Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Þriðjudagur 7. mars 1989 Nokkrir af leikurununi í Draugaglettum eftir Iðunni Steinsdóttur. DRAUGAGLETTUR eftir Iðunni Steinsdóttur - á Flateyri 1 tilefni af 25 ára afmæli Leikfélags Flateyrar verður frumflutt nýtt íslenskt leikrit, Draugaglcttur eftir Iðunni Steins- dóttur, á morgun, miðvikudaginn 8, mars, í leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur. í sýningunni taka þátt 15-20 manns á öllum aldri. Þetta er ærslafullur gaman- leikur fyrir alla fjölskylduna. Fyrirhugað er að sýna leikritið á sem flestum stöðum á Vestfjörðum. GULA BÓKIN um allt land Gula bókin er nú gefin út í 105 þúsund eintökum. Dreifing stendur yfir um land allt. Þetta er í þriðja sinn sem bókin er gefin út, og henni er dreift á hvert heimili og fyrirtæki landsins. Gula bókin er í senn kortabók og fyrirtækja- og þjónustuskrá fyrir allt landið. Útgefandi Gulu bókarinnar er íslensk upplýsing hf. í tengslum við tölvubanka Gulu bókarinnar er rekin öflug símaþjón- usta sem nýtist jafnt neytendum sem fyrirtækjum. Símaþjónustan er í síma 624242. Kvenfélag Kópavogs á Víkingasýningu Kvenfélag Kópavogs efnir til hópferðar á Víkingasýninguna í Norræna húsinu laugardaginn 11. mars kl. 14:00, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 40388 og 41949. Aðalfundur Kven- félags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðal- fund sinn þriðjudaginn 7. mars kl 20:30 í Sjómannaskólanum. Venjuleg aðalfund- arstörf, en að þeim loknum verða bornar fram kaffiveitingar. Safnaðarfélag Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fé- lagsfund þriðjudaginn 7. mars í safnaðar- heimilinu kl. 20:30. Fundarefni: Spilað verður „Páska- eggjabingó" o.fl. Allir velkomnir. Nýr markaðsstjóri hjá Frjálsu framtaki hf. Frjálst framtak hf. hefur ráðið Harald Hjartarson í starf markaðsstjóra í fyrir- tækinu. Haraldur er41 ársað aldri. Hann stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík á árunum 1965-’69, var við ensku- og viðskiptanám í Richmond í Lundúnum 1981—’82 og stundaði nám við The Nor- wegian Institute of Marketing and Export á árinu 1986, auk þess sem hann hefur sótt námskeið m.a. hjá Scali Mc. Cabe Sloves Inc. í New York og Time-Life. Haraldur starfaði sem verslunarstjóri hjá Byggingavörudeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga á árunum 1976- 1980, var markaðsstjóri hjá Veleti hf. 1980-’85. framkv.stj. Máts 1986 og fram- kvæmdastjóri markaðssviðs hjá Kristni Guðnasyni hf. á árinu 1987. Haraldur Hjartarson er kvæntur Jenny Irene Sörheller og eiga þau tvö börn. Vatnslitamyndir í Safni Ásgríms Jónssonar í Safni Ásgríms Jónssonar hefur verið opnuð sýning á vatnslitamyndum Ás- gríms og stendur hún til 28. maí. Á sýningunni eru 27 myndir frá ýmsum skeiðum á hinum langa listferli Ásgríms. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá því í byrjun aldar. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardagaogsunnudagakl. 13:30- 16:00 í mars og apríl, en í maí al^la daga nema mánudaga. Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Opið hús verður á morgun, miðviku- daginn 8. mars, í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14:30. Sr. Miyako Þórðarson segir frá Japan. Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir bílfari láti vita í síma 10745 fyrir hádegi sama dag. Hár- og fótsnyrting er á þriðjudögum og föstudögum fyrir aldraða og öryrkja. Kvenfélag Kópavogs > á Víkingasýningu Kvenfélag Kópavogs efnir til hópferðar á Víkingasýninguna í Norræna húsinu laugardaginn 11. mars kl. 14:00, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 40388 og 41949. Listasafn Einars Jónssonar: Opnaðá ný Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11:00-17:00. Bændur á Suðurlandi Félag kúabænda á Suðurlandi boðar til fundar með landbúnaðarráðherra, Steingrími J. Sigfús- syni, í Félagsheimilinu Hvoli fimmtudaginn 9. mars kl. 21.00. Stjórnin. t Dótturdóttir mín Petra Júlíusdóttir Brekastíg 31, Vestmannaeyjum andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 4. mars. Fyrir hönd aðstandenda Björgvin Magnússon. t Maöurinn minn og faðir okkar Jónas Jósteinsson f.v. yfirkennari, Mávahlíð 8 lést laugardaginn 4. mars I Landspítalanum. Gréta Kristjánsdóttir Kristín Jónasdóttir Kári Jónasson t Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa Jóns H. Jónssonar