Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 20
 AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Þ3' „LÍFSBJÖRG í NORDURHÖFUM" V/ Útvegsbankinn Seltj. VERÐBREFAVISSKIPn Gíró-1990 SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Gegn náttúruvernd á villigötum ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 Fasteignavero þokast niður Margt bendir til að raunverð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafí farið lækkandi um nokkurt skeið, jafnvel frá miðju síðasta ári. Eftir tveggja ára látlausa hækkun á raunverði (umfram verðbólgu) íbúða á Reykjavíkursvæðinu í tvö ár, snérist dæmið við upp úr miðju ári 1988, samkvæmt útreikningum Fasteigna- mats ríkisins. Á 3. ársfjórðungi 1988 (júlí/sept.) hækkaði meðalverð á fermetra aðeins í kringum 2% frá næsta ársfjórð- ungi á undan (apr./júní), sem þýddi um 5-6% lækkun á raunverði. í fasteignaauglýsingum má sjá dæmi um íbúðir sem verið hafa í sölu í 5-6 mánuði og auglýstar á sama verði allan tímann. Lán seld fyrir 500-600 þús. Fasteignasalar segja erfitt að alhæfa um markaðinn. Peir virð- ast þó sammála um að ekki bar að þcssu sinni á þeirri uppsveiflu í verði sem oft hefur átt scr stað á fyrstu mánuðum ársins. Verð á góðum, nýjum og nýlegum íbúð- um með háum áhvílandi lánum segja þeir hafa hækkað umtals- vert. Ný 3ja milljóna króna húsn- æðislán seljist nú glatt á 500-600 þúsund kr. og jafnvel meira. Verðhækkanir eldri og minna eftirsóttra íbúða hafi hins vegar verið hægar. Þær hafi illa og ekki haldið í við verðbólguna, sem þýðir raunlækkun. Og verð á cnn minna spennandi íbúðum, t.d. eldri kjallaraíbúðum og slíku hafi jafnvel lækkað í krónutölu á undanförnum mánuðum. Próun- in sé greinilega sú að kaupendur geri vaxandi kröfur, skoði meira og betur og vilji fá íbúðir sem líta vel út og eru í góðu standi. Þeir fasteignasalar sem rætt var við létu þrátt fyrir þaj^el af markaðnum. Sögðu ágætt fram- boð á íbúðum og nokkuð góða sölu núna framan af árinu. Snúa sér aftur að „steypunni“ Gamalgróinn fasteignasali kvaðst m.a. verða töluvert var við að fólk sé að færa eignir sínar úr pappírum yfir í íbúðir, til þess að leigja út. Fyrir 3-4 árum sagðist hann í stórum stíl hafa selt íbúðir sem voru í útleigu, vegna þess að eigendur þeirra hugðust ávaxta þær eignir sínar í verðbréfum með háum vöxtum. Eftir þá illilegu áminningu sem fólk fékk um þá áhættu sem geti vcriö samfara slíkri ávöxtun sé ljóst að fleiri og fleiri setji aftur traust sitt á steinsteypuna. Þeir spyrji sjálfa sig hvort 2^f% hærri ávöxtun á pappírum sé áhættunn- ar virði. Lítil hætta sé á að íbúð gufi upp einn góðan veðurdag. Smæstu íbúðirnar hækkað minnst Meðalverð á fermctra í þeim 260 íbúðum sem útreikningar FR byggjast á fyrir 3. ársfjórðung ÆSUFELL Góð 100 (m íl é 4. hMÓ I lyttuh. Partt- et. FalkKJt útfýni. V#fö 4.8 miiy. KRÍUHÓLAR Góð 516 (m tb. ofartega > lytiuhual. Stofw, boróatofa, 3 tvefnharb. Suó- vusturiiv. Verð 6,1-6,2 millj. BORQARHOLT8ÐRAUT Fatog 117 tm efri haeó 1 tvi). Pvottahertx og uuymute 113. Stór biek. Verö 6,5 mtUj. SNORRABRAUT Goó ca 66 fm Ib. é 3. hoö. Nýtt gler. Danfoi>8 hiti. Laus fljótl. Ekkpa éhv. Veró 3,6-3,6 millj. STELKSHÓLAR Mjbg góó ca 117 fm ix é 1. hsó. Sérgaró- ur. Góóar innr. Akv. ula. Verö 6,0 rr% ÆSUFELL Góð 100 fm ib. á 4. hæð i lyftuh. Parket. Fallegt útsýni. Verð 4,8 millj. KRÍUHÓLAR Góö 116 fm íb. ofarlega I lyftuhúsi. 