Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 15
Tíminn 27 Laugardagur 1. apríl 1989 Þórður Sigurðsson Undralandi, Fellshrepp, Strandasýslu. Bóndi í Þrúöardal og á Undralandi frá 1959. Fæddur 24. júní 1906 Dáinn 21. mars 1989 Ætíð ber dauðann brátt að, eftir- lifendum bregður alltaf jafn mikið, þrátt fyrir að eina vissa lífsins sé dauðinn. Þannig er það með Iífið, við víkjum úr huga okkar tilhugsuninni um dauðann fram á Iokadag. Einmitt þess vegna knýr hann alltaf dyra þungt og óvænt. Ég verð að segja fyrir mig, að þegar ég sit og set niður fáeinar línur á blað til þess að minnast Þórðar frænda míns, verður mér ákaflega „tregt tungu að hræra“. Frá því að ég var smásnáði, að sníkja bita og fram til þessa dags hafa okkar kynni verið persónuleg einkamál, svo fátt eitt á erindi fyrir almennings sjónir. Engu að síður er svo margs að minnast að heil bók gæti orðið úr. Samskiptin við Þórð hafa staðið í 40 ár að kalla og þau eru fyrst og fremst mikils virði að því leyti, sem þau hafa mótað viðhorf mín til hlutanna. Ég ætla því, hér eftir sem hingað til að varðveita samskifti okkar fyrir mig, svo lengi sem ég dreg andann. Þórður Sigurðsson var einn af þessum hæglátu alþýðumönnum, sem lítið ber á. Hann var ekki einn af þeim, sem trana sér fram og troða sig út af stærilæti. Miklu fremur var hann maðurinn sem hélt sig aftantil í röð mannlífsins, ekki vegna þess að honum sæmdi ekki að standa framar, heldur vegna þess lítillætis, sem einkenndi allt hans líf. Hins vegar kom það margoft í Ijós, eins og við vissum sem þekktum hann vel, að þar fór enginn aukvisi. Við íslend- ingar þurfum að skilja, að það er margt merkt fólk til, þótt það teljist ekki til pólitíkusa, ráðherra, skálda eða listamanna af hæstu gráðu. Saga íslands er í raun saga alþýð- unnar, sem vann daginn langan ým- ist út við ströndina eða inn til dalanna, þolinmóð og þrautseig í erfiði dagsins, kvartaði lítt þótt dag- launin væru ekki ætíð mikil og gafst heldur ekki upp þótt bratt væri fyrir. Þórður var einn fulllrúi þessa mikla fjölda. Ég sé fyrir mér margar myndir þar sem hann er að paufast kringum féð eða eitthvað við bú- skapinn. Hann fer sér ekki hratt, en juðar áfram jafnt og þétt, með þessa sérkennilegu kímni í augnkrókun- um. ætíð tilbúinn til þess að taka undir í léttum dúr, ef því var að skifta. Mér finnst þessi manngerð miklu merkilegri og skemmtilegri heldur en borðum prýddir kóngar og herstjórar. Við höfum lengi staðið í þeirri villutrú að það séu kóngar og her- stjórar, sem skapi söguna, en sem betur fer eru margir farnir að átta sig á því, að sagan er saga fólksins, líf þess og langanir, baráttan fyrir friði og brauði. „Ég, ég skal bara segja þér það, Jónsi minn, að ég hef alveg nóg fyrir mig,“ sagði Þórður stundum þegar við ræddum urn kjör fólks. Mér finnst dálítið makalaust hvað þessi setning er djúp og margræð, hvernig hún t.d. felur í sér afstöðu til lífsins, nægjusemi og síðast en ekki síst öfundarleysi í garð annarra og ró- senii hugans. Menn skyldu ekki halda að ég væri að skrifa grein um einhvern lítilsmegandi einstakling, því fer víðs fjarri. Ég hygg að Þórður hafi verið miklu nær heimspeki Sókrates- ar og margra annarra merkra heim- spekinga, sem aðhyllst hafa mannúð og mannskilning, en margir aðrir. Hann stóð bara ekki uppi á hól og galaði kenningar sínar yfir lýðinn, heldur komu þær fram í afstöðu hans til tilverunnar og samskiftum við annað fólk. Kæri Þórður, úr því sem komið er, er of seint að iðrast fyrir allt það sem maður hefði átt að gera eða ætlaði að gera. Ég hef heldur aldrei sagt þér frá því beinum orðum, hversu margt ég lærði af þér og hversu mjög þú mótaðir skoðanir mínar á ýmsum tímum, það er nú of seint. Því segi ég nú: Hafðu niikla þökk fyrir þitt framlag, það er og verður mikils virði." Ég sendi eiginkonu þinni, Hall- fríði Jónsdóttur, og öðrum vanda- mönnum hugheilar samúðarkveðj- ur. Jón Hjartarson