Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 12
Föstudagur 17. febrúar 1989 12 Tíminrii FRÉTTAYFIRUT I Kabuí- Ríkisstjórn Afganist-1 ; ans sem þarf eftir brottför Sov- étmanna að kljást einsömul við skæruliða landsins hefur beðið SÞ að koma í veg fyrir straum vopnasendinga frá Pakistan. London - Bretar hafa gagn- \ rýnt Ayatollah Khomeini fyriri hótanir hans um að myrða höfund bókarinnar Söngvar : satans. Þá hefur stjórnin einnig stöðvað fyrirhugaða fjölgun starfsmanna sinna í sendiráð- inu í Teheran. Jóhannesarborg - Póiit- ískir fangar hættu hungurverk: falli sínu eftirað stjórn landsins hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að meirihluti þeirra þús- und fanga sem í haldi hafa verið án þess að koma fyrir rétt verði látinn laus. Varsjá - I fyrsta skipti hafa pólskir fjölmiðlar birt sannanir þess að í seinni heimsstyrjöld- ! inni hafi það verið Sovétmenn en ekki nasistar sem létu taka af lífi meira en 4 þúsund pólska foringja í hernum. Jerúsalem - Aðstoðar- maður Simon Peres varafor-i' sætisráðherra sagði að ísra- elski Verkamannaflokkurinn [; rriuni halda áfram samninga- viðræðum við stuðningsmennj PLO-samtakanna í Palestínu þrátt fyrir andstöðu annarra stjórnarflokka. Moskva - Utanríkisráðherra I Sovétríkjanna Eduard She- j vardnadse sagði ráðamenn j þar í landi telja kröftugar að-' gerðir í átt til friðarsamninga nauðsynlegar en tók um leið - fram nauðsyn aðgætni. Hann '■ leggur af stað í ferðalag um Mið-Austurlönd í dag. Kolombo - Forsetinn Ran- asinghe Premadasa fagnaði sigri í kosningum á Sri Lanka og sagði tima vera kominn til þjóðarsáttar eftir að þingflokk- ur hans, Sameinaði þjóðar- flokkurinn fékk 110 þingsæti af 225. Beirút - Stríðandi fylkingar! kristinna börðust i austurhluta Beirútog brutu þarmeðvopna- hléssamkomulag sem var inn- j an við dags gamalt. Belfast - Vopnaðir menn brutust inn á bar í borginni og j óstaðfestar fregnir herma aö S tveir hafi látist og fjórir særst í árásinni. Lögreglan á Norður- ■' írlandi segir byssumennina hafa stillt fólkinu upp á barnum, sem var mikið sóttur af skipu- lögðum öfgahópum mótmæl- enda, og hafið skothríð. Manila - Barber Conable forseti Alþjóðabankans gaf út yfirlýsingu og viðvörun til hlut- aðeigandi þess efnis að ekki mætti leyfa iðnríkjum að fleygja eitruðum efnaúrgangi í þróunarlöndum. BagdadLeiðtogar íraks, ' Egyptalands, Jórdaníu og Norður-Vemen undirrituðu samkomulag þar sem þjóðir þeirra eru sameinaðar í efna- hagsbandalaa sem á að vera hlutlaust varðandi stjórnmála- hræringar í löndunum. Karl Gustav ræöir um selveiðar Norðmanna: Orð konungs valda úlfúð Ummæli konungs Svíþjóðar Karls ; Gustavs varðandi kópaveiðar Norðmanna hafa kynt undir fornum deilum landanna. Við opinbera athöfn þar sem kon- ungur hafði aðeins formlegum skyld- um að gegna skoraði hann á forsætis- ráðherra Noregs að stöðva þegar í dag selveiðar með ísstöfum og öxum. „Ef Gro Harlem Brundtland getur ekki stöðvað seladrápin fæ ég ekki sé hvernig hún getur verið fær um að stjórna norsku þjóðinni,“ sagði Karl í opinberri heintsókn til Nýja Sjálands. Norðmenn sem lýstu yfir sjálf- stæði gagnvart Svíþjóð árið 1905 eru ennþá mjög viðkvæmir gagnvart af- skiptum Svía af innanríkismálum sínum. Sumir segja yfirlýsinguna svívirði- lega af hálfu manns sem frægur er fyrir rádýraveiðar. „Þessi yfirlýsing kemur frá sænskum konungi sem þýtur um selanýlendu sænska skerja- garðsins í hraðbátnum sínum,“ sagði eitt norsku dagblaðanna. Formanni þingflokks norska verkantannaflokksins Einari Foerde var einnig brugðið. „Konungur Sví- þjóðar hefur sjálfur dæmt sig óhæfan sem mikilvægan aðila í samstarfi Noregs og Svíþjóðar," sagði hann. Sten Andersson utanríkisráðherra Svíþjóðar brá sér til Osló á miðviku- daginn var til fundar við starfsbróður sinn Thorvald Stoltenberg í tilraun til að lægja öldurnar. Skrifstofa Brundtlands neitar