Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 Útboð InnkaupaSstofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboöum í gatnageró, lagningu holræsa og jarövinnu vegna vatnslagria í nýju íbúðarhverfi norðan núverandi byggðar í Grafarvogi. Verkið nefnist Borgarholt I, 2. áfangi. Heildarlengd gatna er um 1,2 km og lengd hoiræsa alls um 2,2 km. Verklok eru 1. nóvember 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 4. apríl 1989 gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 18. febrúar 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÍÞRÓTTIR •F' y eís * W Átöppun á öli Óskað er tilboða í átöppun á öli, á dósir, flöskur og barkúta fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11.00 f.h. mánudaginn 17. apríl n.k. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræöings, óskar eftir tilboðum í lokafrágang II. áfanga viö Grandaskóla. Verktaki tekur viö húsinu sem næst tilbúnu undir tréverk og fullfrágengnu aö utan. Grunnflötur skólans er 585 m2. Verklok eru 31. ágúst 1989. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö, miövikudaginn 19. apríl 1989, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Ix éi raumr!!! Stærsti vinningspottur í sögu íslenskra getrauna gekk loks út um páskana. Potturinn var fjórfaldur og alls voru 11.387.234 kr. í honum. 6 aðil- ar voru með 12 rétta og fær hver þeirra í sinn hlut 1.551.917 kr. Þeir heppnu voru víðsvegar að af landinu. Tveir þeirra voru frá Akureyri, en heppnin var einnig með aðilum frá Vík í Mýrdal, Kópavogi, Hafnar- firði og Reykjavík. Einn vinn- ingshafanna lét tölvuna velja fyrir sig og annar vann á marg- viknaseðil. 135 voru með 11 rétta og fékk hver þeirra í sinn hlut 15.374 kr. Tíminn stóð sig vel í fjöl- miðlaleiknum í síðustu viku og var með 6 leiki rétta ásamt RÚV. Með 5 rétta voru Bylgj- an og Stöð 2, en aðrir miðlar höfðu 4 rétta. Staðan í fjölmiðlaleiknum er nú þessi samkvæmt niður- stöðum fslenskra getrauna: Morgunblaðið 62, Bylgjan 59, DV 53, RÚV 52, Þjóðviljinn 50, Stöð 2 50, Stjarnan 48, Tíminn 47 og Dagur 46. Fylkir var söluhæsta félagið í síðustu viku með 12,37% áheita. Fram var í öðru sæti með 8,69%. Þessi tvö félög voru í sérflokki. í hópleiknum hefur BIS enn forystu með 103 stig, FÁLK- AR hafa 101 stig og ROZ og JUMBÓ hafa 100 stig. Nú í dag verður sú breyting á að sölu lýkur klukkutíma fyrr en vanalega, eða kl. 13.45 í stað 14.45 Ástæðan er sú að Bretar eru komnir á sumartíma og knattspyrnuleikirnir hefjast nú kl. 14.00 að íslenskum tíma. Tippurum er bent á að vera snemma á ferðinni í dag því búast má við nrikilli umferð á sölustöðum síðustu mín. fyrir lokun. Sjónvarpsleikurinn í dag er ekki af verri endanum. Stór- leikur í toppbaráttu 1. deildar milli Norwich og Liverpool. Norwich hefur komið mjög á óvart í vetur og verið í einu af þremur efstu sætunum frá byrj- un móts. Liverpool er í þriðja sætinu sem stendur og á mikilli uppleið. Það verður því áreið- anlega hart barist. Leikurinn hefst kl. 14.f)0. En snúum okkar að leikjun- um á seðli vikunnar: Aston Villa-Luton: 1 Luton liðið er sterkt á heima- velli en tapar oft á útivelli. Aston Villa hefur sigur í þess- um leik. Charlton-Middlesbro: X Hinn