Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. október 1989 Tíminn 7 Tíminn og eldurinn eru hinar tvær miklu uppgötvanir í sögu mannsins. Og þessar tvær uppgötv- anir marka upphaf menningar. t>ær fá manninn til að leggja út á braut sem gerir líf hans sérstætt í heimin- um. Auðvitað er tíminn ekki nein einkaeign mannsins. Það er tíma- mælir innbyggður í öllum hlutum, sem kalla ná náttúrulegan tíma. Allt efni á sinn afmarkaða tíma. Við lifum í alheimi þar sem allt er stöðugt að breytast. Og breytingin er tíminn. Allar lífverur þekkja tímann með einhverjum hætti. Lóan og laxinn þurfa ekki að líta á almanak til að vita hvenær réttur tími er kominn til að leita uppi úr órafjarlægð lyngmóann á heiðinni og hylinn í ánni. Slíkt tímaskyn virðist mönnum ekki gefið. Án þess að athuga gang tungls og sólar og nota vísindi sem lengi voru að þróast, getur enginn maður sagt með vissu hvenær t.d. sá tími sem kallast 11. maí rennur upp. Maður- inn þurfti að uppgötva tímann. Og hann lét sér ekki nægja að upp- götva tímann. Hann bjó sér til sinn sérstaka tíma sjálfur. Til að upp- götva tímann þurfi maðurinn í aldaraðir að athuga gang tungls, sólar og stjarna. Og hann þurfi að beita stærðfræði til að búa til tímareikning, mánaúr og sólarúr. Og loks fann maðurinn upp sinn eiginn tíma. Hann byrjaði að mæla tímann eftir kerfi sem hann bjó til sjálfur. Þetta, eins og allt annað, verður til af nauðsyn. Jafnvel safnarinn sem reikar um landið í leit að fæðu þarf að vita hvenær og hvar er von á æti. Veiðimaðurinn þarf að vita hvenær veiðidýrin koma og hvenær þau fara. Bóndinn þarf að vita sem nákvæmast um árstíðaskipti og þekkja réttan tíma til að sá og uppskera. Síðar þegar maðurinn hverfur frá akuryrkjustiginu og hefur sig upp á iðnaðarstigið býr hann sér til klukku. Fyrst er það tunglið sem er notað til að mæla tímann. Það voru Babyloniumenn sem í upphafi gerðu tímatal eftir gangi mánans. En Egyptar gerðu fyrstir tímatal eftirgangi sólar. Afstaða mannsins til tunglsins var alls staðar trúarleg. Fullu tungli var um allan heim fagnað með trúarathöfnum, veislu- haldi, söng og dansi. Tímatal sem byggist á gangi tungla reyndist mönnum erfitt og á ýmsan hátt ófullnægjandi, en vegna þessarar trúarlegu atstöðu hefur það reynst furðu lffseigt og lifað af með ýms- um hætti inn í nýrra kerfi. Páskar kristinna manna eru, svo dæmi sé tekið, enn háðir nýju tungli. Babylóníumenn áttu strax í erf- iðleikum með að samræma mánuði og ár. Þeir komu sér upp tímatali sem var miðað við nítján ára tímabil. Á þessu tímabili voru árin misjafnlega löng. Það voru þréttán mánuðir í hverju ári fyrstu sjö árin en næstu tólf árin voru tólf mánuðir í árinu. Síðan tóku þrettán mánaða ár við á ný. Tunglið var auðveldur tímamæl- ir sem allir gátu notað. En tuttugu og átta daga tunglmánuður gekk ekki upp í 365 'A daga sólarár. Það að telja tunglin veitti mönnum engan veginn nógu góðar upplýs- ingar um hvenær færi að kólna, hvenær mætti eiga von á rigning- um, hvenær færi að snjóa og hve- nær vor væri í nánd. Áð vita sem nákvæmastan tíma í sambandi við komu árstíðaskipti bóndann mestu máli. Þessir erfiðleikar urðu til að efla stærðfræði og athuganir á gangi himintungla. Sú nauðsyn að þekkja tímann fæddi af sér ný vísindi: stærðfræði og stjörnufræði. Um 2500 f.Kr. gátu Egyptar séð á sólarúri sem þeir gerðu úr súlum, hvenær flóðin í Níl byrjuðu og hvenær réttur tími var til að sá og uppskera. Egyptar skiptu árinu í tólf mánuði. Og þeir höfðu þrjátíu daga í hverjum ntánuði. Síðustu dögunum var bætt við í árslok og þeir helgaðir guðunum Ósiris, Horus, Set, Isis og Nefþys. Þetta