Tíminn - 17.02.1989, Page 14

Tíminn - 17.02.1989, Page 14
-14 Tíminn Föstudagur 17. febrúar 1989 Gissur Pétursson Egill H. Gíslason Helgi Pétursson Arnar Bjarnason Hrólfur Ölvisson Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill HeiðarGísla- son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur Ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðiö í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauð- árkróki, ísafirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriði í frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vesturland: Bjarni Guðmundsson, sími 70068 Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389 Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837 Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins Félagsmála- námskeið Grunnnámskeið í fundarsköpum, ræðumennsku og eflingu sjálfs- trausts hefst þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.00 að Nóatúni 21. Kennarar: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Ásdís Óskarsdóttir Getum enn bætt við örfáum þátttakendum Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK Ragnheiöur Áfram Forum Landssamband framsóknarkvenna og kvenfélagasamband íslands halda sameiginlegan fund um störf kvenna í dreifbýli að Hallveigar- stöðum 16. febr. n.k. kl. 20. Fundur þessi er einn í fundaröð með efni frá Nordisk Forum s.l. sumar. Dagskrá: 1. Myndband frá Nordisk Forum. 2. Bjarney Bjarnadóttir rifjar upp efni frá LFK á Forum. 3. Ulla Magnusson flytur erindi sem nefnist: Konur hver er markaéur- inn íyrir okkur? 4. Litskyggnur frá KÍ um konur og smáfyrirtæki sem sýnt var á Foruw. Kaffiveitingar. Allir velkomnur og konur sem fóru til Noregs meé LFK sérst«Ééag> hvattar til að mæta með gesti. Stjórn LFK Harðnandi sam- keppni lyfjagerða Árleg sala lyfjaiðnaðar í heimi öllum er sögð vera kringum $ 100 milljarðar. Af iðnaði að vera er hann þannig ekki mjög stórvaxinn, en hann hefur þótt arðvænlegur. (Arður lyfjagerða hefur á undan- förnum árum numið um 15% af framlögðu fé). í álinn syrtir þó fyrir ýmsar lyfjagerðir, því að samkeppni innan iðnaðarins fer harðnandi. Til skamms tíma fylgdi sala helstu lyfjagerða nokkurn veginn á eftir heildarsölu iðnaðarins og hafa 30 stærstu lyfjagerðir heinrs verið nær hinar sömu um langt árabil, þótt stærðarröð þeirra hafi breyst. Engin þeirra hcfur haft meira en 4% alls lyfjamarkaðarins. En nú eru lyfjagerðir farnar að þröngva sér inn á markaðssvið hverra annarra. Á markaði hjarta- lyfja takast fjórar lyfjagerðir á: Gen- entech, Beecham, Wellcome og Hoechst. Sakir þessa eru lyfjagerðir líka farnar að rugla saman reitum sínum. f Danmörku hefur Novo nýlega sameinast Nordisk. Hvor tveggja hefur meira en helming tekna sinna af insulíni. Hyggjast þær nú bjóða í Eli Lilly, stærsta framleið- anda insulíns. f Bandaríkjunum í janúar 1988 bauð Hoffmann-La Roche í Sterling, en það hreppti þó Eastman Kodak fyrir $ 5,1 milljarð. Fram á síðustu ár gat þó naumast samruna í lyfjaiðnaði. Þá gera lyfjagerðir líka með sér bandalag. Varð hið fyrsta þeirra 1981 á milli Glaxo og Hoffmann-La Roche. Sumar lyfjagerðir hafa tekið upp beina samvinnu við rannsóknar- stofur eða háskóla. Þannig hefur bandaríska lyfjagerðin Squibb ný- lega lagt háskólanum í Oxford til $ 20 milljónir til