Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 3
' 1 ( - l f r • • Þriöjudagur 31. öktóber 1989 Tíminn 3 Meðalævi íslendinga aftur farin að styttast: Meðalævi íslendinga að styttast vegna reykinga Reiknuð meðalævi íslendinga er aftur farin að styttast, eftir að hafa stöðugt verið að lengjast undanfarin ár og áratugi. Hagstofan hefur í rúman áratug reiknað út eftir dánartíðni meðal ævOengdartöflur fyrir tveggja ára tímabU, hið síðasta 1987-88. Meðalævi kvenna varð hæst 80,38 ár 1985-86 og karla 75,11 ár 1986-87. Síðan hefur meðalævin styst á ný um rúmlega hálft ár. í Hagtíðindum segir m.a., að meðalævi íslendinga og Japana hafí styst árið 1988 af sömu ástæðu, þ.e. óvenjulega mikilli dánartíðni af öndunarfærasjúkdómum, lungnabólgu og inflúensu. Eftirlifendatala kvenna 1850-1988 af 100 fæddum Ævilíkur mismunandi kynslóða kvenna koma fram á þessari mynd. Af þeim sem fæddust á fyrstu árum aldarinnar náði um 6. hver ekki fimm ára aldri og aðeins helmingurinn 65 ára aldri. Af stúlkum fæddum sl. tvö ár er hins vegar reiknað með að um 82% nái sjötugu, að í kringum helmingur nái 83 ára aldri og að hátt í fjórðungur haldi upp á 90 ára afmæli sitt á árunum 2077-2078, það er að segja ef meðalævin fer ekki að styttast frekar á næstu árum. Tíminn spurði Ólaf Ólafsson land- lækni um hugsanlega skýringu þessa. Er hámarks langlífi þjóðarinnar hugsanlega náð og aftur farið að halla undan fæti? „Það geta auðvitað alltaf komið sveiflur í svona tölur. Hins vegar er það svo alveg staðreynd, að alda- mótakynslóðin er nú að hverfa og röðin að koma að þeim sem hafa reykt. Þetta getur farið að hafa aukin áhrif, því reykingar byrjuðu hér löngu fyrir stríð og sjálfsagt í Japan líka. Það er a.m.k. staðreynd að öndunarfærasjúkdómar hafa auk- ist. Ástæða þess er bara mengun - og stærsti mengunarvaldurinn eru auðvitað sígarettur. Þær eru hættu- legri heldur en t.d. öll önnur mengun, t.d. verksmiðjumengun". Ólafur segir þessa þróun í raun ekki koma á óvart. Það mundi heldur ekki koma á óvart þótt tíðni öndunarfærasjúkdóma ætti ennþá eftir að aukast á næstu árum, því margt reykingafólk sé nú komið á eða að nálgast efri ár. „En vonandi á þetta síðan eftir að breytast á ný, því nú er aftur farið að draga úr reykingum. Reykingar ungs fólks hafa t.d. minnkað um helming", sagði Ólafur. Reiknuð meðalævi hefur breyst þannig á umliðnum árum: Meðalævi fslendinga________________ Karlar: Konur: 1902-10 48,3 ár 53,1 ár 1931-40___________60,9 ár 65,6ár 1961-65 70,8 ár 76,2 ár 1971-75 71,6 ár 77,5 ár 1976-80 73,5 ár 79,5 ár 1981-85 74,1 ár 79,9 ár 1983-84 74,0 ár 80,2 ár 1984-85 74,4 ár 80,2 ár 1985-86 75,0ár 80,4 ár 1986-87 75,1 ár 80,0 ár 1987-88 74,6 ár 79,7 ár Þessar tölur miðast við meðalævi- líkur við fæðingu, þannig að minnk- un ungbarnadauða hefur m.a. haft töluverð áhrif, einkum framan af öldinni. Tölur sem nefndar eru í Hagtíð- indum um meðalævi kvenna í þeim löndum þar sem hún er yfir 79 ár gætu gefið til kynna að konur þar séu að komast fram úr íslendingum, en þeir hafa á undanförnum árum trón- að á toppnum ásamt með Japönum. Japan (1988) 81,3ár Sviss (86-87) 80,5 ár Frakkland (1985) 80,3 ár Svíþjóð (1987) 80,2 ár Holland (86-87) 79,9 ár Færeyjar (81-85) 79,6 ár Noregur (1987) 79,6 ár Hongkong (1985) 79,2 ár Þessar tölur eru ekki alveg sam- bærilegar þar sem töluvert munar á viðmiðunarárum. Hár meðalaldur hjá grönnum okkar í Færeyjum er m.a. athygliverður í ljósi frétta um mun meiri ungbarnadauða þar en á hinum Norðurlandanna. Væri og fróðlegt að vita hver þróunin hefur þar frá því á fyrri helmingi áratugar- ins. - HEI Tekin hefur verið í notkun nýr flughermir, sem er í eigu Flugtaks hf., sem rekur bæði leiguflug og flugskóla. Þetta er fullkomnasti flughermir hér á landi, en til var einn fyrir sem er í eigu Flugleiða hf., hann er hins vegar kominn nokkuð til ára sinna