Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. mars 1989 Tíminn 13 Indverski herinn í stórræðum á Sri Lanka: Gerir atlögu gegn skæruliðum Tamíla Skæruliðar Tamíla bíða átekta. Þeir höfðu hendur sínar að verja er iiulverskir hermenn réðust að þeim um helgina. Indverskar hersveitir gerðu atlögu að skæruliðum Tarníla á norðurhiuta Sri Lanka um helgina og felldu þeir um fimmtíu Tamíla í árásum á stöðvar þeirra. Átta indverskir her- menn féllu og þrettán særðust í Ulluaitivu héraði. Talsmaður indverska hersins neit- aði fréttum um að hundrað óbreyttir Tamílar hefðu verið drepnir og nokkur þorp þcirra eyðilögð í bar- dögunum, en sagði að bardagar stæðu enn yfir og aðgerðir gegn skæruliðum muni halda áfram. Herinn mun hafa eyðilagt þrennar herbúðir skæruliða á þessum slóðum. Um 45 þúsund indverskir her- menn hafa verið á norður og norð- austurhluta Sri Lanka frá því að Indverjar og Sri Lanka stjórn gerðu með sér samkomulag sem miðar að því að binda enda á baráttu Tamíla fyrir sjálfstæðu ríki á eyjunni. Sam- kvæmt samkomulaginu fá Tamílar allmikla sjálfstjórn, en það er ekki nóg í augum margra þeirra. Pá gerðist það urn helgina að fyrrum fjármálaráðherra Sri Lanka Dingiri Banda Wijetunga tók við embætti forsætisráðherra af Rana- singhe Premadasa sem nú er orðinn forseti landsins. Heimabrugg drepur 100 á Indlandi Alvarlegt lestarslys í London Fimrn létust og níutiu slösuðust í London á laugardaginn þegar hraðlest ók á fullri ferðaftan á aðra lest við Purley brautarstöðina í suðurhluta London. Ljóst er að lestarstjórinn virti að vettugi rautt Ijós nokkrum sekúndum áður cn lestirnar rákust saman. Ekki er þó Ijóst af hverju slysið varð, en ef allt hefði verið með felldu átti slysið ekki að geta orðið. -Lestarstjórinn hefurtjáð okkur að Ijósið við enda Purley brautar- stöðvarinnar hafi verið rautt þegar hann ók framhjá. Hann hefur ekki getað sagt okkur af hverju hann virti það að vettugi, sagði Gordon Pettitt forstjóri bresku járnbraut- anna á blaðamannafundi vegna þessa máls. Lestarstjórinn liggur nú á sjúkra- húsi með alvarlegt taugaáfall. Hraðlestin var á ieið til Viktoríu brautarstöðvarinnar þegar hún skall á hina lcstina sem var á lciö þvert yfir teinana. Scx vagnar fóru út af teinunum og inn í húsgarða. Ef ekki hefðu verið gömul og gróin tré til að stöðva vagnana hefðu þeir skollið á íbúðarhúsum og mann- tjón orðið mun meira. Björgunarmenn segja að járn- brautarlestin sé enn verr farin en lestirnar þrjár sem skullu saman við Clapham í desembermánuði, en þá létust þrjátíu ogfimm manns. Hins vegar voru farþegar nú mun færri svo manntjón varð minna. Eitrað heimabrugg varð rúmlega hundrað manns að bana í Vestur- Indlandi um helgina og hátt á þriðja hundrað manns lá mikið veikt vegna áfengisneyslunnar. Fólkiö hafði keypt bruggið á útimarkaði í Baroda í Gujurat héraði, en þar er sala áfengis með öllu bönnuð í anda Mahatma Gandhis, en hann er ein- mitt ættaður frá Gujurat. Fólk tók að streyma inn á sjúkra- húsið í Baroda til að fá bót meina sinna, en margir misstu sjón og þjást af mjög alvarlegum magakvillum. Er talið að sumir fái aldrei sjón að nýju. Þrír menn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa bruggað hinn eitraða mjöð. Dauðsföll vegna eitraðs heima- bruggs eru nokkuð algeng á Ind- landi, sérstaklega í þeim héruðum þar sem áfengi er bannað. Fórnar- lömbin eru yfirleitt fátækt fólk sem ekki hefur efni á því að kaupa gæða brennivín á svörtum markaði. Moskvubúar í kosningaham í Gorkígaröi: Úthrópa Ligachev en fagna Jeltsin Moskvubúar sem tóku þátt í minn- ingargöngu um fórnarlömb Stalíns vilja sparka íhaldsmanninum Jegor Ligachev fyrrum hugmyndafræðingi kommúnistaflokksins úr stjórnar- nefnd flokksins. Hins vegar vilja þeir veg Boris Jeltsin fyrrum leiðtoga kommúnistaflokksins í Moskvu sem mestan, en honum var vikið frá völdum fyrir rúmu ári vegna þess að hann þótti of frjálslyndur. Átti Lig- achev þar stóran hlut að máli. Minningarfundurinn var haldinn í Gorkígarði í Moskvu og tóku um tvö þúsund manns þátt í honum. Mannfjöldinn hrópaði slagorð gegn Ligachev sem hefur verið einn helst andstæðingur umbótastefnu Gorbat- sjovs í stjórnarnefndinni. Hins vegar fagnaði mannfjöldinn mjög þegar nafn Jeltsins var nefnt, en Jeltsin mun bjóða sig fram til þings. - Jeltsin er sonur fólksins! SkÖmm á Ligachev, hrópaði mannfjöldinn á fundinum. Þessi viðbrögð almennings benda til þess að dagar Ligachevs í pólitík verði brátt taldir þó hann hafi sýnt nokkurn styrk að undanförnu. Gor- batsjov hafði ekki styrk til að koma honum algerlega frá í fyrra þegar hann hreinsaði íhaldsmenn úr stjórnarnefnd kommúnistaflokks- ins. Þá náðu umbótatillögur Gorbat- sjovs í landbúnaðarmálum ekki í gegnum stjórnarnefndina í síðustu viku, aðallega vegna andstöðu Lig- achevs sem nú gegnir embætti land- búnaðarráðherra. Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir alþingism. alþingismaður varaþingmaður Árnesingar Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða á eftirtöldum stöðum: 1. Félagsheimili Boðans, Hveragerði, miðvikudaginn 8. mars kl. 20.30. 2. Þingborg, Hraungerðishreppi, fimmtudaginn 9. mars kl. 21.00. Vesturland - Formannafundur Fundur formanna framsóknarfélaganna á Vesturlandi verður haldinn i Hótel Borgarnesi laugardaginn 11. mars n.k. kl. 13.00. Gu&mundur Ragnheiður Sigur&ur Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir og Sigurður Geirdal koma á fundinn. Sjá nánar í fundarboði til félaganna. Kjördæmissambandið. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Fjölmiðlanámskeið SUF Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissambandanna hefst laugardaginn 11. mars kl. 10 í Nóatúni 21, Reykjavík. Framkvæmdastjórn SUF Notaðar búvélar til sölu: ZETOR 7045, 4x4 árgerö 1984. FAHR rúllubindivél 120x120 árgerð 1985. IMT 567 4x4 árgerö 1985. IMT 569 4x4 árgerö 1988. ZETOR 7045 4x4 m/tvívirkum ámoksturstækjum ár- gerö 1984. CLAAS rúllubindivél 90x120 árgerö 1988. ZETOR 7745 4x4 m/aflúrtaki og þrítengibeisli að framan árgerö 1988. MF 135 m/ámoksturstækjum árgerð 1982. CLAAS MARKANT 40 heybindivél árgerö 1983. NEW HOLLAND 945 heybindivél árgerö 1988. MF 128 heybindivél árgerð 1981. MF 240 dráttarvél árgerö 1982. STRAUTMAN 38 rúmm. fjölhnífavagn m/heymatara árgerö 1987. UNDERHAUG rúllupökkunarvél, ný. V Globusi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.