dagatal lærði Júlíus Cesar af Cleópötru og færði Rómaveldi. Og þaðan barst það til okkar, endurbætt í nýjum sið. Mánuðir og ár voru mælingar á gangi tungls og sólar. En maðurinn skapaði snemma sína eigin tíma- einingu sem nefnd er vika. Vikan er gömul uppfinning og hefur ekki alltaf og alls staðar verið sjö dagar. Gegnum tíðina hafa a.m.k. verið fimmtán mismunandi gerðir af þessari tímaeiningu. Sumar þjóðir t.d. Forn-Grikkir notuðu ekki viku sem tímaeiningu. Vikur hafa verið mislangar, yfirleitt fimm til tíu dagar. Forn-Rómverjar höfðu átta daga í viku sinni. Sjö daga vika barst frá Gyðingum til Rómaveld- 1111111 LEIKLIST . ,::r „Hífopp, minn bróðir“ Leikfélag Reykjavíkur, Borgar- lelkhús, stóra sviðið: HÖLL SUMAR- LANDSINS. Höfundur: Halldór Laxness. Leikgerð: Kjartan Ragnars- son. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Sönglög: Jón Asgeirsson. önnur tónlist og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhanns- son. Merkilega eru fyrstu tvær bækur Heimsljóss ólíkar - og er það auðvitað enn eitt dæmi um ótrúlega fjölhæfni Halldórs Laxness. Af fá- dæma öryggi víkkar hann sögu- heim sinn út - frá baðstofupallinum á Fæti undir Fótarfæti berumst við með Ólafi Kárasyni til Sviðinsvík- ur. Hann hefur verið reistur fyrir kraft Þórunnar í Kömbum. Fyrir augum sér hefur hann hallir úr skíru gulli þar sem bátnum flotar „áfram uppað hinu ókunna", eins og stendur í lok Ljóss heimsins. Það er Sviðinsvík sem blasir við á stóra sviði Borgarleikhússins þeg- ar maður sest þar í sæti í fyrsta sinn. Eitt fyrir sig við þá reynslu er að kynnast tæknibúnaði leikhúss- ins sem þeir við Listabraut hafa vísast gaman af að sýna okkur svona í fyrsta sinn. Sviðið er furðu- djúpt og öllu er einkar haganlega fyrir komið. En mestu skiptir auð- vitað það svið mannlífs sem hér blasir við: yfirstétt og almúgi, hinir kúguðu andspænis arðræningjun- um. Sárbeitt pólitísk ádeila verksins var það sprengiefni sem Halldór Laxness bar inn í íslenska þjóðfé- lagsumræðu á sinni tíð. Nú er þetta fjarri og skáldið hyllt af þjóðinni allri, þar með auðvitað íslenskri borgarastétt. Einhvern veginn hef- ur pólitískur broddur verka hans ævinlega orðið býsna sljór í með- förum leikhúsa og reyndar svo að má kalla misgert við inntak þeirra og má þar minnast Atómstöðvar- innar. En þetta stafar vísast af nýjum aldaranda. Og jafnvel þótt svo fari eru aðrar hliðar á bókum Halldórs. Hættan er hins vegar sú að áhersla á hið „sammannlega", tilfinningalega inntak verði til þess að bjaga heildarsýnina, því í mikl- um skáldskap er mannlífsmyndin aldrei einföld eða grunn: samfélag- ið með andstæðum sínum er óhjá- kvæmilegt baksvið fyrir örlög ein- staklingsins með hamingju stna og sorgir. Eins er það um Ólaf Kára- son. Á sinni tíð áttu ýmsir róttækir gagnrýnendur, eins og Kristinn E. Andrésson, erfitt með að skilja Ljósvíkinginn og sætta sig við hann, og sjáum við það í bók- menntasögu hans, svo mikla aðdá- un sem Kristinn hafði á skáldi sínu. En hér þarf margs að gæta og hygg ég að fróðlegt sé að skoða Ljósvík- inginn í ljósi Krists eða jesúgerv- ings eins og ég drap á í umsögn um Ljós heimsins. Reyndar skrifar Gunnar Kristjánsson um þetta efni í leikskrá Hallar sumarlandsins, sem ég vissi ekki þegar ég sá Ljós heimsins. Þetta er langur formáli að um- sögn um Höll sumarlandsins sem frumsýnd var á stóra sviði Borgar- leikhússins á fimmtudagskvöldið. Víst var það ánægjuleg stund - en þó tók þessi sýning hugann ekki eins fanginn og Ljós heimsins. Kannski er ekki við því að búast - verkið sjálft miklu margfaldara í roðinu, líklega vandmeðfarnara. Hér er meira af