Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 6
6' Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 Jesper Langberg leikari úrdönsku myndröðinni Matador: „Lá við að ieikararnir lentu í vitundarkreppu“ Jesper Langberg leikari er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni. Hann var hér á landi um páskana í boði Norræna hússins og kynnti meðal annars tilurð og gerð Matador sjónvarpsþáttanna vinsælu á fjölmennum fundi í Norræna húsinu á laugardaginn fyrir páska. Jesper Langberg leikur bankastjóra Omegnsbanken, Kristen Skjern, bróður aðalsöguhetjunnar og vonbiðil hinnar pipruðu Elísabetar Friis sem alltaf var að slá úr og í í sambandi þeirra. Illlii Við ræddum við Jesper Langberg áður en fundurinn um Matador hófst í Norræna húsinu og spurðum hann hvernig á því stæði að fyrst nú væri myndröð, sem gerð var fyrir tíu árum tæpum, aöslá ígegn utan Danmerkur? „Matador hefur nú verið sýndur í rúmlega þrjátíu löndum og þeirra á meðal má nefna Ástralíu, Austur- og Vestur-Þýskaland, Júgóslavíu, Ítalíu, Holland, Belgíu, Frakklandi, ogöllum Norðurlöndunum að undanteknu Finnlandi - ennþá. Matador á íslandi Aðdragandi þess að Matador var tekinn til sýninga í íslenska sjónvarpinu varð í Finnlandi s.l. sumar: Ég var í Helsinki í lok ágústmánaðar s.l. aö leika í verki eftir Tschekov ásamt Ann Mari Max Hansen og við lckum í Lilla Teatern, þar sem Borgar Garðarsson hcfur lengi leikið. Eftir sýningu var boð í danska send- iráðinu og þar var meðal annarra Vigdís Finnbogadóttir forseti sem var reyndar borðnautur minn og Matador barst í tal. Ég spurði forsetann hvers vegna Matador hcfði ekki vcrið sýndur á Islandi þegar íslendingar gætu fengið hann fyrir 5% af fullu verði? Svíar og Norðmenn höfðu samvinnu þegar þeir keyptu þættina og ég bcnti Vigdísi á að ef íslendingar gengju inn í þau kaup, þá greiddu þeir aðeins 5% af fullu verði og Svíar og. Norðmenn greiddu 70%. Vigdís hafði engar vöflur á heldur hringdi strax í stjórnendur íslcnska sjónvarpsins og kom svo til baka eftir 10 mínútur og sagði: „Málið er klárt. Matador kemur til íslands." Matador í Hróarskeldu? - Eru raunverulegar persónur og atburðir að baki Matadors? „Ég veit ekki, annars verðurðu að spyrja Lise Nörgaard, höfund handrits- ins að því. (Lise Nörgaard er nú ritstjóri hins velþekkta Hjemmet). Það má þó vel ímynda sér að Nörgaard sæki ýmis atvik í þáttunum til æskustöðva sinna í Hróarskeldu og sjálfur er ég sannfærður um það. Fví er sennilegt að margar persón- anna í Matador eigi sér ákveðnar fyrirmyndir. Mér sýnist til dæmis að læknirinn sem keppir um hylli Elisabet- ar Friis við Skjern bankastjóra, sem ég leik, honum svipi um margt í skoðunum og háttum til Poul Henningsen. Poul Henningsen vararkitekt, rithöf- undur og blaðamaður, m.a. við Poli- tiken, Information og Socialdemokrat- en. Hann var mjög virkur í dönsku andspyrnuhreyfingunni meðan á her- námi Þjóðverja stóð. Pá er í þáttunum dregin upp mynd af pólitískum hræringum í Danmörku á tímabilinu frá því í kreppunni og fram yfir seinna stríð, þegar heimurinn um- hverföist og umbreyttist. Og guði sé lof að hann gerði það, því að sá mannvirðingastigi og goggunar- röð sem sýnd er í Matador í kreppu- byrjun var í raun óþolandi. Þarna í smábænum viðgengst snobb, slúður og yfirgangur. Ég lifði þessa tíma ekki sjálfur en að leika í þáttunum var að vissu leyti eins og að lifa tíðarandann. Þættirnir voru, með fáeinum undantekningum teknir upp í stúdíói Nordisk Film í Valby þar sem Korsbækbær var byggður. Það var séð fyrir því að öll smáatriði væru í lagi. Til dæmis má nefna að þegar ég, sem Kristen Skjern bankastjóri, opnaði skúffu í skrifborði bankastjórans, þá lágu þar meira að segja eldspýtur og dagatal, hvorttveggja frá 1928. Það var svo þaulhugsað fyrir öllum smáatriðum að við lá að leikararnir lcntu í sjálfsvitundarkreppu. Matador hefur verið gríðarlega vin- sæll og þegar hann var sýndur í