Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. apríl 1989 Tíminn 25 AÐ UTAN myndastjarna og fyrirsæta, en oftar en ekki orðið að sætta sig vonsvikn- ar við óbreytt útlit áfram. Það getur farið saman að vera feit og ánægð Já, loks hafa menn áttað sig á þeirri fjárhagslegu staðreynd að stórar konur eru miklar eyðslu- klær. Á hverju ári eyða þær 20 milljörðum dollara megrunarkúra og hjálpartæki við megrun, og öðrum 10 milljörðum dollara í tískufatnað í yfirstærðum. En skilaboðin sem konurnar fá í þess- um viðskiptum eru þau, að það getur ekki farið saman að vera feit og ánægð. Auglýsingarnar gefa það í skyn að megrun sé lykillinn að nýju lífi. En Wellcr beitir annarri aðferð. Hann færir stórvöxnum bandarísk- um konum önnur skilaboð, þ.e. að það sé í góðu lagi að konur séu stórar, en það sé þó enn betra að vera bæði stór og liðug. „Þetta er ekki myndband um megrun," segir hann með áherslu. Heldur er þetta myndband sem kennir æfingar og gott sjálfsmat og endar með bitrum sögum kvennanna sjálfra.“ Hvernig stendur á því að Weller fór að fást við þetta verkefni? Forsagan er sú að kona hans, sem er framleiðandi sjónvarpsþátta, rakst við vinnu sína á tvær stórar konur frá Washington-ríki, sem höfðu sett á stofn margar líkams- ræktarstöðvar fyrir konur í þeirra eigin stærðarflokki, sem leið illa í leikfimi með þessum velþjálfuðu fegurðardísum sem svo oft má finna á líkamsræktarstöðvum. Þar með var hugmyndin að myndband- inu fædd og nú eiga allar stórar konur í Bandaríkjunum kost á því að notfæra sér það. Byggja upp sjálfsálit stórra kvenna - stig af stigi Weller hefur þá skoðun að stórar konur upp til hópa hefðu gott af því að kynnast hugmyndinni sem fram kemur á myndbandinu þar sem hún sé fyrst og fremst að byggja upp sjálfsálit stórra kvenna, stig af stigi. Weller gefur einfalda ráðlegg- ingu til að fást við erilsamt og á tíðum stefnulaust líf. „Takið ykkur tíma til að hugsa, setjist niður og skilgreinið hvert þið viljið stefna og hvað þið hafið gert. Á morgn- ana hugsa ég um hvaða árangri ég vil ná þann daginn og hvaða af- stöðu ég vilji hafa þegar ég geri það. Á kvöldin renni ég huganum yfir hverju ég hef áorkað, svipað og ég gæfi mér einkunn. Þessi aðferð fær fólk til að hugsa í stærra formi og fær mann til að hafa trú á að maður geti gert það sem maður ætlaði sér.“ „Munið eitthvað gott við ykkur sjálfar á hverjum degi“ „Leggið áherslu á að muna eitt gott atriði um ykkur sjálf á hverjum degi, hvort heldur það er að þið lítið vel út eða að þið hafið ætlað ykkur að gera eitthvað stórkost- legt, eða hvað sem er,“ segir hann og leggur mikla áherslu á að þetta eigi ekki að vera einhvers konar strengilegir helgisiðir, heldur hljóðlát viðurkenning á viðkom- andi. En hvað þá með megrunarkúra og líkamsþjálfun? „Hófsemi," seg- ir Weller með áherslu. „Ég geri ekki of miklar leikfimiæfingar og ég reyni að borða sæmilega skynsamlega, innan vissra marka. Við reynum að forðast að borða mikið „rautt" kjöt. Við borðum kjúklinga, fisk, mikið af salati og pasta. Við sneiðum hjá niðursoðn- um mat og gosdrykkjum og við drekkum frekar vatn.