Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 31. október 1989 Titniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Einhliða kynning á EBE Svokölluð Samstarfsnefnd atvinnulífsins um evrópska samvinnu fékk Félagsvísindastofnun Háskóla íslands til þess að kanna hver sé þekking íslenskra kjósenda og skoðun þeirra á Evrópubandalaginu, Fríverslunarsam- tökum Evrópu og þróun Evrópumálefna yfirleitt. Könnunin leiddi í ljós víðtækt þekkingarleysi almenn- ings á þessum málum. Niðurstaðan ber með sér að stór hluti þjóðarinnar veit riánast ekkert um eðli, skipulag og markmið Evrópubandalagsins og hefur auk þess afar óljósar hugmyndir um Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), sem íslendingar hafa verið aðilar að í næstum tvo áratugi og íslenski utanríkisráðherrann er í sérstöku forsvari fyrir fram að áramótum samkvæmt hringrásar- reglu um forsætið hjá ráðherrastjórn samtakanna. Hefur Jón Baldvin stýrt ráðherrastjórninni af áhuga og myndarskap undanfarna fjóra mánuði. Þrátt fyrir þekkingarleysið á grundvallaratriðum varðandi stjórnskipulag Evrópubandalagsins stendur ekki á því að ótrúlega margir íslendingar telja óumflýj- anlegt að ísland gerist aðili að þessu bandalagi, sem krefst þess af aðildarþjóðum að þær afsali fullveldi sínu í veigamiklum málum. Það kemur sem sé í ljós að keimurinn af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um þessi málefni hefur síast þannig inn í hug almennings að Evrópubandalagið fær á sig þá mynd að vera skjaldborg um hagvöxtinn, velsældina, lýðræðið, alþjóðahyggjuna, friðinn og frelsið. Umræðan gengur út á það að sýna fram á að aðild að Evrópubandalaginu sé leið auðs og hagsældar, að standa utan við EBE býður heim einangrun og fátækt. Heyrst hefur að litlar umræður hafi átt sér stað hér á landi um þessi mál. Það er ekki rétt. Frásagnir af evrópsku sameiningartali hefur fyllt fjölmiðla um langt árabil og aldrei meira en undanfarna mánuði. Hitt er annað mál að öll þessi umræða er einhliða síbylja, borin uppi af áróðurskrafti tæknikrata og nýkapitalista, sem orðnir eru áhrifamesta valdastétt í landinu og stendur víða fótum. Það hefur einkennt málflutning um Evrópubandalag- ið, að hann snýst eingöngu um ætlaðan efnahagsávinn- ing af þessum samtökum. Þessi einhæfni stafar að sjálfsögðu af því hverjir það eru sem móta umræðuna. Fólk er látið trúa því að sameining þjóða í bandaríki Evrópu sé eitt allsherjar velferðarmál og peningaspurs- mál, ópólitískt hagfræðilegt og verkfræðilegt stað- reyndatal með óyggjandi útkomu eins og reikningsdæmi í barnaskóla. Lögfræðileg, sagnfræðileg og pólitísk umfjöllun hefur algerlega orðið út undan í þessari íslensku Evrópuum- ræðu. Af þeim sökum er íslenska þjóðin m.a. gerð fákunnandi um stjórnskipulag Evrópubandalagsins, hvernig völdum er skipt og hvernig ákvarðanir eru teknar og hvernig pólitísk þróun þess er og hlýtur að verða. Þessi tilhneiging til að aftengja umræður um Evrópu- málefni almennum stjórnmálum, þjóðrækni- og sjálf- stæðismálum, er ekki annað en svik við lýðræðið, sem stjórnmálamenn eiga að láta til sín taka, því að þetta er þeirra mál. Upplýsingastarfsemi og umfjöllun um Evrópubanda- lagið, EFTA og önnur Evrópumál verður að endur- skoða. Stjórnmálamenn þurfa að taka þessi mál í sínar hendur, enda eru Evrópumálin eins pólitísk og nokkurt málefni getur orðið. lllllllllllllllllí GARRI nijilliilliliiliii;;,::;:.:..,,.. — ..... .... ... - KYNID ER GOTT Ráðunautar Búnaðarfélagsins þinguðu í Hveragerði um helgina og brugðust ókvæða við hrossa- ræktarbók eftir Jónas Kristjáns- son, rítstjóra DV. Bók þessi er sögð mikil að vöxtum, og skortir hvorki töflur eða númer á stóðhest- um, þótt allt sé þar sagt með leikmannsbragði, eins og ráðnaut- arnir tiunduðu á fundinum. Jónas hefur um langt skeið fúnderað í rollukjöti og rollukjötsprísum. Nú ryðst hann fram á stóðvöllinn held- ur vígalegur