Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 Smásöluverslun í desember 9,3 milljarðar eða 148.000 kr. á meðalfjölskylduna: Jólin 1988 kostuðu 65.000 kr. á heimili Smásöluverslanir í landinu seldu vörur fyrir rúmlega 9,3 milljarða króna í desember s.l., sem var næstum því tvöfalt hærri upphæð heldur en mánaðarverslun var næstu tvo mánuði á undan. Má því áætla að aukainnkaup vegna síðustu jólahátíðar hafi numið um 4,1 milljarði króna. Þessar tölur svara til þess að hver fjögurra nianna fjölskylda hafi verslað fyrir um 148.000 kr. í desember s.l., hvar af sérstök „jólainnkaup“ voru um 65.000 kr. að meðaltali, eða rúmlega 16 þús. krónur á hvert mannsbarn í landinu. Alls nam smásöluverslunin í land- inu tæpum 66 milljörðum króna á síðasta ári, þannig að 7. hluti hennar (14,1%) var í desember einum. Það svarar til þess að hver fjögurra manna fjölskylda hafi verslað fyrir 1.047 þús. krónur í smásöluverslun- um á síðasta ári. Rúmlega 28% þeirrar verslunar voru í mörkuðum og kaupfélögum og rúmlega 22% í öðrum matvöruverslunum. Veltutölur smásöluverslunar í landinu hefur Þjóðhagsstofnun reiknað út eftir söluskattsframtölum verslananna. (Tekið skal fram að ÁTVR telst ekki til smásöluverslun- ar þannig að kaup á „áramótabrenni- víninu" eru ekki meðtalin í framan- greindum tölum. Þjóðin sparað um síðustu jól Þótt einhverjum kunni að finnast 148 þús. kr. sæmileg mánaðarinn- kaup meðalfjölskyldu í jólamánuði, leiða tölur Þjóðhagsstofnunar eigi að síður í Ijós að fslendingar voru stórum sparsamari um síðustu jól heldur en jólin 1987. Þrátt fyrir fólksfjölgun og um 21% verðlags- hækkanir milli ára jókst smásölu- verslun desembermánaðar ekki nema um 12% milli ára. Þetta svarar til þess að meðalfjölskyldan hafi „sparað“ um 15.000 kr. í innkaupum um síðustu jól miðað við árið á undan. Tilefni þessara skrifa er grein sem birtist í Tímanum fimmtudaginn 30. mars sl. og bar yfirskriftina „SPARI- SJÓÐURINN BITBEIN í HÖRÐ- UM FLOKKADRÁTTUM". Hvað vakir fyrir þeim blaðamanni sem skrifar slíka grein? Ég held að ég hafi aldrei, hvorki í riti né máli, séð farið jafn frjálslega með sannleikann eins og þar cr, svo ekki sé talað um rangtúlkanir og jafnvel rógburð á þá sem þar er urn fjallað. Kristján Sveinbjörnsson hefur verið frammámaður hér í sveitarfé- laginu frá því ég man fyrst eftir mér og hefur hann gegnt hinum ýmsu trúnaðar- og stjórnunarstörfum, s.s. verið oddviti sveitarfélagsins, hlut- hafi og stjórnarmaður í Frosta hf., í byggingarnefnd Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði, stjórnarformaður í Sparisjóði Súðavíkur og ýmsum fleiri ótöldum. Aldrei hef ég svo mikið sem heyrt minnst á það að hann hafi ekki gegnt þeim störfum af heiðarleika og trúmennskú, enda er þetta maður sem má ekki vamm sitt vita. Sonur hans, Hálfdán Kristjáns- son, hefur einnig gegnt hinum ýmsu trúnaðar- og stjórnunarstörfum bæði innan og utan sveitarfélagsins og hefur m.a. verið sveitarstjóri og oddviti. Hans orðspor er ekki síðra en föður hans, enda held ég að það efist enginn Súðvikingur um heiðar- leika þeirra feðga. Markaðirnir náðu aukningunni Af veltutölum smásöluverslunar- innar má jafnframt áætla að margur kaupmaðurinn hafi orðið fyrir von- brigðum með jólasöluna, því þessi 12% veltuaukning milli desember 1987 og 1988 skiptist mjög misjafn- lega milli verslunargreina. íslendingar hafa greinilega síst valið að spara við sig í mat og drykk. Svonefnd blönduð verslun (markað- ir og kaupfélög) hélt nær sínum hlut með nær 20% veltuaukningu en aukning annarra matvöruverslana var rúmlega 14%. En lítil sala í mörgum