Miðhúsum, Mýrasýslu fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 13.30. Pétur Jónsson Erna Pálsdóttir Helga Jónsdóttir Jón Guðnason Baldur Jonsson Árndís Kristinsdóttir Elísabet Jónsdóttir Leifur Jóhannesson Jón Atli Jónsson Steinunn Guðjónsdóttir Gylfi Jónsson Þórdís Arnfinnsdóttir Ásta Jónsdóttir Páll Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, fósturföður, tengdafööur, afa og langafa Kristjáns Karls Péturssonar frá Skammbeinsstöðum, Holtum Sólveig Eysteinsdóttir Auður Karisdóttir Sveinn Andrésson PéturViðarKarlsson Brynhildur Tómasdóttir Ottó Eyfjörð Ólason Fjóla Guðlaugsdóttir ElíasEybergÓlason Sigrún Pálsdóttir Karl Lúðvíksson Svala Jósepsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. ÚTVARP/SJÓNVARP e Rás I FM 92,4/93,5 Þriðjudagur 7. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Agnes M. Sigurðar- dóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Kóngsdóttirin fagra“ eftir Bjarna M. Jónsson Björg Árnadóttir les fimmta lestur. (Áður á dagskrá 1976). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 í pokahorninu Sigríður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 9.40 Landpósturinn - Frá Suðurnesjum Umsjón: Magnús Gíslason. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðar- dóttir. (Einnig útvarpað á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Samhjálp kvenna Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „í sálarháska“, ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar Þórbergur Þórð- arson skráði. Pétur Pétursson les sjötta lestur. 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Eftirlætislögin Umsjón: Svanhildur Jak- obsdóttir. Gestur þáttarins er Garðar Guð- mundsson. (Einnig útvarpað aðfaranótt sunnu- dags að loknum fréttum k1. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 ímynd Jesú i bókmenntum Annar þáttur: Gunnar Stefánsson fjallar um sænska rithöfund- inn Pár Lagerkvist og sögur hans, „Barrabas" og „Pílagríminn". Lesari ásamt Gunnari: Hjörtur Pálsson. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudags- kvöldi). 15.45 Þingfréttir 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Börn með leiklistaráhuga Bamaútvarpið heimsækir nokkra skóla þar sem verið er að kenna leiklist. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Richard Strauss og Saint-Saéns - Jessye Norman syngur nokkur lög eftir Richard Strauss. Gewandhaushljómsveitin í Leipzig leikur með; Kurt Masur stjórnar. - Sinfónía nr. 3, „Orgelsinfónían“ eftir Camille Saint-Saéns. Jean Guillou leikur á orgel með Sinfóníuhljómsveitinni í San Fransisco; Edo de Waart stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá - „Milli óhugnaðar og undurs“ Sigríður Albertsdóttir fjallar um óhugnað í skáldskap (Einnig útvarpað á föstudagsmorgun kl. 9.30). 20.00 Litli barnatíminn - „Kóngsdóttirin fagra“ eftir Bjarna M. Jónsson Björg Árnadóttir les fimmta lestur. (Áður á dagskrá 1976). (Endur- tekinn frá morgni). 20.15 Andleg tónlist eftir Igor Stravinsky - Introitus, sálmur í minningu skáldsins T. S. Eliot. Gregg Smith-sönghópurinn syngur með Colombia-kammersveitinni; höfundur stjómar. - Sálmasinfónían, „Babel" og „Abraham og Isak". Kór og hljómsveit útvarpsins í Stuttgart flytja. Einsöngvari; Dietrich Rscher-Diskau. Gary Bertini stjórnar. 21.00 Kveðja að norðan Úrval svæðisútvarpsins á Norðurlandi í liðinni viku. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Þröstur Emilsson. (Frá Akur- eyri) 21.30 Utvarpssagan: „Smalaskórnlr44 eftir Helga Hjörvar Baldvin Halldórsson les seinni hluta sögunnar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma Guðrún Ægisdóttir les 38. sálm. 22.30 Leikrit vikunnar: „Paría“ eftir August Stríndberg Þýðing og leikstjórn: Jón Viðar Jónsson. Leikendur: Sigurður Karlsson og Þor- steinn Gunnarsson. (Einnig útvarpað nk. fimm- tudag kl. 15.03). 23.15 Tónskáldatimí Guðmundur Emilsson kynnir íslenska tónlist, í þetta sinn verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðar- dóttir. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. é» FM 91,1 01.10 Vökulögin 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin 12.20 Hádegisfróttir 12.45 Umhverfis landið á áttatíu Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist og gefa gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkíkki og leikur ný og fín lög. - Útkíkkið upp úr kl. 14 og Auður Haralds talar frá Róm. - Hvað gera bændur nú? 