Tíminn - 07.03.1989, Page 8

Tíminn - 07.03.1989, Page 8
8 Tíminn Þriðjudagur 7. mars 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Svar frá Genf Nýlega hefur borist álitsgerð frá stjórn Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar í Genf í tilefni af „kæru“ Alþýðusambands íslands til hennar vegna ákvæða bráðabirgðalaga 20. maí 1988 um takmörkun samn- ingsréttar á vinnumarkaði. Svar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er í sam- ræmi við tilefnið og efnislegar ástæður þessa máls. Meginskoðun stofnunarinnar er sú, að bráðabirgða- lögin feli það ekki í sér að brotið hafi verið gegn hagsmunum launþega. Hins vegar hefur stofnunin uppi almennar hugleiðingar um, hversu óæskilegt sé að ríkisstjórnir þurfi að grípa til aðgerða af þessu tagi. í þeim hugleiðingum er þess getið, að íslensk stjórnvöld hafi oft áður haft afskipti af launasamning- um með lögum, en þar er forðast að kveða sterkt að orði í fordæmingarskyni. Nú er engin ástæða til fyrir stuðningsmenn bráða- birgðalaganna að hælast um út af þessari niðurstöðu málsins, sem augljóslega er ríkisvaldinu í vil. Eins og þetta mál lá fyrir að formi og efni gat það naumast farið á annan veg. í þessu máttu menn vita úrslitin fyrir fram. Alþjóðavinnumálastofnunin gegnir að vísu miklu hlutverki sem umræðuvettvangur um réttindamál launamanna og frumkvöðull að alþjóðasamþykktum uni grundvallarhagsmuni launafólks. Ekkert vafamál er það, að Alþjóðavinnumálastofnunin vill að hlítt sé þeirri meginreglu að samningar um kaup og kjör séu frjálsir milli launþega og atvinnurekenda. Hins vegar er það fráleitt að gera Alþjóðavinnumálastofn- unina að úrskurðaraðilja um pólitísk deilumál í einstökum ríkjum og löndum. Þessi „kæra“ ASÍ var tilefnislítil eins og svar stofnunarinnar ber með sér. Með bráðabirgðalögunum var alls ekki brotið jafn hastarlega gegn hagsmunum launþega sem ASÍ vildi vera láta. Síst af öllu var gengið gegn hagsmunum láglaunafólks og lífeyrisþega, eða annarra sem við lakari kjör búa. Hin „kærðu“ ákvæði í bráðabirgðalögunum frá 20. maí 1988 áttu að tryggja það að kjarasamningar almennra launþega, sem þá höfðu verið gerðir, héldu gildi sínu. Hins vegar er það rétt að þessum ákvæðum var ætlað að koma í veg fyrir að hálauna- hóparnir, sem áttu eftir að semja, gætu sprengt upp launastigana. Með ákvæðum bráðabirgðalaganna var leitast við að vernda þau kjör, sem láglaunafólkið hafði áunnið sér með samningum fyrr á árinu. Tilgangur bráðabirgðalaganna var auk þess sá að bæta rekstrarafkomu útflutningsgreina og tryggja hag launafólksins með því að koma í veg fyrir stöðvun atvinnulífsins og það atvinnuleysi sem slíku fylgir. Þegar bráðabirgðalögin voru skoðuð í heild, varð augljóst að þeim var síst af öllu ætlað að skerða heildarhagsmuni verkafólks í landinu eða þeirra sem eiga afkomu sína undir útflutningsgreinunum. Alþýðusambandi íslands skal út af fyrir sig ekki láð það að mótmæla ákvæðum laganna við ríkis- stjórnina. En „kæran“ til Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar var pólitískt frumhlaup. Svarið frá Genf gat aðeins orðið á einn veg. ... ......... Foreldraábyrgð Garri fór svolítift aft hugsa inálin þi'gar hann las Tímann sinn á laugardaginn. I»ar var á baksíftu frétt um nýtt námsefni í kynfræftslu fyrir grunnskóla, sem meiningin ku vera aft fara að tilraunakenna á næstunni. Þaft er nýjung að því er varðar þetta efni aft ætlunin virftist vera aö taka foreldrana þar í skóla líka og fá þá til aft hjálpa börnum sínum vift heimanámið með skipu- legum hætti. Nú er vitaskuld ekkert nema gott og hlessað um þaft aft segja aft nýtt kennsluefni sc tekift í notkun í grunnskólum, hvort heldur er i kynfræftslu efta öftrum greinuni. Og vissulega er þaft liður í þroska sérhvers unglings aft læra um þaft livernig mannkynift fjölgar sér og hvcrju sá hinn sami þarf aft búa sig tindir að inæta þegar aft því kemur að hann fer sjálfur aft eignast börn og ala þau upp. Slíkt er nú cinu sinni ckki annaft en liftur í heil- brigftum