Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.02.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. febrúar 1989 Tíminn 13 llllllllllllllllllllll AÐ UTAN lllllllllllllllllllllll Lélegt fréttasamband vegna allsherjarverkalls „Þar sem Bustíos lá og beið dauða síns setti einn árásarmann- anna dýnamít undir hann og sprengdi hann í loft upp. Annar blaðamaður var með honum, en hann slapp lifandi. Hann bara hljóp og hljóp og bjargaði þannig lífi sínu. Árásarmennirnir skutu að hon- um og hæfðu 5 sinnum, tvær byss- ukúlur lentu í myndavélinni og 3 gengu í gegnum hann. Á meðan hann var á hlaupunum kom lög- reglulið í ljós á veginum og kom árásarmönnunum að óvörum. Hvað síðan gerðist er ekki vitað,“ segir Zileri. Það tók langan tíma áður en fréttirnar bárust til höfuðborgar- innar, Lima. Símasamband var í ólagi og loks komu skilaboð frá ættingja Bustíos í öðrum lands- hluta. Ástæðan til símasambands- leysisins var sú að yfir stóð allsherj- arverkfall sem skæruliðasamtökin Sendero Luminoso eða „Skínandi stígur" höfðu skipulagt. Öll starf- semi var þess vegna lömuð á neyð- arsvæðinu. í Huanta, smábæ með 20.000 íbúa, eru hins vegar tvær útvarps- stöðvar og þaðan tókst blaðamönn- um að senda út fréttina á sendi sem gekk fyrir rafhlöðum. Það fór þess vegna svo að lokum að fréttastofa ríkisins náði fregninni saman í þó nokkrum smáatriðum. Nú þurftu starfsbræður hins fellda að komast til Huanta en sú leið er ekki greiðfær þar sem vegurinn milli Ayacucho og Hu- anta er ofurseldur ofbeldi Skínandi stígs. Að lokum fór svo að Alan García forseti lagði til flugvél til að flytja sendinefnd til Huanta. Við komuna þangað fundu sendimennirnir særða blaðamann- inn heima hjá sér án þess að nokkur væri honum til varnar. Að vfsu hafði hann verið fluttur á sjúkrahús en í skjóli nætur hafði hann og fjölskylda hans verið flutt þaðan af ótta við að þar kynni eitthvað illt að henda hann. Sendi- nefndin tók hann með sér til Lima og þar fékk hann lögregiuvemd. Fólk lendir í skothríðinni milli hersins og Skínandi stígs Smám saman tókst að raða sam- an atburðarásinni í heillega mynd. Ekki tókst þó að komast að því hverjir hefðu skotið að honum. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði grunurinn beinst að Skínandi stíg, sem hafði efnt til verkfallsins. En særði maðurinn og ekkja Bust- íos halda að hér gæti hafa verið um óbreytta borgara að ræða, þar sem sá særði sá bregða fyrir einum slíkum sem skaut að honum, og að á einhvern hátt væru þeir á vegum hersins. „Þetta er enn óupplýst. En þetta er einmitt það sorglega á þessum slóðum.’fóík lendir í skothríðinni milli hersins og Skínandi stígs,“ segir Zileri. Til þessa hefur Skínandi stígur aldrei drepið blaðamann eingöngu vegna þess að hann hefur verið að sinna starfi sínu. í örfáum tilfellum hafa fréttamenn verið drepnir en þeir hafa þá yfirleitt verið að vinna á vegum stjórnvalda og morðin skrifuð á kostnað þeirra tengsla fremur en starfs þeirra. Hins vegar er ailt á huldu um hverjir morðingj- arnir í Huanta kunni að vera. Særði maðurinn heldur að þeir tilheyri sjálfsvarnarhópum, sem herinn skipuleggur meðal bænda svo að þeir geti varist skæruliðum Skínandi stígs. Sá hængur er þó á þeirri kenn- ingu að herinn hefur aldrei afhent þessum hópum vélbyssur og í þessu tilfelli er því sem næst öruggt að slíkum vopnum var beitt. í raun- inni er ekki nema eitt líklegt sönn- unargagn fyrir hendi, þ.e. mynda- vél fréttamannsins. „Kúlurnar gerðu gat á myndavélina. Skot- Hvað er að ger- Perú? asti Enrique Zileri Gibson er ritstjóri