Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. febrúar 1989 Tíminn 7 Umbóta oskað af foreldrum og fræðsluyfirvöldum í Mýrasýslu: Mikil óánægja vegna skertrar skólasetu Skipan grunnskólamála á landsbyggðinni er víða mikið hitamál. Má þar sem dæmi nefna Varmalandsskóla þar sem uppi eru ráðagerðir um breytingu fyrirkomulagsins og endurbætur. Ýmis vandamál hafa skotið upp kollinum samfara kröfum um aukna skólasetu yngri barna. Þetta hefur verið reynt að leysa með margvíslegum hætti, á hverjum stað fyrir sig. Varmalandsskóli í Mýrasýslu hefur verið rekinn sem heimavist- arskóli hingað til. Yngstu börnin hafa fengið langan aðlögunartíma. Frá sex ára bekk til sjöunda bekkj- ar þegar fullri skólasetu er náð. Þau yngstu byrja á því að gista tvisvar sinnum í mánuði, eina nótt í senn í skólanum. f>á hefur verið fenginn heimakennari frá skólan- um sem ferðast á milli bæja til að aðstoða börnin með námið. Þessi lausn hefur ýmsa vankanta. Sem dæmi má nefna skerta skóla- setu barnanna miðað við önnur börn sem sækja skóla daglega. Fræðsluyfirvöld segja skerta skóla- setu ekki geta liðist lengur og vilja að eitthvað verði gert í málinu. Foreldrar hafa einnig farið fram á það sama og safnað undirskriftum vegna bréfs þar sem mælst er til að skólayfirvöld kanni málið. 1 blaðinu Borgfirðingi kemur þó fram að skert skólaseta virðist ekki há nemendunum. Þar segir frá könnun sem gerð var á vegum dr. ÞuríðarKristjánsdóttur. í könnun- inni kemur fram að skert skólaseta barnanna virðist engin sýnileg áhrif hafa á árangur þeirra við níunda bekkjarpróf miðað við önnur börn á landinu. Þá er farkennslan einnig dýr kostur. Stafar það af því að heima- kennarinn þarf oft að ferðast lang- ar vegalengdir. Til að mynda er um þriggja klukkustunda akstur að bænum sem lengst er frá skólanum. Á laugardaginn kemur verður, ef veður leyfir, haldinn fundur í Þinghamri samkomuhúsi Borgnes- inga varðandi þetta mál. „Þar verða ræddar ýmsar hug- myndir sem varpað hefur verið fram. Við munum reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við,“ sagði séra Varmalandsskóli í Mýrasýslu. Brynjólfur Gíslason formaður skólanefndar Varmalandsskóla. Á þennan fund munu koma aðilar frá skólaþróunarnefnd auk skólanefn- darinnar, fræðsluyfirvalda á svæð- inu, skólastjóra Varmalandsskóla og fleiri. Þær hugmyndir sem til greina koma eru margar og má sem dæmi nefna að skólaárið sem nú er átta og hálfur mánuður í Varmalands- skóla verði lengt. Eða að heint- avistin verði aukin. En þá ber að hafa í huga að í grunnskólalögum er ákvæði sem mælir fyrir um að reynt verði að draga úr henni. „Einnig kemur til greina að koma á fót litlum skóla vestur á Mýrunum sem þau yngri myndu sækja daglega. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að skipta skóla- hverfinu svolítið upp þannig að einhver hluti barnanna sæki Lauga- gerðisskóla, aðrir fari í Andakíls- skóla, Kleppjárnsreykjaskóla, til Borgarness eða annað. Þctta auk fleiri leiða er allt verið að athuga," sagði Sigurjón Gunnarsson skrif- stofustjóri fræðsluskrifstofu Vest- urlands í samtali við Tímann. jkb Kýlaveiki í sauðfé að nema ný lönd. Menn óttast alvarlegan fylgifisk veikinnar; tannlos: KÝLAVEIKIFINNST AUSTAN ÞJÓRSÁR Kýlaveiki í sauðfé hefur orðið vart á einum svonefndra Heklubæja. Þá hefur hún stungið sér niður á tveim bæjum í Landssveit. Á fundi sýslunefndar Rangárvallasýslu sem haldinn var um miðjan júní sl. ár voru sauðfjárveikivarnir ræddar. Á fundinum Iá frammi bréf frá Sauðfjárveikivörnum um að kýlaveiki hefði fundist í fé frá Haukadal á Rangárvöll- um. t>á var á fundinum rætt um að sýslunefndin útvegaði fjármagn til að kosta girðingu efst á Rangárvöll- um til að hefta útbreiðslu sauðfjár- sjúkdóma en því var hafnað sakir kostnaðar en nefndarmenn urðu sammála í höfuðatriðum um að vænlegast væri að skera niður sýkt fé. Sem stendur er erfitt að hindra samgang fjárins þar sem tveir Heklu- bæjanna eiga upprekstur á Land- mannafrétt en hinir þrír á Rangár- vallaafrétt. Ekki hefur þó enn verið gripið til niðurskurðar. Héraðsdýralæknirinn á Hellu, Grétar Hrafn Harðarson, sagði að við slátrun 1987 hefði greinst kýlaveiki í einni kind og síðan ekki söguna meir. Sem betur fer hefði veikin ekki komið upp aftur þarna og hefði til þessa ekki fundist austan Þjórsár. Hún virtist þó vera að mjakast upp Landssveitina. Hún væri þannig sjúkdómur að ekki væri ástæða til snöggra viðbragða. Kýlaveiki hefur alllengi þekkst í Suðursveit og á Mýrum og hefur að því er menn þar telja, komið fram þegar þröngt hefur verið um féð, t.d. þegar það hefur verið tekið inn á tún til fitunar að hausti. Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum sagði að orsök veikinnar væri sýkill og hefði hann verið stað- festur í einni kind í Haukadal. Hann sagði að þetta væri sjúkdómur sem lítið bæri á og hann ylli litlu tjóni. Hins vegar grunaði menn að alvar- legur sjúkdómur; tannlos, gæti kom- ið upp í fénu, því reynslan væri sú, einkum á Suðurlandi, að tannlos fylgdi gjarnan í kjölfar kýlaveiki. Hvert samhengi milli kýlaveiki og tannloss væri sagði Sigurður að menn vissu ekki enn. Tannlos hefði fundist í fé vestan Ytri-Rangár - í Ásahreppi og smit vafalaust borist við samgang yfir Þjórsá. Reynt hafi verið að hamla gegn útbreiðslunni með því að takmarka samgang fjár úr Ásahreppi við annað fé í varnarhólfinu á afrétti og með því að ekki væri verslað með lifandi fé milli hreppanna. Engu að síður virtist sem þessir sjúkdómar væru nú að breiðast út þarna. - En telur Sigurður að þarna þurfi jrípa til einhverra ráða til að hefta Migsanlega útbreiðslu veikinn- ar? „Það er mjög æskilegt að geta hindrað samgang fjár við ósýkt svæði, sérstaklega ef tannlos væri í kjölfarinu, en það er afar hæpið að fara út í niðurskurð að svo komnu máli,“ sagði Sigurður. Hann sagði að tannlos hefði liing- að til ekki þekkst í Rangárvallasýslu austanverðri né í Skaftafellssýslum og mikið kappsmál væri að verja þau svæði sem veikin hefði enn ekki borist til. „Það er æskilegt ef hægt væri á einhvern máta að afmarka betur Holtasvæðið. Fé sem farið hefur milli afréttanna hefur verið fargað. Hins vegar er viss samgangur í byggðinni sem erfitt er að hefta,“ sagði Sigurður. Hvort kýlaveiki og tannlos stöf- uðu að einhverju leyti af meðhöndl- un fjárins sagði Sigurður að svo væri ekki. Sjúkdómarnirbærust eingöngu af samgangi við smitað fé. Eyjólfur Ágústsson bóndi og sýslunefndarmaður í Hvammi í Landssveit sagði Tímanum að kýla- pest væri að mjakast upp Landssveit- ina og hennar hefði orðið vart á tveimur bæjum nú í haust en hefði áður verið þekkt í Holta- og Ása- hreppum. Tannloss hefði hins vegar ekki orðið vart hingað til. Hann sagði að talsverð viðbrögð hefðu orðið þegar kýlaveikitilfellis- ins í Haukadal varð vart og rætt hefði verið um að girða svæðið af til að hindra útbreiðslu veikinhar'aust- ur á bóginn. Skiptar skoðanir hefðu þó verið um gagnsemi þess og sagðist hann sjálfur telja að ef faraldur kæmi upp væri niðurskurður það ráð sem dygði. Sem betur fer hefði það alls ekki verið raunin þar sem aðeins var um eina kind að ræða haustið 1987 og ekki hefði veikin komiðuppáöðrunt Heklubæjum. Bóndinn í Haukadal sem er aldraður maður ætti nú aðeins um 25 kindur þar sem hann seldi Framleiðnisjóði flest fé sitt sl. haust. Eyjólfur taldi að í sjálfu sér væri ekki ástæða til að óttast kýlaveikina sérstaklega. Auðvelt væri að ráða niðurlögum hennar með fúkkalyfj- um. Tannlos sem gjarnan er fylgi- fiskur veikinnar væri hins vegar alvarlegra, en höfuðvágesturinn væri hins vegar riðuveikin. - sá Mennta- málaráð- herra held- ur opna fundi Á næstunni verða haldnir við- talsfundir með menntamálaráð- herra í grunnskólum Reykjavíkur. Auk Svavars koma Gerður G. Óskarsdóttir ráðunautur í uppeld- is- og kennslumálum og Guðrún Ágústsdóttir aðstoðarmaður menr.tamálaráðherra til með að sitja fundina. Markfniðið er að gefa skólastjór- um, kennurum og foreldrum nem- enda tækifæri á að reifa hugmyndir sínar og skoðanir í uppeldis- og menntamálum. Munu ráðherra og starfsfólk ráðuneytisins skýra frá því helsta sem er á döfinni þar. Fyrsti fundurinn var í gær, fimmtudag, í Hagaskóla. Næsti fundur verður haldinn komandi þriðjudag í Laugarnesskóla. Hann er ætlaður fyrir Isaks-, Langholts-, Laugalækja-, Laugarnes-, Voga- og Æfingaskóla K.H.Í. jkb íslendingar í Finnlandi: Vilja fá að kjósa Á fundi Félags fslendinga í Finn- landi var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Alþingi að breyta ákvæði í lögum um kosningarétt íslendinga búsettra erlendis. Samkvæmt . núgildandi lögum missa atkvæðisbærir íslenskir rfkis- borgarar kosningarétt sinn eftir fjögurra ára búsetu erlendis. Ályktunina hefur félagið þegar sent öllum þingflokkunum. I henni segir að kosningaréttur tilheyri skil- yrðislausum mannréttindum og að fundurinn telji óviðunandi að ís- lenskir ríkisborgarar séu sviptir rétti til að kjósa sér fulltrúa á Alþingi vegna búsetu. jkh í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.