Tíminn - 17.02.1989, Síða 15

Tíminn - 17.02.1989, Síða 15
Éöstudágur \l\ íébruár 1989 Tíminn 15 ÁRNAÐ HEILLA ''i :. Sextugur: JohannT. Bjarnason Starfsbróðir minn Jóhann Bjarna- son, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, fyllir sjötta áratuginn um þessar mundir. Sex- tugsafmæli er hvorki áfangi né ferðalok, heldur nánast tímasetning á lengri ieið, sem á sér óvissan endi. Jóhann hefur kosið það hlutskipti að vera fjarri starfsmönnum og vin- um suður á Kanaríeyjum, ásamt konu sinni Sigrúnu, þegar menn vildu votta honum þakkir og árna heilla. Kynni okkar Jóhanns eiga sér langa sögu. Þau hófust í Samvinnu- skólanum á dögum Jónasar frá Hriflu og endurnýjuðust þegar við urðum starfsbræður á áttunda ára- tugnum. Jóhann Bjarnason er þeirrar gerð- ar að hann verður allur og meiri, því lengri sem viðkynningin verður. Maðurinn er dulur að eðlisfari og í raun innhverfur og að mörgu leyti ólíkur hinni táknrænu vestfirsku manngerð. Jóhann gengur æðrulaust til átaka við verkefni sín og getur verið þungur á árinni, þegar á ríður að koma máli heilu í höfn. Maðurinn er senn prúður og hátt- vís og laus við persónulegar útistöð- ur við samferðamenn sína og getur með sínu hæga viðmóti laðað menn til samstöðu. Þetta eru þeir mann- kostir, sem mótað hafa störf Jóhanns á vegum Fjórðungssambands Vest- firðinga og í samstarfi vestfirskra sveitarstjórnarmanna. Jóhann Bjarnason er ekki sprott- inn úr jarðvegi streðara í sveitar- stjórnarmálum. Bakgrunnur hans er áratugalöng störf, sem kaupfélags- stjóri í Vestmannaeyjum og á ísa- firði. Þetta veitti honum aðra og meiri yfirsýn, en tíðkast með sveitar- stjórnarmönnum. Það var fjarri því, að Jóhanni sé að skapi að setja fram óraunsæjar kröfur, til annarrar handar, til að þjóna sálfræðikreppum og sýndar- mennsku og til að vera með í krossferð á vit þess valds, sem lands- byggðarmenn hafa reist sér sem hurðarás um öxl. Úr áratugastarfi kaupfélagsstjóra voru honum ljósir annmarkar hins mögulega og hefur lærst að bera skyn á skýjafar ósk- hyggjunnar. Jóhann er manna lagnastur um málafylgju. Hann hefur tamið sér að vinna að málum neðanfrá, með því að kynna verkefni sín og freista stuðnings þeirra manna, sem búa málin í hendur þeirra, sem faka ákvörðun á lokastigi. Hér er hann okkur starfsbræðrum sínum fremri. Á samstarfsfundum formanna og framkvæmdastjóra landshlutasam- taka sveitarfélaga fljúga hugmyndir manna á milli. { slíkum hópi nýtur Jóhann sín vel. Á fyrstu árum okkar var rætt um nauðsyn stjórnsýslumiðstöðva landshlutanna. Jóhann kynnti þessa hugmynd í „Sveitarstjórnarmálum“ og fékk um hana samstöðu á Vest- fjörðum. Á síðasta Fjórðungsþingi Vest- firðinga, sem haldið var í hinni nýju stjórnsýslumiðstöð, lét ég í ljós í máli mínu, að Jóhann Bjarnason væri frumkvöðull þessa máls og færði honum sérstakar árnaðaróskir. Mér var ljóst að þessum orðum töluðum, að sumum alþingismönn- um þætti nóg um. Þetta er vel. Það er ljótur siður alþingismanna að hengja á sig vegsauka sem rekja má til árangurs af baráttu og frum- kvæðis heimamanna. Annað mál vildi ég minnast á, sem mjög bar á góma á samráðsfund- unum, það voru aukin heimastjórn í orkumálum. Þetta var Jóhanni tölu- vert hitamál. Fyrir forgöngu hans og annarra forystumanna Fjórðungs- sambands Vestfirðinga var stofnað orkubú á Vestfjörðum. Enn eru baráttumál Jóhanns í burðarliðnum. Virkjun Blöndu hef- ur sýnt fram á að hægt er að vinna stórvirki í jarðgangagerð að hætti nágrannalandanna. Stöðnuð yfir- völd vegamála eru knúin til að viðurkenna staðreyndir um að óskir Vestfirðinga um jarðgangagerð séu ekki lengur fjarstæða. Forysta Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur flutt þetta verkefni fram um áratugi. Nú er beðið reynslunnar í Ólafsfjarðarmúla. Við sextugasta leiðarsteininn bíð- ur brattinn. Framundan eru þeir tímar í samgöngumálum sem geta ráðið sköpum fyrir vestfirska byggð. Jóhann Bjarnason er Dýrfirðing- ur. Ungur naut hann leiðsagnar Eiríks Þorsteinssonar, kaupfélags- stjóra, á Þingeyri. Hann vísaði Jó- hanni leiðina í fróðskaparsetur sam- vinnumanna. Þetta var það vega- nesti sem hefur dugað Jóhanni vel til að standa á sporði við þá langskóla- gengnu íalviðrufslenskra þjóðfélags- hátta, en þar hefur brjóstvitið og lífshyggjan dugað best. Hafðu þakkir og heillir frá starfs- bræðrum þínum. Við Áslaug færum ykkur Sigrúnú bestu óskir og þakkir fyrir mikil og góð kynni um langa