perúska tímaritsins Caretas og nýorðinn formaður IPI, alþjóðlegu blaða- mannastofnunarinnar. Hann var nýlega á ferð í París og ræddi þá m.a. um nýorðna atburði í heimalandi sínu. Nýlega var fréttaritari hans í perúska héraðinu Huanta, Hugo Bustíos Saavedra, 38 ára gamall, skotinn til bana. Þetta atvik hefur vakið mikla athygli og skelfingu í Perú þar sem blaðamenn hafa til þessa ekki verið vegnir á þennan hátt og raunar er ekki enn vitað hverjir voru þar að verki. færasérfræðingar hafa verið að tala um 9 mm gat, sem myndi gefa sjálfvirka byssu til kynna. Bæði herinn og Skínandi stígur hafa slík vopn í fórum sínum en þetta útilok- ar bændahópana sem yfirleitt eru vopnaðir spjótum og haglabyss- um,“ segir Zileri. 1983 réðist hópur bænda, með axir að vopni, á 8 blaðamenn í Ayacucho og hjuggu þá í spað. Þessi atburður olli allri þjóðinni sálrænu áfalli og að áliti margra hefur hann aldrei verið upplýstur. Zileri heldur því hins vegar fram að hér hafi orðið slys. „Þetta gerðist í bændasamfélagi sem hélt tryggð við herinn og áleit fréttamennina vera hryðjuverka- menn vegna þess að þeir voru ókunnir á þessum slóðum og hryðjuverk höfðu verið unnin þarna áður,“ segir hann. Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa, sem nú hefur boðið sig fram til forsetaembættis í Perú, var í forsæti rannsóknarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu. Enn prentfrelsi í Perú - að sögn ritstjórans Þrátt fyrir þessa síðustu atburði heldur Zileri því staðfastlega fram að enn sé prentfrelsi í Perú. Hann segir ekki hægt að neita því að hver sem er geti birt opinberlega hvað sem hann lystir. Hins vegar geti fréttadreifingin verið óviðráðan- legri, sérstaklega á neyðarsvæðum, og þar hafi komið fyrir að yfirmenn hersins hafi bannað blaðamönnum að yfirgefa borgirnar. Upp á síð- kastið hafi þeir hins vegar farið að gefa út ferðaleyfi þar sem sagt er að blaðamennirnir fari á eigin ábyrgð. „Er þetta betra en algert bann? Sennilega. En það er auðvit- að ekki víst að þeir gefi út nógu mörg slík ferðaleyfi," segir Zileri. Á síðastliðnu ári var ráðist á 2 blaðamenn E1 Comercio og lög- regluárás gerð á mótmælahóp blaðamanna fyrir utan dómkirkju í Lima. Zileri vill ekki gera mikið úr þessum atburðum en segir blaða- menn hafa borið fram mótmæli við innanríkisráðuneytið og opinber afsökunarbeiðni hafi komið fram. En hinu beri ekki að neita að ástandið hafi farið versnandi á liðnu ári. „Mér finnst vandamálin hafa farið vaxandi samfara aukinni spennu og ofbeldi, sérstaklega til sveita. En grunnstaðreyndin er sem fyrr að það sem má lesa í perúskum blöðum og flokka undir gagnrýni - öfluga gagnrýni og ádeilur-er í rauninni ótrúlegt. Ég held að í sumum löndum Vestur- Evrópu myndi sumt af því sem er birt í blöðum í Perú leiða til málsóknar og dómar falla fjölmiðl- um í óhag,“ segir Zileri. Enrique Zileri er ritstjóri tímarits- ins Caretas í Perú og öllum hnútum kunnugur í landinu. Hann gefur hér skýringar á ýmsu varðandi ástandið í Perú. Efnahagur landsins í rúst og hægri og vinstri öfgasinnar herskáir Zileri er 55 ára gamall, hann hefur verið blaðamaður í 37 ár og er þess vegna vel kunnugt um þau vandamál sem blaðamaður þarf að kljást við ef hann fæst við mál sem eru andsnúin yfirvöldum. Tvisvar hefur honum verið vísað úr landi í Perú, 1969 og 1974, og hann var líka dæmdur fjarstaddur í þriggja ára fangelsi, en þeim dómi var síðar aflétt. Á árunum 1970-80 var blaðið hans bannað alls sjö sinnum. García forseti sætir nú gífurlegri gagnrýni vegna slæms efnahags landsins en hann á við fleiri