stórkarlalegu skopi sem krefst enn nánari stílfærslu. Mér þótti ýmislegt af því tagi takast miður en skyldi - ég nefni miðilsfundinn og beinastandið. Einhvern veginn finnst manni skop um spíritisma vera furðu gamal- dags nú orðið - í þessu kemur kannski gleggst í ljós tímabundið erindi Halldórs við samtíðina og svo almennt í lýsingu á öllu braski Péturs þríhross og Júels J. Júels. Og þetta fannst mér sem sagt veikasti hlekkur sýningarinnar. Hinir góðkunnu leikarar Leikfé- lagsins skiluðu svo sem hlutverkun- um vel: Þorsteinn Gunnarsson sem Pétur, Pétur Einarsson sem Júel. En ég hygg að það sé við leikgerð- arhöfund og leikstjóra að sakast að það vantaði á einhvern hátt pers- ónulegt snið á þessi hlutverk - í sannleika sagt voru þau eins og klippt út úr bók. Vitanlega eru þau það - en samt leysir það ekki leikhúsið undan því að gæða þau nýju dramatísku lífi, sem ekki tókst hér. Mig minnir, þótt langt sé um liðið, að það hafi lánast betur hjá Þjóðleikhúsinu í leikgerð Ey- vindar Erlendssonar á Húsi skálds- ins um árið. En kjarninn og kvikan í verkinu eru auðvitað Ljósvíkingurinn og Vegmey Hansdóttir. Þór H. Tulini- us er einkar þekkilegur Ljósvíking- ur og trúlega er þetta hans besta verk til þessa. Edda Heiðrún Backman, Vegmey, er öldungis eins og Vegmey á að vera, björt, náttúrleg, slær aldrei feilnótu. Samleikur hennar og Þórs er falleg- asti hluti sýningarinnar. is. Á þriðju öld var sjö daga vika orðin venja meðal Rómverja og hvíldardagurinn sabat breyttist í dag Satúrnusar. Orðið er komið frá Babýlóníumönnunt. Þar nefnd- ist hvíldardagurinn Sabattu. Stjörnuspámenn í Babylon sögðu að þessi dágur væri óhappadagur og ráðlögðu mönnum að hafast ekkert að á þeim degi. Gyðingar héldu þessu nafni eftir að þeir losnuðu úr ánauð sinni í Babýlon. En þeir breyttu vikudögununt í táknræna sögu. Vikudagarnir voru látnir tákna sköpunarsöguna. Guð skapaði heiminn á sex dögurn og hvíldist á hinum sjöunda. Ög talan sjö var fjöldatala sem getur táknað óþekkta stærð. Fjórða boðorðið býður manninum að hvílast á hin- um sjöunda degi og halda hann heilagan. Annars voru það hinir fornu stjörnuspámenn sem upphaflega sköpuðu sjö daga vikunnar. Þeir héldu því fram að sjö stjórnuðu öllu mannlífi. Sólin ríkti hinn fyrsta dag vikunnar, enda er Irann víða nefndur sólardagur eða dagur drottins, en tákn hans var sólin. Máninn ríkti annan dag vikunnar og er á mörgum tungumálum kenndur við hann. Mars ríkti hinn þriðja dag (merdi á frönsku, marte- di á ítölsku og martes á spönsku). Hinum fjórða degi sögðu stjörnu- spámenn að Merkúr réði (mercredi á frönsku, mercoledi á ítölsku og miercoles á spönsku). Stórstirnið Júpiter stjórnaði fimmta degi (je- udi á frönsku, giovedi á ítölsku og jueves á spönsku). Venusstjórnaði sjötta degi að mati hinna vísu manna og enn sitja menn uppi með þann vísdóm (vendredi á frönsku, venerdi á ítölsku og viernes á spönsku). Loks stjórnaði stjarnan Satúrnus sjöunda degi (samedi, sabato og sábado). Norðan Alpafjalla voru dagarnir einnig kenndir við forna guði: Týrsdagur, Óðinsdagur, Þórsdagur og Freysdagur. Auðvitað reyndu æðstu menn kirkjunnar að uppræta þennan heiðna arf, en aðeins þeir valdamestu og hæfustu höfðu er- indi sem erfiði. í þeirra hópi voru íslcnsku biskuparnir, sem tókst að breyta daganöfnunum og sýnir það best hverrar virðingar þeir nutu. Eins og fyrr segir gerðu menn meira en að uppgötva tímann. Þeir fundu hann líka upp. Tímaeiningin klukkutími er tiltölulega nýlegt fyrirbæri og styttri tímaeiningar, mínúta sekúnda og örlítil brot úr sekúndu einkenna fyrst og fremst okkar tíma. Nútímavísindi byggj- ast á að geta mælt örsmáar tímaein- ingar. Arftaki Einsteins, Dr. Wein- bert, segir í bók sinni „The first three minutes", að saga alheimsins sé þekkt, allt nema upphafið. Þetta óþekkta upphaf telur hann að hafi staðið yfir í 1000.000.000.000.000. 