Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 % Rafveita Hafnarfjaröar Útboð/Forval Byggingaverktakar Rafveita Hafnarfjarðar lýsir eftir verktökum til að taka þátt í forvali útboðs vegna byggingar aðveitu- stöðvar við Öldugötu í Hafnarfirði. Verkefnið er að byggja og afhenda Rafveitu Hafnarfjarðar fullbúið hús. Verktíminn er mjög skammur. Afhenda skal spennasal 1 eigi síðar en 15. júlí 1989. Rofasal eigi síðar en 10. september 1989 og húsið fullbúið að innan eigi síðar en 1. nóvember 1989. Aðal magntölur eru: Steypa................ ca. 500 m3 Mót .................. ca. 3500 m2 Stál ................ ca. 42000 kg Athygli er vakin á að undirsláttur undir plötur er allt að 7-8,5 m hár. Væntanlegir verktakar skulu senda skriflega um- sókn þar um til Tækniþjónustu Sigurðar Þorleifs- sonar, Strandgötu 11, Hafnarfirði fyrir miðvikudag- inn 5. apríl 1989. í umsóknunum skal gerð grein fyrir tækjaeign fyrirtækisins ásamt fjárhagslegri og tæknilegri getu fyrirtækisins til að takast á við verkefnið. Valdir verða 6 verktakar til að taka þátt í lokuðu útboði. Rafveita Hafnarfjarðar. HH ^|jj Alútboð - Forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfraeðings og dagvist barna auglýsir eftir verktökum sem hefðu áhuga á að hanna og byggja tvo leikskóla í Reykjavík, annan við Dyrhamra en hinn við Malarás samkvæmt alútboði. Þeir verktakar sem áhuga hafa leggi inn nafn sitt og símanúmer ásamt nöfnum yfir hönnuði, fyrir fimmtudaginn 6. apríl 1989, að Fríkirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Hjartans þakklæti sendi ég öllum þeim sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu þann 9. febrúar s.l. meö gjöfum, blómum, skeytum og afmælisgreinum. Ein- stakt þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks sem gerðu mér spítaladvölina aö sannkallaðri afmælisveislu. Guð blessi ykkur öll, elskurnar mínar. Stefanía Gissurardóttir. t Sonur okkar Guðmundur Einarsson Dalsmynni, Villingaholtshreppi lést af slysförum aðfaranótt 29. mars. Eyrún Guðmundsdóttir, Einar Einarsson t Móðir okkar Stefanía Þorvaldsdóttir Fossgeröi, Beruneshreppi lést á Landspítalanum 30. mars. Þorgerður Þorleifsdóttir Sigurður Þorleifsson Ragnhiidur Þorleifsdóttir. MINNING llllllllillllilllll!! Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja Skálanesi Fædd 9. janúar 1902 að Fossi í Suðurfjarðarhreppi. Dáin 2. mars 1989 á Akranes- spítala. Jarðsett í Gufudal 18. mars 1989. Giftist 8. nóvember 1924 Jóni Einari Jónssyni bónda Skálanesi. Bjuggu þar æ síðan og áttu 10 börn. Lifir hann konu sín. Eitt barnanna misstu þau í bernsku en hin urðu öll fjölskyldufólk. Beinir afkomendui eru nú 72. Börn þeirra eru: Jónína Sigurlína f. 30.9.1925 hús- móðir í Reykjavík. Hallgrímur Valgeir f. 4.5.1927 bóndi Skálanesi. Aðalheiður Gyða f. 7.3.1933 hús- móðir Akranesi. Kristjana Guðmunda f. 27.10,1934 húsmóðir Gufudal. Erlingurf. 3.7.1936, d. nóv. 1937. Jón Erlingurf. 12.6.1938 bifreiða- stjóri Reykhólum. Guðný Jóna f. 13.12.1939 hús- móðir Reykhólum. Svanhildur f. 19.9.1942 bóndi Flatey. Hjördís f. 14.7.1945 húsmóðir Patreksfirði. Sverrir Finnbogi f. 9.5.1947 mat- reiðslumeistari Sandgerði. Auk þess ólust upp hjá þeim og teljast fóstursynir þeirra: Víglundur Ólafsson (hann er dáinn), Gunnar ingvi Hrólfsson bifreiðasmiður Reykjavík og Jón Ingi Kristjánsson togarasjómaður Neskaupstað sem jafnfram er dóttursonur þeirra. Foreldrar Ingibjargar voru Jóna Jónsdóttir frá Tungumúla á Barða- strönd og Jón Jónsson einnig frá Tungumúla. Þau bjuggu saman, voru systkinabörn og hpnn mörgum árum yngri cn hún. Áttu þetta eina barn. Jóna var áður gift og átti með þeim manni 5 börn og