vanda- mál að stríða. Öfgasinnaður hópur hægri manna sem nefnir sig Sveit Rodrigo Franco hefur sig mikið í frammi. Þessi hópur dregur nafn sitt af fyrrum flokksbróður García og fjölskylda hans heldur því fram að nafn hans sé misnotað í þessu sambandi. „Sveit Rodrigo Franco hefur drepið lögfræðing sem varði Skín- andi stíg. Honum varræntogsíðan var hann drepinn að morgni þess dags sem Alan García átti að halda stefnuræðu sína. Þar bar forsetinn fram tillögu um að mikilvæg ný lagasetning gegn hryðjuverkum næði fram að ganga. Morðið á lögfræðingnum var ætlað sem til- raun til að eyðileggja áhrif þeirrar ræðu,“ segir Zileri. „Sprengju var komið fyrir við hús ritstjóra eins sömu nótt og margir aðrir slíkir atburðir áttu sér stað. Prestur, sem var grunaður um samvinnu við Skínandi stíg og hafði verið tekinn höndum og síð- an látinn laus vegna skorts á sönn- unargögnum, varð líka fyrir því að hús hans var sprengt í loft upp. Sömu nótt fengu tveir blaðamenn hótunarbréf frá Rodrigo Franco sveitinni. En ég hef ekki trú á því að perúska stjórnin standi á bak við þessar ofbeldishótanir vegna þess að þær eru of augljóslega tengdar stjórnvöldum," segir Zil- eri. Fjölmiðlar höfðu sigur í skattamáli En það eru fleiri ógnir sem steðja að fjölmiðlum í Perú en stjórnmálaátök. Bágur efnahagur iandsins segir til sín í blaðaútgáfu eins og annars staðar og m.a. hefur a.m.k. eitt blað orðið að leggja upp laupana vegna þess að það hafði ekki lengur ráð á dagblaða- pappír eftir að verð á honum hafði hækkað úr 70 intis fyrir dollarinn í 250 intis á dollar í einu stökki. í ofanálag voru lagðir á tveir nýir skattar. Zileri segir að margir ritstjórar hafi gert sér grein fyrir að þessi staða gæti ekki haldist lengi og þeir hafi þess vegna beðið yfirvöld að fara vægt í sakirnar. Hins vegar hafi þau farið svo geyst af stað að annar nýju skattanna stríddi gegn lögum. „Allir fjölmiðlarnir lögðust á eitt og hófu lagalegar aðgerðir gegn þessum 15% skatti og við unnum málið. Yfirvöld féllust á að leggja hann ekki á en á meðan á þessu stóð var gengið fellt einu sinni enn vegna þess hvað ástandið var alvarlegt," segir Zileri. Hann segist ofí hafa verið spurð- ur hvort þessar fjármálatilfæringar hafi verið ætlaðar sem sérstakt tilræði við fjölmiðlana, þ.e. pólit- ískar aðgerðir fremur en efnahags- legar, en hann segist ekki álíta að svo sé. Hann segist ekki hafa trú á því að aðgerðir yfirvalda hafi verið af pólitískum toga. „Meiri hluti pressúnnar í Perú er nú í háværri stjórnarandstöðu," segir hann. Á einu sviði voru yfirvöld þó ekki hlutlaus, þ.e. varðandi auglýs- ingar. Zileri segir að frá upphafi hafi mátt sjá að það væri afskaplega ósanngjarnt hlutfall milli auglýs- inga stjórnvalda og útbreiðslu við- komandi blaðs. Þau tvö til þrjú blöð sem styðji stjórnina hafi feng- ið miklu meira af opinberum aug- lýsingum en þau eigi skilið, jafnvel á þeim tíma sem stjórnarandstöðu- blöðin voru vinsamleg í garð stjórnarinnar og bjartsýn um starf hennar. Eru vandamál Rómönsku Ameríku óleysanleg? Hvaða lausn sér Zileri á hinum mikla vanda Perú? Hann bendir á ástandið í Rómönsku Ameríku yfirleitt. Allir séu að tala um hinar gífurlegu skuldir ríkjanna þar. En viðbrögðin séu á ýmsa vegu eftir því hvaða land á í hlut. í Mexíkó fékk stjórnarflokkurinn PRI ekki meirihluta þrátt fyrir að hann hefði unnið í kosningunum, og það hefur í för með sér nýja tegund óróa sem markar þáttaskil fyrir Bandaríkin. í Brasilíu unnu vinstri flokkar sigur í stærstu borgunum í nýlegum borgarstjórnarkosningum. Og svo er það Perú þar sem hefur mátt sjá vaxandi viðgang Skínandi stígs og hryðjuverka þeirra síðan 1980. Nú eru viss svæði í Perú þar sem í rauninni ríkir borgarastyrjöld. „Ef einhver lausn fyndist til að létta skuldabyrðina og nýju and- rúmslofti til að efla fjárfestingar væri komið á væri eitthvað hægt að aðhafast. En vandinn er sá að mikill efnahagslegur vöxtur var í löndum Rómönsku Ameríku og þau urðu skuldunum vafin en markaðirnir í heiminum breyttust og við lentum í klemmunni.