Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verö í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimeter Póstfax: 68-76-91 Keflavík 40 ára Keflavíkurbær á merkisafmæli um þessar mundir og minnist þess með ýmsu móti. í Keflavík er öflugt og vaxandi bæjarsamfélag, sem býr við þá sérstöðu, að byggja á gömlu og nýju - sjósókn og fiskvinnslu en vera jafnframt hlið okkar að umheiminum. Keflavíkurbær hefur þróast í samræmi við þetta. Að vísu hefur sjósókn og fiskvinnsla átt erfitt uppdráttar um sinn, og hefur þar borið nokkurn skugga á, einkum þegar haft er í huga, að Keflavík er frægur sjósóknar- og höndlunar- staður í sögunni og hefur því til mikils að vinna að halda við þeirri gömlu hefð, sem um leið er til hagsbóta fyrir íbúana. En að hinu leytinu hefur bærinn vaxið og dafnað í skjóli mikillar umferðar og góðra atvinnuskilyrða, sem alþjóðavöllurinn á Mið- nesheiði veitir. Pá hefur atvinna fylgt veru varnarliðsins á sama stað. Hitt er óumdeilt og ber bæjarfélaginu gott vitni, að áhrifa af því nábýli við varnarliðið, sem staðið hefur síðan árið 1951, gætir sáralítið. Það er mikill vitnis- burður um þann styrk, sem bæjarfélagið og íbúar þess búa yfir, og þær ófúnu rætur, sem þessi brjóstvörn gegn erlendum áhrifum á í íslensku þjóðlífi. Pótt Keflavíkurkaupstaður sé aðeins fjörutíu ára á staðurinn aldalanga sögu, þar scm bæði Englendingar og Þjóðverjar versluðu og reru til fiskjar. Síðan settust Danir að í Keflavík,- en kunnastir kaupmenn af því slekti voru Jacobæ- us, Duus, Fischer, Hansen og Knudtzon, sem allir komu eftir lok einokunarverslunar. En það hafa einnig þekktir íslendingar átt heima í Keflavík, og unnið staðnum margt gagnið. í þeim hópi hefur mest borið á útgerðar- og framkvæmdamönnum, sem nýttu )þá aðstöðu, sem staðurinn bauð upp á hvað snerti fiskveiðar, fiskverkun og verslun. Nú ij hefur byggðin aukist það mikið á hinu gamla j Rosmhvalanesi, að talað er um að tengja j saman hina mörgu þéttbýlisstaði sem risið hafa upp á litlu svæði. Pað væri góð þróun og í samræmi við stórhug þessara byggðarlaga. Gott dæmi um hvað Keflavík er tengd j sjónum birtist í kvæði Magnúsar Stefánssonar j (Arnar Arnarsonar) um Stjána bláa, sem um leið varð einn kunnasti sæfarandi seinni tíma. Hann strengdi klóna. Það gera þeir Keflvíking- ar og aðrir Suðurnesjamenn. Um leið og Tíminn sendir hinum fertuga kaupstað bestu kveðjur er það ósk og von okkar, að þetta hlið að umheiminum haldi áfram í sömu andrá að vera vörn íslenskrar þjóðmenningar. E KKI mun ágreiningur um að bækur geta verið áhrifa- miklar. Menn eru sammála um að ýmis rit hafi valdið aldahvörf- um í sögu mannkynsins. Bækur ýmissa meginhöfunda hafa breytt hugsunarhætti fólks á svo áhrifaríkan hátt, að heilu sam- félögin urðu ekki söm eftir, ef ekki heimsbyggðin öll. Stundum gerist það reyndar, að skoðanahópar og ýmiss konar bræðralög um átrúnað og póli- tískar stefnur taka ástfóstri við tilteknar bækur og gera efni þeirra að áróðursvopnum sínum og útbreiðslutækjum. Oft fer þetta þannig fram, að djarftækir stjórnmálamenn og þeir, sem þjást af skoðanaþráhyggju taka ástfóstri við einhverja fræði- mannshugdettu og halda henni fram sem óskeikulum vísindum, ef hægt er að finna í henni einhvern óm af þeim hugmynd- um, sem þeir ganga með sjálfir. Varla þarf að taka það fram, að fræðimönnunum er oftast lítill greiði gerður, þegar verk þeirra eru hantéruð á þennan máta. Fræðimannssæmd þeirra kann að vera misboðið með þessu. Nefna má nýleg dæmi um íslenskar bækur, sem pólitískir þráhyggjumenn hafa tekið traustataki og nota í áróðurs- stríði sínu. Hér