Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 31. október 1989 Hafnfirdingar vigja sundlaug Hafnfirðingar tóku í notkun nýja og glæsilega útisundlaug sl.laugar- dag. Suðurbæjarlaug, en svo nefnist nýja laugin, er í raun þrjár sam- tengdar sundlaugar, auk fjölbreyttr- ar aðstöðu ti! útivistar og íþrótta á stóru útisvæði við laugarnar, auk margvíslegrar aðstöðu í sundlaugar- húsinu sjálfu. Fyrsta skóflustungan að lauginni var tekin haustið 1984 og er kostnað- ur við framkvæmdirnar kominn í tæpar 170 milljónir króna, en með fullbúinni innisundlaug, sem ljúka á næsta vor verður heildarkostnaður- inn um 190 milljónir. Útisundlaugin nýja er 12 x 25 metrar og fullbúin fyrir aðþjóðak- eppnir. Þar er einnig að finna barna- laug, samtengda stóru lauginni, með vatnsrennibraut, og stórum vatnssvepp. Innisundlaugin sem á eftir að ljúka verður tengd úti- laugunum með sérstakri rennu. Sundlaugarhúsið er á tveim hæðum, samtals 1040 fermetrar. Þar er búningsaðstaða fyrir um 400 gesti, auk útibúningsklefa. Þrírheitirpott- ar og 250 metra upphituð hlaupab- raut eru á svæðinu. Arkitekt laugarinnar er Sigurþór Aðalsteinsson. -ABÓ Fallþungi dilka meiri en í fyrra: Saudfjárslátrun lokið á Akureyri í síðustu viku lauk sauðfjárslátrun hjá sláturhúsi KEA á Akureyri. Alls var slátrað 43.246 fjár, þar af 39.305 dilkum. Meðal fallþungi dilka reynd- ist 15,8 kg. sem er 0,6 kg meiri en á síðasta ári. Að sögn Óla Valdimars- sonar sláturhússtjóra fór óvenju lítið í úrvalsflokkinn eða 1,6%, en í fyrra var hlutfalið 3,7%. 31.000 dilkar fóru hins vegar í l.flokk, sem er mjög gott hlutfall. í fituflokkana fóru um 7,75%, sem er ívið meira en í fyrra en þá voru 7,10% fclld vegna fitu. Gífurleg eftirspurn var eftir slátrum og má segja að þau hafi selst upp ásamt 4000 síátrum sem fengin voru frá Húsavík til að anna eftir- spurn. í ár var öllu sauðfé á Eyja- fjarðarsvæðinu, allt frá Ólafsfirði og inn í Eyjafjarðarbotna, slátrað á Akureyri. Engin sauðfjárslátrun var á Dalvík líkt og undanfarin ár og fluttu bændur í Ólafsfirði og Ár- skógshreppi sláturfé sitt til Akureyr- ar. Sláturfé á Eyjafjarðarsvæðinu fækkaði um 7.500 kindur milli ára og munar þar mestu að ekkert sauðfé var í Svarfaðadal síðast liðið ár vegna riðuniðurskurðar, en nokkrir bændur í Svarfaðadal hafa nú fengið fé að nýju. Þrátt fyrir það er búist við að sauðfé muni fækka á Eyja- fjarðarsvæðinu þar sem bændur eru í auknum mæli að skipta fullvirðis- rétti sínum yfir í mjólk. HÍA, Akureyri Starfslaunum Rikisútvarpsins til handa höfundum útvarps- og sjónvarpsefnis hefur verið úthlutað. Starfslaunin eru veitt í allt að sex mánuði og fer árleg úthlutun fram á haustdögum. Að þessu sinni eru starfslaunaþegar tveir, þeir Þórarinn B. Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og Þorsteinn Marelsson, rithöfundur. Þórarinn mun vinna að gerð barnaefnis fyrir Sjónvarpið en Þorsteinn ætlar að skrifa útvarpsleikrit. A myndinni eru Þórarinn B. Erlingsson, Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Þorsteinn Marelsson. Skagafjörður: samþykkt Á laugardag samþykktu íbúar í Hofs-, Fells-, og Hofsóshreppi í almennri atkvæðagreiðslu að sam- eina þessa hreppa. Var sameiningin samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða i öllum hreppunum. í hinum nýja hreppi, sem enn hefur ekki hlotið nafn, búa samtals um 450 manns, en í Fellshreppu búa um 50 manns, í Hofsóshreppi um 250 manns, og í Hofshreppi um 160 manns. Úrvinnsla rekstrar- og efnahagsreikninga útgerðarinnar 1988 benda til að: Afkomumunur milli svæða er enginn Enginn marktækur munur mæl- ist á afkomu ísfisktogara milli norður- og suðursvæðis, ef tekið er mið af vergum hagnaði togaranna. Árin tvö á undan þ.e. 1986 og 1987 var greinilegur afkomumunur, norðantogurunum í vil. Þetta kem- ur fram í Útgerð og afkoma 1988, sem hagdeild Fiskifélags íslands hefur tekið saman. Þannig mældist vergur hagnaður minni aflamarkstogara norður- svæðis nokkuð lakari en árið áður, en vergur hagnaður þeirra nam, þ.e. fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað, um 19,7% árið 1988, á móti 22,6% árið áður. Afkoma minni aflamarkstogara á suður- svæði batnaði hins vegar og var vergur hagnaður þeirra 20,8% á árinu, á móti 18,4% árið áður. Þetta sýnir að nú er svo komið að enginn marktækur munur er á milli svæða. Skýringin á þessu kann ef til vill að liggja í auknum sölum suðursvæðistogara á fiskmörkuð- um sem gefa hærra verð; hagstæð- ara karfaverð sem minnkar tekju- mun, en hlutur suðursvæðistogara er stór í karfaveiðum. Vergur hagnaður minni sókn- armarkstogara var minni en afla- markstogara. Þannig sýndu 91,7% norðursvæðistogara 18,6% hagnað fyrir afskriftir og fjármagnskostn- að, sem er svipað og árið áður, en 90% suðursvæðistogara um 18,5% hagnað, en vergur hagnaður þeirra var ívið lægri árið áður, eða 15,4%. Sóknarmarkstogarar sýna nú svip- aða afkomu á norður og suður- svæði, þegar gengið er út frá verg- um hagnaði. Á norðursvæði mældist vergur hagnaður stærri aflamarkstogara að meðaltali 15% á árinu 1988 en var 16% árið áður. Vergur hagnað- ur stærri aflamarkstogarar á suður- svæði nam um 21,1% á árinu, en var að meðaltali 18,4% árið á undan. Hjá bátum án sérveiða voru 10 til 20 brl. bátar á aflamarki á suðursvæði með bestu afkomuna eða 15% vergan hagnað, en hins vegar var lökust afkoman 51 til 110 brl. skipa á sóknarmarki á norður- svæði, eða 5,5% tap fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Vergur hagnaður loðnubáta var mun hærri á árinu 1988 en árið á undan. Þannig sýndu 201 til 500 brl. bátar á norðursvæði um 23% í hagnað fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað, en árið áður nam hann um 17% að meðaltali. Þarna kemur einkum til hærra verð á afurðum. Hagnaður sömu báta- stærðar á suðursvæði nam að með- altali 21,7%. f Útgerð og afkoma 1988 kemur fram að á tímabilinu 1985 til 1988 hefur þróun launa, olíukostnaðar og viðhalds sem hlutfall heildar- tekna orðið eftirfarandi. Hlutur olíu hefur lækkað mikið undanfar- in ár. Á árinu 1988 nam meðalolíu- kostnaður minni togara um 8,9% tekna en um 22,2% árið 1985. Launakostnaður nam um 36,2% tekna hjá minni togurum, en um 31,9% árið 1985. Viðhald nam um 11,3% tekna hjá minni togurum árið 1985 en 9,9% árið 1988. Hjá stærri togurum nam viðhaldið 7,5% árið 1985 en 9,7% árið 1988. Jafnframt