“ Stjórnarár Reagans Rómönsku Ameríku þung í skauti Hvernig líst Zileri á komu Ge- orge Bush á forsetastól Bandaríkj- anna? Hann segir að stjórnarár Reagans hafi reynst ákaflega slæm. Bush hafi alþjóðlegri hugsana- gang. í Rómönsku Ameríku sé sú skoðun ríkjandi að Bush verði að gera eitthvað til að bæta ástandið í löndunum þar. Mexíkanar séu orðnir gagnrýnni á Bandaríkja- menn en þeir hafa verið. Mið-Am- eríka í heild sinni sé orðin raun- veruiegt stjórnmálalegt innanrík- isvandamál Bandaríkjanna. Því sé ástandið orðið slíkt í álfunni að Bush verði að grípa til einhverra aðgerða. En hvaða augum lítur hann á stöðu Perú í málum Suður-Amer- íku og heimsins alls? Zileri segir að þegar Alan García komst til valda hafi hann lagt fram cinfalda yfirlýs- ingu. Hann sagðist myndu taka 10% - ekki meir - af útflutnings- tekjum landsins til að greiða er- lendar skuldir. Hann vakti athygli á erfiðum kringumstæðum landa Rómönsku Ameríku. f öðrum ríkj- um var honum klappað lof í lófa en í rauninni hafi enginn lagt honum lið. Nú er Perú í hroðalegum efnahagsvanda vegna óstjórnar ríkisstjórnarinnar. Perú er óhemju ríkt land „Staðreyndin er sú að Perú er óhemju ríkt land. Þar eru mjög þýðingarmiklar náttúruauðlindir. Við eigum ágætis möguleika á virkjun vatnsfalla. En okkurvantar tæknimenntaða menn til að vinna úr þessum náttúruauðæfum. Við gætum orðið stórkostlegir útflytj- endur. Þar að auki er Perú, eins og Chile, Nýja Sjáland og Ástralía svo vel sett að vera á suðurhveli jarðar og við gætum þess vegna sent á markað og uppskorið ákveð- inn jarðargróður þegar árstíðirnar eru öfugar á norðurhveli þegar neytendur eru hafðir í huga. Satt að segja erum við að sumu leyti betur settir en Chile hvað loftslag varðar vegna þess að við erum nær miðbaug. Við gætum sem sagt selt ferska ávexti um allan heim.“ Einkennileg blanda form- legs lýðræðis og frum- stæðs ofbeldis í Perú Nú eru fimm sjónvarpsstöðvar í Perú, þar af ein rekin af ríkinu. Sú stöð segir Zileri að sendi út ágæta dagskrá en lítið sé horft á hana. Á hinum fjórum séu fréttirnar oft á tíðum tryllingslegar og þar sé um of sýnd blóði drifin ofbeldisatriði og lík fallinna. En um sjónvarp í Perú gildi það sama og um pressuna, því séu nánast engin takmörk sett hvað megi sýna. „í Bretlandi er bannað að varpa út viðtölum við meðlimi írska lýðveldishersins, en í Perú er sjónvarpinu frjálst að senda út viðtöl við félaga í Skínandi stíg,“ segir Zileri en viðurkennir að því fylgi oft hatrömm gagnrýni. Spurt er hvernig standi á þessari einkennilegu blöndu formlegs lýð- ræðis og frumstæðs ofbeldis í Perú og Zileri svarar: „Perú er þróunar- land. Það er líka erfitt land land- fræðilega, þar sem Andesfjöllin skipta því niður í einangruð svæði. Það má líka segja að landið byggi tvær þjóðir, fólkið við ströndina er Kreólar, blandaðir öðrum kyn- stofnum, en í fjallahéruðunum búa Indíánar. Það ríkja vissirfordómar hjá Kreólum í garð fjallafólksins og þeir fordómar styrkjast á spennutímum og ýta fólki í átt til Skínandi stígs.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.