Tíminn - 17.02.1989, Síða 8

Tíminn - 17.02.1989, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 17. febrúar 1989 Tímlim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Til hvers að bíða? Vaxtamál og lánskjaravísitala hafa verið til umræðu í lengri tíma og raunar hafa þessir tveir þættir efnahagsmála verið eitt helsta inntak stjórn- málaumræðu frá því ljóst var að hvorki fyrirtæki eða einstaklingar gátu risið undir þeim fjármagns- kostnaði, sem óheftir vextir leiddu af sér. Núver- andi ríkisstjórn hefur verið að fást við að koma lagi á þessi mál þannig, að við megi una, en þeir sem telja sig hafa hag af áframhaldandi vaxtafári, svo og stjórnarandstaðan, hafa verið að reyna að hamla á móti á undanhaldi sínu. Fyrir ekki löngu skrifaði Gunnar Tómasson, hagfræðingur, stutta grein í Morgunblaðið, þar sem flett var upp þætti lánskjaravísitölu í þeim vatidkvæðum, sem þjóðfélagið á nú við að etja öðrum fremur og ávöxtun fjár yfirleitt. Þar segir Gunnar, að ef „fjármagnseigendur heimta ávöxtun umfram raunverulega arðgjöf fjárfestingar, þá eyðist höfuðstóll að sama skapi.“ Gunnar bendir jafnframt á, að um árabil hafi eignaraðild að fyrirtækjum flust í vaxandi mæli úr atvinnulífinu sjálfu yfir í bankakerfi og almennan fjármagns- markað fyrir tilstilli lánskjaravísitölu. Lánskjaravísitalan hefur margfaldað upphæðir skulda, þannig að á fjórum eða fimm árum standa þær nú miklu hærra en þær stóðu á lántökutíma. Þetta ber að hafa í huga, þegar rætt er um raunvexti. Raunvextir leggjast nú á þær upphæðir sem lánskjaravísitalan hefur búið til á undanförn- um árum, og því skiptir miklu máli að halda þeim í skefjum. í raun er með þessum hætti verið að leggja raunvexti á tölur sem eru aðeins pappírs- færslur og lántakandi hefur aldrei fengið í hendur. Talað hefur verið um að beita handafli til að ná niður vöxtum. Nú segir viðskiptaráðherra í grein í Morgunblaðinu, að bíða eigi með að binda vaxta- ákvarðanir takmörkunum, enda eigi eftir að koma í ljós hvort þess gerist þörf. Hann vonar jafnframt að ná megi árangri án beinnar íhlutunar. Virðist sem ráðherra treysti um of á skynsemi gráa markaðarins, sem enn hefur næsta frjálsar hendur við að ákveða nafnvexti. Því má alveg eins búast við að áfram verði haldið að hækka nafnvexti „eftir þörfum“ ef ekki fæst samstaða um að taka á þessum málum. Gunnar Tómasson, hagfræðingur, lýsir þessum aðförum þannig, að þær séu „tíma- skekkja í nútíma hagkerfum.“ Vaxtamálin eru sýnilega í miklum ólestri. Svo er einnig um lánskjaravísitöluna, sem eflaust væri best að afnema. Við þessar aðstæður verður ekki annað séð, en setja verði þak á vexti, enda fásinna við þær aðstæður, sem nú eru í þjóðfélaginu, að nafnvextir skuli frjálsir. Sú var tíðin að menn voru dæmdir fyrir okur, og þótti engin goðgá. Illlllllllllllllllllillll GARRI ............................................................................................................................................................................ ..................................Illllllllllllllllllllllllll.............................. ■ .::n:iilllllllllllllllllllllllli:!:!:;' ^iillllllllllllllllllllllllli;: - Borgarstjórahroki Enn eina ferðina hefur Davíð Oddsson borgarstjórí opinberað hroka sinn, að þessu sinni í samb- andi við sorpcyðingarstöðina sem hann vill endilega reisa í næsta nágrenni íbúðahverfisins í Árbæ. Árbæingar hafa mótmælt þessu kröftuglega, og nýlega hafnaði stjórn Framfarafélags þeirra boði Davíðs um að eyða hluta af útsvör- um borgarbúa í skemmtiferð fyrir þá til Bretlands til að skoða siíka stöð þar. Um þetta segir Morgun- blaðið á laugardaginn var að Davíð hafi sagt: „Bygging