sérverslunum Blómabúðir, fata- og vefnaðar- vöruverslanir, húsgagna-, heimilis- tækja- og búsáhaldaverslanir sátu hins vegar að meðaltali uppi með nær sömu krónutölu í kössum sínum, eftir síðasta jólamánuð, og árið á undan. Og svo virðist sem a.m.k. þriðjungi færri hafi fengið nýja jólaskó nú heldur en í fyrra. Bókabúðir og aðrar gjafavöruversl- anir náðu hins vegar í kring um 11-12% veltuaukningu milli ára, sem miðað við verðhækkanir þýðir þó töluverðan samdrátt í raun. Má af þessu ætla að jólapakkar hafi að þessu sinni verið nokkru „hóflegri" Upphaf þeirrar togstreitu sem orðið hefur um Sparisjóð Súðavíkur má rekja til þess tíma þegar tveir af þremur stjórnarmönnum í Frosta hf. stofnuðu hlutafélagið Tog hf. ásamt einum öðrum Súðvíkingi og tveimur ísfirðingum með það að markmiði að eignast meirihluta í Frosta hf. Stjórnarmennirnir seldu síðan sjálfum sér og félögum sínum í Togi hf. meirihluta hlutabréfa í Frosta hf. Strax og þetta var ljóst höfðaði Súöavíkurhreppursem hlut- hafi í Frosta hf. mál gegn Frosta hf. og Togi hf. vegna meintrar ólöglegr- ar sölu hlutabréfa þar sem tveir af þremur stjórnarmönnum Frosta hf. vorú vanhæfir til að selja Togi hf. hlutabréfin. Hreppsnefnd Súðavík- urhrepps fól hrcppsnefndarmannin- um Hálfdáni Kristjánssyni að vinna að framgangi þessa máls en hann var þá starfandi sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Súðavíkur. Má segja að síðan þessi staða kom upp hafi verið „hríðskotaárás" á hann og öll tiltæk meðul verið notuð. Þar sem erfitt reyndist að finna höggstað á hans persónu var ráðist til atlögu við þá stofnun sem hann hafði verið í forsvari fyrir, þ.c. Sparisjóð Súða- víkur. Mál eins og vísað er til í sambandi við tískuvöruverslun á ísafirði er leiðindamál hjá Sparisjóði Súðavík- ur eins og svona mál eru ávallt í bankakerfinu; fyrirtæki gefa út inni- stæðulausar ávísanir og verða síðan heldur en á hinu alræmda „kaup- æðisári“ 1987. Hvert fóru svo þessi 148.000 kr. desemberinnkaup meðalfjölskyld- unnar og af hvaða vörutegundum keypti hún svo miklu meira í jóla- mánuðinum heldur en í október og/eða nóvember? Sé sölu smásölu- verslana skipt niður í meðalinnkaup fjögurra manna fjölskyldna, annars- vegar að meðaltali í okt./nóv. og hins vegar í desember verður niður- staðan þessi: MÁNAÐARINNKAUP MEÐALFJÖLSKYLD- UNNAR: Okt/nóv.: Desember: kr. kr. Blönd. versl. 23.400 40.400 Matvöruverslun 18.300 27.600 Sjoppur 8.700 9.700 Fatn./vefn.v. 6.900 13.900 Skóverslun 800 1.500 Bækur/ritf. 2.700 10.100 gjaldþrota. Ég held að fáar banka- stofnanir hafi verið lausar við slíkar uppákomur en það verð ég að segja að þetta er eina dæmið sem ég hef séð slegið upp sem rosafrétt. Þegar Ijóst var að skotmark and- stæðinganna skyldi vera Sparisjóður Súðavíkur tók Hálfdán Kristjánsson þá ákvörðun að segja starfi sínu lausu svo Sparisjóður Súðavíkur hlyti ekki skaða af og er rúmt ár síðan hann lét af störfum þar. Sparisjóður Súðavíkur var stofn- aður 1972 og hefur vaxið úr svo að segja engu í þó nokkuð. En því miður verð ég að segja að þegar Togsmenn tóku við stjórn í Frosta hf. þá urðu þó nokkrar breytingar. Má þar nefna að orlofsgreiðslur starfsmanna Frosta hf. sem höfðu verið greiddar inn á orlofsreikning í Sparisjóði Súðavíkur féllu niður og voru ávaxtaðar í annarri bankastofn- un án samráðs við stéttarfélag starfsmanna. Að halda því fram að þeir feðgar hafi rekið sjóðinn sem sitt eigið fyrirtæki er ekki svaravert. Stjórn Sparisjóðs Súðavíkur stjórnar sjóðn- um og afgreiðir lánsumsóknir en þrír fulltrúar frá eigendum og tveir skipaðir af sýslunefnd N.