þroskaferli sem allir ein- staklingar, af báöum kynjum, þurfa aft ganga í gegnuni. Stofnanauppeldi En spurningin, sem vaknar vift frétt á borð vift þessa, er hins vegar sú hvort vift séum farin að ganga of langt í því aft krcfjast þess af skólunum aft þeir yfirtaki gjörvallt uppeldishlutverkift af foreldruin harnanna. Nú eru þaft bæfti gömul og ný sannindi að meft því einu samun að eignast barn taka foreldr- ar þess á sig áhyrgftinu á því aft koma því til manns eins og þeim er frekast mögulegt. Vissulega hefur þjóftfélagift ver- ift aft hrcytast hér hjá okkur, og cnginn neitar því aft mæftur eru nú í stórauknuin mæli farnar að leita út á vinnumarkaðinn, í staft þess að vera hcima og gæta bús og barna líkt og í ganila daga. En spurningin er hins vcgar aftur sú hvort þetta sé í raun og veru fariö aft leifta okkur út í þá stöftu að ætlunin sé núna aft fara aft færa uppeldi íslenskra harna alfarið inn á stofn- anir. Það er aft segja inn í skólana. Með öftrum orftum aft foreldrar eigi nú að hætta aft ula börn sín sjálfir upp í guftsótta og góftum siðum, eins og þaft hét hér áður og fyrr. og skólarnir eigi að taka við þessu öllu. í ellefu hundruð ár hafa íslensk börn ncfnilega lært þaft af návistum við búfé og samtöluin vift forcldra sína eða annaft eldra fólk hvernig börnin verfta til. Og sama máii hefur gegnt um þaft hvernig þau þurfa að bregðast við þeím líkam- legu breytingum sem unglingar ganga í gcgnum samfara kynþrosk- anum. Þar liefur ekki þurft neinar stofnanir til. Ekki hafa farift af þvi sérstakar sögur að þetta hafi valdift beint tiltakanleguin vandamálum til þessa. Stofnanagljái Þvert á móti liafa strákar og stelpur í aldanna rás hlaupið hér sanian á cðlilegum aldri, og haldift svo áfram, gift sig og éignast heim- ili og börn. Þetta hefur gengift nokkuð greiftlega fyrir sig, án þess aft mcnn haii fundift þar fyrir sérstakri vöntun á því að yfir kynlífsmálin væri hrugftift ein- hverjum stofnanagljáa. Aftur á móti hcfur verift litift þannig á skóla aö þcir væru stofnanir til þcss aft gera fólk fyrir þaft fyrsta læst og skrifandi, og hæta síftan vift þckk- ingu nemenda, allt eftir þörfuni hvers og eins, og miðaft við þaft hlutverk sem hann ætlafti sér í lífinu. Þess vegna er Garri nú eiginlega á því að skólamenn ættu aft fara dálítift varlega í aft bregfta stofn- anagljáa yfir þetta sem heitir víst á kennaraskólaíslensku foreldra- myndandi atferli. Þaö má ekki gleymast aft með því aft cignast börn taka foreldrar þeirra á sig ábyrgftina á því aft koma þcim tií þroska. Og illa væri komift fyrir okkur hér í landi frosts og fanna ef heimilin hættu aft verfta annaft en sameiginlegir svefnstaðir nokkurra einstaklinga, en börnin þyrftu að sækja sér fræðslu um alla skapaða hluti inn í stofnanir, kannski kaldar og fráhrindandi. Kennarar verfta þannig aft gæta sín á því að fara ekki stofnanalegu offari í vinnu sinni. Aft því er aft gá aft til allrar hamingju eru íslenskir foreldrar upp til hópa hift gagn- vandaftasta fólk og reynir eftir bestu getu aft ula börn sín vcl upp eftir gamla laginu. Þaft er þess vegna töluvcrt álitamál hvort skól- ar eigi svona almennt aft fara aft ganga of langt í því aft taka aft sér uppcldishlutverk foreldranna og hcimilanna. Hlutverk skólunna á að vera aft kenna börnunum nauðsynlcga undirstöftu í lestri, skrift og reikn- ingi, og bæta svo við í öftrum greinum cftir þörfum. En skólar eiga ekki að ganga út frá því sem gcfnu aft foreldrar séu upp til hópa vandræðafólk og ófærir um að annast sjálft hcimilisuppeldift. Þá eru skólamenn komnir út á hálan ís og spurning hvort þaft sé þetta sem við hin viljum borga fyrir með sköttunum okkar. Garri. VÍTTOG BREITT LIKNANDIHENDUR Fyrir nokkrum áratugum var ungur verksmiðjueigandi skorinn upp við botnlangabólgu vestur á ísafirði, sem seinna varð frægur staður vegna tíðra botnlanga- skurða, samkvæmt athugasemd frá landlækni. Botnlangaskurðurinn á verksmiðjueigandanum hlaut eng- ar athugasemdir. Hins vegar minn- ist verksmiðjueigandinn