sorppökkunarstöðvar- innaryrði mikið (ramfaraspor enda hefðu Reykvikingar orðið að þola opna og illa lyktandi sorphauga allt oflengi. Engu vxri likara en stjóm félagsins óttaðist framfarir og kvaðst borgarstjóri telja að i fram- tíðinni yrði þcssi afstaða Framfara- félagsins litin svipuðum augum og hópreið bænda til Reykja vtkurárið 1905 tilaðmótmæla lagningu síma- strengs til ís!ands.u „Vi alene vide“ Alkunnug eru ummæiin scm höfð eru eftir danska einvalds- kónginum á öldinní sem leið, „Vi alenc vide“ cða „Vér einir vitum“. Því er ekki að neita að svipaður tónn gagnvart þegnunum virðist birtast í þessum ummælum Davíðs borgarstjóra. Nú er Davíð ■ rauninni ekki annað cn starfsmaður Reykvík- inga, til þess ráðinn að sjá um framkvæmd sameiginlegra mála þeirra. Meðal annars til að sjá um að sorpið, sem til feiiur í borginni, sé ekki fjúkandi fyrír hvers manns fótum um alla Reykjavík. Starf hans er nú ekki meira né merki- legra en þetta. Að sjálfsögðu þarf að koma þessu sorpi fyrir, en hvers vegna þarf cndilega að gera það alveg í næsta nágrcnni við eitt af grónustu íbúðahverfum borgarinnar? Og það í borg sem skortir vist flest fremur en landrými? Spyr sá sem ekki veit. Mótmæli Árbæinga eru þess vegna eðlileg og rökrétt. Þeir sjá ekki þöriina fyrir að klessa þessari stöð niður alveg viö húsdyrnar hjá sér. Á þetta benti Alfreð Þorsteins- son varaborgarfulltrúi alveg rétti- lega hér i blaðinu í fyrradag. Líka benti hann á að það sem Davíð ætti að gera væri að biðja Árbæinga afsökunar á þessum ummælum sínum. Ef ekki sem oddviti sjálf- stæöismanna í borgarstjóm þá sem sturfsmaður borgarbúu. Þessar hárréttu athugasemdir Alfreðs Þorsteinssonar komu fram í bókun sem hann lugði frain ■ borgarráði. Davið lagði fram bók- un á móti, og eins og Alfreð benti Iíka á hér í blaðinu þá er engu líkara en að Árbæingum sé að takast að brjóta borgarstjórahrok- ann á bak aftur. í bókun sinni segir Davíð ncfnilega að á allar athuga- semdir verði hlýtt og að margvís- legar aðrar staðsetningar vcrði kannaðar. Og þykir víst engum mikið. Borgarstjórinn í Reykjavík er nefnilega enginn einvaldskóngur. Ummæli Davíðs í Morgunblaðinu bera hins vegar vott um hroka, sem kannski gat gengið hjá dönskum einvaldskóngi á öldinni sem leið, en dugar ekki í lýðræðisþjóðfélagi seint á tuttugustu öld. Það sem Davíð þarf að muna er að „þegnar" hans eru ekkert samsafn af þraut- píndum og kúguöum öreigalýð heldur fólk sem með fullum rétti ber höfuöiö hátt. Einvaldskóngar á síðustu öld gátu kannski leyft sér að svara þegnum sínum fullum hálsi og gera iítið úr þeim ef þeim bauð svo við að horfa. Þeir gátu sýnt þeini hroka. í dag gengur það hins vegar ekki. Góður stjórnandi ■ dag, þar með talinn góður framkvæmda- stjóri borgar á borð við Reykjavík, þarf fyrst og fremst að kunna þá list að finna málamiðlanir. Hann þarf að lilusta á skoðanir einstakra hópa og vera jafnan reiðubúinn til að sveigja hugmyndir sínar eftir þeim straumum sem hann hverju sinni flnnur hjá þeim. Hann má umfram allt ekki sýna hroka. Borgarstjóri, sem leyflr sér að gera lítið úr skoðunum borgarbúa, á þann hátt sem Davíð gerði í Morgunbiaðinu, er hins vcgar að sýna þeim hroka. Hann er þar með að iítillækka umbjóöendur sína og gefa í skyn að hann sjálfur viti betur en þeir hvað þeim sé fyrir bestu. Hann er að vinna eftir orðunum frægu „Vi alene vide". Hann er í rauninni að hegða sér eins og danskur einvaldskóngur á öldinni sem leið. Háttalag eins og þetta gengur ekki nú á dögum. Borgarstjóri Reykvíkinga þarf að skilja að hon- um er það síður en svo til minnkun- ar að hlusta á skoðanir borgarbúa. Þvert á móti er það skylda hans í starfi. Ef hann gleymir því er hætt við að Árbæingar