Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 7. mars 1989 Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Námskeið á næstunni 1. Byrjendanámskeið í kanínurækt 9. til 11. mars. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Búnaðarfélagi íslands. 2. Námskeið um verkun votheys í rúlluböggun 13. til 15. mars. Námskeiðið er ætlað bændum sem nýlega hafa tekið þessa heyverkunaraðferð upp eða hyggjast gera það á næstunni. Nám- skeiðið er skipulagt af Bútæknideild RALA og Bændaskólanum á Hvanneyri. 3. Námskeið í sauðfjárrækt 16. til 18. mars. Námskeiðið verður haldið í Skálholti og er skipulagt af Búnaðarsambandi Suðurlands, Bændaskólanum á Hvanneyri og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins mun veita þátt- takendum starfsþjálfunarstyrki vegna þátttöku í námskeiðunum. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Bændaskólans í síma 93-70000. Skólastjóri. Viðtalsfundur með skólastjórum, kennurum og foreldrum barna í Brautar-, Breiðholts-, Fella-, Hóla- brekku-, Selja- og Ölduselsskóla. Munið fund menntamálaráðherra Svavars Gestssonar og starfsfólks ráðuneytisins í Seljaskóla íþróttahús- inu þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30. Þar verður skýrt frá því helsta sem á döfinni er í uppeldis- og menntamálum. Hér er tækifæri til að koma hugmyndum sínum í þeim efnum á framfæri og bera fram fyrirspurnir. Skólamál eru mál allra. Menntamálaráðneytið. LEKUR ER HEDDID BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 Tilboð óskast Tilboð óskast í niðurrif og brottflutning á húsum, vélum og tækjum Stálumbúða hf. við Kleppsveg í Reykjavík. Einnig óskast tilboð í hráefna- og vörulager fyrirtækisins. Upplýsingar gefur Kristín Kristinsdóttir í síma 78851 á daginn milli kl. 14.00 og 16.00 og á kvöldin til 10. mars. Tilboðum þarf að skila fyrir 10. mars til Stálumbúða hf., pósthólf 1123, 121 Reykjavík. i Nýi leikskólinn á Hólmavík. Sleðafæri á lóðinni hefur verið með besta móti undanfarið. Hólmavík: Nýr leikskóli, en engin fóstra í vetrarbyrjun, nánar tiltekið mánudaginn 31. október, var nýr leikskóli Hólmvíkinga formlega tekinn í notkun. Skólinn hefur nú starfað í rúma 4 mánuði, en þrátt fyrir auglýsingar í blöðum hefur ekki enn tekist að ráða fóstru til starfa við skólann. Leikskólinn á Hólmavík er til húsa í nýbyggingu við Brunngötu, en áður hafði skólinn verið starf- ræktur við þröngan kost í einni af kennslustofum grunnskólans. Undirbúningur að byggingu nýja hússins hófst um 1980, en árið 1983 heimilaði menntamálaráðuneytið hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps að hefja framkvæmdir við bygging- una. Nýi leikskólinn er byggður eftir teikningum arkitektanna Guð- mundar Kr. Guðmundssonar og Ólafs Sigurðssonar, en Reynir Vil- hjálmsson teiknaði lóðina. Nær allir þættir byggingarinnar voru unnir af heimamönnum á Hólma- vík. Byggingarkostnaðurnemurnú um 8 milljónum króna, en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við húsið verði um 9 milljónir þegar lokið er endanlegum frágangi lóðar með tilheyrandi leiktækjum. Á nýja leikskólanum eru starf- ræktar 2 deildir, önnur fyrir hádegi og hin eftir hádegi. Báðar deildirn- ar eru fullskipaðar, en hvor þeirra rúmar 17 börn. Við flutninginn í nýja leikskóla- húsið hefur orðið bylting í dagvist- unarmálum á Hólmavík. Pað skyggir þó nokkuð á, að ekki hefur tekist að ráða fóstru til starfa við skólann. Vonir standa til að úr því rætist sem fyrst. Stefán Gíslason. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráöherra __ í Moskvu og Osló til aö ræöa: Efnahagsmál og afvopnun Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hóf í gær viðræður við forystumenn í fjármálaráðuneyti og efnahagsstofnun Sovétríkjanna um nýskipan í efnahagslífi Sovétríkj- anna. Fjármálaráðherra mun í þess- um viðræðum sérstaklega kynna scr möguleika á auknum útflutningi okkar til Sovétmanna. Viðræðurnar fara fram 6.-8. rnars í Moskvu. Að þessum viðræðum loknum mun Ólafur ásamt öðrum forystu- mönnum þingmannasamtakanna Parliamentarias Global Action ræða við varaforseta Sovétríkjanna og forystumenn í afvopnunarmálum um nýjar tillögur á sviði afvopnunar- ntála og baráttu gegn kjarnorkuvíg- væðingu. I þessum viðræðum verður einkum fjallað um nýtt alþjóðlegt öryggiskerfi, eflingu friðargæslu- hlutverks Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegan samning um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Ólafur Ragnar Grímsson verður á meðal ræðumanna á friðarráðstefnu sem haldin verður í Osló dagana 11.-12. rnars. Ráðstefnan ber heitið: Samciginlegt öryggi Norðurlanda - Ógnanir og nýjar leiðir og eru þátt- takendur forystumenn friðarhreyf- inga, fræðimenn og stjórnmálamenn frá Norðurlöndum, Bandaríkjunum og V-Þýskalandi. - ág Ólafur Ragnar Gríinsson hóf í gær viðræður við sovéska ráðamenn um nýskipan efnahagsmála, hann mun í framhaldi af því sitja friðarráðstefnu í Osló. SPRON: Afgreiðsla síðdegis lögð niður Síðdegisafgreiðsla Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á fimmtu- dögum. leggst niður frá og með sextánda mars næstkomandi. Fyrst um sinn verða þó engar breytingar á afgreiðslu síðdegis á föstudögum milli 16-18 í Breiðholts- útibúi sparisjóðsins. Afgreiðslan á fimmtudögum hefur verið lítið notuð og því reynst kostn- aðarsöm. Þeim viðskiptavinum sem ekki komast í sparisjóðinn á opnun- artíma er bent á þjónustu hraðbanka sem opnir eru allan sólarhringinn. jkb Rithöfundasambandió um opinbera embættismenn: Ekki hafnir yfir gagnrýni Tímanum hefur borist eftirfar- Stjórn Rithöfundasambandsins andi ályktun sem var samþykkt á stjórnarfundi Rithöfundasam- bands Islands 28. febr. sl. „Að tilhlutan séra Þóris Step- hensens staðarhaldara í Viðey hef- ur ríkissaksóknari nú höfðað mál á hendur Halli Magnússyni blaða- rnanni vegna greinarinnar „Spjöll unnin á kirkjugarðinum í Viðey“ sem birtist í Tímanum 11. júlí 1988. álítur að endurtekinn málarekstur af þessu tagi beri vott um mjög varhugaverða þróun í átt til rit- skoðunar. Opinberir embættis- menn eiga ekki að vera hafnir yfir gagnrýni og þeir, sem um störf þeirra fjalla í fjölmiðlum, verða að geta gert það án þess að eiga yfir höfði sér stefnur frá ríkissaksókn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.