Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 16
28 Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 DAGBÓK Tónleikar á gítar og klavíkord Símon H. ívarsson or dr. Orthulf Prunner munu halda nokkra tónleika á næstunni, bæði á Suður- og Norðurlandi. Þeir leika á gítar og klavtkord. Laugard. 1. apríl spila þeir á Hellu á vegum Tónlistarskólans í Rangárvalla- sýslu. Tónleikarnir þar hefjast kl. 15:00. Sunnud. 2. apríl spila þeir í grunn- skólanum á Húsavík kl. 21:00. Daginn eftir spila þeir fyrir nemendur grunnskól- ans og halda einnig námskeið fyrir gít- arnemendur Tónlistarskólans á Húsavík. Þriðjudaginn 4. apríl spila þeir félagar á Akureyri og verða tónleikarnir í Gamla Lundi kl. 20:30. Ráðgert að þeir spili fyrir ncmcndur í Mcnntaskólanum 5. apríl. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Boccerini og M. de Falla. Stórhljómsveit á Selfossi Nýlega var stofnuð stórhljómsveit (15 manna) undir stjórn Karls Jónatanssonar. Söngkona með hljómsveitinni er Mjöll Hólm. Hljómsveitin heldur stórdansleik laug- ardaginn 1. apríl að Hótel Selfossi, ásamt 3 öðrum hljómsveitum. „Þeir sem hafa gaman af að dansa ættu ekki að láta sig vanta, því að þetta er stórdansleikur, -en ekkert aprílgabb!" segir í fréttatilkynn- ingu frá hljómsveitinni. Fundur Þjóðfræðafélagsins Fundur verður í Þjóðfræðafélaginu mánudaginn 3. apríl kl. 20:00 í stofu 308 í Árnagarði við Suðurgötu. Símon Jón Jóhannsson mun ræða um þjóðfræðakennslu í framhaldsskólum. Fundur Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 4. aprtl kl. 20:30 í Sjó- mannaskólanum. Spilað verður bingó. Hádegisverðarfundur presta mánudag 3. apríl í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. Fundur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga efna til fundar í Háskólabíói sunnud. 2. apríl kl. 14:00. Tilefni fundarins er, að nú eru 40 ár frá inngöngu íslands í Nató. Dagskrá: Ingibjörg Haraldsdóttir, form. miðnefndar SHA setur samkom- una. Peter Armitage, mannfræðingur frá Kanada talar um baráttu Innú indjána á Labrador gegn heræfingum Nató. Tónlist: Bubbi Morthens og Bjartmar Guðlaugsson. Leikrit: „Réltvísin gegn RÚV" eftir Jústus. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóltir. Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmað- ur stjórnar fjöldasöng á fundinum. Fundarstjóri er Páll Bergþórsson vcðurfræðingur. Húsið verður opnað kl. 13:30. Friðarömmur halda fund Friðarömmur halda fund mánudaginn 3. apríl kl. 20:30 á Hótel Sögu. Rætt verður um væntanlega ráðstcfnu sem halda á í Reykjavík 20. maí nk. Fyrirlestur um skjalastjórn Félag um skjalastjórn efnir til fyrirlest- urs um skjalastjórn þriðjudaginn 4. apríl kl. 16:30-18:00 í Kristalsal Hótcls Loft- leiða. Fyrirlcsari verður Williant Ben- edon, CRM, deildarstjóri við Lockheed Corporation í Kaliforníu og prófessor við Ríkisháskóla Kaliforníu í Los Angeles. William Bencdon nefnir fyrirlesturinn „Promoting Records Management: A case study in assuring continues managc- ment support”. Hann er ókeypis og opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Rökræðueinvígi J.C.Í. J.C. Nes heldur RE-keppni laugardag- inn 1. apríl kl. 20:30 að Laugavegi 178 III hæð. Þar keppa Konráð Eyjólfsson í J.C. Nesi og Guðlaug Kristinsdóttir í J.C. Súlum til úrslita í annarri umferð. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Spiiakvöld Spilakvöld hjá Alþýðubandalaginu, Kópavogi hefjast mánudaginn 3. apríl í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð. Allir velkomnir. Það verður þriggja kvölda keppni: 3. og 17. apríl og 8. maí, kl. 20:30. Verðlaun veitt öll kvöldin og heildarverðlaun 8. maí að verðmæti 10 þúsund. Stjórnin. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvotningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 1. apríl í Húnab- úð, Skeifunni 17, og hefst hún kl. 14:00. Allir velkomnir. Félagsvist Breiðfirðinga Síðasti spiladagur framhalds-spilak- eppni á þessum vetri verður sunnudaginn 2. apríl oghefst kl. 14:30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Allir velkomnir. Góð verðlaun. Nefndin. Norræna húsið Víkingafyrirlestur á síðasta degi Víkingasýningarinnar Sunnudaginn 2. apríl kl. 17:00 verður síðasti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra sem haldnir haga verið í tengslum við Víking- asýninguna í Norræna húsinu og Þjóðm- injasafninu. Að þessu sinni er fyrirlesarinn Anthony Faulkes, prófessor við háskólann í Birm- ingham og nefnir hann fyrirlesturinn „The Viking Mind“. Prófessor Anthony Faulkes er fyrrv. forseti Víkingafélagsins í Bretlandi og gaf nýlega út þýðingu sína á Snorra Eddu, fyrstu heildarþýðingu sem út kemur á ensku. Víkingasýningunni lýkur sunnud. 2. apríl, en hún hefur staðið yfir frá 21. janúar. Aðsókn hefur verið mjög mikil og hafa margir skólabekkir skoðað sýning- una og unnið að verkefni, sem Bryndís Sverrisdóttir safnkennari við Þjóðminja- safnið útbjó. Sýningin er opin kl. 11:00-18:00 í Norræna húsinu og Þjóðminjasafninu. Fyrirlestur í Kennaraskólahúsinu Þriðjudaginn 4. apríl flytur Steinar Steinsson skólastjóri fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menn- tamála er ncfnist: Nýjar leiðir í ver- kmenntakennslu og iðnfræðslu. Fyrir- lesturinn verður haldinn í Kennaraskól- ahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16:30. Öllum hcimill aðgangur. Mússorgskí í MÍR Sunnud. 2. apríl kl. 16:00 veröur so-1 véska kvikmyndin „Mússorgskí“ sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Petta er nær 40 ára gömul mynd (Lenfilm 1950) og var leikstjórinn, Grígorí Roshal, kunnurfyrir sögulegar kvikmyndir sem hann geröi á þessum árum. Titilhlutverkiö leikur Aleksander Bor- isov. í myndinni eru leikin fjölmörg brot úrtónvcrkum Mússorgskís, m.a. úróper- unni Boris Godúnov, scm MÍR sýndi fyrir skömmu, en einnig tónlist eftir Kabalévskí. Skýringar cru á ensku. Aö- gangur öllum heimill. Útivistarferðir Sunnudagsferð 2. april kl. 13:00: Gönguskíðaferð fyrir alla. Gengið frá Rauðavatni um þægilegt gönguskíðaland að Langavatni og Hafravatni. Ef aðstæð- ur breytast verður farið austar. Allir velkomnir. Brottför frá BSl, bensínsölu, farmiðar við bíl (5(K) kr.) Frítt f. börn m. fullorðnum. Helgarferð á Flúðir 8.-9. apríl. Myndakvöld í Fóstbræðraheimilinu fimmtudagskvöldið 6. apríl. Skaftafcll - Öræfi og Öræfajökull 20. apríl 4 dagar. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. Sunnudagsferðir F.í. 2. apríl Kl. 10:30 - Skíðaganga á Hellisheiði. Kl. 13:00 - Gengið á Skarðsmýrarfjall og cinnig gcngið á skíðum á Hellisheiði. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. (800 kr.) 20.-23. apríl - Skíðagönguferð til Land- mannalauga. Ferðafélag íslands. Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Engin guðsþjónusta verður kl. 14:00 að þessu sinni. Cecil Haraldsson. BLIKKFORM Smiðiuveai 52 - Simi 71234 Öll almenn blikksmíöavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum lifum. Póstsendum isn allt land (Ekið niður með Candvélum). Neskirkja Félagsstarf aldraðra Samverustund verður í dag, laugardag- inn 1. apríl kl. 15:00. Farið verður í Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Verð 300 kr. Félag eldri borgara Gönguferð verður farin á vegum félags- ins frá Tónabæ í dag, laugardag, kl. 14:00. Hlaupum apríl! Skemmtun verður haldin í Tónabæ í dag, laugardaginn 1. apríl, og hefst hún kl. 20:00. Dans og skemmtiatriði. Danskennsla fer fram í Ármúla 17 frá kl. 14:30-16:00. Opið hús i Goðheimum, Sigtúni 3. á morgun sunnudag. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Opið hús mánud. 3. apríl í Tónabæ frá kl. 13:30. Kl. 14:00 er félagsvist. Skákkeppni stofnana 1989 Skákkeppni stofnana 1989 hefst í a-riðli 3. apríl og í b-riðli 5. apríl. Teflt verður í a-riðli á mánudagskvöldum, en í b-riðli á miðvikudagskvöldum. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og áður, sjö umferðir eftir Monrad-kerfi í báðum riðlum. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 og mun kirkjuvörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þess óska. BILALEIGA meö utibu allt i kringum landiö, gera þer mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bilaleiga Akureyrar Okeypis hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 ÚTVARP/SJÓNVARP 6> Rás I FM 92,4/93,5 Laugardagur 1. apríl 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Yrsa Þóröardóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góftir hlustendur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Litli barnatíminn - „Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson. Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir og höfundur lesa (6). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björnsdóttir leitar svara við fyrirspumum hlustenda um dagskrá Ríkisútvarpsins. 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent fréttayfirlit vik- unnar og þingmálaþáttur endurtekinn frá kvöld- inu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Fiðlukonsert nr. 2 í h-moll op. 7 „La Campanella" eftir Nicolo Paganini. Salvatore Accardo leikur með Fílharmoniusveit Lundúna; Charles Dutoi stjórnar. 11.00 Tilkynningar. 11.03 í liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegnir og metnir. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. 12.00Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.02 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Porgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttlr. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Leikskáld á langri ferð. Dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Euaene O'Neill Jón Viðar Jónsson tók saman. (Aður útvarpað í nóvember sl.) 17.30 Tónlist. 18.00 Gagn og gaman. Silfurskeiðin eftir Sigur- björn Sveinsson. Sögumaður er Sigrún Sigurð- ardóttir. Lesarar: Gunnvör Braga, Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir og Kolbrún Þóra Björnsdóttir. Umsjón: Gunnvör Braga. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.31 Hvað skal segja? Umsjón: Ólafur Þórðar- son. 20.00 Litli barnatiminn - „Agnarögn“ eftir Pál H. Jónsson. Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir og höfundur lesa (6). (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Vísur og þjóðlög. 20.45 Gestastofan. Gunnar Finnsson tekur á móti gestum í talstofu. (Frá Egilsstöðum) 21.30 María Markan syngur lög og aríur eftir erlenda höfunda. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Dansað með harmoníkuunnendum. Saumastofudansleikur í Útvarpshúsinu. Kynnir: Hermann Ragnar Stefánsson. 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöldskemmtun Út- varpsins á laugardagskvöldi. Stjórnandi: Hanna G. Sigurðardóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi i næturút- varpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. Porbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur bandariska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnirdagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Dagbók Þorsteins Joð. - Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 15.00 Laugardagspósturinn. Skúli Helgason sér um þáttinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður lögum á fóninn. 