Tíminn - 07.03.1989, Page 5

Tíminn - 07.03.1989, Page 5
Þriðjudagur 7. mars 1989 Tíminn 5 Enn bjargar Alþýðubankinn OLlS fyrir horn: Bankaábyrgð upp á 45 milljónir í gær veitti Alþýöubankinn OLÍS bankaábyrgð vegna gasolíufarms sem er á leiðinni til landsins frá Sovétríkjunum, að upphæð um 45 milljónir króna. Þessar upplýsingar fengust hjá Gunnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra OLÍS í gær. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Alþýðubankinn bjargar OLÍS fyrir horn, en fyrri ábyrgðin nam 22,5 milljónum króna. Ef Alþýðubankinn hefði ekki hlaupið undir bagga í gær hefði endanlega runnið út sá frestur sem OLIS hafði til að leggja fram ábyrgð- ir. Ef slíkt hefði gerst er viðbúið að Olíufélagið h.f. og Skeljungur h.f. hefðu tekið yfir hluta OIÍS sem var þriðjungur af farminum. Þá hefði OLIS væntanlega lent í erfiðleikum með að sjá viðskiptavinum sínum fyrir olíu og þá er viðbúið að fljót- lega hefði sigið á ógæfuhliðina hjá fyrirtækinu. Frekar ólíklegt þótti að Alþýðu- bankinn, sökum smæðar sinnar, myndi aftur vera reiðubúinn að opna ábyrgðir fyrir fyrirtækið, en þegar fyrri ábyrgðin var veitt fékkst ekki uppgefið hjá bankanum hvaða trygg- ingar OLÍS hafði lagt fram á móti. Einn viðmælenda Tímans sagðist álíta að þessi ákvörðun væri sjálfs- morð fyrir Alþýðubankann þar sem öll veð OLÍS ættu samkvæmt öllum reglum að vera bundin I Landsbank- anunt. Af þessu tilefni hafði Tíminn sam- band við Björn Björnsson banka- stjóra Alþýðubankans en hann vildi engu svara til um það hvaða trygg- ingar OLÍS gat sett fram. Björn var þá spurður að því hvort hugsanlegt væri að Alþýðubankinn væri á leið- inni að taka yfir rekstur fyrirtækis- ins. Þessu svaraði Björn: „Ég hef sjaldan heyrt annað eins rugl eins og þetta, við erunt í bankastarfsemi en ekki í olíuviðskiptum." - En er ekki undarlegt að lítiil banki eins og Alþýðubankinn sé tilbúinn að taka við hlutverki sem stærsti banki landsins hefur gefist upp á? „Það getur verið að það séu aðrar forsendur fyrir því hjá okkur en hjá Landsbankanum, það kann ég ekki að greina." Sverrir Hermannsson bankastjóri í Landsbankanum sagðist ekki vilja láta hafa neitt eftir sér í þessu máli enda hefði það ekki komið inn á borð til hans. Nýir hluthafar? Á undanförnum dögum hafa full- trúar Mobil átt viðræður við Óla Kr. ísleifsson um stöðu OLÍS með það í huga að gerast hluthafar í fyrirtæk- inu. HjáGunnari Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra OLÍS fengust þær upplýsingar í gær að fulltrúar Mobil væru nú farnir af landinu og hver niðurstaðan yrði væri óljóst. „Svona hlutir taka.tíma. Þetta mál verður væntanlega lagt fyrir framkvæmda- stjórn Mobil og hugsanlcga verður komin niðurstaða í þessu máli eftir u.þ.b. tíu daga,“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður að því hvort viðræður hefðu farið fram við fleiri aðila varðandi eignaraðild. „Við skulum segja að það sé bara rætt við einn í einu. Það er kannski of mikið að segja að fleiri hafi sýnt áhuga en þaðeru flciri ntöguleikaropnir." SSH Aftur bjargaði Alþýðubankinn OLIS fyrir horn. Tímamynd Fjctur. Janúar pestir Naflaskoöun á Búnaöarþingi 1989: Búnaðarþing nátttröll? Mikiil fjöldi Reykvíkinga og annarra íbúa umdæmisins, samt- als 1141 manns, náðu sér í kvef eða aðra veirusýkingu í janúar síðastliðinn. Aðrir 29 fengu hálsbólgu af völdum sýkla, 35 fengu lungna- bólgu og 97 influensu. Samkvæmt skýrslum níu lækna og Lækna- vaktarinnar sf. hrjáði iðrakvef93 og einn fékk matareitrun. Þrettán manns Iögðust í hlaupabólu og ellefu með einkirningasótt. Þrír urðu varir við maurakláða og aðrir þrír fengu rauða hunda. _______________________jkb Reglugerð um afurðastöðvar mótmælt: „Stjórnvöld, dirfist ekki“ Stjórn Félags matvörukaup- manna samþykkti á fundi sínum nýverið mótmæli vegna fyrirhug- aðrar reglugerðar um afurða- stöðvar fyrir kartöflur, nýtt græn- meti og sveppi. Einnig varar Félag kjötversl- ana landbúnaðarráðherra ein- dregið við að samþykkja drög að þessari reglugerð. Reglugerðardrögin eru unnin af nefnd sem skipuð var af fyrrver- andi landbúnaðarráðherra. En þar er gert ráð fyrir að ákveðnum aðilum verði veitt einkaleyfi á dreifingu á áðurgreindum vörum til kaupmanna. Félögin tvö telja þetta atriði vera stórt skref aftur á bak. Einnig að gæði vörunnar hljóti að koma