Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. mars 1989 Tíminn 9 lllllllllllllllllll VETTVANGUR IIHIII l| lllllllll lllllllllll illl Þórarinn Þórarinsson: Verður 1992 merkilegt ártal í sögu Evrópu ? Jacques Delors Maður opnar nú tæpast íslenskt dagblað að ekki sé þar minnst á Evrópubandalagið og ártalið 1992. Af þessu mætti vel ætla, að aðildar- ríki Efnahagsbandalagsins næðu til allrar veraldarinnar og árið 1992 yrði ár örlaganna í sögu alls heims- ins. Allt þetta tal um 1992 mun bundið þeirri skoðun eða ímyndun að á árinu 1992 verði stigið loka- skref þess starfs að gera hin tólf aðildarríki bandalagsins að einu ríki og lengur muni íslendingar ekki geta dregið að taka afstöðu til þess, hvort þeir eigi að innlimast í þetta nýja ríki. Ef litið er á þetta mál af meiri yfirsýn, mun vafalaust flestum eða a.m.k. mörgum verða Ijóst, að það muni taka lengri tíma en 2-3 ár að sameina tólf aðildarríki Efnahags- bandalags Evrópu í eitt ríki og þó ekki síður ef hin svonefndu Efta- ríki, sex talsins, eiga að bætast í hópinn og alls verði því 18 ríki innlimuð í þetta fyrirhugaða ríki. Ljóst er, að áður en af slíkum samruna verður, þarf að leysa mörg ágreiningsefni og þeir, sem eitthvað þekkja til sögu Efnahags- bandalagsins vita að þau eru mörg og fer ekki fækkandi. Það þarf ekki annað en að líta á sjálft skipulag Efnahagsbandalags- ins til að gera sér ljóst, að samein- ing þessara ríkja í eitt getur tekið langan tíma, ef hún þá nokkurn tíma tekst. Skipulag Efnahagsbandalagsins greinist í margar stofnanirogskulu þær helstu nefndar. Fyrst er að nefna þing bandalags- ins, sem kosið er í kosningum, sem fara fram samtímis í aðildarríkjun- um og gildir kosningin til fimm ára. Þingið er ekki löggjafarþing, held- ur er aðeins ráðgefandi, en áhrif þess virðast fara vaxandi, þar sem það er eina stofnun bandaiagsins er sækir umboð sitt beint til kjós- enda. Sú stofnun bandalagsins, sem fer með löggjafarvaldið er ráð- herranefndin eða ráðhcrraráðið. Það er skipað fagráðherrum frá aðildarríkjunum þannig að land- búnaðarráðherrar mæta, þegar rætt er unt landbúnaðarmál, dóm?- málaráðherrar þegar rætt er um dómsmál o.s.frv. Valdamesta stofnun Efnahags- bandalagsins er vafalítið fram- kvæmdanefndin eða framkvæmda- stjórnin, sem að ýmsu leyti minnir á ríkisstjórn. Hún sér um fram- kvæmd þeirra laga og reglugerða, sem ráðherraráðið hefur samþykkt. Framkvæmdastjórnin undirbýr frumvörp og reglugerðir og leggur þau fyrir ráðherraráðið. Segja má, að þannig annist fram- kvæmdastjórn stefnumótun banda- lagsins. Ríkisstjórnir þátttökuríkj- anna tilnefna fulltrúana, sem skipa stjórnina, minni ríkin aðeins einn fulltrúa, en þau stærri tvo. Ríkis- stjórnirnar koma sér saman uni. hver skuli vera forseti stjórnarinn- ar eða eins konar forsætisráðherra. Kjörtímabil fulltrúanna er tvö ár í senn og gildir það sama um kjör- tímabil forseta ráðsins. Þeir, sem valdir eru í stjórnina verða að líta á sig sem starfsmcnn bandalagsins, en ekki ríkisstjórnar sinnar. Við hlið framkvæmdastjórnar starfar ncfnd fastafulltrúa banda- iagsríkjanna hjá Efnahagsbanda- laginu. Hún annast jafnhliða frant- kvæmdanefndinni undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða, scm ráðherraráðið fær endanlega til meðferðar og lokaafgreiðslu. Til- gangur þessarar nefndar er að gæta hagsmuna þátttökuríkjanna og að bandalagið gangi ekki gegn sér- hagsmunum þeirra. Hætt er því við, að til árekstra gcti komið milli framkvæmdastjórnarinnar og nefndar fastafulltrúanna, þótt enn hafi þetta ekki komið að sök. Utan og ofan við bandalagið er svo áhrifamesta stofnunin, leið- togaráðið svonefnda. Æðstu rnenn aðildarríkjanna hittast þrisvar sinnum á ári og þar eru stærstu málin ráðin til lykta, ef það þá tckst, en oft hefur það mistekist. Einstök þátttökuríki geta þannig ráðið miklu unt framvinduna bæði í nefnd fastafulltrúanna, ráðherra- ráðinu og loks á leiðtogafundum. Samt virðist þess gæta að áhrif framkvæmdastjórnarinnar fari