Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. apríl 1989 Tíminn 9 LAUGARDAGURINN 1. APRIL 1989 M m 18. aldar skip í eigu dönsku konungsverslunarinnar. vinnuaflið yrði hreyfanlegra og flyttist frá landbúnaðinum. Vissulega gat þctta gerst og átti eftir að gerast þótt síðar yrði. Björn Stefánsson gerir athygl- isverðar athugasemdir við kenn- ingu Gísla um þessa hagsmuna- árekstra og framfaratregðu jarð- eigenda, þar á meðal þá fullyrð- ingu að verðskrá einokunar- verslunarinnar hafi beinlínis verið hagað með tilliti til þess að landbúnaðarafurðir væru hærra metnar en fiskur og fiskafurðir. Björn bendir á, að verðlags- ákvarðanir af þessu tagi hafi getað reynst tvíbent ráðstöfun frá sjónarhóli landeigenda, ekki síst þess manns sem Gísli telur aðalforsvarsmann búvörufram- leiðenda og jarðeigenda, Ólafs Stephensens, því að hann var einn öflugasti útgerðarmaður landsins um sína daga, auk þess iðnrekandi. Af Ólafi Stephensen Um Ólaf Stephensen segir Björn þetta: „Að dómi Gísla var Ólafur Stefánsson forystumaður í and- stöðu höfðingja við samfélags- breytingar og þar með breyting- ar á atvinnumálum, og vísar þar til ritgerða Ólafs. Um þennan foringja samdi Ólafur Oddsson kandidatsritgerð í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, sem ber heiti, sem lýsir allt öðru en andstöðu við breytingar, nefnilega „Ólafur Stefánsson og tilraunir hans með iðnað og útgerð að erlendum hætti.“ ... Fyrst er þess að geta, að Ólafur Stefánsson réðst árið 1754 til iðnaðarstofnananna sem bók- haldari, nýkominn frá námi í Höfn. í stjórn fyrirtækisins voru þá Skúli Magnússon landfógeti, Magnús Gíslason amtmaður, síðar tengdafaðir Ólafs, og Bjarni Halldórsson sýslumaður, fóstri Ólafs, auk fjórða manns. Ólafur varð amtmaður 1766 og stiftamtmaður 1790. Hann stundaði búskap, m.a. á Innra- Hólmi á Akranesi og átti útræði á Skipaskaga." Síðan rckur Björn athafna- sögu Ólafs Stephensens eins og Ólafur Oddsson hefur skráð hana í áðurnefndu fræðiriti sínu. Þar kemur í ljós að Ólafur Stephensen setti á stofn á eigin vegum ullarverksmiðju, sútun- ar- og skósmíðaverkstæði og gerði út þilskip ásamt dönskum embættismanni, Thodal stift- amtmanni, sem hefur fengið orð fyrir að hafa verið framfarasinn- aður. Um þessar athafnir Ólafs Stephensens segir Ólafur Odds- son að framlag hans í þessum efnum hafi verið viðleitni til Íiess að koma á iðnrekstri á slandi, færa þær iðngreinar inn í landið og láta reka slíkar stofnanir sem einkafyrirtæki, en þó með velvilja stjórnvalda og dönsku verslunarinnar. Þá kem- ur það einnig fram, að Ólafur Stephensen var síður en svo andvígur því að stofnað yrði til þéttbýlisstaða (kaupstaða) sem byggðust á iðnaði og útgerð. Um gagnsemi kaupstaðamynd- unar með fjölbreyttu atvinnulífi ritaði hann sérstaklega, sem bendir ekki til þess að hann hafi einhliða lagst gegn breytingum á þjóðfélagi og hagkerfi. ðlafur Stephensen studdi einnig, þegar þar að kom, hugmyndir svokall- aðrar landsnefndar um að koma á fót iðnfyrirtækjum í landinu framar því sem hann hafði sjálf- ur gert með einkaframtaki sínu. Hitt mun satt vera að iðnrekstur Ólafs Stephensens hafi ekki enst lengi, fremur en „innréttingar“ Skúla Magnússonar. Hann tap- aði auk þess stórfé á þilskipaút- gerð sinni ásamt Thodal félaga sínum, og átti það einnig við um þá útgerð þilskipa, sem Skúli Magnússon stóð fyrir. Niðurstaðan af þessari frá- sögn af framtákssemi Ólafs Stephensens á sviöi iðnaðar og útgerðar er því sú, að hann gerði þar merkar tilraunir, lagði í þær stórfé, en hafði ekki þann eigin- hagnað af þeim, sem til var stofnað. í stað þCss að Ólafur Stephensen væri sá afturhalds- maður í atvinnumálum, sem Gísli Gunnarsson vill vera láta og sá foringi landeigendavalds- ins, sem ekki vildi neinar breyt- ingar á samfélagsgerðinni, þá er ljóst að hann var einstæður frantfara- og framkvæmdamað- ur sem af heilum hug lagði sig fram um að skjóta stoðum undir nýsköpun í atvinnulífinu. Þótt þeir Skúli Magnússon elduðu grátt silfur þegar á leið og ættu ekki alltaf samleið í dægurmál- um síns tíma, þá áttu þeir margt sameiginlegt sem athafnamenn og baráttumenn fyrir fjölbreytt- ara atvinnulífi í landinu. Tryggasti atvinnuvegurinn Hitt er augljóst, að Ólafur Stephensen ætlaði ekki að gang- ast fyrir því að gera þjóðfélags- byltingu í landinu. Það kom Skúla Magnússyni heldur aldrei til hugar. Þeim var það ljóst að landbúnaðurinn var aðalat- vinnuvegur landsmanna og hlaut að verða það enn um sinn. Landbúnaðurinn veitti á þessum öldum öruggustu atvinnuna, framfleytti þjóðinni, þótt óáran og harðindi settu honum tak- mörk og tryggðu það ekki að þjóðin hefði alltaf í sig og á. Það er auðvitað firra að halda því fram aö sjávarútvegurinn hafi haldið landbúnáðinum uppi mcð einhverjum „niðurgrciðslum" á þessum tímum. Slíku var ekki til að dreifa. Sjávarnytjar, þ.