“ En hvað þá með umgang við annað fólk? Stórar konur þjást oft vegna of lélegs sjálfsmats og það getur leitt til þess að þær koma sér hjá því að hitta annað fólk. Hvern- ig má venja þær á að umgangast annað fólk áreynslulaust? „Ég ráð- legg þeim að spyrja fólk sem þær hitta einhverra spurninga um það sjálft. Smám saman fer konunum að líka betur við þetta fólk sem er ekki lengur ókunnugt og þegar þær hafa náð tökum á kringumstæðun- um skemmta þær sér betur,“ segir Weller. Sjálfur segist hann vera óframfærinn og þess vegna til- neyddur að lifa samkvæmt þeim reglum sem hann kennir. „Reynið að fá aðra til að brosa“ „Reynið að fá annað fólk til að brosa,“ segir hann. „Ég veit að það hljómar eins og heimskulegt barm- merki sem þið verðið að næla í kragann, en það fær fólk til að skilja að þið veitið því athygli og þá líður því vel. Og þetta styrkir líka sjálfstraust ykkar sjálfra. Ef það eruð þið sem bjóðið öðrum upp á eitthvað, vill annað fólk vera með ykkur. Það biður ykkur um ráðleggingar og kemur til ykkar í leit að aðstoð. Og þá finnst ykkur þið vera eitthvað sérstakt. Fólk sem gerir stanslaust kröfur til ann- arra eyðir bara orku til einskis. Félagslynt fólk, sem er vingjarnlegt og fúst til að hjálpa öðrum, kemur langmestu í verk.“ Lokaráðlegging Wellers er: „Lítið á það sem verður ykkur til hindrunar í lífinu sem eitthvað til að sigrast á. Rue McClanahan (Klassapía) sagði þegar henni voru veitt Emmy-verðlaunin, að mamma hennar hefði kennt henni að hún skyldi líta á hvert spark sem hún fengi sem hvatningu. Þannig að í hvert skipti sem eitthvað slæmt kemur fyrir ykkur skuluð þið líta á það sem hvatningu. Það ýtir við ykkur.“ Ráðleggingar Wellers duga hon- um sjálfum greinilega vel. Hann er nú mjög eftirsóttur og önnum kaf- inn maður bæði í sjónvarpi og útvarpi. Og nú lítur hann á það sem hlutverk sitt að breiða út boðskapinn. Það gerir hann með myndsegulbandinu og sjónvarps- þáttunum sem hafa gert hann að besta vini bandarískra húsmæðra. Vikuáætlun stórra kvenna í leit að velllðan 1. dagur: Að morgni. Finnið kyrrláta stund fyrir ykkur sjálfar til að búa til lista í huganum yfir það sem þið viljið koma í verk í dag. Á meðan mega engar truflanir verða, ekkert útvarp og ekkert sjónvarp. Að deginum. Búið til leikfimiáætl- un sem nær til efri hluta líkamans, neðra baks og kviðvöðva. Ekkert hlaup, skokk eða stökk. Einbeitið ykkur að gólfæfingum. Að kvöldi. Aftur kyrrlát stund til að skilgreina hverju þið hafið áorkað. Gefið ykkur einkunn í huganum. 2. dagur: Að morgni. Kyrrlát stund fyrir listann í huganum. Að deginum. Skapið ykkur jákvætt hugarfar gagnvart einu vandamáli. Byrjið á æfingunum hægt og síg- andi, alls ekki fyrr en tveim stund- um eftir máltíð. Miðið áreynsluna við hjartsláttinn. Passið að hafa hnén alltaf beygð, þar sem það dregur úr áreynslu. Klæðist víðum og þægilegum fötum eða æfinga- galla og drekkið mikið vatn bæði á undan og eftir. Munið eftir að anda. Að kvöldi. Kyrrlát stund fyrir einkunnagjöf. 3. dagur: Að morgni. Kyrrlát stund til að gera lista í huganum. Að deginum. Jákvæð afstaða - leysið vandamál. Gerið áætlun um skynsamlegt mataræði. Hugleiðið að sleppa koffíni og minnka salt- og fituneyslu. Gerið æfingarnar að vana, þá finnið þið fljótt til vellíð- unar. Aukið smám saman áreynsl- una. Reynið að æpa, syngja eða hlæja á meðan þið gerið æfingarn- ar. Það hjálpar til við öndunina og þið verðið kátari. Að kvöldi: Kyrr- lát stund til einkunnargjafar. 4. dagur: Að morgni. Kyrrlát stund. Að deginum. Segið ykkur sjálfum að ykkur finnist gaman að finna lausnir á vandamálum. Gerið æfingar, enn rólega en aukið áreynsluna aðeins. Verið sniðugar í „millimálum". Leyfið ykkur ávex- ti, grænmeti, jafnvel saltstengur, en haldið ykkur frá nammi með miklu fitu- og natriuminnihaldi. Gefið ykkur áhyggjulausa stund. Að kvöldi. Kyrrlát stund fyrir eink- unnagjöf. Einbeitið ykkur að því jákvæða í lífinu. 