3 svefn- herb. Verð 5,1-5,2 millj. BORGARHOLTSBRAUT FaUeg n7 fm efri haaó i tvib. Fvottaherb. og geymsta i ib. Stór bilsk. Verð 6,5 mitlj. 3N0RRABRAUT Góð ca 65 fm íb. á 3. hæó. Nýtt gler. Danfoss hiti. Ekkert áhv. Veró 3,6 millj. STELKSHÓLAR Mjög góó ca 117 fm fb. ó 1. hæö. Sórgaróur. (b. skiptkrt f stóittr atofur, 2 horb. sjóoverpe- hoi, eidhús með búri innaf og beóherb. Verö 6 mSij. Við lauslegt yfirlit á auglýsingadálkum fasteignasalanna, annarsvegar í byrjun nóvember s.I. og hins vegar nú í vikunni, bar fljótt fyrir augu auglýsingar sem sýna, að venjulegar blokkaríbúðir sem auglýstar voru falar fyrir 5 mánuðum (og þá kannski ekki auglýstar í fyrsta sinn) eru enn til sölu og enn á sama verði. Það gefur til kynna að sala á íbúð getur a.m.k. stundum tekið töluverðan tíma, enda dæmi um að íbúðareigend- ur hafi þurft að afsala sérlánum Húsnæðisstofnunar vegna sölutregðu. 1988 var um 51.600 kr., en hins vegar töluvert misjafnt eftirstærð íbúða. Meðalverð íbúða var þá sem hér segir eftir mismunandi stærðum: Fjöldi herb. Meðal- stærð Söluv. þús.kr. Söluv./ ferm.kr. l-2 58 fm 3.090 54.200 3 79- 3.400 51.600 4 97- 4.870 50.600 Fleiri I2l fm 5.790 48.000 Meðalt. 83 fin 4.200 51.600 Frá 3. ársfjórðungi í fyrra hefur lánskjaravísitalan hækkað unt 8- 9%. Ef íbúöir hefðu hækkað í takt við verðbólguna væri meðal- verö nú hátt í 56 þús. kr. á fermetra. Frá því raunverö íbúða varð allra lægst, á2. ársfjórðungi 1986, hefur meðalverð minnstu íbúð- anna og stærstu hækkað hvað minnst, en verð 4ra herbergja íbúða mest. Milljón Frá apr./júní 1986 hefur láns- kjaravísitalan hækkað í kringum 67%. Meðalverð á fermetra fjöl- býlishúsaíbúða í Reykjavík var þá um 26.200 krónur. Með verð- hækkun í takt við verðbólgu væri fermetraverð nú aðeins um 43.800 kr. að meðaltali. Ætla má að verð nú sé a.m.k. 10.000 kr. hærra en það á hvern fermetra að meðaltali. Það svarar til þess að meðal 4ra herbergja íbúð kosti nú um milljón krónum meira, að raungildi, heldur en fyrir þrem árum. Þótt raunverð hafi þokast niður að undanförnu á það því langt eftir til að nálgast þá lægð sem fasteignaverð var kornið í fyrir þrem árum. -HEI Stjórnandi gröfu hætt kominn þegar snjóflóö féll: Grafan kastaðist til um breidd sína Einn slökkviliösniannanna veður í vatninu sem safnaðist fyrir í húsnæði Rafba í gær. Timamynd:Pjetur Vatnavextir í vorleysingum Slökkvilið Hafnarfjarðar var kall- að að Raftækjaverksmiðjunni hf.. Rafha, í Hafnarfirði í gær. Hjálparbeiðnin kom þó ekki vegna þess að kviknað væri í hcldur var allt á floti. „Það er nú búið að forða flest öllu úr liættu og cg held að ekki hafi orðið neinar skemmdir vegna vatnsins. Við höfum lent í þessu áður þannig að viðbúnaðurinn hér í verksmiöjunni er góður, það stendur til dæmis allt á breltum á gólfinu,“ sagði einn starfsmanna Rafha í samtali við Tímann. Aö sögn slökkviliðsins í Hafnar- firði var vatnið um fet þar sem dýpst var í morgun. „Það tók okkur þó nokkurn tíma að dæla bara þannig að viö hcfðum undan stöðugu vatns- rennslinu upp úr niðurföllunum," sagði einn slökkviliðsmannanna í samtali við Tímann. í gær flæddi víða inn í kjallara húsa, ekki