dæmigerði jafnteflisleik- ur á seðlinum. Middlesbro stendur betur í deildinni, en heimavöllurinn kemur Charl- ton til góða. Derby-Coventry: 1 Dean Saunders og félagar í Derby leika skemmtilega knattspyrnu og skora mikið af mörkum. Coventry nær ekki að stöðva Derby-liðið. Everton-QPR: 1 Lið Everton ætti ekki að verða í vandræðum með QPR-dreng- ina. Góður heimasigur. Norwich-Liverpool: 2 Sjónvarpsleikurinn skemmti- legi. Norwich nær ekki að stöðva rauða herinn, sem geys- ist upp stigatöfluna um þessar mundir. Sheffield Wed.-Millwall: X Siggi Jóns. og félagar ná jafn- tefli í hörkuleik. Millwall-liðið er sterkt, en nær ekki hirða 3 stig. Southampton-Newcastle: X Annað jafntefli staðreynd, en bæði lið þurfa mjög á stigum að halda í fallbaráttunni. Tottenham-West Ham: 1 Heimasigur á White Hart Line gegn West Ham liðinu sem nánast er þegar fallið í 2. deild. Wimbledon-Nott. Forest: 2 Hið geysisterka lið Nottingham Forest verður ekki í nokkrum vandræðum með bikarmeistara Wimbledon, þótt á útivelli sé. Clogh feðgar verða í sviðsljós- inu. Brighton-Man. City: 2 Topplið 2. deildar, Manchester City hirðir 3 stig í Brighton, en heimamenn eru í mikilli fall- hættu um þessar mundir. Leeds-Bournemouth: 1 Bournemouth-liðið er ekki eins sterkt á útivelli og heima og Leeds-arar verða í stuði á Elland Road. 3 stig til Leeds. Swindon-Blackburn: 2 Blackburn-liðið hefur alla möguleika á að tryggja sér 1. deildar sæti, en til þess þarf liðið að vinna sigur á Swindon í dag. Útisigur. skúli lúðvíks. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 1. APRÍL ’89 J CD 5 > Q z z 2 V z z 3 > s 3 I DAGUR e O- tr < C/5 * cc I BYLGJAN CN & w STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Aston Villa - Luton 1 1 1 1 X 1 2 1 1 7 1 1 Charlton - Middlesbro 1 1 X X 1 1 X X X 4 5 0 Derby - Coventry X 1 1 1 1 X 1 X X 5 4 0 Everton - Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Norwich - Liverpool X 1 2 2 1 1 2 2 2 3 1 5 Sheff. Wed. - Millwall 1 X X 2 2 1 1 2 1 4 2 3 Southampton - Newcastle 1 1 X 1 1 X X X 1 5 4 0 Tottenham - West Ham 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Wimbledon - Nott. For. X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 8 Brighton - Man. City 1 2 2 X 2 2 2 2 X 1 2 6 Leeds - Bournemouth 1 1 1 1 1 1 1 X 1 8 1 0 Swindon - Blackburn X 1 2 X 1 X 1 X 2 3 4 2 1x2 Sala getraunaseðla lokar á laugardögum kl. 13:45. 13. LEIKVIKA- 1. APRÍL 1989 1 jX m Leikur 1 Aston Villa - Luton Leikur 2 Charlton - Middlesbro — Leikur 3 Derby - Coventry Leikur 4 Everton - Q.P.R. Lefkur 5 Norwich - Liverpool Leikur 6 Sheff. Wed. - Miilwali Leikur 7 Southampton - Newcastle Leikur 8 Tottenham - West Ham Leikur 9 Wimbledon - Nott. For. Leikur 10 Brighton - Man. City Leikur 11 Leeds - Bournemouth Leikur 12 Swindon - Blackburn Símsvari hjá getraunum á laugardöi kl. 16:15 er 91-84590 og -8446 ;um eftir Ath. breyttan lokunartíma Ef 1. vinningur gengur ekki út næst, verður sprengivika 8. apríl. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1xl£ Körfuknattleikur: IBK OG HAUKAR NAÐU 5. SÆTIÁ SCANIA-CUP Fjögur íslensk unglingalið í körfu- knattleik tóku þátt í Scania-cup, Norðurlandamóti félagsliða í Söd- ertálje í Svíþjóð um páskana. Kefl- víkingar og Haukar náðu 5. sæti ■ mótinu, en liðin kepptu hvort í sínum aldursflokknum. Hauka-liðið var úr 9. aldursflokki, eða 16 ára gamlir strákar. Þeir urðu í 3. sæti í sínum riðli og eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á mótinu, unnu þeir næstu fjóra leiki. Þeir höfnuðu í 5. sæti á mótinu, sem er mjög góður árangur. Úrslit í leikjum Haukanna urðu þessi: Haukar-Södertálje.......34-51 Haukar-HNMKY.............35-70 Haukar-Oliv .............48-46 Haukar-Uppsala.......... 57-52 Haukar-Högsbo ...........63-56 Haukar-Duvbo ............49-46 Stigahæstur Haukanna var Bragi Guðmundsson með 64 stig. ÍR-liðið í 9. flokki keppti einnig á mótinu, en var ekki í sama riðli og Haukar. Óheppnin elti liðið og að- eins tveimur dögum fyrir ferðina sleit miðherji liðsins liðbönd í ökkla og sat eftir heima. Á fyrstu æfing- unni í Svíþjóð missteig einn mikil- vægasti leikmaður liðsins sig á ökkla og var hann lítið með á mótinu. ÍR-liðið varð að bíta í það súra epli að verða í 10 og síðasta sætinu. Úrslit leikja liðsins urðu þessi: ÍR-Högsbo.................49-67 lR-Solna..................34-61 iR-Brahe .................35-69 ÍR-Duvbo..................30-64 ÍR-Uppsala ...............42-70 Brynjar Agnarsson var stigahæst- ur ÍR-inganna. Lið Solna sigraði í þessum aldurs- flokki á mótinu. { 8. aldursflokki, 14 ára strákar, kepptu ÍR-ingar. Meiðsl settu einnig strik í reikninginn hjá þeim og þeir voru óheppnir að lenda í sama riðli og og 3 af fjórum sterkustu liðum mótsins. Þeir töpuðu leikjum sínum mörgum með litlurn mun. Liðið varð í 4.-6. sæti í sínum riðli, en með óhagstætt stigahlutfall. Því kom það í þeirra hlut að leika um neðsta sætið og í þeim leik vannst sigur gegn norska liðinu Gintle. Úrslitin urðu þessi: ÍR-BMS .................. 39-58 ÍR-Blackeberg.............41-40 ÍR-HNMKY .................42-46 ÍR-Uppsala ...............49-52 ÍR-Harem .................72-78 ÍR-Södertálje...........46-54 ÍR-Gimle................. 59-52 Eiríkur Önundarson var stig- ahæstur ÍR-inga með 75 stig og hann var jafnbesti maður liðsins á mótinu. HNMKY sigraði Harem í úrslita- leik mótsins, en gegn þessum liðum átti ÍR-liðið mjög góða leiki. í 7. flokki 13 ára stráka, kepptu Keflvíkingar. Þeir urðu í 3. sæti í sínum riðli og kepptu um 5. sætið á mótinu. í úrslitaleiknum um 5. sætið voru Keflavíkurstrákarnir sem svefngenglar í byrjun Ieiksins og voru undir 3-25. Þá tók þjálfari þeirra Stefán Arnarson leikhlé og sprautaði vatni í strákana til að vekja þá. Eftir það vöknuðu þeir og snéru leiknum algjörlega við. Eftir spennandi lokamínútur sigraði Keflavík með 3 stigum og náði 5. sætinu sem er góður árangur. f riðli með þeim voru tvö bestu lið Finnlands, en annað þeirra sigraði á mótinu. Guðmundur Oddsson var stiga- hæstur hjá Keflavík með 74 stig. Úrslit leikja Keflvíkinganna urðu þessi: ÍBK-Lidingö.............. 58-43 ÍBK-Tap Honka.............46-41 ÍBK-Kouvot............... 38-53 ÍBK-Duvbo ................81-51 ÍBK-Brahe ............... 86-44 ÍBK-Pak. NMKY ........... 56-53 Þetta var í 5. sinn sem íslensk lið keppa á Scania-cup og vonandi verð- ur framhald þar á. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.