Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. mars 1989 Tíminn 15 ÁRNAÐ HEILLA Þorsteinn Davíðsson verksmiðjustjóri níræður I dag, 7. mars, á Þorsteinn Davíðs- son, fyrrum verksmiðjustjóri á Ak- ureyri, níræðisafmæli. Þorsteinn ber aldurinn vel, heldur sitt eigið heim- ili, sér um sig sjálfur, enda ógjarnt að láta hafa fyrir sér eða vera upp á aðra kominn. Þorsteinn Davíðsson er þó enginn einfari í háttum og að upplagi, heldur afar félagslyndur og áhuga- samur um þjóðfélagsmál, ræktunar- störf og annað sem til framfara og menningar má verða. Aðalstarf Þor- steins var forstaða og frumkvæði í iðnaðarstarfsemi samvinnumanna. Á því sviði á hann óvenjulegan starfsferil, og það svo að við fátt má jafna. Má með fullum sanni segja, að hann sé einn helsti frumherji í uppbyggingu samvinnuiðnaðarins á Akureyri og mótandi að sínu leyti um þróun hans um áratuga skeið. Örðugt er að benda á mann sem af meiri ósérplægni hefur unnið að iðnaðarmálum samvinnumanna um jafn langt árabil. Upphaf samvinnuiðnaðar er oft rakið til þess, þegar Þorsteinn Dav- íðsson, rúmlega tvítugur að aldri, er studdur til þess af hálfu Sambands tsl. samvinnufélaga að fara til náms í sútun skinna í Bandaríkjunum árið 1921. Þar dvaldist hann tvö ár, en kom þá heim til þess að veita forstöðu Gæruverksmiðju SÍS á Ak- ureyri, sem verið var að stofna. Sú verksmiðja var að sönnu mjór vísir að umfangsmeiri iðnrekstri sam- vinnumanna og var aðeins rekin um fjögurra ára skeið sem afullunarverk- smiðja. Þá varð nokkurt hlé á frekari þróun gæru- og skinnaiðnaðar. Þor- steinn tók sér þá fyrir hendur að læra skógrækt í Noregi og vann eftir það m.a. sem skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal allmörg ár, sem var reyndar hlutastarf á þeim tímum. Arið 1934 er hann ráðinn til þess að veita forstöðu nýstofnaðri Skinna- verksmiðju Iðunnar á vegum Sam- bandsins, þ.e. fullkominni sútunar- verksmiðju. Eftir það starfaði Þor- steinn að þróun skinnaiðnaðar og skógerðar óslitið sem verksmiðju- stjóri sútunar til 1969, þá sjötugur að aldri. Störfum hans í verksmiðjunni lauk þó ekki við þau tímamót, heldur vann hann við ýmsa vinnu í verksmiðjunni allt til ársins 1981. Starfsþrek Þorsteins var einstakt og vinnuáhuginn eftir því. Honum féll aldrei verk úr hendi fyrr en kominn var á níræðisaldur. Síðan hefur Þor- steinn lifað í heiðurselli hávaðalausu lífi, virtur af öllum. íslenskir samvinnumenn og starfs- fólkið hjá Sambandsverksmiðjunum á Akureyri reistu honum veglegan minnisvarða árið 1983, þegar gróðursettar voru við hátíðlega at- höfn 200 trjáplöntur á verksmiðju- lóðinni og reitnum gefið nafnið Þor- steinslundur. Með því var viður- kennd með sýnilegu tákni sérstaða hans í iðnaðarsögu Sambandsins og látin í ljós sú virðing, sem starfsfólk- ið bar fyrir honum alla tíð. Stjóm Þor- steins á verksmiðjunni og umgengni hans við starfsfólkið einkenndust af háttvísi og góðvild. Hann leit víst aldrei á sjálfan sig sem annað en fremstan meðal jafningja og lifði lífi síns fólks eins og frekast var hægt að hugsa sér. Heimskuhroki stjórnun- arruddanna, eins og þeir þekkjast hér og þar, var víðsfjarri skaplyndi hans og reyndaróþekkt í Sambands- verksmiðjunum yfirleitt. Þorsteinn Davíðsson fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 7. mars 1899, sonur búandi hjóna þar, Arn- dísar Jónsdóttur og Davíðs Sigurðs- sonar. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1919 og vann yfirleitt við búnaðarstörf, þar til hann hóf feril sinn á vegum Sambands ísl. sam- vinnufélaga sem fyrr er rakið. Þor- steinn var lærður í skógrækt, eins og fram hefur komið og vann sem skógarvörður um skeið. Þess er sérstaklega vert að geta, að hann stundaði skógrækt á eigin vegum í Fnjóskadal og sýndi í því mikinn árangur. Þorsteinn starfaði lengi í Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Ferðafélagi Akureyrar. Þorsteinn var kvæntur Þóru Guðmundsdóttur frá Arnarnesi, en missti hana eftir 25 ára sambúð árið 1957, rúmlega fimmtuga að aldri. