Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 2
2 Tíroinn Þriöjudagur 7. mars 1989 íþrótta- og enskuskóli Charltons Undanfarin ár hefur íslenskum ungmennum á aldrinum átta til átján ára gefist kostur á að sækja námskeið í íþrótta- og enskuskóla Bobhy Charlton sem er staðsettur í Fallow- field í Manchester. Charlton er flest- um kunnur enda var hann cinn af fremstu knattspyrnumönnum Eng- lands og lék með Manchester United og enska landsliðinu í fjölda ára. í skólanum er hægt að leggja stund á 35 greinar íþrótta cn frægast- ur er skólinn l'yrir kcnnslu í knatt- spyrnu. Einniger boðið upp á cnsku- kennslu sem byggist upp á I5 kcnnslustundum á viku. í kynninga- riti um skólann segir að hugmyndin að baki hans hafi upphaflega verið sú að vera sambland af bestu þjálfun og aðstöðu sem var fáanleg ásamt ánægjunni sem cr því samfara að umgangast fræg nöfn og íþróttahctj- ur sem ávallt taka virkan þátt í þjálfun innan skólans. 1 gegnum tíðina hafa til dæmis ýmsir frægir knattspyrnukappar aðstoðað við þjállun, má þar nefna Hryan Robson, Mark Hughes, lan Rusli, Gordon Strachan og Graham Soun- css. Ferðaskrifstofan Ratvís cr með einkaumboð á Islandi l'yrir skólann og kostar vikudvöl 43 þúsund krónur og cr þá innifalið fargjald og fullt fæði auk skoðunar- og skemmti- fcrða. SSH Júpíter á miðin á ný l.nðnuskipið Júpiter KK-I6I sjósettur eftir að gert hafði verið við stefni skipsins á mettíma. Sem kunnugt er kom gat á stefni Jupiters þegar hann tok niðri vestur af Kldey aðfaranótt föstudags og voru þá um 700 tonn af loðnu um horð. Sigldi skipið til Reykjavíkur. þar sem það var tekið í slipp. I.agt var kapp á að koma skipinu sem fvrst á miðin aftur og lauk viðgerð á laugardag. -AKÓ liniam>nd: Pjelur Sala Álafoss hf. á ullarvörum: Samningur upp á 450 miíljónir kr. Álafoss undirritaði nýycrið samninga um s<>lu á ullarvörum fyrir um 450 milljónir króna til Sovétmanna. Samiö var i dollurum og er um óverulcgar veröbreyting- ar ;ið ræða frá því í fyrra. Sovésk fyrirtæki liafa að undan- förnu sýnt vaxandi áhuga á íslensk- um ultarvarningi. Aðeins varsamiö til eins árs í einu og gilda nýgerðir samningar fyrir árið IhSó. Ríkisfyrirtækið Razno Export mun í ár kaupa 170 þúsund ullar- peysur af Álafoss hf.. Á stðasta ári keyptu þeir 30 þúsund íslenskar peysur og er því um töluvcrða aukningu aö ræða. Jafnframt munu þeir kaupa að minnsta kosti 600 þúsund ullartrcfla héðan. Heildar- söluverðnræti varningsins til Razno Export er um 5 milljónir dollara cða 260 milljónir króna. Þá er cinnig búið að semja við Sovéska Samvinnusambandið So- juzkoopvneshtorg um kaup á 120 þúsuttd peysum og 100-200 þúsund trcflum. Gæti það magn jafnvel átt eftir að aukast áðúr cn samningum lýkur endanlega. Þessi samningur hljóðar upp á um 3,5 milljónir dollara cöa nálægt 180 milljönum króna. Að auki standa nú.yfir viðræður við nýjan sovéskan kaupanda Rosvneshtog um kaup á íslenskum ullarvarningi. Hafa þær viðræður gengið vel og vonast cr cftir að þær skili árangri þcgiir á þessu ári. jkb Ivan Rebroff með tónleika Hinn þýsk-rússneski söngvari Ivan Rebroff er væntanlegur til landsins og er þetta í þriðja sinn sem hann heldur tónleika hér á íslandi. Reb- roff mun ásamt hljómsveit sinni, Balalaika Ensemble Marc de Loutc- hek, halda ferna tónleika. Fimnrtu- daginn 9. og sunnudaginn 12. mars verða tónleikar á Hótel íslandi, en föstudaginn 10. og laugardaginn 11. mars í Sjallanum á Akureyri. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum tónleikanna segir að íslend- ingar hafi ávallt tckið söngvaranum fagnandi og hafi færri komist að en vildu. Á sama stað segir ennfremur: „Þýsk-rússneski stórsöngvarinn Ivan Rebroff er eitt af furðum tónlistar- heimsins. Á raddsviðinu er hann sannkallað kraftbirtingarundur. Hann rennir sér eftir hverri áttund- inni á fætur annarri með leikni og mýkt sem verður enn meira áberandi fyrir það að maðurinn sjálfur vegur yfir 150 kíló og er með stærstu nrönnum. Áheyrendur um allan heinr dá hann og sjálfur nýtur hann þcss að baða sig upp úr athygli þeirra." Forsala aðgöngumiða að tónleik- um Rebroffs er hafin bæði á Hótcl íslandi og Sjallanum. SSH Kynning jstarfseminnar: Opið hús í Háskólanum Sunnudaginn tólfta mars næst- komandi verður opið hús í Háskólá íslands. Ætlunin er að kynna almennin^i hvað er að gerast innan veggja Háskólans. Sérstaklega er þess vænst að framhaldsskólanemar nóti tækifærið, afli upplýsinga og öðlist yfirsýn sem nýtist við ákvörðun um framtíðarnám. Tekiö verður á móti gestum í húsi Lækna- og Tannlæknadeildar að Vatnsmýrarvegi. Jafnframt munu aðrar deildir svo scm Guðfræði-, Raunvísinda-, Félagsvísinda- og fleiri deildir kynna starfsemi sína við svokölluð upplýsingaborð. Sautján sérskólar vcrða cinnig með upplýsingaborð til kynningar á sinni starfscmi, á sama stað. Má þar til dæmis nefna Tækniskóla Islands, Fóstur-. Garðyrkju-, Leiklistar-, Fiskvinnslu-, Söngskólann og marga fleiri. Fulltrúár menntamálaráðuneytis- ins, Lánasjóðs íslenskra náms- manna, Félagsstofnunar stúdenta, Stúdentaráðs og fleiri aðilar sitja einnig fyrir svörum. Þá munu hinar ýmsu stofnanir og þjónustuaðilar Háskóla íslands kynna starfsemi sína auk þess sem hluti verka Listasafns Háskólans verða sýnd. jkb Verkfall kennara H lK sjötta apríl? Kennarar í stjórn HÍK hafa ákveðið að efna til allsherjar at- kvæðagreiðslu um boðun verkfalls frá og með 6. apríl n.k. Að sögn Wincie Jóhannsdóttur, formanns Hins íslenska kennarafélags, var þetta ákveðið eftir fund sem stjórn kennarufélagsins hélt með stjóm Kennarafélags íslands aö loknum fundi með samninganefnd fjár- málaráðuneytisins. Átti formaðurinn von á því að félagsmenn segðu já i atkvæða- greiðslunni. Ástæða þess að stjórn HÍK ákvað að nýta sér heimild í lögum og efna til atkvæðagreiðslunnar er sú að kjarasamningar félagsmanna hafa verið lausir síðan um áramótin 1987 til 88. eða í rúmt ár. Ekki tókst að Ijúka samningum í fyrra áður en þáverandi ríkisstjórn setti bráðabirgðalög er hindruðu alla samningagerð. Atkvæðagreiðslan hefst núna sjötta mars og lýkur þann fimmtánda. „Félagsmönnum líst illa á þau vinnubrögð sem fjármálaráðuneyt- ið virðist hafa tamið sér. að tefja málið í stað þess að setjast að samningaborði og semja," sagði Wincie. Sagði hún að ekki þyrfti að hafa mörg orð um kjörin. því allur almenningur hlyti að vita hversu illa heimilin standa núna. „Það sem mér þykir þó algerlega óþolandi, er að ríkið skuli ekki hafa verið tilbúið, sem sanrnings- aðili, til að ræða samningagerð af alvöru eftir allan þennan tíma,“ sagði formaðurinn. Svo virtist sem samninganefndin ætli að reyna að tcygja lopann nú sem fyrr. Meðan ekki er samið gildir sú lagaregla að farið er eftir eldri samningum og svo hefur verið gert gagnvart félög- um í HÍK í eitt ár og rúmlega tvo mánuði. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.