danska sjónvarpinu voru fáir á ferli í miðborg Kaupmannahafnar. Ég hafði ágæta að- stöðu til að fylgjast með því, vegna þess að ég bý við Ráðhústorgið. Að komast í vetur - Hvað fær þig til að koma hingað í vetrarharðindin frá danska vorinu? „Bíddu nú hægur. Það hefur barasta enginn vetur verið í Danmörku, það liggur við að vera hálf óhugnanlegt. Ég hef að minnsta kosti ekki séð snjókorn. Það var sumarveður og hiti fyrir hálfum mánuði og kvöldið áður en ég kom hingað sat fólk úti léttklætt og naut veðurblíðunnar. Já, hvar var ég? Jú, ég er hér til að tala um Matador hér í Norræna húsinu nú á cftir. Þetta er reyndar í þriðja sinn sem ég kem hingað og ég hef aldrei séð Island í rigningu og er viss um að það á ég ekki eftir. I flugvélinni á leið hingað var sagt að hiti væri við frostmark, skýjað og slydda eða rigning. Ég sagði við sjálfan mig: „Passar ekki.“ Og viti menn - þegar við lendum er sólskin. Að vísu sást í fjarska að snjó kyngdi niður og er ekki vitlaust veður núna bæði fyrir norðan og austan Reykjavíkursvæðið en sólskin og blíða hér? Ég hef aldrei verið í annars konar veðri á íslandi en þessu sem nú er, sólskini og blíðu. ísland er fyrir mér afar áhugavert land. Mér finnst eins og allir Islendingar geti svo margt, séu skapandi. Þeir skrifa, stunda tónlist, dansa, lcika. Það cr eins og sé einhver listræn æð í hverjum manni sem gerir þá sérstaka sem þjóð. Ég segi þetta í alvöru en ekki til að skjalla: íslendingar eru afar áhugaverðir sem þjóð. Svo hafa þeir afar mikilvægan eigin- leika og eru að því leyti dálítið líkir Dönum að þeir eru notalega glettnir. Þeir sem ekki hafa slíkan eiginleika eru eiginlega stórlega fatlaðir og ættu að fá örorkubætur. Það er ómögulegt að umgangast til lengdar þá sem engan húmor hafa, það er hreinlega heilsusp- illandi. “ - Hefurðu séð mikið af landinu? „í fyrri skiptin sá ég Gullfoss og Geysi og fleiri staði á þeirri leið og í gær fór ég ! jeppaferð með fólki frá Sjón- varpinu. Við komumst nú ekki nema upp í Skíðaskála því að ófært var austur yfir fjall. Við gengum um fjallið dágóða stund og mættum meðal ann- arra forsætisráðherra íslands þarna í blíðunni og öllum snjónum. En ég kem aftur og skoða fleiri staði. Ég hef ekki verið í síðasta sinn á íslandi.“ Ekki bara Matador - Þú hefur leikið fleira en Skjern í Matador? „Jú mikil skelfing. Frá því ég lauk prófi sem leikari var ég atvinnulaus í þrjú korter. Þá var ég ráðinn við Konunglega leikhúsið og þar var ég þar til fyrir tæpum þrem árum að ég tók launalaust leyfi um tiltekið árabil því mig langaði til að reyna fyrir mér annars staðar en í vernduðu umhverfi hins Konunglega sem ég hef litið á sem mitt annað heimili. Ég trúi því ekki að örlögin hafi ákveðið að ég yrði alla mína starfsævi á sama stað og ætli maður hafi ekki sjálfur talsverð áhrif á sitt eigið líf. Því ákvað ég að taka stökkið. Vafalaust cr lífi hvers manns afmark- aður ákveðinn farvegur eða rammi en innan hans hefur maður talsvert svig- rúm til að hafa áhrif á framvinduna. Ég tók mér ekki frí frá Konunglega vegna þess að ég væri afskiptur með hlutverk þar eða óánægður. Það er langt í frá. Ég hef raunar aldrei séð fram úr verkefnum að undanteknum þessum 45 mínútum sem ég nefndi áðan. Ég vildi einfaldlega reyna fyrir mér við aðrar aðstæður en ég hef unnið við mest alla tíð. Nú, ég hef leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda bæði áður og eftir Matador og er nú að búa mig undir að leika í myndröð sem gerð verður eftir sögu Arne Forchammer en í henni leika ásamt mér, Kirsten Peuliche og Helle Merete Sörensen. Sannleikurinn er sá að ég hef leikið miklu fleira en Kristen Skjern í Mata- dor, bæði í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, þótt fæstir virðist muna eftir öðru en Skjern. Það gera þó ekki allir. Ekki alls fyrir löngu fór ég og fékk mér öl eftir sýningu og þar gaf sig á tal við mig elskulegur Jóti, það leyndi sér ekki á