Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 7. mars 1989 AÐ UTAN Besta lausnin að laun- þegum gef ist kostur á að gerast meðeigendur? borne kallar þessa þróun „smáraf- eindabyltingu í iðnaði". Hann spáir því að áhrifin af henni eigi eftir að jafnast á við fyrstu iðnbylt- inguna, geri e.t.v. hclming starfa óþörf - og gildir þá sama um verkafólk og skrifstofufólk - í iðn- væddum nútímaheimi. „Ef ekki verða gerðar viðeigandi ráðstafanir og áætlanir í tíma, gætum við verið að stefna í sálarangist og ringul- reið,“ segir hann. En ESOP-áætlunin um fjár- mögnun gerir þjóð okkar fært að fást við tæknilegar breytingar á rökréttan og sársaukalausan hátt - maður við mann, fyrirtæki við fyrirtæki, iðnaður við iðnað - þegar framlag á fjármunum kemur í stað vinnuframlags milli yfirmanna og „Af hverju vinnurðu ekki fyrir kaupi eins og allir aðrir?“ Á árinu 1967 gerðu fimm grímu- klæddir ræningjar heimsókn til William M. Du Pont og konu hans á Miami í Florida, en Du Pont ættin er ein sú auðugasta í Banda- ríkjunum. Peirógnuðu húsráðend- um með byssu og höfðu þannig upp úr krafsinu rússneskt myntsafn, metið á 1,5 milljón doll- ara. Einn ræningjanna staldraði við nógu lengi til að spyrja hr.Du Pont: „Af hverju vinnurðu ekki fyrir þér eins og venjulegt fólk?“ Pegar hr. Du Pont spurði hvað venjulegt fólk gerði svaraði byssu- maðurinn: „Pað vinnur fyrir kaupi eins og allir aðrir." Hr. Du Pont, sem er af sjöunda eða áttunda ættlið fjölskyldu sem Bandaríkjamenn kalla „capital workers“, þ.e. þeir láta fjármagnið vinna fyrir sér, hlýtur að hafa brosað að þessu barnalega áliti ræningjans. En enn þann dag í dag snýst efnahagsstefna bandarfsku þjóðarinnar um þá hugmynd að leysa megi tekjuöflun sérhverrar fullfrískrar manneskju með því að taka að sér Iaunað starf. Vinna við eigin höfuðstól, þ.e. eigið fyrir- tæki, er enn ekki viðurkennt sem eins lögmæt aðferð til að framfleyta sér og sínum. Peningamennirnir hafa lánstraust Peir sem afla fjár með eigin fé hafa lánstraust. Lánstraust gerir lántakanda fært að kaupa arðbærar eignir, s.s. fyrirtæki, og taka fé til endurgreiðslu lánsins af ágóða fyrirtækisins sem keypt var. Sagan sýnir að það eru auðmennirnir sem hafa einkaaðgang að lánsfé - og þeim ágóða sem því fylgir. Niður- staðan er sú að 5% bandartskra fjölskyldna eiga því sem næst öll þau hlunnindi sem gefa af sér arð og teljast ekki til íbúðarhúsnæðis. Þar af eru mestar eignirnar í hönd- um 2% fjölskyldnanna. Ef þjóðin á að halda sínu í samkeppni við aðrar þjóðir og halda uppi nægri atvinnu, þarfnast efnahagur þjóðarinnar geysimikils fjármagns til fjárfestinga. En nema því aðeins að breyting verði á efnahagsstefnunni og viðhorfinu til hennar verður hátæknivædd framtíðin ekki í eigu vinnandi fólks heldur þeirra sömu 5% fjöl- skyldna sem þegar eru eigendur fjármagnsins í lágtækni nútímans. Af hverju geta bandarískir launamenn ekki notað lán til að kaupa hvort heldur er nýjar eignir eða þær sem þegar eru fyrir hendi - sér í lagi eignir fyrirtækja sem eru í þann veginn að gera framleiðsl- una sjálfvirka og fækka þar með störfum? Bankamenn álíta höfuð- stólseign eiga að hafa orðið til við sparnað Ástæðan er sú að hagfræðingar og bankamenn ríghalda í þá skoð- un að höfuðstólseign verði að hafa orðið til við hetjulega frammistöðu við vanneyslu - sem þeir gefa nafnið „sparnaður". Þessir íhalds- sömu bankamenn segja að því aðeins að sparnaði fólks sé safnað í sameiginlegan sjóð geti lánar- drottnar tryggt sig gagnvart þeirri hættu að fyrirtæki sem hefur nýlega skipt um eigendur beri ekki nægan hagnað til að endurgreiða kostnað- inn við yfirtökuna. En hverjir eru þeir í Ameríku sem eiga skuldlaus- an sparnað í þeim mæli sem krafist er til að festa kaup á þessum fyrirtækjum? Þar er ekki öðrum til að dreifa en þeim sem hafa næga peninga fyrir - þ.e. þeim sem þegar eru auðugir. I hefðbundnum fjármálavið- skiptum er sparifé lagt fram sem nokkurs konar trygging fyrir góð- um rekstri. Ef ný verksmiðja aflar ekki nægra tekna til að greiða skuldir sínar t.d. geta lánardrottn- arnir lagt hald á sparnað fyrirtækis- ins sem veðskuld. En vörn gegn því að geta ekki staðið við skuldbindingarnar er í rauninni áhættustjórnunarvanda- mál sem ætti að falla undir við- skiptatryggingar en ekki sparnað. Þegar allt kemur til alls er sparnað- ur