Tíminn - 07.03.1989, Síða 20

Tíminn - 07.03.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISsÍ(IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 VERflBREHWISSKIPn SAMVINNU8ANKANS SUÐURLANÐSBRAUT 18, SlMI: 688568 „LfFSBJÖRG í NORDURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró—1990 Gegn náttúruvernd á villigötum ^O.B.LAS^^ ÞRÚSTIIR 685060 VANIR MENN Viðamikil leit var gerð að fjórum mönnum á vélsleðum er lagt höfðu upp frá Laugarvatni um klukkan 16 á sunnudag: Heilir á húfi og vel á sig komnir Koinnir til byggða heilir á húfi. Hlynur Guðmundsson (t.h.) og Ingvar Ólafsson (t.V.). Tímainynd: Árni Bjarna Hlynur Guðmundsson (t.v.) reynir á átta sig á hvaða leið þeir fjórmenningar fóru. Honum til aðstoðar er hjálparsveitarmaður frá Laugarvatni. ■i"1 .......«. ii— ; ■ Hjálparsveitarmenn ræða málin við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum, á meðan leit var í fullum gangi. Timamynd: Árni Bjarna ■■■ —- ■ ——i Mennirnir fjórir sem leitað var að frá því í fyrrakvöld komu í leitirnar á þriðja tímanum síðdegis í gær. Tveir mannanna komu niður að Geysi í Haukadal kl. 14.30 og voru þeir vel á sig komnir. Félagar þeirra héldu þá enn kyrru fyrir í línuhúsi sem RARIK á upp við Þórólfsfell, sem er skammt norðan við Hlöðufell. Tveir snjóbílar og vélsleðar voru sendir til að ná í þá. Vélsleða- mennirnir komu fyrr á staðinn og þar sem mennirnir voru mjög vel á sig komnir, var ákveðið að snúa snjóbílunum við og llytja þá mcð vélsleðunum til byggða. Fjór- menningarnir heita: Jón Arnar Magnússon Hamratungu Gnúp- verjahreppi, Hlynur Guðmunds- son, Valdimar Árnason og Ingvar Ólafsson frá Selfossi. Ljóst er að mennirnir villtust gífurlega af leið, að sögn Gunnars Einarssonar í leitarstjórn, því um hálf sjö í fyrrakvöld sást til mann- anna við Gjábakka og voru þeir þá að leggja á Lyngdalsheiðina. Þcir hafa síðan villst stuttu síðar, enda versnaði veðrið skyndilcga, og lík- lega farið upp mcð Kálfstindum og upp að Hlöðufelli. Mennirnir fjórir, leigðu sér vél- sleða á Laugarvatni og fóru þaðan um kl. 16.00 í fyrradag. Förinni var heitið að Þingvöllum, en ætlunin var að skila vélsleðunum aftur kl. 19.00 á Laugarvatni. Þegar þeir skila sér ekki á tilsettum tíma er farið að grennslast fyrir um þá. Hópur manna frá björgunarsveit- um á Laugarvatni og nágrenni fóru til Icitar um tíuleytið í fyrrakvöld, en hættu leit um klukkan þrjú um nóttina. Slæmt veður var þá á leitarsvæðinu, og lélegt skyggni. Einn sleðanna fannst nálægt þjón- ustumiðstöðinni á Þingvöllum í fyrrinótt, en hann hafði bilað. í gærmorgun hófst leit að nýju urn sexleytið og tóku í fyrstu um 30 manns á jafn mörgum vélsleðum þátt í hcnni, frá öllum björgunar- sveitum í Árnessýslu eða níu að tölu. Skömmu fyrir hádegi í gær fengu leitarmenn upplýsingar þess efnis að sést hefði til mannanna um hálfsjöleytið í fyrrakvöld við Gjá- bakka og voru þeir þá á austurleið. Lögð var áhersla á leit á Lyngdals- lieiði, í Gjábakkahrauni og inn með Kálfstindum, en hugsanlegt var talið að mennirnir leituöu skjóls í gangnamannakofum á því svæði. Framan af degi var veður á leitarsvæðinu slæmt og sóttist leit hægt. Fyrirhugað var að þyrla Landhelgisgæslunnar færi til leitar strax í birtingu, en vegna ísingar og slæms skyggnis varð ekki af því. Það var síðan um 13.50 að þyrlan komst á loft og var flogið til Þingvalla að leitarstjórnstöð. Skömrnu eftir að þyrlan kom til Þingvalla komu tveir félaganna fram og var þá ákveðið að snúa þyrlunni til baka, en vegna lélegs skyggnis dróst nokkuð að þyrlan kæmist á loft. Björgunarsveitir úr Reykjavík komu á leitarsvæðið upp úr hádegi, en skömrnu síðar kom tilkynning um að mennirnir væru komnir í leitirnar og hættu þær þá leit og héldu til Reykjavíkur á ný. Eins og áður sagði var það á þriðja tímanum í gær að tveir mannanna skiluðu sér til byggða við Geysi í Haukadal, en tveir snjóbílar ásamt nokkrum vélsleð- um fóru til að ná í félaga þeirra í línuhús RARIK uppundir Þórólfs- felli og voru björgunarsveitarmenn á vélsleðum komnir í línuhúsið skömmu fyrir fjögur. Þar sem mennirnir tveir voru mjög vel á sig komnir var ákveðið að snúa snjó- bílunum við og flytja mennina til Laugarvatns á vélsleðum og var komið mcð þá þangað á áttunda tímanum í gærkvöldi. -ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.