hreimnum. Ég var viss um að nú færi hann að tala um Matador, en viti menn. Hann segir: „Manstu þegar þú lékst Trönudansinum eftir Hostrup árið 1968 eða -9? Jú, það mundi ég svo sannarlega. Það eru fleiri hlutverk sem eru mér minnisstæð og þar ber hæst leikritið Rosenkrantz og Gyldenstjerne eftir Tom Stoppard sem mér þykir afar vænt um. Það fjallar um þá „strákana" úr Hamiet - Rosenkrantz og Gyldens- tjerne en þeir Hamlet og gamli kóngur- inn eru aukapersónur. Þeir tveir fyrr- nefndu eru Englendingar sem koma til hirðarinnar í Krónborgarkastala og flækjast í alls kyns flokkadrætti og samsæri gegn Hamlet og kónginum og allt er þetta hin mesta sorgarsaga og Hamlet gerist undarlegur í háttum. Þá kemur til skjalanna Hóras og reynir að komast eftir því hvort Hamlet sé galinn eða ekki en væri hann það, þá áttu þeir Rósi og Gullsi taka hann með sér til Englands og afliausa hann um leið og hann stigi fæti á land þar. Þetta var feikilega erfitt, enda tala þeir tveir næstum allan texta verksins sem tekur yfir þrjá tíma í flutningi. í þessu leikriti lék ég þegar það var flutt í Konunglega leikhúsinu 1968 og aftur síðar í leikhúsinu í Álaborg þar sem bróðir minn Ebbe var leikhússtjóri og þá lék Morten Grúnvald annað aðalhlutverkið á móti mér. ’68 hreyfingin Ég lít svo á að þátttaka mín í þessu verki sé mitt framlag til uppreisnar ’68 kynslóðarinnar svonefndu. Þeir Rósi og Gullsi tákna fyrir mér hvern þann strák sem dubbaður er upp og látinn hafa vélbyssu í hendur og sendur í eitthvert land sem hann ekki þekkir haus né sporð á og er alveg sama um og verður líklegast skotinn af einhverjum Viet-cong. Viet-nam stríðið var tómt rugl og tilgangslaus vitleysa. Þessvegna skrif- aði Tom Stoppard Rosenkrantz og Gyldenstjerne til þess að reyna að opna augu fólks fyrir vitleysunni. Leikritið endar á því að þeir láta lífið og dauði þeirra er fullkomlega tilgangslaus. Ég býst við að flestir Bandaríkja- manna hafi séð tilgangsleysi þessa stríðs og ég geri ráð fyrir því að sama sé uppi í Rússlandi gagnvart stríðinu í Afganistan. ’68 hreyfingin gekk út á, a.m.k. í fyrstunni, að brjóta niður trúna á valdsmenn og valdastofnanir. Ég þykist vita að t.d. skólakennarar geti ekki lengur hagað sér gagnvart nemendum og öðru fólki eins og Andersen kennari gerði í Matador, en svona kallar voru sannarlega til og ekki ófáir og algengt var að skólabörn væru barin af kennur- um. ’68 hreyfingin gerði sitt til að útrýma þessum mönnum, jafnt í kenn- arastétt sem annars staðar. Því miður fór þessi hreyfing mjög út af sporinu og gekk út í öfgar um margt þannig að nú virðist komið bakslag í hugsjónir hennar sem ekki virðast eiga upp á pallborðið hjá æskunni nú. Því verður þó ekki á móti mælt að við brutum niður múrana og æskan núna getur og verður að halda áfram og það verður að koma í Ijós hvernig henni tekst til. Hægrisveiflan og æskan Ég verð þó að segja að mér finnst æskan nú ekki standa sig of vel. Hún er upp til hópa „kurteist" fólk sem lætur allan fjárann yfir sig ganga án þess að æmta. Ég þekki vitanlega best til danskra ungmenna en þykíst vita að þessi deyfð er ekki bara þar, heldur um öll Vesturlönd. Þar hefur verið viss hægri sveifla í gangi um árabil og unga fólkið sparar og er svo ámátlega skynsamt og dauð- yflislegt að meira að segja kennurunum blöskrar. Mér finnst hugsunarháttur unga fólksins núna ótrúlega líkur því sem var upp úr 1950. Ungt fólk talar oft um það nú að okkur hafi mistekist flest og auðvitað hefur það fullt leyfi til þess að segja þetta. En hvar er viljinn nú, hvar eru hugsjónir um framfarir og betri heim? Ég kem satt að segja ekki auga á neitt í þá veru. Þvert á móti finnst mér vera afturför. Nefnum dæmi: '68 hreyfingunni fylgdu hippar og blómabörn sem vissu- lega voru ekki til stórræðanna. í dag höfum við hústökumenn, rokkara og vítisengla. Er það skárra? Stefán Ásgrímsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.