ekkert annað en ein tegund sjálftryggingaráætlunar, sem að okkar mati er úrelt. Það víkkar ekki hóp þeirra sem eiga peninga samfara því sem tæknilegar breyt- ingar umbreyta vinnutilhögun við iðnað frá gífurlegu vinnuframlagi til gífurlegs fjármagns. Það hefur einmitt þveröfug áhrif, það safnar eigum á færri hendur. Hlutabréfaeign starfsmanna ætlaö að veita frjálsari aðgang að lánum Áætlunin um hlutabréfaeign starfsmanna, sem þekkt er undir skammstöfuninni ESOP, var samin til að veita frjálslegri aðgang að peningalánum. Frá mannlegu sjón- armiði er það efnahagslegt tæki sem smám saman umbreytir launþegum í höfuðstólseigendur. Þetta gerist með því að veita starfs- mönnum aðgang að lánum sem fyrirtækið á kost á, og starfs- mennirnir nota síðan þessa lána- heimild til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Ágóði sjálfs fyrir- tækisins er notaður til að greiða fyrir hlutabréfin. Hagur fyrirtækis- ins af þessari áætlun - til viðbótar því að fá vinnukraft áhugasamra launþega/eigenda sem eru - er ódýr fjármögnun á eigin höfuð- stólsþörfum. En flestir hagfræðingar hafa ekki enn sem komið er áttað sig á þessum nýja efnahagslega raun- veruleika. Reyndar tala flestir hagfræðingar um laun af fjármagni sem „laun sem ekki hefur verið unnið fyrir". Þar með gefa þeir í skyn að aðeins sú vinna sem laun- þegi leggur af mörkum séu lögmæt vinnuafköst. Samkvæmt þessari skilgreiningu er sá sem hagnast á eigum sínum afæta á starfandi fólki. Þetta er vitaskuld hin opin- bera sósíaliska afstaða Marx. En eins undarlega og það kann að hljóma nýtur það líka stuðnings svo eindreginna kapitaliskra einka- fyrirtækja og Citibank, sem jafnvel studdist við þessa skoðun sem grunninn að auglýsingu. Launþegar og stéttarfélög þeirra hljóta að eiga erfitt með að skilja þetta, einkum og sér í lagi þegar þeir eru beðnir að aðstoða við að borga fyrir endurnýjun með því að láta sér lynda lækkun launa. Þessar launalækkanir verða reyndar oft til þess að gera utanaðkomandi aðil- um auðveldara að komast yfir fyrirtækið. Efnahagslíf okkar er nú á góðri leið inn í tímabil meiri tæknilegra breytinga en nokkru sinni áður. Undir slíkum leyninöfnum sem „tölvusamtengd framleiðsla" er verið að endurskipuleggja fram- leiðsluna í tengslum við tækni sem sérstaklega hefur verið hönnuð fyrir sjálfvirkar framleiðsluaðferð- ir. Tímabært nú að gera ráð- stafanir og áætlanir - ný iðnbylting í nánd Tölvufrumkvöðullinn Adam Os- undirmanna. Færslan frá því að vera launþegi til þess að vera hvort tveggja í senn launþegi og fjármagnseigandi er nauðsynleg þróun í átt til einka- eignar og frjálsmarkaðs hagfræði, en örlög hennar eru ófrávíkjanlega bundin tæknilegum framförum. Þetta leysir bæði vandamál ein- staklingsins við að afla sér góðs lífsviðurværis og vandamál efna- hagslífsins við að halda við fjölda- framleiðslu og kaupmætti. Sú var tíðin að flestum Banda- ríkjamönnum nægði það að geta treyst því að hafa starf til að afla tekna. Þetta lögmál gildir ennþá hvað marga varðar, a.m.k. þar til þeir komast á ellilífeyrisaldur eða er sagt upp þessum störfum. En til að njóta góðra lífskjara alla ævi verður fólk nú að bæta við starfs- launin sín með því að eignast höfuðstól. Það að koma þessari breytingu á, sem hefði átt að gerast fyrir löngu, er brýnasta verkefni stjórnvalda. Þeir ríku hafa aðgang að lánsfé ■ Þegar F. Scott Fitzgerald lét í Ijós það álit sitt að „þeir ríku eru öðru vísi en við hin“, hreytti Ernest Hemingway út úr sér, „Já, þeir hafa meiri peninga!" En þessi frægu orðaskipti skýra engan veginn þá djúpu gjá sem er milli hinna vellauðugu og jafnvel óvenju hæfileikaríkra miðstétt- armanna, sem ekki fengu aðgang að klúbbnum, Fitzgerald og Hem- ingway. Hefði sá síðarnefndi þekkt leyndardóm auðsins gæti hann hafa svarað: „Já, Scott, þeir hafa að- gang að lánsfé!" í Bandaríkjunum er nú uppi sú kenning að bæta megi hag launþega að mun með því að gefa þeim kost á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu sem þeir vinna við. Höfundur þeirrar tillögu, Louis O. Kelso stjórnarformaður Kelso & Company, hefur skrifað bók um efnið í samvinnu við Patriciu Hetter Kelso, varaforseta fyrirtækisins. Þau rita líka grein í The New York Times nýlega þar sem þau færa rök fyrir réttmæti tillögu sinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.