til með að rýrna til muna og segir félag matvörukaup- manna að stjórnvöld skuli ekkii dirfast að bjóða neytendum upp á slíkt aftur. jkb Heitar umræður áttu sér stað á Búnaðarþingi í gær um tillögu sem fram kom um breytta skipan þingsins. Þingfulltrúa greinir á um hvort núverandi form þingsins sé úrelt orðið eða ekki. Gunnar Sæm- undsson V-Hún. líkti því við að menn rækju sig á vegg ef einhverju ætti að hreyfa innan félagskerfis landbúnaðarins. Annar þingfulltrúi Ágúst Gíslason segir að með óbreyttu kerfi verði Búnaðarþing nátttröll. Búnaðarfélagið og Stéttarsambandið Það sem hópur fulltrúa á Búnaðar- þingi óttast er m.a. það, að Stéttar- samband bænda gangi út fyrir verksvið sitt, vegna þrýstings frá ríkisvaldinu, þegar búvörusamning- urinn sem rennur út árið 1992 verður endurnýjaður. Fram hefur komið vilji stjórnvalda til að semja um öll mál landbúnaðarins í einum pakka. Ríkisvaldið vill semja um framlög vegna jarðræktarlaga og búfjárrækt- arlaga og jafnvel um fjármagn til leiðbeiningarþjónustu, um leið og samið er um framleiðslumagn. Ágúst Gíslason benti á í samtali við Tímann að Stéttarsamband bænda færi með samningamál fyrir hönd bænda og væri þetta fært í einn pakka semdi Búnaðarfélag íslands ekki lengur um sín málefni, heldur gerði Stéttarsambandið það í staðinn. Ágúst segir að félagskerfið verði að stokka upp og fá m.a. fulltrúa frá Stéttarsambandinu inn á Búnaðarþing. Það er hluti af þeirri umræðu að gera þurfi Búnaðarþing að þeirri samkomu er taki fyrir málefni bænda í heild og verði sú samkoma sem taki ákvarðanir í málefnum bænda. Fram kom á þinginu gagnrýni á þann samning sem gerður var við ríkið með setningu búvörulaganna. Ágúst Gíslason segir að öllu óbreyttu verði Búnaðarþing nátttröll. Hann vill að búgreinafé- lögin verði undirstaða búnaðarsam- bandanna. Gunnar Sæmundsson sagði afleið- ingu þeirra gjaldþrot fjölda fyrir- tækja sem tengdust bændum, af- urðastöðva og annarra. Gunnar sem sjálfur er Stéttarsambandsfulltrúi sagði að eðlilegt hefði verið að lögin hefðu verið borin undir Búnaðar- þing áður en þau voru samþykkt. Jón Hólm Stefánsson fulltrúi á Bún- aðarþingi segir að menn séu að uppgötva betur og betur að við setningu búvörulaganna virtist sem leiðbeiningarþjónustan hafi gleymst. Hann benti einnig á að margir væru þeirrar skoðunar að megin röksemd fyrir því að ríkið greiddi laun ráðunauta væri sú að þeir kynntu og ynnu eftir þeirri framleiðslustefnu sem ríkisvaldið markaði á hverjum tíma. Stéttar- samband bænda hefði farið að veru- legu leyti með framleiðslustjórnar- Gunnar Sæmundsson segir að eigi að hreyfa einhverju innan félags- kerfis landbúnaðarins sé það eins og að rekast á vegg. mál og margir teldu að með því væru þeir ekki eins vel í stakk búnir til að vinna að kjarabaráttu bænda. Með þessu hefði Stéttarsambandið fjar- lægst sinn upphaflega tilgang og væri komið allt of mikið inn í stjórnun landbúnaðarins. Jón sagðist ekki vilja segja að togstreita væri á milli Búnaðarfélags Islands og Stéttar- sambandsins, en uppi væri gagnrýni á þetta fyrirkomulag innan B.f. Breytist skipan fulltrúa? Ágúst Gíslason sem er loðdýra- bóndi segir að eðlilegt sé að bú- greinafélögin sem stofnuð hafa verið á undanförnum árum leysi hreppa- búnaðarfélögin af hólmi og verði undirstaða búnaðarsambandanna. Um þetta eru þingfulltrúar ekki sammála, en heyrst hafa þær raddir Jón Hólm Stefánsson segir að margir telji að Stéttarsambandið hafi fjar- lægst sinn upprunalega tilgang og sé komið í of miklum mæli inn í stjórn landbúnaðarins. að ef búgreinafélögin fái ekki aukin völd innan búnaðarsambandanna muni þau mynda sérsambönd. Þetta er eitt þeirra mála sem taka verður afstöðu til nú, segja þeir sem eru meðlimir í búgreinafélögunum, á næsta þingi verði það um seinan. Þeirri spurningu var varpað fram við umræður á þinginu í gær, hve margir fulltrúar þar væru í raun verðugir umbjóðendur búnaðarsam- bandanna heima í héraði. Jón Hólm Stefánsson sem var formaður nefnd- ar sem skipuð var af landbúnaðar- ráðherra í nóvember 1987 og fund- aði m.a. með stjórnum búnaðarsam- bandanna hringinn í kringum landið sagðist geta staðfest það að því miður væri það nokkuð víða sem stjórnir búnaðarsambandanna hefðu lítil tengsl við fulltrúa á Búnaðar- þingi. - ág

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.