kemur fram að veiðar- færi virðast vera nokkuð stöðug eða milli 5 til 6% af tekjum minni og stærri togara. Hjá bátum hefur hlutur Iauna af heildartekjum lækkað, en á skattlausa árinu 1987 var veruleg aukning launahlutar af heildartekjum. -ABÓ Eurocard á íslandi með nýjung í greiðslukortaviðskiptum: Aðildarfyrirtæki í beinu sambandi Eurocard á ísland hefur tekið í notkun hugbúnað, svokallaðan Eu- rotengil, sem gerir aðildarfyrirtækj- um Eurocard á íslandi kleift að komast í beint tölvusamband við móðurtölvu Eurocard. Teppabúðin er fyrsta aðildarfyr- irtækið til að taka þessa nýjung í notkun og jafnframt fyrsta fyrirtækið á íslandi sem tekur upp tölvusam- band við greiðslukortafyrirtæki. Eurotengilinn er hugbúnaður til notkunar á IBM samhæfðum PC og PS tölvubúnaði. Honum er ætlað að gera afgreiðslu Eurokredit samninga1 mun fljótvirkari, bæði fyrir starfs- menn fyrirtækja og viðskiptayini, auk þess ætlaður til að minnka líkur á misnotkun kortanna. Til viðbótar auðveldar búnaðurinn uppgjör í lok dags og gefur jafnframt möguleika á að auðvelda uppgjör í lok hvers úttektartímabils. Hugbúnaðurinn er látinn aðildar- fyrirtækjum Eurocard í té, þeim að kostnaðarlausu. -ABÓ Kristjana Valdimarsdóttir situr við tölvuna, en hjá henni standa Gunnar Bæringsson, Eurocard, og Jón Kjartansson hjá Teppabúðinni. Tímamynd Árni Bjarna Mýkri rakstur Raksturinn er helgasta stund hvers dags í vitund allra réttskeggj- aðra karlmanna. Frá Gillette mun hinu kafloðna kyni brátt bætast nýr bagall til helgihaldsins þar sem er hin byltingarkennda Sensor-rakvél. I fréttatilkynningu frá Glóbus, um- boðsaðila Gillette hérlendis, hafa hinir færustu aðilar, beggja vegna Atlantsála, árum saman starfað að hönnun hinnar nýju vélar og þurfti víst nýjan tækjakost til. Þá hefur fyrirtækið þegar fengið skráð 18 einkaleyfi út á rakstrarvél þessa og fleiri munu í vændum. Gillette Sensor er búin tveimur blöðum, þeim mjóstu í mannkyns- sögunni og hvílir hvort um sig á sérstökum fjöðrum. Fyrir vikið nema blöðin allar hugsanlegar mis- fellur á yfirborði húðarinnar. Þar við bætist að þau munu vera hin beitt- ustu er enn hafa við kjamma komið og hert sérstaklega með króm- og hvítagullshúð. Veltibúnaður blað- anna er nú næmari en áður þekktist og eykur það skurðgetuna. Legu blaðanna hefur einnig verið nýskip- að frá fyrri framleiðslu; hið fremra liggur nú nær húðvörninni en áður hefur tíðkast og eiga skeggbroddarn- ir, að þessu og fleiru samanlögðu, sér engrar viðreisnar von. Ekki má heldur gleyma að hausinn á Sensor þessum mun vera sá alminnsti er þekkst hefur í raksturs minnum. Að sögn umboðsmanna gefur þessi til- högun bætta stýringu tólsins og tryggir „betri skoðun skeggsins er skera þarf.“ Þess má loks geta að til að tryggja gæðaeftirlit við tilurð hinnar nýju rakvélar lét Gillette hanna sérstakt leysi- og myndbandskerfi er notað er á tuttugu stigum framleiðslunnar. Leiðrétting Nafn höfundar 75 ára minningar Hafsteins Björnssonar miðils misrit- aðist, en það á að vera Helgi Vigfús- son en ekki Sigfússon. Er hlutaðeig- andi beðinn velvirðingar á þessum mistökum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.