19.00 Kvöldfréttlr. 19.31 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út ó lífið. Anna Björk Birgisdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjallar við Hannes Jón Hannesson sem velur eftirlætislögin sín. (Endurtekinn þáttur frá þriðju- degi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfreqnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00,4.00,7.00,8.00,9.00,10.00,12.20, 16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 1. apríl 11.00 Fræðsluvarp - Endursýning. Bakþankar (14 mín), Málið og meðferð þess (21 mín), Alles Gute (15 mín), Fararheill, Uppgangurog hnign- un Rómaveldis (19 mín), Umræðan (Dagvistun) (20 mín), Alles Gute (15 mín). 14.00 íþróttaþátturinn. Kl. 14.55 verður bein út- sending frá leik Southampton og Arsenal í ensku bikarkeppninni. Einnig verður fylgst með öðrum úrslitum frá Englandi, og þau birt á skjánum jafnóðum og þau berast. Umsjón Biami Felixson. 18.00 íkorninn Brúskur (16). Teiknimyndaflokkur í 26 þáttum. Leikraddir Aðalsteinn Bergdal. Þýðandi Veturliði Guðnason. 18.30 íslandsmótið í dansi. Frjáls aðferð. Sýnt frá keppni sem tekin var upp í Tónabæ. Seinni hluti. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Á framabraut. (Fame). Bandarískur mynda- flokkur. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 ’89 á stöðinni. Spaugstofumenn fást við fréttir líðandi stundar. Leikstjóri Karl Ágúst Úlfsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.50 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show). Bandarískur gamanmyndaflokkur um fyrir- myndarföðurinn Cliff Huxtable og fjölskyldu hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.15 Maður vikunnar. 21.35 Hér svaf Laura Lansing (Laura Lansing Slept Here) Bandarísk gamanmynd frá 1988. Leikstjóri George Schaefer. Aðalhlutverk Kat- harine Hepburn, Karen Austin, Brenda Forbes, Schuyler Grant og Joel Higgins. Laura Lansing er metsöluhöfundur sem á orðið erfitt með að ná til lesenda sinna. Hún tekur það til ráðs að flytja inn til bandarískrar fjölskyldu til að kynnast venjulegu fólki af eigin raun. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.15 Orrustan um Alamon (The Alamo). Banda- rísk bíómynd frá 1960. Leikstjóri John Wayne. Aðalhlutverk John Wayne, Richard Widmark, Laurence Harvey, Richard Boone og Frankie Avalon. Árið 1836 komu nokkrir uppreisnar- menn í Texas sér fyrir í Alamo, gamalli tniboðs- stöð í San Antonio í Texas. Markmiðið var að brjótast undan yfirráðum Mexíkóbúa og lýsa yfir sjáifstæði, en við ofurefli var að etja. Þýðandi Reynir Harðarson. 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Paramount. 08.25 Hetjur himingeimsins. He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Filma- tion. 08.50 Jakari. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Júlíus Brjánsson. 8.55 Rasmus klumpur. Petzi. Teiknimynd með íslensku tali. Leikraddir: Elfa Gísladóttir, Guð- rún Þórðardóttir og Júlíus Brjánsson. 09.00 Með afa. Það verður gaman að fylgjast með Afa í dag. Skyldi Pása takast að gabba hann Afa? Það er aldrei að vita. En Afi segir ykkur líka skemmtilegar sögur og sýnir ykkur teiknimynd- irnar Skeljavík, Litli töframaðurinn, Skófólkið, Glóálfarnir, Snorkarnir, Tao Tao og margt fleira. Myndirnar eru allar með íslensku tali. Leikraddir: Árni Pétur Guðjónsson, Elfa Gísladóttir, Eyþór Árnason, Guðmundur ólafsson, Guðrún Þórð- ardóttir, Helga Jónsdóttir, Randver Þorláksson og Saga Jónsdóttir. Umsjón: Guðrún Þórðar- dóttir. Stöð 2. 