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir eru á lífi, þeir eru: Ingólfur f. 1934, starfsmaður Bifreiðaskoðunar ís- lands á Akureyri, Guðmundur f. 1939, námsstjóri búsettur í Kópa- vogi og Héðinn f. 1941, mjólkur- fræðingur á Akureyri. Allir hafa þeir kvænst og eiga afkomendur. Kynni mín af Þorsteini Davíðssyni eru með þeim hætti, að þar er allt á einn vcg um ágætið. Þau kynni vil ég nú þakka af heilum hug um leið og ég sendi honum innilega afmælis- kveðju. Ingvar Gíslason. Björn Á. Guðjónsson hljomsveitarstjori Ég get ekki stillt mig um að senda góðvini mínum, Birni Guðjónssyni, stjórnanda Skólahljómsveitar Kópa- vogs, örstutta þakkar- og árnaðar- kveðju á sextugsafmæli hans í dag, því að við hann og sveitina eru tengdar margar skemmtilegustu stundir skólastarfs og hátíða í Kópa- vogi á liðnum árum. Björn fæddist í Reykjavík 7. mars 1929 og ólst þar upp á hljómlistar- heimili, því að faðir hans var ötull verkamaður í þeirn víngarði, þó að erfiðismaður væri. Björn fékk ágæta hljómlistarmenntun, bæði hér í Reykjavík og erlendis, og varð snjall hljóðfæraleikari og stjórnandi. Hann lék um skeið með Sinfóníu- hljómsveit íslands og einnig erlend- um sveitum, var t.d. trompetleikari í óperunni í Gautaborg um skeið. Þegar Björn kom heim frá starfi og framhaldsnámi erlendis 1966 voru fáar skólahljómsveitir til á íslandi. Það var mikið happ fyrir Kópavog, að Björn skyldi þá ráðast til þess hlutverks, með góðum stuðningi Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamála- ráðherra, að stofna og stjórna skóla- hljómsveit í Kópavogi. Því starfi hefur hann sinnt síðan í 22 ár með óþrjótandi áhuga og frábærum ár- angri. Þetta var og hefur verið í raun mikilvægt brautryðjandastarf í ís- lensku skólastarfi, því svo skammt var þessi þáttur á veg kominn hér á landi á þeim árum, en hefur síðan eflst mjög og hlotið æ meiri viður- kenningu sem sjálfsagður hlutur. Karl Guðjónsson, fyrrv. alþingis- maður, var fræðslustjóri í Kópavogi á fyrstu árum hljómsveitar Björns, MINNING Guðmundur Jónsson Kópsvatni Fæddur 2. apríl 1930 Dáinn 19. janúar 1989 Viskuvinur til veraldar æðri horfinn ert héðan á braut. Studdir þú kraftinn sterka, milda, meðan entist orka. Ómetanlegt á ýmsar lundir reyndist þitt starf í stríði. Autt er nú það rúm er þú áður fylltir. Vandfyllt verður það skarð. Bilbug ei sýndir þótt blési á móti, en stefndir að miklu marki: Orkan að ofan - œðst í heimi - skyldi hér brjóta sér braut. Fluttur nú ertu til fegurri hnattar í samstilltra vina sveit. Til framfara mun liggja framtíð björt á því Ijósa landi. Minnist ég margra merkra stunda, þótt horfinn sértu héðan. Vil ég þér votta - vinur trausti - þakkir með kærri kveðju. Samherji. sjálfur áhugasamur lúðrasveitar- maður úr Eyjum á yngri árum og studdi ötullega að viðgangi sveitar- innar. Samstarf þeirra Björns var náið og gott. Skólahljómsveit Kópavogs varð fljótlega hæf og góð hljómsveit undir stjórn Björns, enda fór þar saman kunnátta, reynsla, smekkvísi og virk stjórnsemi, þótt hið unga lista- fólk stigi þar flest sín fyrstu spor á þessari braut. Björn kunni einniglag á því að velju sér góða samkennara við sveitina. Skólahljómsveit Kópavogs varð ekki aðeins kær og mikilvæg bæjar- búum, heldur má segja að hún hafi verið kalllúður þeirra til samfylking- ar á hverri stórri stundu í félagslííi þessa unga og sundurleita bæjarfé- lags í tvo áratugi. En hún hlaut BILALEIGA meö útibú allt í kringurri landið, gera þér mögulegt aö leigja bil á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bílaleiga Akureyrar viðurkenningu og vinsældir langt út fyrir heimahring sinn og var t.d. fengin til að leika bæði á þúsund ára byggðarafmæli fslendingaá Þingvelli 1974, og þegar hringvegurinn var opnaður viö nýja Skeiðarárbrú, svo að eitthvað sé nefnt. Þetta mikilvæga hljómlistarstarf Björns Guðjónssonar fá Kópavogs- búar seint þakkað svo sem vert er. Og þótt hann hafi á seinni áruni átt við nokkra vanheilsu að búa, sem cngan veginn er auðveld hljómsveit- arstjóra, hefur hann aldrei látið deigan síga, aldrei kvcinkað sér eða hvikað í starfi. Ég hef oft dáðst að þeirri þrekraun hans. Á þessum afmælisdegi Björns hljóta Kópavogsbúar að hugsa til hans með þakklæti fyrir hið mikil- væga menningarstarf, sem hann hef- ur unniö þeini og börnum þeirra, og vona að hans njóti enn lengi í því. Hér skal ekki rakin ævisaga Björns Guðjónssonar að öðru lcyti. Hann hefur margt annað unnið til þarfa í lífi og starfi, cn erindi þessara orða cins Kópavogsbúa er aðeins að þakka honum góðar stundir á liðnum árurn og árna honum heilla á sex- tugsafmælinu. Ég vona að við njótum hans og síungrar sveitar hans sem lengst. Andrés Kristjánsson. Suðurland FUF í Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna i Árnessýslu áformar að halda félags- málanámskeið í lok mars og í apríl. Um er að ræða byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattirtil að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. SUF í Viðey Miðstjómarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn laugardaginn 18. mars í Viðeyjarstofu. Dagskrá og sérmál fundarins auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.