rannsókna á nýjum lyfjum. Til þessa hefur að nokkru dregið sakir þess, að einkaleyfi veita nú nýjum lyfjum skemur vernd en áður. Fyrr á árum seldust lyf oft vel allmörg ár, að einkaleyfinu útrunnu en það er liðin tíð. Nú eru ný lyf yfirleitt arðvænleg í um það bil 5 ár. f ofanálag tekur það lyfjagerðir lengur en áður að fá samþykki lyfjaeftirlits fyrir nýjum lyfjunr. Snemma á sjöunda áratugnum tók það Imperial Chemical Industries 31 mánuð að fá viðurkenningu á Inder- Merck (1) 4,2 Hoechst 3,5 Glaxo 3,4 Ciba-Geigy 3,2 Bayer 3,0 American Home Product 2,9 Takeda 2,7 Sandoz 2,7 EliLilly 2,4 Abbott 2,3 al, hjartalyfi sínu. Frá 1977 tók það hins vegar ICI 108 mánuði að fá viðurkenningu á Tenormin, skyldu lyfi. En frá 1980 hefur fjöldi árlegra beiðna um viðurkenningu á lyfjum tvöfaldast í Bretlandi. Þegar hefur vegur eftirlíkinga (generics) hækkað. í Bandaríkjun- um áskilur Medicare stjórnvöldum að endurgreiða keypt lyf á verði eftirlíkinga (nema læknar hafi bein- línis fyrirskipað önnur kaup). Af þessum sökum varð Wellcome að lækka stórlega verð á AZT, lyfi gegn alnæmi, og Boehringer-Ingelheim á TPA, hjartalyfi. Á hinn bóginn hef- ur rannsóknarkostnaður lyfjagerða hækkað um 80% á síðustu undan- förnum 7 árum að talið er. %afheildar- Rannsóknarkostn. sölu fyrirtækis sem % afsölu (2) (3) 83,5 11,2 17,1 15,5 100,0 11,2 30,0 10,6 14,3 22,5 58,2 4,9 62,6 6,2 45,3 14,1 65,4 12,8 53,2 8,2 Stígandi. Tíu stærstu lyfjafyrirtækin 1987-1988 Sala lyfja Smilljarðar lllllllllllll FISKELDI ^ ^ - ' Að tryggja laxeldi Hinn öri vöxtur laxeldis hin seinni ár og framhald þess á næstu árum veldur ýmsum laxeldismönnum áhyggjum. Sumir telja hættu á of- framleiðslu í greininni, að markað- urinn muni ekki taka við afurðum. Til þess að glöggva sig á stöðunni og leita leiða til þess að koma í veg fyrir þetta, verður haldin fyrsta alþjóð- lega ráðstefnan LAXINN ’89 í Monte Carlo í Monaco dagana 4.-6. febrúar næstkomandi. Þarna er ætlunin að spegla alla hluti laxeldisins, framleiðslu, mark- aðssetningu og sölu afurða. Reynt verður að glöggva sig á framtíðar- horfum í greininni, að hverju skuli stefna, eftir því sem ritið „Seafood International" skýrir frá. Á ráðstefn- unni munu flytja erindi 15 þekktir sérfræðingar á breiðu sviði laxeldis- málanna,en þeirerufrá lOþjóðum. Bent hefur verið á, að allt fram að því að laxeldi hófst og þróaðist hratt í Noregi, Skotlandi, Irlandi og núna í Kanada og Chile, hafi framboð á laxi fyrst og fremst verið algengt á markaði í löndum við Norður- Kyrrahaf, en sjaldgæf og dýr vara hjá þjóðunum við Norður-Atlants- haf. Á Kyrrahafi hafa árlega veiðst um 700-800 þúsund lestir af samnefndri laxategund. En laxeldið hefur gjör- breytt myndinni á framboði af Átl- antshafslaxi. Talið er að eldisfram- leiðsla á Atlantshafslaxi hafi verið um 120 þúsund lestir á árinu 1988, þar af eru Noregur með 80 þúsund Íestir, en Skotland 20 þúsund lestir. Gert er ráð fyrir að laxeldið muni ná 200 þúsund lestum á ári um 1990, en muni verða um 300 þús. á ári um næstu aldamót. Mönnum sýnist því brýn nauðsyn bera til að skoða hlutina vel og kanna alla möguleika sem bjóðast til að auka á fjölbreytni í úrvinnslu framlciðslunnar og hvernig skuli brcfðatl vid breytingum á laxamark- aði, tii ad tryggja vöxt og viðgang laackti*im