Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Steingrímur Steinunn Alexander StefánJ. 30. kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Hótel Borgarnesi dagana 3. og 4. nóvember nk. Dagskrá: Föstudagur 3. nóvember Kl. 17.00 Þingsetning: Kosning starfsmanna og netnda; skýrslur og reikningar. Umræður og afgreiðsla. Kl. 18.00 Sveitarstjórnarkosningar 1990. - framsögur (Steinunn Sigurðardóttir, Akranesi og Stefán Jóh. Sigurðsson, Ólafsvík), umræður. Kl. 19.30 Þinghlé. Kl. 20.30 Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi f Hótel Borgarnesi. Laugardagur 4. november Kl. 9.30 Stjórnmátaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra. Kl. 10.40 Ávörp gesta. Kl. 11.00 Málefni kjördæmisins. Alexander Stefánsson, alþingis- maður. Kl. 11.30 Almennar umræður. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 Framhald umræðna. Afgreiðslamála.kosningar.önnurmál. Kl. 16.00 Þingslit. Stjórn K.S.F.V. Reykjavík Aðalfundur Steingrfmur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verður haldinn að Hótel Lind miðvikudaginn 1. nóvember nk. kl. 17.30. DAGSKRÁ Kl. 17:30 Setning Kl. 17.35 Kosning starfsmannafundarins a) fundarstjóra b) fundarritara Kl. 17.40 Skýrslastjórnar a) formanns b) gjaldkera c) byggingasjóðs Kl. 18:00 Umræður um skýrslu stjórnar Kl. 18.30 Lagabreytingar Kl. 19:00 Kvöldverðarhlé Kl. 19:30 Tillaga um leið á vali frambjóðenda á lista framsóknar- manna fyrir borgarstjórnarkosningar 1990 Kl. 20:15 Kosningar Kl. 21:00 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins Kl. 22:30 Önnurmál Félagar í fulltrúaráðinu eru hvattir til að mæta. Frá Framsóknarfélagi Mýrarsýslu Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 31. október kl. 21.00 í húsi félagsins. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alexander Stefánsson, alþingismaður mætir á fundinn. Stiórn LFK Alexander Stefánsson Elín Viðtalstími LFK Elín R. Líndal, varaþingmaður á Norðurlandi vestra, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, miðvikudaginn 1. nóv. n.k. kl. 10-12. Stjórn LFK Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Þriðjudagur 31 október 1989 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur-Urvalsdeild: Haukarnáðu að rétta úr kútnum Mjög sveiflukenndum leik Hauka og ÍR í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik á sunnudagskvöld lauk með sigri Hauka 85-78, en leikið var í íþróttahúsinu við Strandgötu. Haukarnir voru ákveðnari framan af, en mjög lítið var skorað á upphafsmínútum leiksins. Haukar voru yfir 10-4 og 18-11, en þó fóru ÍR- ingar heldur betur í gang. Karl Guðlaugsson hélt einkasýningu í þriggja stiga skotum og á þessum 4 mín. kafla gerði hann 3 slíkar. Hinir ÍR- ingarnir létu sér þó nægja að gera 2 stig í einu og þegar þessari ÍR stórskotahríð linnti höfðu 19 ÍR stig bæst á töfluna, en ekkert frá heima- mönnum. Þessari 12 stiga forystu héldu ÍR-ingar út hálfleikinn, en í hléinu var staðan 32-44. Mest var forysta ÍR-inga 16 stig 20-36. Þeir Jón Arnar Ingvarsson og Jonathan Bow voru ÍR-ingum skeinuhættir í upphafi síðari hálf- leiks og forysta gestanna fauk út í veður og vind fyrr en varði. Haukar komust yfir 56-55 og þeir tóku leikinn í sínar hendur og náðu mest 10 stiga