á m. fiskveiðar, var hluti búrckstrar og almennra landsnytja án skarprar aðgrciningar. Þar sem vel var búið var jafnvægi í nýt- ingu landgæðanna. Þar studdi hver grcinin aðra. Þótt auövclt sé fyrir nútímamenn aö sjá alls kyns galla á þcssari samfclags- gerö og hagkerfi, þá er engiti ástæða til að kalla þá menn afturhaldsmenn, scm í vanda sinnar tíðar vildu halda í þetta kcrfi og láta það ckki farast í byltingu, sem enginn gat scð fyrir endann á. Það sem ráða má af orðum og framkvæmdum Ólafs Stephensens er cinfaldlega það, aö hann vildi halda viö meginþjóðfélagsgerö síns tíma en þróa samhliða borgaralega atvinnuhætti í landinu. Um þetta voru þeir Skúli Magnússon sammála og engir andstæðingar. Skúli Magnússon cr ekki nefndur „faðir Reykjavíkur" af því að hann hafi haft í hyggju að leggja bændasamfélagið í rúst og koma upp borgríki í landinu á 18. öld. Ólafur Stephensen var ekki andstæðingur nýsköpunar í atvinnulífinu og þéttbýlismynd- unar þótt hann vildi viðhalda samfélagsgerð síns tíma, þ.á m. víðtækum eignarrétti, hvort sem var yfir jörðum eða öðru góssi. Ólafur var að sjálfsögðu auðug- ur landeigandi og vildi viðhalda eignarrétti sínum og annarra jarðeigenda. En hann var síður en svo afturhaldsmaður í at- vinnumálum, heldur frum- kvæðismaður um nýsköpunar- stefnu, sem miðaði að því að efla útgerð, iðnað og bætta versl- un í landinu. Það er út í hött að gcra Ólaf Stcphensen að for- ingja afturhaldsafla um sína daga, cf slík öfl létu yfirlcitt að scr kvcða. Þó cr sú villan sýnu argari, þcgar pólitískir þrákálfar á ofanvcrðri 20. öld þykjast sjá samlíkingú milli þjóðfélags- átaka nútímans og þcss sem var að gerast fyrir 200 árum cða meira. Fyrr má nú stytta sér lcið gcgnum söguna og bera saman tvcnna tímana cn rugla í tómum tímaskckkjum, týna sjálfum sér í anakrónisma. Forsendur nýsköpunar Doktorsritgcrð Gísla Gunn- arssonar staðfcstir það scm áður var kunnugt, að 18. öldin cin- kcnnist af andstæðum, fátækt og hnignun á aðra hlið en fram- kvæmdavilja og umbótahugsjón á hina, Hins vcgar tckst höfundi ckki að skýra atvikaröö og or- sakasamhcngi þessarar aldar andstæönanna, m.a. hvcrs vcgna svo margt misheppnaðist af góðum áformum fram- kvæindasinnaðra ntanna. Kenn- ing hans um afturhald bænda- samfélagsins cr órökstudd og trú hans á það að iönvæðing og cfling útgcrðar hafi farið út um þúfur vcgna skipulagðrar and- stöðu bændaforystunnar cr á afar vcikum stoðum rcist. Það cr tnisskilningur að sjávarútvcg- urinn hafi greitt niður viðskipta- kjör landbúnaðarins og með því hafi vcrið komiö í vcg fyrir arðbærari útflutningsverslun. Útgcrðartilraunir Skúla Magn- ússonar, Ólafs Stephenscns og ríkisvaldsins mistókust ekki vegna óvinsamlegrar íhlutunar einstakra manna cða stétta. Ekki veröur annað séð cn að ráðandi öfl þess tíma hafi yfir- leitt verið hliðholl nýsköpunar- hugmyndum í atvinnumálum, hvort heldur var í sjávarútvcgi, iðnaöi cða landbúnaði. Björn Stefánsson scgir rétti- lcga aö efnahagslegar, fjárhags- legar og þjóðfélagslegar for- scndur hafi ckki vcrið fyrir hendi til þcss að nýsköpun atvinnulífs hcppnaðist í vcrulegunt mæli, þrátt fyrír virðingarverðar til- raunir. Hann bendir einnig á að landbúnaðurinn hafi verið trygg- asti atvinnuvegurinn, sem nauð- synlegt var að héldist í horfi. „Þcgar litið er til baka," segir Björn Stefánsson, „má skilja, hvaða forscndur vantaöi til framþróunar. Rcynslan skar úr um það á fyrri hluta 19. aldar, að efnabændur og kaupmenn höfðu fullan hug á að nýta gæði sjávarins og gerðu það, þegar forsendur voru til þess og héldu þannig uppi því merki, sem Ólafur Stefánsson hóf með at- vinnurekstri sínum. Ekki hafa verið færð rök að því að tengsl landbúnaðar og sjávarútvegs hafi spillt þar fyrir, hvorki í löggjöf né atvinnuháttum." Við allt þetta má bæta áhrifum harð- inda, drepsótta og náttúruham- fara, sem settu mark sitt á þetta tímabil. Gamalt máltæki segir: Bíð- endur eiga byr, en bráðir and- róður. Þetta spakmæli sýnist eiga við, þegar hugað er að nýsköpunartilraunum á 18. öld. Forsendur brast, fylling tímans var ekki komin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.