rucstu árin. Fiskeldi á Nýfundnalandi Fróðlegt er að grennslast fyrir um laxeldi á Nýfundnalandi, sem er eyja eins og fsland. Þetta land hefur stundum verið nefnt sem víti til að varast fyrir íslendinga, en Ný- fundnaland missti sína sjálfstæðu tilveru á sínum tíma og varð hluti af Kanada. Á meðan að laxeldi hefur náð öruggri fótfestu og er í örum vexti á norðausturströnd Kanada, er fisk- eldi á Nýfundnalandi á algeru bernskuskeiði, segir írinn Bill Jordan, sem kynnti sér veiðimál í Kanada og Nýfundnalandi á s.l. ári og greinir frá ferð sinni í „Progress Report“, sem gefið er út af Atlantic Salmon Trust, sem aðsetur hefur í Skotlandi. Ástæður þessa liggja fyrst og fremst í þeim erfiðleikum sem við er að etja á svæðinu. Hinn kaldi Labra- dorstraumur, sem leikur um Ný- fundnaland, veldur því að yfirborð sjávar frýs að vetrinum við mestan hluta landsins og gerir kvíaeldi yfir- leitt ókleift nema við sérstakar kring- umstæður þar sem skilyrði eru hag- stæðari. Við D’Espoirflóa við suðurströnd Nýfundnalands er eini staðurinn þar sem fiskeldi er stundað í atvinnu- skyni, enda íslaust og auk þess unnt að nota kælivatn frá orkuverum, sem er 12 stiga heitt að jafnaði árið um kring. Eigi að síður hafa orðið erfiðleikar þarna með sjókvíaeldi vegna breytileika í veðurfarslegu tilliti. Til að leita leiða til lausnar ísvanda að vetrinum vinnur tilraunaeldisstöð við St. Maríuflóa á vegum Fiski- málastjórnar Nýfundnalands að því að þróa upp færa leið í þessu efni. Byggður hefur verið gríðarstór vetrartankur ásamt ofni sem kyntur er með viði. Umhverfis eru átta eldishólf, sem eru klædd að utan með timbri. Sjórinn er hitaður upp í tanknum og fer síðan í hólfin. Byrj- un þessa starfs lofar góðu, en stefnt er að fjárhagslega hagstæðri útkomu í þessum rekstri. Vegna þessarar erfiðu stöðu í laxeldismálum á Nýfundnalandi, hefur athygli manna beinst að öðrum tegundum vatnafisks, eins og bleikju, sem verið er að gera tilraun- ir með í eldi. Auk þess er verið að gera tilraunir með sjávarfiska, eins og víða annars staðar. Verð á laxaseiðum í Noregi Seiðaframleiðendur og matfiska- framleiðendur í Noregi hafa komið sér saman um leiðbeinandi verðlag á laxaseiðum á þessu ári til matfiska- stöðvanna. Samkomulag varð um eftirfarandi verð á seiðum í 1. flokki: Gönguseiði: 25-30 gramma þyngd 65 krónur 30-40 - - 72 - 40-50 - - 82 - 50-60 - - 89 - 60-70 - - 96 - Til glöggvunar má geta þess að lengd laxaseiðanna er á bilinu 12 til 18 sm. Annar flokkur seiða er 3-6 krónum lægri en fyrrgreint verð. Ákveðið var að verð á laxi yfir 70 grömmum væri samkomulagsatriði milli seljanda og kaupanda. Þá muni verð á fyrrgreindum seiðaflokkum lækka um 10% frá og með 15. júní næstkomandi og 1. ágúst n.k. fellur fyrrgreint samkomulag um verð úr gildi og eftir það er verðlagning samkomulagsatriði milli einstakra aðila. Verð á sláturlaxi Þá hefur sölufélag fiskeldisins í Noregi gefið út skrá um lágmarks- verð á sláturlaxi, sem gildi tók 9. janúar s.l. Gæðafiskur, pakkaður í ís, og tilbúinn til sendingar á næsta afgreiðslustað: Lax, minni en 1 kíló að þyngd óslægður 193 krónur hvert kíló. Fiskur 1 til 2 kíló 241 króna kílóið, lax 2-3 kíló 263 krónur kílóið, 4 kíló og þar yfir 282 krónur hvert kíló. eh.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.