vaxandi, einkum þó ef formaður þess eða forseti beitir sér. Því embætti hefur gegnt undanfarið stjórnmálamaður úr l'lokki franskra sósíalista, Jacques Delors. Hann virðist stefna að því að sameina aðildarríki Efnahags- bandalagsins og Eftaríkin í eitt ríki, sem gæti orðið eitt af risaveld- um veraldar. Delors gerir sér Ijóst, að þetta er ekki auðvelt verk og tími hans skammur, en núverandi kjörtíma- bili hans lýkur í árslok 1990. Hann leggur áherslu á samruna Efna- hagsbandalagsins og Efta, en veit að það getur ekki gerst á þessu ári. Hann hefur því varpað fram óljósri hugmynd um nýja stofnun, sem vinnur að samstarfi og samruna Efnahagsbandalagsins og Efta. En Delors er ekki einn með hugmynd um stórt Evrópubanda- lag eða Evrópuríki. Gorbatsjov Sovétleiðtogi ræðir stöðugt meira unt hugmyndina um Evrópu frá Atlantshafi til Úralfjalla, sem verði sameiginlcgt heimili þjóðanna þar. Þótt undarlegt kunni að virðast. líst Þjóðverjum ekki illa á þá hugmynd, því að hún gæti samein- að þýsku ríkin oggert Þjóðverja að voldugustu þjóð Evrópu. Hugntyndir Delors og Gorbat- sjovs geta því átt cftir að mæta mótspyrnu og hafna í málþófi og skriffinnsku eins og margar fyrri tillögur um sameiningu Evrópu. Efnahagsbandalagið cr orðið mikið bákn. Fastir embættismenn þess skipta orðið fleiri þúsundum. Undir framkvæmdastjórnina heyra margar ncfndir sem eru tengdar ákveðnum málaflokkum og hafa allar marga starfsmenn. Þar hafa fastafulltrúar þátttökuríkjanna, sem eru eins konar sendiherrar þeirra, marga ráöunauta sér við hliö. Sagt er að milli þeirra og embættismanna Efnahagsbanda- lagsins sé oft mikill ágreiningur. Hinir síðarnefndu vilja hraða stofnun liins nýja ríkis og völd þess vcrði sem mest á kostnað aðildar- ríkjanna. Guðmundur P. Valgeirsson: Ofbeldi og undanlátssemi Ofstæki og ofbeldi virðist vera fylgifiskur mannkynsins. Sagan geymir mörg dæmi því til sönnun- ar. Einstaklingar og hópar manna taka sér vald til að knýja fram vilja sinn af einstrengingsskap sem leiðir af sér átök við meðbræður sína, sem eru annarrar skoðunar og sætta sig ekki við að láta undan ofbeldinu átakalaust. - Þetta of- stæki birtist í mörgum myndum og með misjöfnum hætti. Af þeirri rót er runninn allur sá skæruhernaður og ofbeidisverk, sem fréttir hvers einasta dags eru uppfullar af með tilheyrandi níðingsverkum og blóðsúthellingum. Þetta ofstæki er oft klætt með slagorðum um hver tilgangurinn sé, sem á rétt á sér að vissu marki, ef rök og vit væri látið ráða í stað ofstækis og ofbeldis. Við íslendingar og íslenskt at- vinnulíf stendur nú frammi fyrir aðgerðum harðsvíraðs þrýstihóps, svokallaðra grænfriðunga, sem hafa í hótunum við íslensk stjórn- völd um viðskipta- og sölubann á íslenskum afurðum, sem stór hluti landsmanna á atvinnu sína og lífs- afkomu undir að gangi eðlilega fyrir sig. Þeir hafa sett á oddinn slagorð um friðun hvala og krefjast þess í mætti samtaka sinna, að íslendingar hætti þeim hvalveið- um, sent þeir hafa stundað nú síðustu árin samkvæmt áætlun og alþjóðalögum. Þetta er gert með því ofstæki að verslunarfyrirtæki (verslunarkeðjur) sjá sér ekki ann- að fært en að rifta þeim viðskipta- samningum, sem þau höfðu gert við íslenska framleiðendur til langs tíma. Verði ekki orðið við þessum ofbeldiskröfum þeirra hafa þeir í hótunum að eyðileggja starfsemi þeirra. María Markan söngkona segir frá því í endurminningum sínum hverju ofbeldi nasistar beittu gyð- inga er hún var í Berlín 1938 og þau öfgaöfl voru í uppsiglingu og hvern ótta það vakti meðal frið- En svo illt sem það er að mæta þessum of- beldishótunum frá er- lendum öfgaöflum og þola þjóðfélagslegt og fjárhagslegt tjón af völdum þeirra, þá er enn verra til þess að vita að til skuli vera þeir íslendingar, sem taka undir með þeim og leggjast á sveif með þeim í hlýðni og undir- gefni og ásaka sam- landa sína og íslensk stjórnvöld fyrir að halda uppi rétti sínum og landslögum. elskandi fólks hversu fólskulega gengið var að því að koma í veg fyrir öll