-ísafjarðar- sýslu sitja í stjórn. Frá stjórn sjóðsins hef ég alltaf heyrt að stefna Sparisjóðs Súðavíkur í lánamálum væri sú að lána íbúum sveitarfélagsins til kaupa á eigin húsnæði með það að markmiði að Heimilist./húsg. 10.300 22.600 Blómabúðir 1.400 2.900 Apótek 3.900 4.800 Snyrtiv.versl. 750 1.600 Aðr.sérversl. 5.000________12.200 Samtals: 83.300 148.000 Auðsjáanlega eru það bókabúð- irnar sem auka sölu sína hlutfallslega lang mest í desember, þ.e. nær fjórfalda veltu sína frá næstu mánuð- um á undan. Margar tegundir sér- verslana ná um tvöfaldri sölu eða meira í jólamánuðinum og matvöru- verslanir um þriðjungs aukningu. Jólainnkaupanna gætir minnst í sjoppum og apótekum. Tekið skal fram að þessi skipting byggist á flokkun verslana en ekki vörutegunda og gefur því ekki alveg rétta mynd af kaupum meðalfjöl- skyldunnar á hverjum vöruflokki. T.d. fatnaður, skór eða bækur sem keypt er í markaði eða kaupfélagi (blandaðri verslun) kemur fram þar, en ekki undir tölum fata-, skó- eða bókabúða. Sama er að segja um efla og styrkja byggð í sveitarfélag- inu. Þykir mér því miður að ákveðnir aðilar skuli vinna að því leynt og ljóst að rakka þá menn niður sem vilja sveitarfélagi sínu vel og hafa skilað óeigingjörnu starfi auk þess að þeir hinir sömu aðilar skuli reyna að rífa það niður sem náðst hefur að byggja upp í sveitarfélaginu og er slík framkoma þeim sem hana sýna einungis til hnjóðs og vansæmdar. Sigríður Hrönn Elíasdóttir Höfundur greinarinnar er oddviti Súða- víkurhrepps. Athugasemd Við flytjum fréttir af margvísleg- uni málum. Hvað vakir fyrir okk- ur þegar þær eru skrifaðar? Jú, greina frá staðreyndum. Fullyrð- ingum oddvitans um rangtúlkanir og rógburð vísum við til föður- húsanna. Að við höfum rangtúlk- að það sem viðmælendur okkar sögðu, cr rangt. Að Tíminn stundi rógburð er ekki svaravert. Oddvitinn og aðrir þeir er viðhaft hafa slík ummæli í garð Tímans æltu hcldur að útkljá þau ntál sín á milli vestra. Fréttastj. tóbak og sælgæti sem getur verið keypt í talsverðum mæli í matvöru- verslunum, sem einnig selja t.d. hreinlætisvörur og fleiri hluti. Inn- kaup í matvöruverslun þýða því ekki eingöngu matvörur. -HEI Kjara- málin íhnút Samningaviðræður, bæði á al- menna vinnumarkaðnum og milli BHMR og ríkisins, standa nú fastar. Fjármálaráðherra hefur boðið skammtímasamning með beinni krónutöluhækkun um eitt til tvö þúsund krónur sem for- maður BHMR hefur ekki viljað ræða. Engir fundir hafa verið boðaðir í deilunni á næstunni og því er allt útlit fyrir að verkfall 11 félaga háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna skelli á á fimmtudaginn kemur, þann 6. apríl. Indriði H. Þorláksson hefur sagt að viðræður þær sem farið hafa fram milli deiluaðila til þessa hafi verið tilgangslitlar þar sem kröfur hinna háskólamenntuðu hafi verið afar ómótaðar og lítið í þeim til að festa hendur á. Á almenna vinnumarkaðnum er þá sögu að segja, að fundur sem vera átti í gær milli samninga- nefnda ASÍ og VSÍ féll niður og hittast aðilar ekki fyrr en á mánu- daginn kemur. I þeim viðræðum sem fram hafa farið hafa verið rædd ýmis hliðaratriði sem tengjast kjörun- um, en engar beinar kaupkröfur lagðar frani og þaðan af síður gagnkröfur. Það er mál þeirra sem til þekkja að fyrst samningar ekki tókust fyrir páska, þá fari aðilar hins almenna vinnumarkaðar sér hægt því hvorir trveggja hyggist sjá hver framvindan verður í viðræðum BHMR og ríkisins. Flest bendir því til að nýir kjarasamningar sjái ekki dagsins ljós á næstunni. -sá Hinn þröngi vegur dyggðarinnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.