eftir umræðum á Hveragerðisfundinum að dæma. Er þá ekkert eftir af þremur höfuð- greinum landbúnaðarins nema beljurnar. Má eflaust vænta þess að út komi einhverskonar rít um beljur frá hendi Jónasar, sem veit allt betur um landbúnað en þeir sem hann stunda, eða hafa lært til hans. Jónas mun hafa fengið sér hesta fyrir tveimur árum og er farínn að ríða út. Varla getur svo óvanur maður setið gæðinga að nokkru gagni, svo líklegt er að hann hafi fengið hesta sína af hógværu kyni og haldi síðan að það kyn sé unginn úr hrossræktinni. Hrossabóndi DV Svo mikið er vist að þeir sem hafa með hrossarækt að gera á vegum Búnaðarfélagsins eru ekk- ert hrífnir af þessari tölvuútskríft Jónasar og framtaki. Síðan Gunnar Bjarnason, frændi Jónasar, skríf- aði Ættbók og sögu íslenska hestsins, sem um margt er hið ágætasta verk, hefur Búnaðarfé- lagið haft með útgáfu á dómum um hross að gera. En Jónas er ekki ánægður með þær niðurstöður og telur dómana varasama. Fer hann í bók sinni beint inn í mál, sem hefur löngum valdið deilum meðal hestamanna, enda er ritstjórínn næsta fundvís á slflc viðfangsefni. Varla hefur hann skrífað bók sína til að setja niður deilur, og þær tilvitnanir í formála bókar hans, sem birtar hafa veríð opinberlega, benda eindregið til þess, að eftir að rítstjórínn gerðist hrossabóndi hafl honum skilist að ■ hrossum og hrossarækt værí að flnna næg rífr- ildisefni. Þrír liðir á lærlegg Eins og Gunnar frændi hans, en þeir eru báðir komnir af Kristjáni í Stóradal, er rítstjórínn hrífinn af Homafjarðarkyni. Afkomendur Óðu-Rauðku hafa veríð ræktaðir áfram og eru nú orðnir að glæsileg- um hrossastofni. Það þýðir hins vegar ekki að aðrír stofnar séu ómerkir. Öfgamenn í hrossarækt hafa tilhneigingu til að ofgera í hóli sínu um einstök kyn. Gunnar Bjarnason var mikill áróðursmað- ur Homfirðinganna. Jónas er dott- inn ■ Hornfírðingana líka. Þetta virðist vera ættgengt. Það er ósköp huggulegt, og einnig það, að enn skuli íslendingum geta hitnað ■ hamsi út af hrossum. Svona ætt- gengni er svo sem ekkert eins- dæmi. Guðmundur frá Miðdal málaði mynd af hestum ■ leik og hékk myndin lengi uppi á Hótel Kea og hangir þar kannski cnn. Einn hesturínn var með lið á lær- legg rétt fyrír ofan hækil. Seinna málaði Erró sonur hans krítarmynd af hesti sem líka var með þríðja lið á lærlegg. Ekki voru þeir feðgar komnir af Krístjáni í Stóradal. Snerpa, þol og flýtir Jónas Krístjánsson, læknir og afi ritstjórans, þurfti að nota hesta við löng og ströng ferðalög sín um víðáttu mikið hérað. Á vetram gat hann ferðast á léttum, innfluttum sleða. En á sumrín fór hann ríðandi og reið þá hratt. Alveg er víst, að Jónas hefur átt hross sem voru af Svaðastaðakyni, og þau hafa nýst honum vel. Eitt af góðu hrossunum hans Jónasar var lftil hryssa, sem fólk sagði síðar að hefði veríð svo mikið skeiðhross, að þegar henni var hleypt teygði hún sig þannig á skeiðinu, að varla sá undir kvið hennar. Þá vora hross höfð til nota og mat á þeim miðaðist við snerpu þeirra, þol og flýti. í dag er hins vegar riðin einskonar skrautreið á Seltjarnarnesinu og annarsstaðar. Þar fer vel hinn tignarlegi svipur Bjarnarnessstofnsins, einkum þeg- ar horft á hlið hestanna. Þetta kyn er stælt ■ stórvötnum Skaftafells- sýslna, en um flýti þess er minna talað. Jónas, afi rítstjórans, þurfti oft að bjarga mannslífum. Þá gat skeiðhryssan mikla komið ■ góðar þarfir. Þá var ekki spurt að stærð skepnunnar eða hátignarlegum vangasvip undir manni. Þá var það hraðinn og þolið sem skipti máli. Aftur á móti hefði þetta litla hross varla staðið upp úr vatnsflaumnum ■ Skaftafellssýslum. Þess vegna er ekkert hross og ekkert hrossakyn öðra meira. OU hafa þau sína kosti. Engu að síður hafa menn gaman af að deila um ágæti sinna stofna. Og hvar sem deilna er von er ritstjóri DV kominn á Homfirð- ingum sínum til að auka adrenalín- ið ■ hrossaræktarráðunautum