muni það og það hefni sín í næstu kosningum. Garri. VÍTTOG BREITT Trúarlegar bókabrennur I háborg amerískrar menningar, Hollywood, hefur kvikmyndin Síð- asta freisting Krists verið útnefnd til Óskarsverðlana, sem þykir mik- ill heiður af þeim sem tilbiðja bíógoðin. Kvikmynd þessi hefur vakið deil- ur, m.a. hér á landi, en svo vill til að sumum mönnum sem telja sig kristna þykir myndin og boðskpur hennar guðlast og hefur verið farið fram á það í nokkrum löndum að þessi tiltekna kvikmynd verði ekki sýnd. Ekki er vitað til að bfóstjórar hafi farið að þeim tilmælum, enda flestir vanir því að kristindómurinn sé ekki tekinn alvarlega og guð- fræðingar og kennimenn túlka hann hver eftir sínu nefi og er nú t.d. komið upp úr kafinu að Biblían er karlrembuboðskapur og til er að verða kvennakristni, sem vafalaust mun taka öðrum trúarbrögðum sem kennd eru við Jesú fram. Virðing trúarforagða Á sama tíma og Síðasta freisting Krists fær mikla auglýsingu í hinni gyðinglegu Hollywood og er lyft þar á hærri stall en öðrum bíó- myndum, fer fram mikil auglýs- ingaherferð sem auglýsir upp ann- að hugverk, trúarlegs eðlis. Múslímar víða um heim hafa snúist öndverðir gegn bókarkorni sem hlotið hefur nafnið Söngvar satans, og er eftir indverskan mann, sem runninn er úr múham- eðsku umhverfi. Múhameðstrúarmenn þola eng- um manni að lítilsvirða spámann sinn, eða skrifa skáldverk um hann eða skyldmenni eða yfirleitt neina sem honum eru tengdir. Þetta viðhorf hefur verið virt og höfundar bóka og bíómynda í svokölluðum kristnum heimi sem annars staðar hafa varast að koma nærri múhameðskri trú eða helgi- stöðum sem henni heyra. Það hefur lengi verið ágæt latína að grínast með kristni og er öllum leyfilegt að vaða á skítugum skón- um um öll vé og trúarsetningar kristindómsins. Það er orðið mikið fréttaefni hvernig múslímar bregðast við bókinni sem þeir telja að sé lítils- virðing við spámann þeirra. Höf- undurinn er náttúrlega þegar í stað úrskurðaður réttdræpur og fé lagt til höfuðs honum. Útgefendum og bóksölum sem dreifa bókinni um- deildu er einnig hótað öllu illu, svo sem viðskiptabanni sem orðin er vinsæl aðferð víða um heim. Þá eru upphafnar bókabrennur og botna þeir í Bretlandi ekkert í að milljónasöfnuðir þar í landi eru farnir að standa í þeirri iðju að brenna bækur á götum úti. Bönn og brennur Snarruglaðir Englendingar hafa aldrei heyrt um að bækur hafi verið brenndar nema í Þýskalandi og þykir hin mesta svívirða að slíkt fari fram á þeirra eigin bæjarhlaði. En erfitt er yfir að kvarta þar sem ekki er til siðs að gagnrýna trúariðkun múslíma á neinn hátt, hvort sem hún felst í st'órum hné- föllum eftir kompás eða bóka- brennum á götum úti. Hitt er svo annað mál hvort bókabrennur eru yfirleitt nokkuð verri en bókabönn. Víða um heim er fólki bannað að eiga og lesa aðrar bækur en þær sem valdhafar telja hollar. {gjörvöllum kommún- istaheiminum liggja þungar refs- ingar við að hafa undir höndum aðrar bækur en þær sem flytja fagnaðarboðskap sósíalismans og liggja þungar refsingar við ef út af er brugðið. Menntuðum vinstrisinnum á Vesturlöndum hafa aldrei blöskrað bókabönnin í austri, en þótt þau sjálfsögð, en bókabrennur nasista voru og eru fordæmanlegar. Svona tvískinnungur er algengur í nútímanum. Svokallaðir kristnir menn lyfta aldrei litlafingri trú sinni til varnar hvernig svo sem grínast er með hana. Hins vegar virða þeir trú múslíma og varast að styggja þá á nokkum hátt. Ög fólk sem leggur blessun sína yfir bókabönn á erfitt með að skilja bókabrennur, jafnvel þótt þær stafi af trúaráhuga. Á Helgafelli voru líka brenndar bækur í nafni trúarinnar. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.