verður sérstak- lega bent á doktorsrit Gísla Gunnarssonar, Upp er boðið ísaland, Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Þetta rit, sem fjallar um málefni 17. og 18. aldar, er orðið að röksemdasafni fyrir andstæð- inga íslensks landbúnaðar á 20. öld og einsýna forsvarsmenn heildsalastéttarinnar. En hvern- ig má slíkt verða? Gísli Gunnarsson verður að vt'su ekki með öllu hreinsaður af því að liann leggi einstefnu- mönnum vopn í hendur með sagnfræðiskýringum sínum. Bók hans er í ýmsu umdeilanlegt ] verk og hefur þar af leiðandi i ekki hlotið einróma lof gagnrýn- enda. En það er einmitt í þeim efnum sem vafasömust eru, sem pólitískir einstefnumenn hafa notfært sér bókina og heildsalar gert sér mat úr henni. Samanburðarfræði Bók Gísla Gunnarssonar fjall- ar um einokunartímann 1602- 1787, nærfellt tveggja aida tímabil á 17. og 18. öld. Sú söguskoðun hefur verið ríkjandi að þetta tímabil heyri til „myrk- ustu“ öldum íslandssögunnar, ekki vegna þess að frásagnir skorti um þessar aldir, síður en svo. Heimildir um þetta tímabil eru býsna miklar. Mikið hefur verið ritað um þessar aldir fyrr og síðar. Það verður alls ekki sagt að fróðleiksfúsir íslending- ar séu illa upplýstir um þetta tímabil sögu sinnar. Nægir þar að nefna rit Jóns J. Aðils um einokunarverslunina og ævi Skúla Magnússonar landfógeta. Nú kann vel að vera að nokkuð af viðtekinni uppfræðslu um ein- okunartímann sé byggð á hæpnu mati og ýmsum misskilningi á einstökum atvikum. Það er auk þess hverju orði sannara að saga þessa tímabils verður ekki sögð einu sinni fyrir allt. Það felst vissulega sannleikur í þeim orð- um Gísla Gunnarssonar, að sér- hver öld skapi sagnritun „í sinni mynd“, þótt þá hugsun mætti orða svolítið öðru vísi. Hvað varðar 17. og 18. öld, þá hefur ekki skort áhuga fræðimanna allt til þessa dags að fjalla um málefni þessa tímabils. Hins vegar hefur skort á, að þessar rannsóknir væru heildstæðar og miðuðu að heildarsýn um ís- lenskt þjóðfélag, hagkerfi, tæknistig og menningu á þessu tímabili. Trúlegt er að Gísli Gunnarsson hafi haft í huga að rit hans um einokunartímann bætti þarna úr í þágu nútímans. Það hefur höfundi hins vegar ekki iánast svo viðhlítandi sé. Honum hefur ekki tekist að segja sögu einokunartímans með orðum og rökum, sem skír- skota til samtímans og gera nútímafólki auðvelt að skilja tímann sem urn er fjallað. Þess í stað verður honum á að búa til „deilurit", sem hentar . af- mörkuðum hagsmuna- og skoð- anahópum í dægurmálaþrasi líð- andi stundar. Svo ótrúlegt sem það kann að vera, þá er rit Gísla Gunnarssonar um 17. og 18. öid orðið að röksemdanámu fyrir ritstjóra Dagblaðsins Vísis - í slag hans við landbúnaðarstefnu augnabliksins - og forstjóra Jó- hanns Ólafssonar & Co. og fleiri verslunarráðsmenn um við- skiptahætti dagsins í dag. Eins og mönnum með sæmi- lega dómgreind má vera ljóst, er ógerningur að bera saman þjóð- félag og hagkerfi 17. og 18. aldar og þjóðfélag og hagkerfi ofan- verðrar 20. aldar og finna í slíkum samanburði gild rök í umræðum um samfélagsmál nú- tímans. Með sama hætti er frá- leitt að gera ráð fyrir að sömu forsendur hefðu gilt um atvinnu- þróun og hagkerfi á 17. og 18. öld og fyrir hendi eru á síðustu áratugum 20. aldar. Hér skiptir mestu máli að átta sig á, að forsendur þess að nýta fiskimið- in við ísland voru allt aðrar fyrr á öldum en nú er. Þjóðfélags- gerðin, þar með hagkerfið, hlaut að markast af þessu á 17. og 18. öld. Sama er að segja um versl- unar- og viðskiptahætti. Það er engin leið fyrir 20. aldar menn að dæma viðskiptaskipulag fyrri alda manna út