinnar. Henni þarf að ljúka. Alþingismenn verða að hafa í sér manndóm til að standa vörð um íslenska hagsmuni þegar á reynir og jafnframt eru tækifærissinnaðir stjórnmálamenn varaðir við að gera hvalveiðimálið að baráttuvettvangi sírium. Slíkir pólitíkusar eru betur geymdir annarstaðar en á þingi. Þörf er samstöðu þjóðarinnar allr- ar í þessu máli og þvf til vansæmdar að íhaldsstýrðir fjölmiðlar eins og DV, Morgunblaðið og Stöð 2, skuli vera að reyna að blása upp pólitísku moldviðri í kringum hvalveiðimálið greinilega með það eitt að leiðarljósi að reyna að koma höggi á sjávarút- vegsráðherra. Hans framgöngu í málinu ber að fagna og styðja. Þjóðin öll og þá einkum skammt hugsandi stjórnmála- og fjölmiðla- menn verða að skilja að við lifum héráfiski. -ág Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna sendi frá sér harðorða ályktun um hvalamálið í gær. Það eru íhaldsstýrðir fjölmiðl- ar gagnrýndir fyrir að þyrla upp pólitísku moldviðri í kringum hvala- málið, í þeim tilgangi einum að koma höggi á Halldór Ásgrímsson. Þá eru skammt hugsandi stjórnmála- menn varaðir við að notfæra sér hvalamálið í pólitískum tilgangi. Orðrétt segir í ályktun Sambands ungra framsóknarmanna: í Ijósi þess ástands sem er að skapast vegna hvalveiðimálsins vill S.U.F. minna alla íslendinga á að þeir lifa með einum eða öðrum hætti á fiski. Af þeirri ástæðu tóku íslendingar upp fyrstir þjóða vísindalegar rannsóknir á fiskimiðum sínum og hafa reynt að samræma fiskveiðar niðurstöðum þessarar rannsókna. Hvalveiðimálið snýst um grund- vallar hagsmuni íslensku þjóðarinn- Gissur Pétursson, formaður SUF. ar. Það snýst um það hvort íslend- ingar geti sjálfir ráðið nýtingu sinna auðlinda og það er því einkar var- hugavert að snúa af þeirri stefnu sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.