forystu. Lokatölur voru 85-78, en ÍR-ingar gerðu heiðarlega tilraun til þess að jafna leikinn. Segja má að sofandaháttur í vörn- inni í upphafi síðari hálfleiks hafi kostað IR-inga sigurinn í þessum leik. Fyrri hálfleikinn léku þeir mjög vel, meðan Haukarnir sváfu værum svefni. Dæmið snérist við í þeim síðari og Bow, Jón Arnar og ívar Ásgrímsson snéru Haukaliðinu til sigurs. Pálmar átti góðar stoðsend- ingar og ívar Webster var sterkur í fráköstunum. Hjá ÍR var Karl Guðlaugsson bestur, en Tommy Lee Iék vel í vörninni, þótt í villuvandræðum væri ' mestan hluta síðari hálfleiks. Dómarar voru þeir Jón Bender og Helgi Bragason. Þeir gerðu sig seka um slæm mistök, en sleppa þó þokkalega ef á heildina er litið. Stigin Haukar: Jonathan Bow 25, Jón Arnar 23, ívar Ásgríms. 20, Pálmar 11, Henning 4 og Ingimar 4. ÍR: Karl 22, Jóhannes 13, Tommy Lee 12, Bragi 10, Björn S. 10, Björn L. 7 og Gunnar Örn 4. BL Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: Góð hittni í Njarðvík Frá Margréti Sunders íþróttufréttumunni Timans á Suðurnesjum: UMFN sigraði nágranna sína ÍBK 103-88 í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik fyrir troðfullu húsi áhorfenda í Njarðvík. Staðan í hálfleik var 54-53. Ljóst var strax í byrjun að bæði liðin ætluðu sér sigur svo mikil var baráttan. Fyrri hluti fyrri hálfleiks var frábærlega vel leikinn og varla um feilskot að ræða og jafnt var á öllum tölum. Um miðjan fyrri hálf- leik náðu Keflvíkingar 10 stiga for- skoti 24-34 og þá settu Njarðvíkingar Teit Örlygsson til höfuðs Sandy Anderson nýja erlenda leikmanni Keflvíkinga, sem leikið hafði mjög vel fram að þessu og bar ekki mikið á honum eftir það. Njarðvíkingar voru síðan yfir í hálfleik 54-53. Njarðvíkingar voru með forystu mest allan síðari hálfleikinn, um hann miðjan 10 stig 80-70. Virkuðu leikmennirnir þá kærulausir um tíma og nýttu Keflvíkingar sér það og söxuðu á forskotið. En Njarðvíking- ar settu á fulla ferð undir lok leiksins og sigruðu eins og áður segir 103- 88. Sandy Anderson stóð sig vel hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik, Magn- ús Guðfinnsson var drjúgur og Guð- Stórsigur Þórsara Þórsarar fóru létt með Kanalausa Reynismenn í Sandgerði á sunnu- dag. Lokatölur leiksins voru 67-99 eftir staðan í leikhléi hafði verið 35-46. Jón Örn Guðmundsson skoraði mest norðanmanna 31 stig, Dan Kennard gerði 22 og Konráð 20. Hjá Reyni gerði Ellert 16 stig, Jón G. 12, Sveinn 12 og Sigurþór 12. BL Flugleiða- deildin: A-riðiU: Grindavík....... 8 4 4 629-626 +3 8 Keflavik......... 7 4 3 668-618 +60 8 IR............... 8 3 5 665-683 -17 6 Valur............ 8 2 6 650-669 -19 4 Reynir........... 7 0 7 508-681 -173 0 B-riðiU: Njarðvík......... 8 8 0 729-650 +79 16 KR .............. 7 6 1 510-468 +42 12 Haukar........... 7 5 2 626-521 +125 10 Tindaatóll...... 8 3 5 695-702 -7 6 Þór.............. 8 3 5 673-748 -75 6 1 kvöld eru tveir leikir á dagskrá í deildinni. Tindastóll og Reynir mæt- ast á Sauðárkróki og í Seljaskóla leika ÍR og Njarðvík. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. jón Skúlason skoraði mikilvægar körfur, þó hefur maður á tilfinning- unni að ekki sé gert nægjanlega í því að byggja upp fyrir þennan frábæra skotmann. Hjá Njarðvíkingum var Patrik Releford bestur, skoraði mikið og átti að auki 17 fráköst. Teitur Ör- lygsson átti frábæran varnarleik og Grindvíkingar tóku forystu í A- riðU úrvalsdeildarinnar í körfukn- attleik með því að vinna Tindastól 82-78 í Grindavík á sunnudags- kvöld. Tindastólsmenn voru með yfir- höndina lengst af í leiknum, 49-52 í leikhléinu og 71-78 þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá fékk Sverrir Sverrisson dæmda á sig tæknivillu og leikurinn snérist heimamönnum heldur betur í vil. Þeir gerðu 11 síðustu stigin í leiknum og sigruðu 82-78. Tindastólsmenn geta nagað Stjarnan sigraði vonlausa Víkinga með tíu marka mun í l.deUdinni í handbolta í íþróttahúsinu í Garðabæ á laugardaginn. Þegar upp var staðið eftir frekar lélegan leik var staða 28-18 Stjörnunni í hag. Sigur Stjörnunnar var aldrei í nokkurri hættu. Áður en Víkingar skoruðu fyrsta mark sitt höfðu höfðu Stjörnumenn skorað fjögur. Þá tóku Víkingar smávægilegan kipp og náðu að minnka muninn í tvö mörk. fyrst 4-2 og síðar 6-4. En þá skyldu leiðir og í hálfleik hafði Stjarnan fjögurra marka forskot. 13-9. Víkingar fengu ágæt tækifæri til að komast inn í leikinn um miðbik fyrri hálfleiks þegar tveir Stjörnu- manna voru reknir út af með nok- kurra sekúnda millibili vegna grófra brota í vörninni. En í stað þess að minnka muninn klúðraði Víkingur- inn Árni Friðleifsson boltanum með ótímabæru, lélegu skoti og Stjörnu- menn juku muninn. Stjarnan hélt áfram uppteknum stóð fyrir sínu í sókninni. Jóhannes Kristbjörnsson var drjúgur og Frið- rik Ragnarsson komst vel frá leikn- um. Þá skoraði nafni Hans Rúnars- son mikilvægar þriggja stiga körfur fyrri hálfleik. Dómarar voru Jón Otti og Bergur Steingrímsson og voru þeir mjög mistækir. MS/BL sig í handarbökin fyrir ótrúlegt klúður á lokamínútunum. Með jafn reynda menn innanborðs og Val Ingimundarson og Sturlu Ör- lygsson og hinn stórgóða Bo Hci- den, er skipbrot eins og hér er lýst næsta ótrúlegt. Stigin UMFG: Guðmundur 27, Jeff Null 21, Rúnar 12, Hjálmar 9, Steinþór 9 og Sveinbjörn 4. UMFT: Valur 26, Bo Heiden 25, Sturla 16, Bjöm 7, Ólafur 3 og Sverrir 1. BL hætti í síðari hálfleiknum. Sterk vörnin átti ekki í neinum vandræð- um með vandræðalegt spil Víking- anna og þeir Gylfi Birgisson, Sigurð- ur Bjarnason og Einar Einarsson virtust geta skorað þegar vildu. í lok leiksins fengu varamenn Stjörnunn- ar að spreyta sig og sýndu ágæta takta. Hálfgerð ringuireið og stjómleysi virt- ist ríkja hjá Víkingum í þessum leik og innáskiptingar undarlegar. Einu mennirnir sem sýndu lit voru horna- mennirnir þeir Guðmundur Guðmunds- son og Bjarki Sigurðsson, en þeir spiluðu þó langt undir getu. Hrafn Margeirsson sem varið hefur eins og berserkur að undanförnu varði ekki skot þær mínútur sem hann var inná. Það gerði hins vegar Brynjar Kvaran, en hann og Stjörnuliðið allt átti ágætan leik. Ekki er hægt að taka einn sérstakan úr liðinu, það var liðsheildin sem sigraði. Mörk Stjömunnar: Gylfi 7, Sigurður 5, Einar 4, Skúli 4, Hafsteinn 4, Axel 2, Sigurjón 1. Mörk Víkinga: Bjarki 6, Árni 5, Guð- mundur 4, Einar 2 og Birgir 1. Ellefu stig UMFG á elleftu stundu Stjarnan sigraði vonlausa Víkinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.