Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 7. mars 1989 AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1989 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 17. mars 1989 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta bankans. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunariilutabréfa. 3. Tillaga um breytingu á samþykktum bankans vegna breytinga á skattlagningu veðdeilda 4. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. mars nk. Reikningar bankans fyrir árið 1988, ásamt tillögum þeim sem fýrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 9. mars nk. Reykjavík 15. febrúar 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. © FJORÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Viljum ráöa í eftirtaldar stööur sem fyrst: Meinatæknir á rannsóknadeild, fullt starf. Upp- lýsingar veitir yfirmeinatæknir. Læknaritari á lyflækningadeild, hálft starf. Upp- lýsingar veitir læknafulltrúi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra FSA fyrir 15. mars n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100 Sóknarfélagar Almennur félagsfundur verður haldinn í Sóknar- salnum, Skipholti 50 A, fimmtudaginn 9. mars n.k. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Lagabreytingar. 2. Væntanlegir samningar. 3. Önnur mál. Sýniö skírteini. Stjórnin. Til sölu er jöröin Gautavík, Beruneshreppi - Suður- Múlasýslu. Réttur áskilinn til aö taka hvaða tilboöi sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar í síma 97-88983, eftir kl. 20. Einn fundargesta kynnir sér upplýsingabanka Skjásýnar sem var formlega opnaður í gær. Tímamynd: Árni Bjarna Videotex uppiýsingabanki Skjásýnar hf. ÓKEYPIS ÁSKRIFT Videotex tölvubanki Skjásýnar hf. var formlega opnaður sl. föstudag og verður áskrift að honum ókeypis næstu tvo mánuðina. Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri opnaði hann á blaðamannafundi sem haldinn var til kynningar á þjónust- unni. Bankinn kemur til mcð að inni- halda ógrynni upplýsinga og mun geta nýst bæði fyrirtækjum og ein- staklingum. „Það verður til dæmis mikill munur fyrir mig að gcta setið heinra á kvöldin og dundað mér viö að panta upp úr fjölda vörulista, bæði erlendra og innlendra vonandi líka," sagði Birna Eyjólfsdóttir stjórnarformaður við þetta tækifæri. Birna talaði cinnig um þá miklu hagræðingu sem fylgir notkun Vi- deotex. Hún sagði að þó íslendingar væru heldur seinni til en aðrar þjóðir að færa sér þessa tækni í nyt, mætt- um við vel við una þar sem við tækjum strax upp þróaðasta kerfið sem er í notkun. Bjarni P. Magnússon fram- kvæmdastjóri Skjásýnar minntist á hversu víðtæk landkynning Video- tex gæti verið. Til dæmis hafa 200 ferðaskrifstofur erlendis fengið sam- skiptaforritið og ókcypis aðgang að ferðaupplýsingasíðum um ísland. Videotex byggir á samspili síma, tölvu og skjás. Fiutningskerfi gagn- anna er síminn og tölvan birtir upplýsingar sem óskað er eftir á skjánum. Hægt er að leita upplýs- inga á marga vegu. Notandinn gefur tölvunni númerið sitt og hún hringir fyrir hann í bankann. Fyrst kemur í ljós valmynd sem leiðir notandann þangað sem hann vill fara. Þá er náð í viðkomandi síðu með því að skrifa nafn viðkomandi stofnunar. Loks er síðunúmer valið og þannig náð í upplýsingarnar. Næstu tvo mánuð- ina verður áskrift að bankanum ókeypis en eftir það verður gjaldið níu hundruð krónur fyrir einstak- linga og 2700 krónur fyrir fyrirtæki. á mánuði. jkh Greinargerö starfshóps á vegum félagsmálaráðuneytisins: Rammalöggjöf um starfsmenntunina Starfshópur sem fjallað hefur um starfsmenntun í atvinnu- lífinu skilaði greinargerð sinni fyrir skemmstu. í henni er meðal annars lagt til að sett verði sérstök löggjöf um þessi mál og hvernig að þeim skuli staðið. Félagsmálaráðherra er sammála niðurstöðum starfshópsins sem telur að setja beri sérstaka rammalöggjöf um starfsmenntun í atvinnulífinu. Mörg störf taka hratt miklum breytingum eða úreldast. Hópurinn telur því starfsmcnntun eina megin- forsendu atvinnuöryggis, aukinnar framleiðslu og hagvaxtar í þjóðfélag- inu. Þrátt fyrir nokkuð mikið framboð á starfsmenntun vantar á hana allt heildarskipulag í landinu. Einnig bendir ýmislegt til þess að framboð starfsmenntunar sem ætlað er lang- skólagengnu fólki sé meira og fjöl- breyttara en það sem ætlað er þeim sem minni skólagöngu hafa. Ófag- lært verkafólk skipar engu að síður þann hóp sem stendur hvað höllust- um fæti í sanrkeppninni á vinnu- markaðinum. Kemur það til vegna sífellt strangari krafa um sérhæfingu starfsfólksins samfara aukinni tækni- væðingu. Störfum ófaglærðra fækkar ár frá ári og til að fyrirbyggja atvinnuleysi er stafsmenntun nauð- synleg. Bent cr á að menntun í heild sinni Irafi hingað til ekki tekið nægilega mikið mið af þörfum atvinnulífsins. Starfshópurinn leggur til að hlutverk ríkisvaldsins verði nreðal annars það að tengja menntun sem fram fer í atvinnulífinu menntakerfinu þannig að hún verði metin í frekara námi í skólunr landsins. I því sambandi skal bent á nýjar reglugerðir mennta- málaráðuneytisins þar sem kveðið er á um að þátttaka í atvinnulífinu eins og húsmóðurstarfið verði metið til eininga við fjölbrautaskóla. Einnig er ráðgert að ríkið greiði fyrir framboði nauðsynlegrar starfs- menntunar á vinnumarkaðinum. Að stuðlað verði að jöfnum rétti þegn- anna til starfsmenntunar óháð kyn- ferði, búsetu, menntunar eða fjárhags. Að ríkið hvetji til starfs- menntunar og standi fyrir henni þegar fámenni eða aðstöðuleysi hindri frumkvæði og framkvæmd annarra auk fleiri atriða. Stóraukið fjármagn hefur runnið til stafsmenntunar undanfarin ár. Aætlaður kostnaöur vegna hennar á árinu 1987 var um hálfur milljarður króna. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaðurinn muni aukast um 300 milljónir árlega allt fram til ársins 2010. Einhverjar tekjuöflunarleiðir verða óhjákvæmilega að koma til móts við þennan kostnað. í niður- stöðum starfshópsins er meðal ann- ars gert ráð fyrir stofnun starfs- menntunarsjóðs sem yrði að einum þriðja hluta kostaður af ríkisvaldinu. Að aðilar vinnumarkaðarins skatt- legðu sig til að standa undir kostnað- inum. Einnig að fyrirtækjum verði veittar ákveðnar skattaívilnanir vegna útgjalda við menntun starf- sfólks og fleira. Álitsgerð starfshópsins helur þeg- ar verið kynnt ríkisstjórninni. En hópurinn telur eðlilegt að félags- málaráðuneytið komi til með að hafa yfirumsjón með starfsmenntun í atvinnulífinu. jkb Dreifa kjúkl- ingaafurðun- umsjálfir Framleiðendur Kletta- og Sól- skinskjúklinga eru ekki aðilar að sameiginlegri dreifingarstöð senr verið er að setja á stofn fyrir kjúkl- ingaafurðir. Framleiðendur tiltekinna kjúkl- ingaafurða starfrækja einnig Hænsnasláturhúsið og kjötvinnslu við Árnes í Gnúpverjahreppi. Þeir standa sjálfir að markaðssetningu og dreifingu sinna afurða. Ástæðan er sú að með því móti telja þcir sig vera í sem bestu sambandi við neytand- ann og geti því betur fylgst með og uppfylit óskir hans. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.