hríð. Áskell Einarsson. Kveðja til prófessors Gísla Más Gíslasonar Fyrir viku komuð þið Árni Einars- son hingað á almennan sveitarfund er boðað var til af Veiðifélagi Mý- vatns vegna tilmæla ykkar. En þar sem ég náði ekki að kveðja ykkur í fundarlok vil ég byrja á því að flytja ykkur alúðarþakkir fyrir komuna, og þann mikla fróðleik sem þið fluttuð okkur um lífríki Mývatns og þær byrjunarrannsóknir sem þar hafa farið fram. Þó vissulega séu þær grátlega skammt á veg komnar. Þá vil ég og, sem náttúru- verndarsinni, (að vísu sjálfsagt á „glapstigum", eins og forstjóri Kísil- iðjunnar, komst svo smekklega að orði á fundinum um daginn) biðja þig afsökunar á ræðu oddvita okkar Mývetninga, hún var bæði honum sjálfum og okkur Mývetningum til háborinnar skammar. En sýnir þó e.t.v. vel þann hug sem núverandi valdhafar sveitarinnar bera til vernd- unar Laxár og Mývatnssvæðisins. Það er alveg rétt sem þú bentir réttilega á í svarræðu þinni til oddvita að hlutur og ábyrgð Náttúru- verndarráðs er mikill. Ykkur var með sérstökum lögum falið eftirlit með lífríki þessarar sveitar og þið verðið að gá að ykkur að sofna ekki á verðinum. En gáið að því að hér er ekki forsvaranlegt að taka neina áhættu. Og ég efast ekki um að ef þið þurfið á hjálp eða aðstoð að halda þá muni ekki standa á líffræðingum og náttúruvísindamönnum um allan heim að veita ykkur aðstoð. En verið þess minnugir að það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið niður í hann. Um það bil sem Kísiliöjan tók til starfa var ungur Islendingur við nám í arkitektúr við Háskólann í Osló. Hann heitir Magnús G. Björnsson. Prófverkefni hans var hönnun byggðar eða þorps í Reykjahlíð. Var þar stuðst við norsk lög og staðla. Hann taldi að skilyrðislaust yrði að dæla öllu skólpi og afrennsli bæði frá byggð og verksmiðju út á Mý- vatnssand eða annað þar sem af- rennslið færi ekki í vatnið. Þegar þetta var voru engin lög til sem heimiluðu að hægt væri að setja slík skilyrði. En er nú orðið of seint að setja slík skilyrði ef enn á að auka byggð og ferðamannaálag í sveit- inni? Að lokum nokkrar spurningar: 1. Hefur verið rannsakað hvort meiri fosfór mælist í uppsprettunum fyrir framan Bjarg og Reykjahlíð á sumrin þegar gestaálagið er mest, eða svo aftur á veturna? 2. Hafa þær tilraunaveiðar er farið hafa fram á vegum Veiðimálastofn- unar sýnt að lífsskilyrði og silungs- mergð hafi aukist og batnað síðan Ytri Flói var dýpkaður? 3. Hvaða ástæður heldur þú að Iiggi til þess að í Másvatni á Mývatns- heiði veiðist ágætur silungur nú í janúar, 2ja-3ja punda bröndur, feitar og bragðgóðar, en þær fáu bröndur sem veiddust við tilraunaveiðar í Mývatni á sama tíma máttu heita óætar? 4. Hvað olli ungadauðanum við Mývatn í sumar? Sem dæmi get ég nefnt að ég var að slá með orfi og Ijá bakka meðfram vatninu sem ekki var hægt að koma vél við að slá. Og á ca. 4 tímum fann ég 15 unga dauða eða við það að drepast, sem höfðu skriðið af vatninu upp á land til að deyja. Og það merkilega var að engin önd sást rneð þeim eða nálægt þeim. Með von um greið svör. Grænavatni 22. jan. 1989, Sigurður Þúrisson. Okeypis hönnun auglýsingar þegar þú auglýsirí Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 Fjölmiðla- námskeið Arnþruöur Fjölmiðlanámskeiðið hefst fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 17.30 og stendur laugardaginn 25. febr. frá kl. 13.00 og sunnudaginn 26. febr. frá kl. 13.00 að Nóatúni 21. Samtals 22 kennslustundir. Kennari: Arnþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur. Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK Framhalds- námskeið Baldvin Kristján Raddbeitingar og framsagnarnámskeið hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.00 að Nóatúni 21. Kennarar: Baldvin Halldórsson, leikari Kristján Hall Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. / Stjórn LFK /. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Efium flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 17. febrúar kl.20.30. Framsóknarfélag Borgarness. . - - . • t pm ■M 1 T Ö L V U N O T E N D U R Víð í Ij’rentsmiðjunni Eddu hönnu m, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. i PRENTSMIÐIAN aclu\ 1 Smiðjuvegi 3. 200 Kópavogu r. Sími 45000 t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður Hjatta Benediktssonar fyrrv. aðalvarðstjóra, Bústaðavegi 107. Ingibjörg Stefánsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.