Tíminn - 17.02.1989, Page 20

Tíminn - 17.02.1989, Page 20
 — VERRBRÉFAVieSKIPn SAMVINNUBANKANS SUtXJRLANDSBftAUT 18, SfMI: 688568 ÖNNUMST SMÍÐI OG NÝJA VIÐHALD LOFTRÆSTI- KERFA OG ALLA SENDIBlLASTÖÐIN RÍKISSKIP NÖTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 ALMENNA BLIKKSMÍÐI ( )BDBGARB1)XX SF Vagnhöfða 9, 112 Reykjavík © 68 50 99 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 „TUNGLFERDIR11 INNI í KJARASAMNINGUM L/EKNA „Kostnaður vegna bílastyrkja og utanlandsferða starfsmanna felst að lang mestu leyti í kjarasamningum sem Iæknar gerðu við fjármálaráðuneytið á sínum tíma, þannig að stjórnendur Ríkisspítalanna geta þar ósköp litlu um ráðið,“ sagði Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna. Tíminn leitaði skýringa hjá Davíð m.a. á bílastyrkjum starfsmanna hans vegna nær 2 milljóna kílómetra aksturs (eða sem svarar 3 ferðum til tunglsins fram og til baka) sem sagt var frá í gær. Flestar milljónirnar til lækna einna Þær rúmlega 26 milljónir sem starfsmönnum Ríkisspítalanna voru greiddar í bílastyrki árið 1987 skiptast þannig að læknar spítalans fengu um 20 milljónir króna vegna 1.471.500 kílómetra áætlaðs akstur í þjónustu spítal- ans. „Aðeins“ 6 milljónir, eða innan við fjórðungur bílastyrkj- anna, fór til fólks utan læknastétt- arinnar, sem er aftur á móti um 90% starfsmanna Ríkisspítal- anna. . . . , Kemur akstri i raun ekkert við Hina háu bílastyrki til lækna sagði Davíð hafa komið inn í kjarasamninga sem fjármála- ráðuneytið (undir forystu Ragn- ars Arnalds) gerði við lækna eftir hópuppsagnir þeirra á árinu 1981. Þetta væri því hreint kjarasamn- ingsatriði, sem stjórn Ríkisspítal- anna réði engu um. Þessir um- sömdu bílastyrkir eru föst greiðsla, óháð því hvort læknar þurfa að aka lengra eða skemmra í sambandi við starf sitt fyrir spítalana. Slaga upp í strætóstjóra Bílastyrkirnir til um 150 Land- spítalalækna svara sem fyrr segir til um 1,5 milljóna kílómetra aksturs á ári. Þessi „læknaakstur" svarar t.d. til rúmlega þriðjungs þeirrar vegalengdar sem um 130 bílstjórar Strætisvagna Reykja- víkur lögðu að baki sama ár. Tveggja vikna utanferð á hverju ári Um tæplega 36 milljóna króna kostnað vegna utanlandsferða starfsmanna Ríkisspítalanna er svipað að segja. Þar af voru 25,2 milljónir dagpeningar vegna utanlandsferða læknaeinna. Með áðurnefndum kjarasamningum var samið um að þeir fengju dagpeninga til 15 daga utanlands- ferðar árlega. Stöðugildi lækna Ríkisspítal- anna voru 196 (128 yfirlæknar og sérfræðingar og 68 aðstoðarlækn- ar) árið 1987. Dagpeningar vegna utanlandsferða hafa því verið nær 130.000 kr. að meðaltali (um 173 þús. á núverandi verðlagi) á hvern lækni spítalanna á árinu (auk þess sem þeir eru vitanlega á fullum launum í þessum náms- ferðum). Tekið skal fram að ástæða þess að hér er eingöngu fjallað um lækna Ríkisspítalanna er sú (eins og fram kom í blaðinu í gær) að nær engir aðrir spítalar skiluðu ársreikningum til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar þetta ár. Má því reikna með að upphæðir bíla- styrkja og dagpeninga hafi í raun verið a.m.k. tvöfalt hærri en að framan eru raktar. Harðsóttara fyrir „hjúkkumar“ Utanferðastyrkir til annarra starfsmanna Ríkisspítalanna - stjórnenda, sérfræðinga eða t.d. 500 hjúkrunarfræðinga - eru stór- Stjómendur Ríkisspítalanna' ráða i' engu um kjarasamninga milli fjármálaráðuneytisins og lækna segir Davíð Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna. um torfengnari en fyrir læknana. Alls voru dagpeningar vegna slíkra ferða um 10,5 millj. kr. þetta sama ár, eða 29,5% af öllum dagpeningagreiðslum Ríkisspítalanna. Þar er ekki um samningsbundnar utanlandsferð- ir að ræða. Til að fá heimild til utanferða sagði Davíð þetta fólk fyrst þurfa að senda vel rökstudda umsókn til yfirnefndar. í öðru lagi færi umsóknin til sérstakrar nefndar sem legði mat á hana. f þriðja lagi þarf samþykki stjórn- arnefndar. Og í fjórða lagi þarf síðan samþykki og staðfestingu ráðuneytis. 20 til 50% „duldar kauphækkanir“ Þegar áðurnefndir kjarasamn- ingar voru gerðir við lækna, um mitt ár 1981, stóð „aldrei þessu vant“ svo á í efnahagslífi þjóðar- innar að stjórnvöld töldu litla möguleika til launahækkana. Háar kauphækkanir til lækna hefðu því litið afar illa út. Samkvæmt blaðafréttum frá þessum tíma gekk fréttamönnum mjög erfiðlega að fá samningsat- riði læknasamninganna uppgefin, nema það að fjármálaráðherra samdi vitanlega ekki um neinar Tímamynd Pétur grunnkaupshækkanir. Þótt kaup- taxtarnir hækkuðu ekki neitt sést að fréttamenn hafa talið launa- hækkanir læknanna í þessum samningum hafa orðið einhvers staðar á bilinu frá 20% og upp í 50%, nokkuð misjafnt á milli hópa. Það sama ár segja blöð frá samningum um 3,25% kaup- hækkun hjá ASÍ fólki og banka- mönnum, og Kjaradóm um 6% kauphækkun til handa félögum í BHM (m.a. handa læknum) - en aftur á móti 23,4% kauphækkun til alþingismanna. -HEI Davíð Gunnarsson: Bundið í kjarasamningum lækna og fjármálaráðuneytis frá 1981 sem Ríkisspítalar ráða engu um: ísafjarðardjúp: FORMLEGRI LEIT HŒTT Að sögn lögreglunnar á ísafirði stóð til að hætta formlegri leit að, rækjubátnum Dóra ÍS í gærkvöldi þar sem ekkert hafði fundist af bátnum. Bátsins hefur verið saknað frá því á þriðjudagskvöld en á hon- um voru tveir menn. Hefðbundin eftirleit verður þó á næstu dögum. Þó nokkur fjöldi tók þátt í leitinni í gær. 23 bátar voru við leitina ásamt björgunarbátnum Daníel Sigmunds- syni. Þá voru fjörur gengnar. Mennirnir tveir sem saknað er heita Ólafur N. Guðmundsson og Ægir Ólafsson. SSH Hafísinn teppti á ný siglingarleið Siglingarleiðin fyrir Hom teppt- Mánafossi, sem lá inni á Fljótavík, ist af ís í gær. er sögðu að ófært væri orðið fyrir Frá Hornbjargsvita bámst þær Hom vegna hafíss. Þeir sögðu fregnir um sex leytið að allmikill ís ísinn vera á mikilli hreyfingu. væri á siglingarléiðinni við Hom og. Magnús Jónsson veðurfræðingur lægi þaðan í austur. íshrafl var á sagði Tímanum að sér þætti líklegt leið inn Húnaflóa, komið fyrir að megin ísinn myndi í dag reka frá Geirólfsgnúp. Vestfjörðum. „Vindáttin verður Skömmu síðar bámst fréttir frá austlæg sem er mjög hagstætt upp á það að gera að stjaka ísnum frá. ísinn við Horn er á mjög mikilli hreyfingu og því held ég að ófærðin þar sé tímabundin. Það getur þess vegna verið lokað annan klukku- tímann og opið hinn. En þróunin er til hins betra.“ jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.