Bún- aðarfélagsins. Garri OG BREITT íslenskt húsbréfakerfi Fátt lýsir betur andstæðunum í íslenskri fjármála- og bankapólitík margra áratuga en, að samtímis því sem þjóðin gerði meira en að byggja yfir sjálfa sig, ef mælt er í samanlögðu steinsteypumagni og fermetrum, tókst íslenskri efna- hagssnilld aldrei að koma á skil- virku húsnæðiskerfi að hætti þjóða sem íslendingar vilja bera sig sam- an við. Litrík framganga Um áratugi hafði húsnæðislána- kerfið ekkert eiginlegt heildar- skipulag, heldur stóð ýmist í stað eða valt áfram á ýmiss konar reddingum frá ári til árs, þangað til húsnæðislöggjöfin frá 1986 kom til skjalanna. Þá tókst samkomulag milli launþegasamtaka, vinnuveit- enda, ríkisstjórnar, Alþingis og ýmissa fjármálastofnana um að fá lögfest útlánaskipulag, sem hafði á sér helstu einkenni félagshyggju og félagslegra úrræða. En ekki hafði þetta nýja kerfi fyrr verið lögfest og hlotið mikið lof forystumanna launþegastéttar- innar en að áhrifamenn með félags- málaráðherrann sjálfan í broddi fylkingar tóku að krefjast þess að nýja kerfið yrði afnumið áður en það var tekið til starfa. Þrátt fyrir skrautlega hegðun sumra stjórn- málamanna upp á síðkastið, var þessi framganga Jóhönnu Sigurð- ardóttur í húsnæðismálum með því litríkasta sem um getur. Orðabókarþýðing Það var yfirlýst stefna félags- málaráðherra og aðalmetnaðarmál að afnema nýja húsnæðisskipulag- ið frá 1986. Til þess að einkenna meinta ágalla kerfjsins sém mest var það uppnefnt „gamla kerfið“, Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. þótt enn væri það ekki miklu eldra en reifabarn. Lausnarorð félags- málaráðherra var að koma skyldi upp svonefndu „húsbréfakerfi" og það svo rækilega að öll almenn lánastarfsemi á sviði húsnæðismála skyldi vera í því formi. Ekki er að sökum að spyrja að sjálft orðið „húsbréf" mun vera orðabókar- þýðing úr dönsku, þótt vandasam- ara hafi reynst af ýmsum ástæðum að koma efni dönsku húsbréfanna yfir á íslensku, samhæfa það ís- lenskum aðstæðum. Endir þeirrar garpslegu viður- eignar sem átti sér stað á Alþingi í fyrravetur um húsnæðismál varð sá að samþykkt var að taka upp sérstakt húsbréfakerfi sem hliðar- grein í starfsemi Húsnæðisstofnun- ar. Þetta var eftir atvikum góð lausn, sem áreiðanlega hefði verið hægt að koma á fyrr og með minni fyrirhöfn en varð ef félagsmálaráð- herra hefði sýnt af sér ögn minni hetjuskap og örlítið meira raunsæi í málatilbúnaði og samskiptum við annað fólk. En auðvitað verður hetjulundin að hafa sinn gang. Hliðargrein í kerfinu Lagaákvæðin um húsbréfakerfi koma til framkvæmda 15. nóv. nk. Kerfinu er ætlað að gilda um kaup eldra húsnæðis. Þeir umsækjendur um húsnæðislán sem sótt hafa um fyrir 15. mars 1989 hafa forgang næstu sex mánuði. Frá 15. maí 1990 verður kerfið öllum opið. Þá er komið að þeirri stóru stund, hversu stór og öruggur markaður verður fyrir viðskipti með þessi bréf, því að ekki seljast þau sjálf- krafa, og þá mun koma í ljós hvaða kjörum seljendur bréfanna verða að sæta af hálfu markaðarins, m.a. hvort þetta verða affallaviðskipti í stórum stíl. Verðbréfaviðskipti af þessu tagi eru í sjálfu sér ekki forkastanlegur viðskiptamáti. Hins vegar eru svona viðskipti fjarlæg öllum þorra fólks, þau henta ekki öllum og eru sumum ógeðfelld. Flestir vilja ganga hreint að sínu í húsnæðis- káupum og kæra sig ekki um að standa í braski með þau fremur en aðrar lífsnauðsynjar. Það fólk mun fyrst og fremst halla sér að hinu almenna og félagslega skipulagi húsnæðiskerfisins. Hins vegar mun húsbréfadeildin verða kjörland fyr- ir útsjónarsamt fólk með góð sambönd, sem ýmist hefur ánægju af því að vera sífellt að skipta um einbýlishús eða aðrar ástæður gera slíkt eðlilegt. Vonandi hallast þó ekki allt kerfið á þá hliðina, heldur takist að sj á svo um að húsbréfavið- skiptin verði fleirum að gagni. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.