þess nú, eftir að hafa legið öðru sinni skamma stund á spítala, að eftir uppskurðinn vestra varð hann eðli- lega vitni að stofugangi á spítalan- um. A stofur gengu læknirinn sem skar hann upp og ein hjúkrunar- kona. Engu að síður greri maður- inn sára sinna og sté alheilbrigður af sjúkrabeði og hefur lifað alheil- brigður í áratugi þangað til fyrir skömmu að hann þurfti á sjúkra- hús. Seinni sjúkrahúslega hans varð einnig tíðindalaus. Hins vegar brá honum í brún við stofuganginn. Inn til hans og annarra sjúklinga á stofunni stormuðu sjö manns, með einn eða fleiri lækna í fararbroddi. Minntist þá maðurinn fyrri daga fyrir vestan, og fannst sem heil- brigðisþjónustan hefði heldur bet- ur færst í aukana. Eins og kunnugt er fer vænn hluti fjárlaga íslenska ríkisins til heilbrigðismála. Erfitt hefurreynst að ræða um lækkun á þeim kostn- aði sem heilbrigðismálum fylgir vegna þess að þá er hætta á því að almenningur áliti að slaka eigi á í. baráttu við sjúkdóma, eða þá að fara eigi að gefa dauðanum aukin tækifæri. Nú hefur verið boðaður 4% sparnaður á launalið rfkisspít- ala, og virðast viðbrögðin ætla að verða þau, að minnka legupláss á spítölum, væntanlega með það fyr- ir augum að iækna án linkindar þá sem plássið hafa. Spítalar eru reknir með miklum fundahöldum og fjölmennum stofugöngum, og kostar það auð- vitað sinn mannskap. Ekki er nokkur ástæða til þess að álíta að þessu fyrirkomulagi verði breytt þótt eitthvað fækki leguplássum. í . þeirri umræðu, sem spunnist hefur út af 4% samdrætti, hefur því verið haldið fram að ótrúlegur fjöldi sjúklinga bíði eftir að komast inn á bæklunardeild ríkisspítala. Það er auðvitað hryggilegt, að slíkir bið- listar skuli hafa myndast, en skyldu þeir hafa myndast allt í einu við tilkomu ákvæða um samdrátt? Varla er hægt að skilja umræðuna á annan veg en þann, að þá fyrst hafi keyrt um þverbak á bæklunar- deild.þegarsparaátti laun um4%. Ríkisstjórnir eru alltaf að boða aðhald og sparnað. En reynslan sýnir að aðhaldinu er drepið á dreif og sparnaðurinn kemur fram í stöðugum yfirspuna á öllum fjár- hagsáætlunum. Því má segja, að þyki mönnum nú, sem heilbrigðis- geirinn sé farinn að taka of mikið til sín af köku, sem skiptist að mestu miðað við fjárlög á milli fræðslukerfis, heilbrigðiskerfis og tryggingarmála, svo aðeins rúm tíu prósent eru eftir af fjárlögum til annarra viðfangsefna, þá sé því aðeins um að kcnna, að þensla í heilbrigðismálum hefur verið látin svo til afskiptalaus. Eigi hins vegar að spara eitthvað í launum, grípa raunverulegir stjórnendur eyðsl- unnar í þessu kerfi til þess ráðs að fækka leguplássum og tíunda bið- raðir við einstakar deildir. Leik- mönnum getur jafnvel komið til hugar, að verði sparnaðarkröfum haldið áfram, og þeim verði svarað með minnkandi leguplássum, verði ekki á neitt að horfa á ríkisspítöl- um nema lækna og hjúkrunarlið með óskert laun og fríðindi. Auðvitað er miður að þurfa að benda heilbrigðisliðinu á, að þegar talað er um 4% launasparnað, er ekki verið að tala um að henda út sjúklingum fyrir þessi 4%. Það er verið að segja að nú þurfi að skerða fríðindi og yfirvinnu, náms- ferðir, utanlandsferðir og dagpen- inga. En auðvitað dettur engum í hug sem á annað borð vinnur með líknandi höndum innan spítalanna, að verið sé að tala um þessa sjálfsögðu hluti. Það er verið að , fást við sjúklinga og þess vegna er kannski ekkert eðlilegra en fækka þeim og loka leguplássum. Fjölgun háskólamenntaðs fólks innan heilbrigðisstéttanna hefur verið mikil. Háskólamenntun á þessu sviði er af því góða. Háskól- inn heldur áfram að útskrifa fólk til heilsugæslu. Ekki hefur borið á atvinnuleysi hjá þessu velmennta fólki. hvorki hjá læknum eða hjúkrunarliði, enda ílendast lækn- ar í útlöndum ef ekki vill betra til. Til að svara upp á hið mikla framboð þarf sjúklinga. Þeir fást nógir. En hvernig hægt er að fækka dauðvona og farlama, svo talan verði í sæmræmi við sparnaðar- kröfur er hulin ráðgáta. IGÞ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.