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - Fréttanaflinn, Sigurður G. Tómasson með fjölmiðlarýni eftir kl. 17.00. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. - Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að loknum fréttum kl. 18.03. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins Við hljóðnemann: Vernharður Linnet. 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum ensku Ensku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Málaskólans Mímis. Sautjándi þáttur endurtekinn frá liðnu hausti. 22.07 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf- lingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála- útvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARP1Ð Þriðjudagur 7. mars 18.00 Veist þii hver hún Angela er? Annar þáttur. Angela er litil stúlka sem byr í Noregi, en foreldrar hennar fluttu þangaö frá Chile. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Halldór N. Lárusson. (Nordvision - Norska sjónvarpið). 18.20 Freddi og felagar. (Ferdi) Þýsk teiknimynd um maurinn Fredda og télaga hans. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.50 Táknmálsfréttir 19 00 Poppkorn - endursýndur þáttur trá 1. mars. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Smellir. Endursýndur þáttur frá 4. mars sl. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson. 20.50 Á þvi herrans ári. Atburðir ársins rifjaðir upp og skoöaðir í nýju Ijósi með aðstoð annála Sjónvarpsins. Umsjón Edda Andrésdóttir og Árni Gunnarsson. 21.50 Blóðbönd. (Blood Ties) Fyrsti þáttur. Saka- málamyndaflokkur frá 1986 i fjórum þáttum gerður í samvinnu Itala og Bandaríkjamanna. Leikstjóri Giacomo Battiato. Aðalhlutverk Brad Davis, Tony LoBianco og Vincent Spano. Ungur Bandaríkjamaður fær tilkynningu frá maliunni um að þeir hafi föður hans í haldi, og muni þeir Þyrma lífi hans ef ungi maðurinn kemur dómara * nokkrum á Sikiley fyrir kattarnef. Þýðandi Gunn- ar Þorsteinsson. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Ríki Khomeinis. (Inside the Ayatollah's Iran) Bresk (ræðslumynd um Iran, en um þessar mundir eru liðin tíu ár frá valdatöku Khomeini's. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. Þriðjudagur 7. mars 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt- ur sem hlotiö hefur verðskuldaða athygli gagn- rýnenda.________________________________________ 16.30 Orrustuflugmennirnir. Flying Tigers. Bak- sviðið er seinni heimsstyrjöldin. Ungir banda- rískir orrustuflugmenn herja í sífellu á japanska flugherinn yfir Burma. Aðalhlutverk: John Wa- yne, John Carroll, Anna Lee, Paul Kelly og Mae Clarke. Leikstjóri: David Miller. Framleiðandi: Edmund Grainger. Republik 1942. Þýðandi: Björgvin Þórisson. Sýningartími 100 mín. 18.15 Feldur. Foofur. Teiknimynd með íslensku tali. Þýðandi: Ástráöur Haraldsson. Leikraddir: Arnar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Saga Jónsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. 18.40 Ævintýramaður. Adventurer. Spennandi framhaldsmyndaflokkur í ævintýralegum stíl. Níundi þáttur. Aðalhlutverk:OliverTobias, Peter Hambleton og Paul Gittinis. Leikstjóri: Chris Bailey. Framleiðandi: John McRae. Thames Television. 19.1919.19. Heil klukkustund af fréttaflutningi ásamt fréttatengdu efni. 20.30 Leiðarinn. Umsjón: Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 20.50 íþróttir á þriðjudegi. íþróttaþáttur með blönduðu efni úr ýmsum áttum. Umsjón Heimir Karlsson. 21.50 Hunter. Vinsæll spennumyndaflokkur. Þýð- , andi: Ingunn Ingólfsdóttir. Lorimar. 22.35 Rumpole gamli. Rumpole of the Bailey. Breskur myndaflokkur i sex hlutum. 5. þáttur. Lögfræðingurinn Rumpole þykir fádæma góður verjandi. Aðalhlutverk: Leo McKern. Leikstjórn: Herbert Wise. Höfundur: John Mortimer. Fram- leiðandi: Irene Shubik. Þýðandi: Bjöm Baldurs- son. Thames Television. 23.25 Á hjara réttvísinnar. Warlock. Vandaður vestri sem fjallar um lögreglustjóra nokkum sem fenginn er til þess að halda uppi lögum og reglu í þorpinu Warlock og verja það ágangi útlaga. Aðalhlutverk: Henry Fonda, Richard Widmark, Anthony Ouinn og Dorothy Malone. Leikstjóri og framleiðandi: Edward Dmytryk. 20th Century Fox 1959. Þýðandi: örnólfur Árnason. Sýning- artími 120 mín. Lokasýning. 01.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.