Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. febrúar 1989 Tíminn 5 Guðrún Ágústsdóttir í Borgardómi í gær þegar mál hennar var þar til meðferðar. 'Iímamynd: Ámi Bjaraa Guðrún Ágústsdóttir með prófmál fyrir Borgardómi: Aðstoðarmaður krefst biðlauna af ráðherra sínum fyrir dómstóli Guðrún Ágústsdóttir borgarfulitrúi, aðstoðarmaður og flokksbróðir menntamálaráðherra, rekur nú mál fyrir Borgardómi Reykjavíkur gegn fjármála- og menntamála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Málið er rekið sem prófmál og snýst um biðlaun er Guðrún telur sig hafa átt rétt á fyrir um tveimur árum, þegar starf hennar sem full- trúi við Hjúkrunarskóla fslands var lagt niður, samfara því að skólinn hætti starfsemi sinni. Guð- rúnu var boðin staða við námsbraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands. Hún afþakkaði þá stöðu og sagðist ekki telja hana sambæri- lega við fyrra starf. Hún fór þá jafnframt fram á að fá biðlaun til sex mánaða. í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna segir að réttur á biðlaunum falli niður af- þakki starfsmaður sambærilega stöðu þegar starf hans er lagt niður. Guðrún sagði í samtali við Tím- ann í gær að hún héldi að launakjör í nýju starfi sem henni var boðið við Háskóla íslands hafi verið áþekk því sem hún hafði við Hjúkr- unarskólann. Hinsvegar hafi starf- ið við Háskólann ekki verið sam- bærilegt að því leyti að það hafi gert mun minni kröfur til hennar sem starfskrafts. Þá virðumst við vera komin að kjarna málsins og því sem hennar krafa til biðlauna er byggð á, eða eins og Guðrún orðaði það: „Ég tel að meta verði eðli starfsins, en ekki einungis að tekið sé tillit til þeirra launa sem í boði eru. Mér finnst sem þetta dómsmál skipti miklu og þá ekki síst fyrir konur." Guðrún sagði að um væri að ræða upphæð á bilinu 200 til 300 þúsund krónur og að á sínum tíma hefði hún virkilega þurft á þessum peningum að halda. í dag væri þetta frekar spurning um grund- vallaratriði. - Þú kýst að líta á þetta sem brautryðjendastarf fyrir konur, en ekki óþægilega uppákomu fyrir stjórnmálamann? „Hvernig getur það verið óþægi- leg uppákoma, þegar maður leitar réttar síns fyrir dómstólunum? Að mínu mati hefur verið brotið á mér hvað biðlaunin varðar. Ég hef stuðning frá mínu stéttar- félagi, Starfsmannafélagi ríkis- stofnana, og það er raunar í gegn- um það félag sem mál þetta er rekið. Mér þætti ég vera að bregð- ast félögum mínum í félaginu ef ég léti þetta mál ekki ganga sinn gang. Það er hinsvegar hárrétt að núna hefði verið þægilegra að vinna undir sjávarútvegsráðherra," sagði Guðrún. Vissulega er aðstoðarmaður menntamálaráðherra í nokkuð sérstakri aðstöðu, verandi einn af valdamestu mönnum ráðuneytisins og á sama tíma að leita réttar síns fyrir dómstólum, þar sem ríkislög- maður er verjandi stofnunar þeirr- ar er Guðrún vinnur fyrir. Hún hefur rætt málið við menntamálaráðherra Svavar Gestsson og gert honum grein fyrir stöðunni. Að sögn Guðrúnar fór ráðherra ekki fram á frestun eða neitt slíkt og mun málið því halda áfram sinn eðlilega gang í dóms- kerfinu. Guðrún vildi taka fram að þetta mál snerist ekki urn persónur og því væri í sjálfu sér ekki óþægilegt fyrir hana þó hún væri starfsmaður ráðuneytisins. Réttað var í málinu í allan gærdag. Ekki tókst að ná í ríkis- lögmann, Gunnlaug Claessen, sjálfan og aðrir starfsmenn ríkis- lögmanns þekktu ekki nægilega vel til málsins til að geta tjáð sig um það við Tímann. Veðurfar lífgar upp á verslun með hlífðarföt eftir erfiða vetur undanfarið: Roksala í skjólfötum og öðrum vetrarvörum Kuldarnir og umhleypingarnir aö undanförnu hafa haft margvísleg áhrif á þjóðlífið. Fólk hefur setið fast í bílum sínum út um hvippinn og hvappinn og skolfíð. Snjómokstur hefur kostað