5. dagur. Að morgni. Kyrrlát stund. Að deginum. Lagfærið eitthvað sem ykkur líkar ekki, sama hversu lítilvægt það er. Skipt- ið um æfingar. Sama gildir um mataræðið. Bætið við einhverju sem þið borðið sjaldan og sleppið einhverju sem þið hafið annars á hverjum degi. Segið ykkur sjálfum hvað ykkur líður ljómandi vel. Segið svo einhverjum öðrum það sama. Látið söguna ganga og leitið jákvæðra viðbragða. Eignið ykkur áhyggjulaust síðdegi. Að kvöldi. Kyrrlát stund. Metið skilgreinið og staðfestið nýtt og betra álit á ykkur sjálfum. 6. dagur. Að morgni. Kyrrlát stund. Að deginum. Stund fyrir jákvæð viðhorf. Veljið eitthvað sem er sérlega erfitt að fást við í lífi ykkar og veltið fyrir ykkur kring- umstæðum sem gætu leitt til heppi- legrar lausnar. Haldið áfram að bæta æfingar- og matarvenjur. Komið einhverjum til að brosa í dag. Veljið eitthvað sem leitar yfirleitt óviðráðanlega á hugann og látið það ekki ráða yfir ykkur - ekki í dag. Gáið að því hvaða tilfinningu það gefur ykkur. Að kvöldi. Kyrrlát stund til einkunnar- gjafar. 7. dagur. Að morgni. Kyrrlát stund. Að deginum. Látið jákvætt viðhorf endast allan daginn og góðar tilfinningar stjórna deginum ykkar. Takið frá tínta fyrir ykkur sjálfar, kannski fyrir eitthvert tóm- stundagaman eða íþróttir. Kyrrlát stund. Lítið yfir liðna viku og óskið ykkur sjálfum til hamingju. Haldið áfram þeim aðferðum sem hafa reynst ykkur vel. Jörð til sölu Til sölu er jörðin Hátún, Vestur-Landeyjahreppi, Rangárvallasýslu, ásamt eyðijörðinni Fíflholts- norðurhjáleigu í sömu sveit. Bústofn og vélar fylgja. Tilboð sendist Fannari Jónassyni, Þrúð- vangi 18, 850 Hellu, sem einnig gefur nánari upplýsingar í síma 98-75028 milli kl. 13 og 16 virka daga. Tilboðsfrestur er til 17. apríl 1989. Þrúðvangi 18, 850 Hellu. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 3. apríl 1989. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Fjármálaráðuneytið. Hafnarfjörður Tæknimaður Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verkfræðing eða tæknifræðing til að veita forstöðu hönnunardeild við embætti bæjarverkfræðings, jafnframt því að vera staðgengill bæjarverkfræðings. Menntun í þéttbýlistækni og skyldum fögum er áskilin. Veruleg reynsla í þróun skipulags og hönnun gatna og veitukerfa er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veita bæjarverkfræðingur og bæjarritari, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Umsóknir skulu berast á sama stað eigi síðar en 18. apríl n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. % IS'**' Fógetaembættið í Keflavík Tilboö óskast í breytingar og endurbætur á skrifstofuhúsnæði bæjarfógetans í Keflavík aö Vatnsnesvegi 33. Húsiö er tveggja hæða steinhús 300 m2 aö grunnfleti. Verkefniö er aö endurinnrétta alla efri hæö hússins og breyta innréttingum á um helmingi neöri hæöar. Á verktímanum mun embættið hafa hluta af starfsemi sinni í þeim hluta hússins sem ekki er verið aö vinna við eða lokið veröur viö. Efri hæö hússins skal skila fullgeröri 18. ágúst 1989 en neðri hæö 15. september 1989. Útboösgögn veröa afhent frá kl. 14.00 þriðjudaginn 4. apríl n.k. til og meö fimmtudags 13. apríl gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsiö veröur til sýnis væntanlegum bjóöendum 6. apríl og 13. apríl n.k. milli kl. 16.00 og 17.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 18. apríl 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.