missti öll. Aðeins eitt þeirra náði fullorðins aldri. Hún fékk stóran skammt þess harðréttis sem fátækt fólk mátti þola. Jón faðir Ingibjargar giftist eftir sambúðina við Jónu og átti nokkur börn. Vegna veikinda Jónu var Ingi- björg í fóstri 1-2 ár af æsku sinni að Gilsbakka á Bíldudal hjá hjónunum Sigríði Benjamínsdóttur og Jóni Guðmundssyni. Æ síðan nefndi hún þau pabba Guðmundsson og Siggu mömmu. Við börn þeirra hélt hún ætíð sam- bandi, sem systkini sín. Lítið atvik sannaði mér það systkinasamband mörgum áratugum síðar. Roskinn maður vék sér að mér á átthagamóti í Reykjavík og kynnti sig sem fóstur- bróður Ingu. Henn hét Benjamín og var sonur þeirra Gilsbakkahjóna. Hafði spurt fjölskyldutengsl mín við Ingibjörgu og heilsaði mér til að viðra mætur sínar á þessari fóstur- systur. Að öðru leyti ólst Inga upp hjá foreldrum sínum til 15 ára aldurs, lengst á Litlu-Eyri við Bíldudal. Þá skildu leiðir foreldra hennar og þær mæðgur fluttu alfarnar úr Arnarfirði inn í Gufudalssveit. Ingibjörg var 8 ár á Brekku og giftist þaðan. Á Skálnesi bjuggu þau hjón bú- skap sinn allan og héldu tryggð við heimili sitt eftir að heilsa og kraftar tóku að bila. Þau hófu búskap við kröpp kjör og slæman húsakost. Erfiðleikar bættust við þegar Jón veiktist og lá rúmfastur í 4 ár. Naumast getur nútímafólk gert sér fulla grein fyrir öllu því erfiði sem Inga þurfti á sig að leggja við búskapinn þennan tíma. Þó góðir menn liðsinntu við heyskap og annað það sem þurfti til að framfleyta heimilinu, munu þeir hafa verið margir, langir og þreyt- andi dagarnir sem hún stóð við orfið sjálf. Nægjusemi, hagsýni og seigla urðu hennar amboð. Sjúkrahjálp, tryggingar, heimilis- og búskapar- áhöld nútímans voru ekki fædd. Fatnaður og matur voru gerð heima, ekki voru fjárráð mikil og kaupstaðarferðir allt annað en auð- veldar. Gamall torfbær var skjóliö. Tvö elstu börnin í bernsku, elsti fóstur- sonurinn Víglundur litlu eldri en þau. Móðir Ingu útslitin af erfiði lífsins var á hcimilinu, einnig fötluð systir Jóns. Eina vel verkfæra mann- eskjan auk Ingu var Sigurlína Bjarnadóttir tengdamóðir hennar. Miklu bjargaði að á Skálanesi eru nokkur hlunnindi af æðarvarpi og selveiði. Á þessum árum var mótbýl- ismaður á jörðinni Sigurður bróðir Jóns. Hann var formaður í sjóferð- um og Inga stundaði selveiðina með honum sjálf að sínum hluta. Sam- hjálpin var það sem gilti. Hvað hugsar sjúkur maður sem á engra kosta völ annarra en, að leggja slíkt erfiði, sem hér hefur í stórum dráttum verið reynt að lýsa, á sína nánustu. Hvílík sálarraun, slíkt mótar manninn. Jón komst til heilsu, það mun hafa verið þakkað guðlegri forsjón og mætti bænarinnar. Dagfar þeirra allt og hættir varð mjög mótað af einlægri trú á almátt- uga handleiðslu Guðs. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Samhjálp og óeigingirni var aðals- merki þeirra. Margar hetjur hvers- dagslífsins geymir þögul saga. Eftir u.þ.b. 20 ára búskap gátu þau fluit í nýtt og betra hús, lítið en traust og nú var þröngt setið. Fjöl- skyldan var 11-12 manns. Sigurlína lifði það ekki, en Jóna flutti með þeim háöldruð, þrotin að heilsu. Einnig Ásta, fötluð systir Jóns. Heimilið var gestkvæmt og hvergi spöruð greiðasemin. Þjóðleið lands og sjávar lá um Skálanes. Þar var ekki í tísku að láta ferðamenn fara svanga frá garði. Eftir að akvegur kom um hlaðið og kaupfélagsútibú á staðinn óx gestagangur enn. „Mér þætti nú miður, ef enginn liti inn-‘, svaraði Inga einhverju sinni þegar dætradætur hennar hlógu að því að 70 manns höfðu skrifað í gestabókina í júlímánuði eitthvert sumarið. Þröngt var setið meðan hópurinn var að alast upp og enn áfram. Stór