frá forsendum núlíðandi stundar. Því miður gefur umfjöllun Gísla Gunnars- sonar tilefni til þess að álíta að hann hafi ekki gert s^r riæga grein fyrir ástæðum þjóðfélags- gerðar 17. og 18. aldar og for- sendum atvinnu- og hagþróunar við slíkar aðstæður. Landbúnaður og sjávarútvegur Dr. Björn S. Stefánsson, hag- fræðingur og félagsfræðingur,, hefur sett fram athyglisverða gagnrýni á ritverk Gísla Gunn- arssonar. Vísast þar til greinar í Sögu, tímariti Sögufélagsins XXVI 1988 sem nefnist For- sendur og fyrirstaða nýsköpunar á 17. og 18. öld. Gagnrýni Björns beinist fyrst og fremst að þeirri samfélagssýn sem frarn kemur í bók Gísla og skýringum bókarhöfundar á hagsmuna- og valdabaráttu í samfélagi 17. og 18. aldar. Það er skoðun Gísla, ■ eins og Björn orðar það, að innlend valdastétt hafi sett þró- un sjávarútvegs þröngar skoröur af ótta við röskun á valdastöðu sinni og að hún hafi með áhrifum sínum á verðlagsákvæði sérleyf- istímans (þ.e. einokunartímans) fært arð frá sjávarútvegi til land- búnaðar. Björn Stefánsson vísar einnig til orða Helga Skúla Kjartanssonar sagnfræðings, sem undirstrikar þá söguskoðun Gísla, að allt frá miðöldum hafi framfaramöguleikar íslendinga legið í fiskveiðum fyrir erlendan markað, en íhaldssöm, innlend valdastétt hafi komið í veg fyrir að sjávarútvegurinn gæti þróast og þeirri aðferð beitt að verð- leggja sjávarafurðir lægra en landbúnaðarvöru. Með þessu „greiddi sjávarútvegurinn niður viðskiptakjör landbúnaðarins“ að mati Gísla Gunnarssonar og Helga Skúla Kjartanssonar. Þessa kenningu alhæfir síðan ritstjóri DV í forystugrein 18. f.m. og segir að „öldum saman“ og enn í dag sé háð sama stjórnmálabaráttan sem lýsi sér í því að stríð standi milli sjávar- útvegs annars vegar og landbún- aðar hins vegar með þeim af- leiðingum að sjávarútvegurinn fjármagni landbúnaðinn og hafi gert í aldaraðir. Ekki má nú minna gagn gera. „íhaldssemi valdastétta“ Þessi alhæfing Dagblaðsins Vísis er mál út af fyrir sig. Hins vegar er fróðlegt að kynnast nánar gagnrýni Björns Stefáns- sonar á söguskilning Gísla Gunnarssonar að því er varðar hagþróun og þjóðfélagsástand á 17. og 18. öid. Björn afneitar því auðvitað ekki að mikill þjóð- arauður felist og hafi falist í fiskistofnunum við landið. Aftur á móti bendir hann á, að for- sendur þess að nýta fiskistofn- ana eins og nú gerist hafi ekki verið fyrir hendi á 17. og 18. öld. Til þess lágu margvíslegar ástæður, sem mönnum þeirrar tíðar lágu í augum uppi og sagnfræðingum og félagsfræð- ingum nútímans ættu að vera ljósar. Það er rangt að „allt frá miðöldum hafi framfaramögu- leikar íslendinga legið í fiskveið- um fyrir erlendan markað". Á þessum tíma skorti forsendur fyrir því að íslendingar gætu orðið sú fiskveiðiþjóð sem þeir síðar urðu. Það gátu þeir ekki orðið fyrr en aðstæður breyttust bæði innanlands og utan. Það liggur m.a. síður en svo ljóst fyrir að íslendingar hefðu haft hagstæðan markað fyrir stórauk- inn fiskútflutning á þessum öldum. Norskur sagnfræðingur, Arnved Nedkvitne, segir í grein, sem birtist í Sögu 1985, að markaðs- og verðlagsþróun á 17. öld og fyrri hluta 18. aldar hafi leitt til stöðnunar í verslun með þurrkaðan fisk í Norður- Evrópu. Þetta gat verið ein ástæðan fyrir því að ekki voru forsendur fyrir stóreflingu út- gerðar á íslandi á þessum tíma. Gísli Gunnarsson eignar það íhaldssemi innlendra jarðeig- enda og valdastétta að sjávarút- vegur var ekki efldur á 17. og 18. öld. Þessir valdamenn áttu að hafa óttast röskun á valdastöðu sinni, ef sjávarútvegur yxi og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.