SAGA MANNKYNS Munaðarfullt hirðlíf hjá Salómon kóngi. Myndin var gerð í Núrnberg 1491. Ritröð AB: Annað bindið komið út. Febrúarbók bókaklúbbs AB var 2. bindi hinnar mikiu mannkynssögu AB. Eru þá komin út ellefu bindi í ritröðinni en samtals verða þau fimmtán. Þetta bindi tekur yfir tímabilið 1200-200 fyrir Krist - þúsund ára breytingaskeið í ævi mannkynsins. Þá skiptir um frá bronsöld til járnaldar. Bindið einskorðar sig við svæðið norðan við miðbaut jarðar frá Kyrrahafi (Kína) vestur að At- lantshafi (Róm). Þetta er tímabil stórríkjanna í Kína, Indlandi, Mið-Austurlöndum. Þau eru að myndast og mótast, aukast að menningu, vinna að út- breiðslu hennar og að meiri menn- ingarlegri einingu. Einveldi er einkennandi stjórnar- fyrirkomulag þessara tíma. Um lýð- ræði var þvergi að tala nema í Aþenu. Hámenning er í mótun og tekur þá stefnu sem hefur haft úrslitaáhrif fyrir menninguna í heiminum. Myndefni bókarinnar er fjöl- skrúðugt, jafnvel stórkostlegt, enda af nægu að taka því að tímabilið hefur skilið eftir sig mikla arfleifð í listaverkum, handiðnaði og bygging- um. Gísli Jónsson íslenskaði bókina. Setningogfilmuvinna: Prentsmiðjan Oddi hf., Prentun og bókband: Brepols, Belgíu. Þórbergur á snældum Mál og menning hefur sent frá sér þrjár hljóðsnældur er geyma lestur Þórbergs Þórðarsonar á völdum köflum úr bók hans, íslenskum aðli. Er útgáfan gerð í tilefni aldarafmælis skáldsins. íslenskur aðall kom fyrst út árið 1938 og hefur æ síðan verið talin sérstætt snilldarverk í íslenskum bókmenntum. í henni segir Þórberg- ur frá Elskunni sinni og því er hann fór fótgangandi frá Norðurfirði á Ströndum suður til Reykjavíkur og ætlaði að heimsækja hana á leiðinni. Einnig segir hann snilldarlega frá ýmsum litríkum félögum sínum, þar sem þeir þvælast um Siglufjörð og Akureyri á snöpum eftir vinnu sumarið 1912. Sagan sýnir hvernig sögumaður vex smátt og smátt upp úr tilfinningasamri heimshryggð og geymir einstæða lýsingu á tíðaranda áranna fyrir fyrra stríð. Árið 1963 las Þórbergur sögu sína í útvarpið og er sá lestur gefinn út á snældunum. Árni Sigurjónsson valdi úr textanum og samdi og las kynn- ingar. Hver snælda inniheldur um 90 mínútna lestur. Útgáfan er gerð með góðfúslegu leyfi Ríkisútvarps- ins og vann Hljóðbókagerð Blindra- bókasafnsins efnið. ISLENSKUR AÐALL í upplestri skáidsins Þðrbergur Þórðarson 1889-1989 Kópavogur Hermannsson Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 13. apríl n.k. Flokksstarfið Skúli Sigurgrímsson Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvik- udaga ki. 9-12 s. 41590. Alltaf heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19. Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miðviku- daga kl. 17.30-19.00. Einnig eftir nánara samkomulagi. Vinnuhópar eru að fara I gang um hina ýmsu þætti bæjarmála. Komið, látið skrá ykkur í hópana og takið þátt í stefnumótun og starfi flokksins. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Halldor Ásgrímsson Jón Kristjánsson Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson al- þingismaður boða til almennra stjórnmálafunda á Austurlandi vikuna 28. mars-2. apríl sem hér segir. í Hofgarði Öræfum, sunnudaginn 2. apríl kl. 15.00. Sunnlendingar! Guðmundur Bjamason Ómar Ragnarsson VorfagnaðurframsóknarfélagannaíÁrnessýsluverður 19. apríl n.k. í Hótel Selfoss. Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og frú. Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson kitlar hláturtaugamar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram á sumar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 31139 Guðfinna 33763 Halla 21170 Sigrún 21048 Gísli 34636 Sturla Reykjanes Fulltrúaráð framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi er boðað til fundar þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. K.F.R. ,£ ■ ■■ ...........1....—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.