og ekki eins fullkominn og hermir Flugtaks. Nýi flughermirinn verður notaður bæði sem kennslutæki fyrir nema og eins ætlaður þeim sem vilja halda sér í þjálfun, og nýtist þannig einnig flugmönnum. Flughermirinn er eftirlíking af stjómborði minni tveggja hreyfla flugvéla, sem notaðar era til farþegaflutninga innanlands. - AG Sameiginleg tónaafmælisveisla tveggja jazzleikara á Kjarvalsstööum i kvöld: Tveir Guðmundar 110 ára gamlir Jazzleikararnir og nafnarnir Guð- mundur Steingrímsson trommari og Guðmundur Ingólfsson píanóleikari halda upp á sameiginlegt 110 ára afmæli sitt að Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 21. í afmælisveislunni munu þeir nafnarnir leika saman ásamt Gunn- ari Hrafnssyni bassaleikara en auk þess munu taka lagið með þeim söngvararnir Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens og Megas, Björn Thoroddsen gítarleikari, Helgi Guðmundsson munnhörpuleikari, saxófónleikararnir Rúnar Georgs- son og Stefán Stefánsson. Auk þess mun Steingrímur sonur Guðmundar Steingríms leika á trommur og tabla. Guðmundarnir báðir eiga að baki langan feril sem hljómlistarmenn. Steingrímsson lék um ellefu ára skeið með KK sextettinum sem margir muna sem eina bestu alhliða skemmtihljómsveit á íslandi fyrr og síðar. Steingrímssonurinn lék með Hauki Morthens eftir að KK sextett- inn var lagður niður árið 1962 og fór meðal annars fræga ferð með hljóm- sveit hans á heimsmót æskunnar í Leningrad þar sem hljómsveitin vann til verðlauna. Hann hefur leik- ið á fjölda hljómplatna með innlend- um og erlendum hljómlistarmönn- um. Ingólfssonurinn var á sínum tíma talinn undrabarn á píanó og lærði á hljóðfærið frá sex ára aldri hjá ýmsum kennurum, þar á meðal Rögnvaldi Sigurjónssyni og Axel Arnfjörð í Kaupmannahöfn. Hann hefur stjórnað og/eða leikið í fjölda hljómsveita hér heima og erlendis, einkum í Noregi og með fjölda þekktra jazzleikara, meðal annarra Dexter Gordon, Bob Magnusson og Buddy Rich. Þá hefur hann gefið út þrjár eigin hljómplötur og leikið inn á plötur fjölda annarra. -sá Keflavík: ANDVAKA VEGNA ÓLÁTA UNGMENNA Flestum bæjarbúum Keflavfkur og Njarðvíkur kom ekki dúr á auga aðfararnótt sunnudags vegna óláta unglinga. Keyrðu ungmennin um bæinn og þeyttu bílflautur til að mótmæla lokun Hafnargötunnar í Keflavík en þar er keyrður svokall- aður rúntur. Ungmenni víða af Suðurnesjum söfnuðust saman í hundraðatali fyrir utan lögreglustöðina í Kefla- vík til að mótmæla fyrmefndum aðgerðum lögreglunnar. Mikill fjöldi safnaðist einnig fyrir utan heimili bæjarstjóra og lögreglu- stjóra og þeyttu bílflauturnar í um það bil hálfa klukkustund. Keyrðu bílalestir um íbúðahverfi og framhjá sjúkrahúsinu og dvalar- heimili aldraðra með miklum lát- um og gauragangi þannig að fæstir bæjarbúar fengu svefnfrið. Ákveðið var að loka Hafnargöt-- unni eftir miðnætti um helgar vegna þess að mikill fjöldi ung- menna hefur safnast þar saman og nokkuð hefur borið á rúðubrotum. Til dæmis voru rúður brotnar fyrir þrjú hundruð þúsund krónur fyrir tveimur vikum síðan. Bæjaryfirvöld leita leiða til að finna lausn á þessu máli en enginn skemmtistaður er á Suðurnesjum fyrir fólk undir tvítugu fyrir utan skólaböll Fjölbrautaskólans. SSH Guðmundur fimmtugur Guðmundur G. Þórarinsson 10. þingmaður Reykjavíkur var fimmt- ugur s.l. sunnudag. Guðmundur er sonur Þórarins B. Ólafssonar og Aðalheiðar S. Guðmundsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1959, fyrrihlutaprófi frá Háskóla íslands 1963 og prófi í byggingaverkfræði við Tækniháskólann í Kaupmanna- höfn 1966. Hann var þingmaður Reykvíkinga 1979-1983 og síðan aftur 1987 til dagsins í dag. Auk þess hefur Guð- mundur gengt fjölda trúnaðarstarfa, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og. aðra. Guðmundur var erlendis á afmælisdaginn. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.