sveitar- félög miklar fjárhæðir, að minnsta kosti miðað við síðustu vetur sem hafa verið með eindæmum mildir og notalegir. í Reykjavík og víðar um landið hefur ófærðin valdið því að fjölmarg- ir hafa ekki hreyft bíla sína og hafa leigubílstjórar haft ærið að starfa. Þá virðist sem sala og eftirspurn eftir jeppum og öðrum fjórhjóladrifsbíl- um, nýjum sem notuðum, hafi tekið mikinn kipp. Eigendur slíkar þarfaþinga eru þó að sögn bílasala fastheldnir á jeppa sína og hafi jeppaverð farið stígandi síðustu vikur. Ekki þótti blaðamanni ósennilegt að fleiri en hann þreyttust á því að vera skjálfandi af kulda og hálffros- inn á fingrum og tám og spurðist fyrir í nokkrum fataverslunum hvort meira seldist af skjólflíkum, svo sem kuldaúlpum og -húfum og kulda- skóm en á sama tíma undanfarna vetur. Rúnar Ólafsson verslunarmaður í Herraríki sagði að greinilegt væri að mun meira seldist af slíkri vöru en undanfarna vetur. í fyrra hefði nán- ast ekkert selst af kuldajökkum, -frökkum, treflum og kuldaskóm en nú í harðindunum væri annað uppi á teningnum. „Það er engin spuming um það,“ sagði Þórður Ragnarsson hjá Herra- garðinum. Hann sagði að eftir dræma sölu á vetrarfatnaði í fyrra hefðu menn ekki búist við mikilli sölu í vetur og hefðu því ekki verið með mikið úrval af kuldafatnaði nú. Hann sagði að mikið hefði verið spurt um slíkt í gær og fyrradag, einkum í gær, enda var kalt í veðri, allt að 12 gráðu frost og hvassviðri. Herragarðurinn hefur átt ágætt úrval af kuldaskóm og gönguskóm með grófmynstruðum gúmmísólum sem hafa runnið út í snjónum og ófærðinni. Vinnufatabúðin selur verulegt úrval af skjólfatnaði fyrir karla og konur. Þar varð fyrir svörum Daníel Daníelsson. Hann sagði að sala á kulda- og skjólfatnaði hefði tekið mikinn kipp eftir að kuldakastið hafði staðið um tíma. Sérstaklega hefði sala aukist á hettuúlpum sem lítið hafa hreyfst áður og væri nú mikið spurt eftir þeim. Pá sagði Daníel að óvenju mikið hefði selst af loðfóðruðum samfest- ingum, svokölluðum gæsagöllum, sem bæði eru vatns- og vindþéttir auk þess að vera hlýir. Verslunin Geysir er gamalgróin, virðuleg verslun í hjarta borgarinnar við Aðalstræti. Verslunarstjóri fatadeildar Geys- is, Sigurður Magnússon sagði að mun meira seldist nú af kuldaúlpum, kuldajökkum og hlýjum frökkum en undanfarna vetur. Hann sagðist þó ekki hafa tekið neitt saman um hversu mikill munurinn væri. Óvenjumikið hefði einnig selst af kuldaskóm í vetur en það tengdist þó ekki eingöngu kuldakastinu því rýmingarsala hefði verið hjá Geysi á kuldaskóm áður en það hófst. í það heila tekið sagði Sigurður að sér sýndist jró að um það bil helmingi meira hefði selst af kuldaskóm nú en var á sama tíma í fyrra. Tíminn ræddi einnig við menn sem selja jeppa og Sveinbjörn for- stjóri Egils Vilhjálmssonar sagði að mjög jöfn og góð sala hefði verið í Wagoneer og Cherokee jeppunum sem eru bæði dýrir og vandaðir. Hann sagðist þó vart telja að ófærðin undanfarið hefði haft þar veruleg áhrif á; „Menn kaupa nú varla tveggja milljóna bíl eins og hvern annan frakka þótt snjór sé,“ sagði Sveinbjörn. Hreggviður Jónsson hjá Bílaborg sagði Tímanum að Daihatsujeppar hefðu selst vel í vetur og sem stæði ættu þeir engan af nýju gerðinni sem mikið hefur verið spurt eftir, Dai- hatsu Feroza. Sending væri þó á leiðinni, 40 bílar en af þeim eru 30 þegar seldir. Hjá Fordumboðinu var sagt að veruleg eftirspurn væri eftir jeppum en jeppaeigendur væru nokkuð fast- heldnir og vilja síður sjá af farkost- um sínum í ófærðinni. Mikið væri spurt eftir Suzuki Fox jeppanum og algengt verð á tveggja til þriggja ára bílum er á bilinu 400-600 þúsund. ’ -sa Þessi maður þarf eltki að óttast kuldabota. Tímunynd: Árai Bjaraa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.