fjölskylda sækir heim til lengn og skemmri dvalar. Meðan enn var farskóli í Gufu- dalssveit og mörg börn á skólaaldri var skólinn oft hluta úr vetri á Skálanesi og litla húsið varð allt í senn heimavist, mötuneyti og kennslustofa auk heimilis. Sýnist nútímamanninum að þetta hafi verið hægt? Þetta var bara ekki einsdæmi. Víðar voru þröng húsakynni og börnin fylgdu kennaranum til dvalar á bæjunum. Eitt er víst. Orð var á gert útávið, að börnin úr Gufudalssveit voru vel heima í þeim fræðum sem uppá var boðið. Eins og rollurnar kunna að berja gaddinn þegar þær þurfa þess með, má segja að krakkarnir á Skálanesi hafi lært slíkt hið sama á táknrænan hátt. Inni í þrengslunum voru ekki fletin bæld ef veður gaf til útiveru. Þegar ég sem strákur kom fyrst að Skálanesi var eitt sem sérstaklega vakti athygli mína. Krakkarnir þar voru brosandi útundir eyru linnu- laust. Engum ber fremur að bera vott um greiðasemi þeirra Skálaneshjóna en okkur eyjamönnum sem haust hvert settumst þar upp fjölmennir meðan féð var flutt út, sem oft tók marga daga, ef veður voru óhagstæð. Ég var unglingur þegar ég fyrst var þar nokkra daga við fjárgæslu ásamt fleiri strákum. Venja var að eyjamenn gistu hlöðu og hefðu skrínukost í þessum yfirlegum, en ekki vorum við eyjastrákar látnir sæta þeim kjörum þetta haust. Við sváfum inni í bæ þó margt væri fyrir. Við vorum leiddir að matborðum og fórum heimað lokinni útilegunni með ósnertar nestisskrínurnar að mestu. Þar er húsrúm sem hjartarúm er fyrir. Okkur var hjálpað við fjárgæsl- una, sennilega höfum við verið hálf- ráðleysislegir. Langrollur í minningargreinum þykir mörgum ekki hæfa. Ég bið lesendur afsökunar. Margt sækir á hugann þegar at- huguð eru kjör og hættir þessarar hverfandi kynslóðar, sem ég ber mikla virðingu fyrir, ól upp þá sem nú eru á toppi síns manndóms og eru sem óðast að skila ábyrgð til eftir- komenda. Að fortíð skal hyggja. Hvernig virðum við þeirra fordæmi? Um hvað er kvartað nú á tímum? „Allir hafa einhvern brest, og eins guðhræddir. Allir eru feigir fæddir og fæstir öllum kostum gæddir“. Svo kvað Jóna Jónsdóttir móðir Ingibjargar. Þykir mér sem margur kennimaðurinn mætti vera stoltur af að orða svo þessi kunnu sannindi þeirrar konu, sem barðist fyrir lífinu í umkomulausri fátækt. Ingibjörg í Skálanesi var engin veifiskati í lund, hert við erfið kjör. Hún var siðavönd, reglusöm og ekki beggja blands í afstöðu sinni til mála. Hafði næga skaphörku og greind til að standa fast á sínu ef í odda skarst. Hafði yndi af samræðum, vel að sér í sögu og setti sig inn í málefni líðandi stundar. Ljóðelsk og heill sjór af lausavísum. Næmt brageyra hennar var opið fyrir hrynjandi ríms og stuðla. Lét ekki uppi og fara ekki sögur af, að hún gerði vísu sjálf, en hagyrðingar eru frá henni komnir og hún átti til hagyrðinga að telja. Gráglettnar kersknisvísur kitluðu hennar hláturtaugar og hló sínum lágværa tístandi hlátri væri velsæmi þeirra innan hæfilegra marka. Á ruddalegu orðbragði hafði hún hina mestu skömm. Marga ánægjustund átti ég í eld- húskróknum hjá henni. Inga var fríð, lágvaxin en samsvar- aði sér vel. Hár hennar mikið og dökkjarpt gránaði snemma. Hún var roskin þegar ég kynntist henni best og í minni mínu geymi ég hana með gullinn blæ á silfurhvítu hári, alúðlega glettna í augum með framúrskarandi fallegt bros. Jón á Skálanesi. Góði vinur! Sá Guð sem mikið hefur látið þig reyna, hert við hverja raun, blessi þitt starf og þín spor. Hann leiði þig til hinstu stundar og létti þér ævi- kvöldið. Fjölskyldunni allri sendi ég mínar bestu kveðjur. Jóhannes Geir Gíslason. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.