bara í Hafnarfirði heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Viö gctum í rauninni ósköp lítiö að gert. Það er ófært að slökkviliðið sé bundið í því að dæla út úr húsum. Það cr til dæntis mikill sandur og drulla í þessu vatni sem fer mjög illa með dælurnar. En nú er byrjað að snjóa og við vonumst til að það bjargi málunum,“ sagði einn slök- kviliðsmannanna. jkb Stjórnandi 20 tonna Caterpillar hjólaskóflu, Ágúst Ólafsson frá Patreksfirði, slapp ómeiddur þegar mikið snjóflóð, um 20 til 30 metra langt, féll á hann þar sent hann vann að hreinsun á veginunr undir svo- kölluðum Stöpum í Patreksfirði. Tveir vegagerðarmenn setn voru í bíl skammt á eftir sáu þegar flóöið kom og tókst þeim að bakka bílnum burtu. „Mér bara brá,“ sagöi Ágúst að- spurður hvernig honum hafi orðið við, „maður hugsar nú lítið við þessar aðstæður, þetta gerist það snöggt." Ágúst var á leiðinni inn á Kleifahciði til að fara að moka snjó og liðka til fyrir vatni, þará heiðinni. „Það var komin snrá spýja niður í Stöpunum, sem við köllum og ég var að moka það flóð. Þegar ég var rétt óbúinn að moka, kom flóðið niður og á vélina,” sagði Ágúst. Vélin sem er um 3 metrar að hæð og um 20 tonn . að þyngd kastaðist til um brcidd sína á veginum og stoppaði á snjóruðn- ingi við vegkantinn fjær fjallinu. Flóðið var það mikið að snjórinn umlukti alla vélina, upp að gluggum í stýrishúsi, sem er í um 2,5 metra hæð. Hliðarrúðan brotnaði og sprunga kom í framrúðuna. „Það kom smá snjór inn í stýrishúsið og það rigndi yfir mig glerbrotum úr rúðunni, en ég slapp betur en á horfðist," sagði Ágúst. Ágúst sagði að flóðið hafi byrjað cfst í klettunum fyrir ofan veginn og rutt talsverðu af snjó á undan sér. Staðhættir cru þannig að vegurinn liggur nær niður í fjöru og rann flóðið í sjó fram. „Flóðið mátti ekki vera mikið stærra svo það fylltist ekki hjá mér húsið og vélin færi fram í sjó, því hún hefði örugglega oltið í sjóinn." sagði Ágúst. Skömmu fyrir kvöldmat í gær tókst að ná gröfunni út úr flóöinu. Ágúst sagði að þó nokkrar hengj- ur væru á Raknadalshlíð, sem væru líklegar til að falla, þó ekki fyrr en þíða kæmi á ný, en talsvert var farið að kólna í gærkvöldi. Þá taldi hann einnig að hætta gæti orðið á snjóflóð- um úr Skápadalshlíð, sem er innar í firðinum, á lcið inn á flugvöll. -ABÓ FLUGLEIÐAÞOTA BILAÐI í KLIFRI Einni af Botíng727 þotum Flug- leiða varð að snúa við cftir flugtak á Heathrow um tvöleytiö í gær, eftir að viövörunarljós kviknaði í stjórnklefa í klifrinu, um að eldur logaði i miðhreyfli vélarinnar. Strax var drepið á miðhreyflinum og vélin var lent á flugvellinum innan tuttugu mínútna, að sögn blaðafulltrúa félagsins, Einars Sig- urðssonar. Ekki reyndist um eld að ræða þar sem viðvörunarkerfið var bilað og var beöið eftir varahlutum þcgar Tíminn hafði samband við Flugleiðir í gær. Búist var við því að farþegum yrði boðið að gista i London eða á flughótelum í námunda við Heathrow flugvöll í nótt. Ekki er talið mikið verk að skipta um biluðu hluta viðvörunarkerftsins, en þá var ekki að fá i l.ondon. fyrir einhvcrra hluta sakir. Sagði blaða- fulltrúinn að alla nauösynlega vara- hluti væri að fá í Evrópu og líklega yrði viðgerð lokið fyrir kvöldið. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.