viðskipti við gyðinga. - Málað var með rauðu, stórgerðu letri á hús þeirra: JÚÐI, og verðir settir til að koma í veg fyrir að almenningur gæti átt viðskipti við þessa meðbræður sína eins og áður var. Ef einhver gerðist svo djarfur að ætla að bjóða þessu ofstæki byrginn, þá fékk sá hinn sami hina svívirðilegustu útreið og misþyrm- ingar. - Þar var í uppsiglingu það ofstæki, sem hratt af stað blóðug- ustu heimsstyrjöld, með þeim óg- urlegustu afleiðingum sem saga mannkynsins kann að greina og mörgum núlifandi mönnum er í minni, þó farið sé að fyrnast yfir þær hörmungar í hugum manna og yngri kynslóðin þekkir aðeins af afspurn. - Allar friðsamlegar til- raunir og undanlátssemi til að koma í veg fyrir framgang þess ofbeldis reyndust tilgangslausar og verra en það. Menn og þjóðir stóðu eins og lamaðar frammi fyrir þeim ógnunum, sem í uppsiglingu voru. Því varð það sem varð. Þó ekki sé hægt að leggja það sem nú er að gerast í Þýskalandi og víðar að jöfnu við það sent hér hefir með örfáum orðum verði lýst sem undanfara þeirrar stóru styrj- aldar, þá er óneitanlega sterkur svipur með þessu tvennu. Allri mannlegri skynsemi og réttlætis- hvöt er ýtt til hliðar og ofstækið leitt til öndvegis í mannlegum sam- skiptum án þess nokkur sjái fært að reisa rönd við því. - Ofbeldið flæðir yfir. Friðelskandi mönnum og stjórnvöldum er stillt upp við vegg með hótunum um að eyðiieggja atvinnulíf þeirra og annað verra, sem nálgast morðhótanir annarra ofbeldishópa. Fyrir frjálsa og frið- elskandi þjóð er illt að verða að þola slíkt harðræði án þess að fá rönd við reist og vera neydd til að láta skilyrðislaust undan ofstæki og álygum erlendra ofbeldisseggja, vitandi að verið er að framkvæma rannsóknir undir vísindalegu eftir- liti samkvæmt alþjóðalögum. Und- ir þeim rannsóknum er það komið hvort hætt verður að veiða hvali hér við land, eða hvort þær leiða til þess að þeim verði haldið áfram og þar með skotið stoð undir fábreytt atvinnulíf okkar. - Því ofstækis- fyllri er þessi framkoma þegar þess er gætt að aðeins er eftir að taka nokkur dýr, sem ekki getur haft nokkur úrslit fyrir hvalastofninn, til að ljúka þessari rannsóknaráætl- un. Það útaf fyrir sig sýnir best hversu óvandaður málflutningur og aðgerðir þessara manna eru. Tilgangur þeirra hlýtur að vera allt annað en verndun hvalastofnsins. Líklegra er að þeir séu að þreifa sig áfram í þvf hversu langt þeir geta komist með ósvífni sinni. Og spurningin er þá hvað komi næst ef þeir komast frant með þessa aug- ljósu, öfgafullu ósvífni. En svo illt sem það er að mæta þessum ofbeldishótunum frá er- lendum öfgaöflum og þola þjóðfé- lagslegt og fjárhagslegt tjón af völdum þeirra, þá er enn verra til þess að vita að til skuli vera þeir íslendingar, sem taka undir með þeim og leggjast á sveif með þeim í hlýðni og undirgefni og ásaka samlanda sína og íslensk stjórn- völd fyrir að halda uppi rétti sínum og landslögum. Ekki einungis að íslenskum lögum heldur einnig al- þjóðalögum, sem þeir fara eftir í einu og öllu fyrir opnum tjöldum. Slíkir menn eru ekki aðeins aumk- unarverðir og nytsamlegir sakleys- ingjar heldur skaðlegir sinni eigin þjóð. Þá menn þarf að beita að- haldi svo þeir sjái sóma sinn og þjóðar sinnar, þannig að þeir verði ekki settir á bekk með þeim óhappamönnum og lánleysingjum, sem af sömu hvötum stóðu að eyðileggingu á hvalveiðistöðinni í Hvalfirði og sökktu hvalveiðibát- unum í Reykjavíkurhöfn í sama tilgangi fyrir tveim áruni. - Fyrir þýsk stjórnvöld og raunar þýsku þjóðina alla er það ámælisvert að láta þetta athæfi viðgangast innan sinna vébanda. Öðrum þjóðum er legið á hálsi fyrir að skjóta skjóls- húsi yfir skemmdarverkamenn af öðru tagi. Því er álitamál hvort v.-þýsk stjórnvöld geta látið slíka ofbeldismenn komast upp með at- hæfi sitt án aðgerða. Undanláts- semi við ofbeldisöfl leiðir oftast til fleiri ofbeldisverka. - Sporin hræða. Bæ, 14. febrúar 1989, Guðmundur P. Valgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.