að ,tjá sig um málið. Sænskir fjölmiðlar ! kvörtuðu yfir því að hurðinni hafi verið skellt á nefið á þeim þegar þeir j hefðu komið með undirskriftalista ! tíu þúsund manna þar sent farið var fram á að tafarlaust verði bundinn endi á seladrápin. f Svíþjóð velta menn fyrir sér hvort konungurinn hafi farið út fyrir sitt svið með þessum ummælum. . „Konungurinn fór aðeins yfir mörk- in þegar hann tjáði sig um forsætis- ráðherra annarrar þjóðar," sagði Gustav Petren stjórnskipunarsér- fræðingur. „Hann ætti að spyrja sjálfan sig hvað í því felst að vera konungur og hugleiða það áður en hann talar,“ sagði formaður Komm- únistaflokksins l.ars Werner. Afganskur skæruliði. Afganistan: Leysist deilan um þingsætin? Mikilvægur flokkur hófsamra skæruliða í Afganistan lét í gær af andstöðu sinni við að taka þátt í skæruliðaþingi Afgana eða shura eftir að heittrúaðir múslímar báru fram tillögu um bráðabirgðastjórn í Afganistan að sögn talsmanns flokksins. Talsmaðurinn sagði að þegar til- laga um bráðabirgðastjórn heittrú- armanna, undir stjórn Ahmad Shah, hefði verið borin fram hefði hún átt sinn þátt í að Þjóðlega frelsisfylking Afgana hefði ákveðið að taka þátt í störfum þingsins. Fulltrúar á þinginu, sem eiga að samþykkja bráðabirgðastjórn sem- skæruliðar gera sér vonir um að taki við völdum við brottför sovéskra hersveita sem verja Kabúl, hafa lagt hart að Þjóðlegu frelsisfylkingunni að taka þátt í þingstörfunum. Ágreiningurinn stóð um hversu mörg þingsæti ættu að falla í hlut 8 skæruliðahópa sem eiga aðsetur í Teheran. En talsmaður Þjóðfylking- arinnar sagði enn aðra ástæðu liggja Sprengja í kasettutæki Sprengjan sem grandaði Pan Am þotunni yfir Skotlandi í des- embcr síðastliðnum var falin í kasettutæki. Lögregluforinginn John Orr sagði að sprengjan sem varð 270 manns að fjörtjöni gæti hafa kom- ið með íarangri frá Frankfurt. En þotan sem var á leið frá London til New York lagði upp þaðan. til þess að flokkur hans féllst á að taka þátt í þingstörfunum, þá að nú fengju heittrúarmenn að taka þátt í nefnd sjö flokka bandalags, sem aðsetur hefði í Pakistan, sem á að kynna sér hvernig ætti að haga aðild skæruliðanna í Teheran að þinginu. „Ef við værum fjarverandi gæti það leitt til óheillavænlegrar þróunar í þinginu," sagði talsmaður Þjóð- fylkingarinnar. ÚTLÖND Norður-Afríkuríkin í markaðsbandalag Hassan konungur Marokkó bjó sig undir að setja fund leiðtoga Norður-Afríkulanda í gær. Mark- mið fundarins er að fimm ríkis- leiðtogar Maghreb, sem er arabíska nafnið á Norður-Afríku, \geri með sér samkomulag um stofnun sameig- inlegs markaðbandalags. \ Hassan konungur og leiðtogar Lí- býu, Alsírs, Túnis og Máretaníu hugðust eiga með sér fund í ráðhúsi Marrakesh, höfuðborgar Marokkós, til að fara yfir stofnskrá Maghreb- bandalagsins. Á sama tíma hafa Arabalöndin sem austar liggja líka gert með sér samkomulag um að mynda sameig- inlega efnahagsheild. Fulltrúar íraks, Egyptalands, Jórdaníu og Norður-Jemen komu saman í Bagh- dad og mynduðu Samvinnuráð Ar- aba. Stofnun þessara tveggja banda- laga, auk Samvinnuráðs Persaflóa- ríkja sem 6 þjóðir á Arabíuskaga eiga aðild að, sýnir hversu ósam- stæðir Arabar eru og fjarlægur gamli draumurinn um sameiningu Araba frá Atlantshafi að landamærum írans. Leiðtogafundurinn í Marrakesh er árangur átta mánaða undirbún- ingsvinnu ráðherra og sérfræðinga um hvernig ríkin 5 geti samtvinnað efnahagsmál sín sem best til að takast á við sameinaðan markað Evrópubandalagsins sem ætlunin er að verði að veruleika 1992, en öll ríkin fimm eru háð því að koma framleiðslu sinni á markað Evrópu- bandalagsins. Einnig eiga atvinnu- tækifæri Evrópumegin Miðjarðar- hafsins sinn þátt í að draga úr því geysilega atvinnuleysi sem ríkir meðal ungs fólks í Marokkó, Alsír og Túnis, þrem fjölmennustu ríkjum Norður-Afríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.