000.000.000.000.000.000.00 brot úr sekúndu. Samt skiptir þetta ör- stutta tímabil miklu máli. Vegna þess byrjar heimsmynd okkar tíma á spurningarmerki. Og á þessum örstutta tíma gerist gífurlega mikið: Alheinturinn breytist, að sögn þessa mesta efnafræðings aldarinnar, úr kaos í kosmos, úr ringulreið í skipulagða tilveru. Þetta cr aðeins eitt dæmi af ótal- mörgum um nauðsyn hinna örsmáu tímaeininga í nútíma tækni og vísindum. En allt þetta er tími sem maðurinn hefur búið til sjálfur með tækjum sínum. Raunveruleg- an tíma er ekki hægt að mæla nteð tækjum sínum. Raunverulegur tími okkar er tími skynjaður af vitund. Og sá tími er afstæður og ævinlega háður vitund þess sem hann skynjar. Gunnar Dal ÍJr „Höll sumarlandsins": Þröstur Leó Gunnarsson (Eilífðardaði) og Þór Tulinius (LjÓSvíkingurinn). Ljósmynd Gudmundur Ingólfsson Ég drap áðan á andstæðulist verksins. Mótpóll Ljósvíkingsins er Örn Úlfar. í Húsi skáldsins neistar mest á milli þeirra og það svo að einmitt í þeirri mynd hafa menn séð stóra heiminn speglast í hinu smáa, eins og Peter Hallberg hefur best lýst. En í Höll sumar- landsins eru drög lögð að því og hér er persónan Örn Úlfar raunar fullmótuð. Ég skil ekki hví leik- stjórinn og Kristján Franklin Magnús leggja þessa persónu upp eins og hér er gert. Örn Úlfar má alls ekki vera meyr og kjökrandi. Þarna er einhver herfilegur mis- skilningur á ferðinni og verður til að draga mjög úr dramatískum þrótti sýningarinnar, svo þýðing- armikill sem þessi þáttur verksins er. Langt mál yrði að telja upp alla aðstandendur sýningarinnar enda reyni ég það ekki. Enginn af eldri leikurum Leikfélagsins bregst og allar eru þessar persónugerðir í samræmi við þá mynd sem lesendur Halldórs hafa löngum gert sér. Leikgerðin er ekki, fremur en aðrar slíkar og ég drap á í umsögn um Ljós heimsins, nein bók- menntaleg nýsköpun. Tökum til dæmis Hólmfríði á loftinu, Guð- rúnu Ásmundsdóttur: hún er full- mótuð í sögunni og þannig er hún hér. Meira frjálsræði mætti hafa við Þórunni í Kömbum, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Sigrún Edda náði að sýna okkur andartak inn í hug þessarar ógæfusömu stúlku, en varla von að hún gæti gert mikið úr miðilsfundinum sem umfram allt er afkáralegur. Gísli Halldórsson, séra Brandur, Jón Sigurbjörnsson, faðir Veg- meyjar, Jón Hjartarson, oddvit- inn: allt var þetta reynda lið eins og við mátti búast. Hins vegar var meira gaman að sjá tvo af yngri leikurunum. Valdimar Örn Flyg- enring bjó til ágæta fígúru úr prókúristanum og sýndi á sér nýja hlið. Og Þröstur Leó Gunnarsson, sem Eilífðardaði, er minnilegur með sín fjögur orð: Jesús, bróðir minn, hífopp. Líkt og áður í Ljósi heimsins var tónlistin viðfelldinn þáttur af sýn- ingunni. En ekki held ég að neitt af þessum lögum Jóns Ásgeirsson- ar verði eins langlíft og Maístjarn- an hans. Líka eru leikararnir auð- vitað misfærir til söngs: Edda Heiðrún ágætlega, Þór Tulinius miður. Þannig er þessi sýning nokkuð ójöfn. Engu að síður er myndar- lega að henni staðið og vitaskuld ætti fólk að leiða þessar báðar sýningar augum. Þær sýna í raun- inni tvenns konar leiklist sem við ætlum að hvor tveggja verði stund- uð í Borgarleikhúsinu. Kjartan Ragnarsson hefur gefið tóninn með þessum tveim verkum og mætti hann hljóma vel og lengi í þessu nýja og vel búna húsi okkar allra. Gunnar Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.