10.35 Hinir umbreyttu. Transformers. Teikni- mynd. Þýðandi: Björn Baldursson. Sunbow Productions. 11.00 Klementína. Clementine. Teiknimynd með íslensku tali um litlu stúlkuna Klementínu sem lendir í hinum ótrúlegustu ævintýrum. Leikradd- ir: Elfa Gísladóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Antenne 2. 11.30 Fálkaeyjan. Falcon Island. Ævintýramynd í 13 hlutum fyrir börn og unglinga. 4. hluti. Þýðandi: Björgvin Þórisson. RPTA. 12.00 Pepsí popp. Við endursýnum þennan vin- sæla tónlistarþátt frá því í gær. Stöð 2. 12.50 Myndrokk. Vel valin tónlistarmyndbönd. 13.05 Sjóræningjamyndin.ThePirateMovie. Ung stúlka á ferðalagi um Ástralíu hrífst af ungum dreng, íklæddum sjóræningjafötum, leikandi nítjándu aldar skylmingalistir fyrir ferðmenn. Aðalhlutverk: Christopher Atkins, Kristy McNic- hol og Ted Hamilton. Leikstjóri: Ken Annakin. Framleiðandi: David Joseph. Þýðandi: Ragnar Ólafsson. 20th Century Fox 1970. Sýningartími 95 mín. 14.40 Ættarveldið. Dynasty. Bandarískur fram- haldsþáttur. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. 20th Century Fox. 15.30 Örlagadagar. Pearl. Endursýnd framhalds- mynd í þremur hlutum sem fjallar um líf þriggja hjóna sem bjuggu í Pearl Harbor þegar Japanir gerðu þar hina afdrifaríku árás sína 7. desem- ber 1941. 1. hluti. Aðalhlutverk: Angie Dickin- son, Dennis Weaver og Robert Wagner. Leik- stjóri: Hy Averback. Framleiðandi: Sam Manners. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Warner 1978. Annar hluti er á dagskrá á morgun, sunnudag. 17.00 íþróttir á laugardegi. Meðal annars verður litið yfir íþróttir helgarínnar og úrslit dagsins kynnt og margt fleira skemmtilegt. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.19 19.19 Lifandi fréttaflutningur ásamt umfjöllun um málefni líðandi stundar. Stöð 2. 20.30 Laugardagur til lukku. Fjörugur getrauna- leikur sem unninn er í samvinnu við björgunar- sveitimar. í þættinum verður dregið í lukkutríói björgunarsveitanna en miðar, sérstaklega merktir Stöð 2, eru gjaldgengir í þessum leik og mega þeir heppnu eiga von á glæsilegum vinningum. Kynnir: Magnús Axelsson. Dag- skrárgerð: Gunnlaugur Jónasson. Stöð 2. 21.30 Stelni og Olli. Laurel and Hardy. Þeir félagamir fara á kostum. Aðalhlutverk: Stan Laurel og Oliver Hardy. Framleiðandi: Hal Roach. Beta Film. 21.50 í utanrikisþjónustunni. Protocol. Myndin fjallar um konu sem fyrir hreina tilviljun er ráðin til starfa hjá utanríkisráðuneytinu til að útkljá viðkvæmar samningaviðræður í Mið-Austur- löndum. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Chris Sar- andon, Richard Romanus og Andre Gregory. Leikstjóri: Herbert Ross. Framleiðandi: Goldie Hawn. Warner 1984. Sýningartími 95 mín. Aukasýning 11. maí. 23.20 Magnum P.l. Spennumyndaflokkur. Aðal- hlutverk: Tom Selleck. MCA 1988. 00.10 Bannvænn kostur. Terminal Choice. Læknirinn Frank lendir í alvarlegri klípu þegar annar sjúklingur hans i röðdeyr. Ferill hans sem læknir er ekki gallalaus. Yfirlæknir sjúkrahúss- ins veitir honum harða áminningu og Frank lofar bót og betrun. Skyndilega rennur upp fyrir honum að dauði sjúklinga hans er ekki með öllu eðlilegur og hann byrjar að rannsaka málið. Aðalhlutverk: Joe Spano, Diane Venora og David McCallum. Leikstjóri: Sheldon Larry. Framleiðendur: Jean Ubaud og Maqbool Ham- eed. Warner. Sýningartími 95 mín. Aukasýning 12. maí. Alls ekki við hæfi barna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.