Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 16
• SUÐ- VESTURLAND RtQSSiOP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Rekstarvandi Fiskiöjunnar á Suðureyri: Hlutafjársjóður bjargar Freyju Stjórn Hlutafjársjóðs Byggða- stofnunar hefur ákveðið að beita sér fyrir fjárhagslegri endurskipulagn- ingu Fiskiðiunnar Freyju hf. á Suðureyri. Ákvörðun stjórnarinnar er tekin í kjölfar jákvæðra undir- tekta stærstu lánadrottna hlutafé- lagsins. Stjórnin hefur fallist á að bjóða fram nýtt hlutafé til félagsins að upphæð 96.5 milljónir króna sem greiðist með því að sjóðurinn tekur við skuldum hjá lánadrottnum fyrir- tækisins. Sala hlutdeildarskírteina í þessu skyni hefur verið tryggð. Samþykkt sjóðsins er þó meðal annars bundin þeim skilyrðum að viðunandi samningar náist við ýmsa smærri kröfuhafa og að nýtt hlutafé að upphæð 55 milljónir króna safnist fyrir 6. nóvember næstkomandi frá öðrum en Hlutafjársjóði. SSH Vindlareykur setti brunaboðaí gang Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að út tvívegis í gær, en í bæði skiptin var um að ræða að brunaboðar fóru í gang án þess að um eld væri að ræða. í fyrra skiptið komu boð frá viðvörunarkerfinu á Minni-Grund um klukkan elleftu í gærmorgun en í síðara skiptið komu boð frá Hótel Esju um hálf sjö síðdegis. í báðum tilfellu er talið að vindlingareykur hafi orðið þess valdandi að bruna- kerfin fóru í gang. -ABÓ Slippstöðin segir upp starfsfólki Slippstöðin á Akureyri sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær vegna óvissu um verkefni á næsta ári. Um er að ræða 210 starfsmenn og taka flestar uppsagnir gildi fyrsta febrúar, nk. en nokkrar þeirra taka gildi um áramótin. Nota á næstu vikur til að kanna rekstur slippstöðvarinnar, ná í verk- efni og endurráða starfsmenn sem aðstæður leyfa. -ABÓ LYFJUM STOLID Brotist var inn í bát í Slippstöðinni hús í Keflavík og þaðan stolið 10 í Njarðvík aðfaranótt mánudags og þúsund krónum. Málin eru í þaðan stolið lyfjakassa bátsins. Þá rannsókn. -ABÓ var ennfremur brotist inn í íbúðar- Fóstrur afhentu forsætisráðherra undirskriftahsta í gær. Tímamynd: Árni Bjaraa Fóstrur mótmæla Fjöldi fóstra og barna gekk á fund Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í gær og afhenti undirskriftir 1800 einstaklinga þar sem því er mótmælt að yfirstjórn dagvistarmála verði færð úr menntamálaráðuneyti í félags- málaráðuneyti eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um félags- þjónustu sveitarfélaga. Fóstrur héldu fjölmennan fund á Austurvelli í gær þar sem meðal annars kom fram að Kennarasam- tökin styðja fóstrur í mótmælum þeirra. Steingrímur Hermannsson sagð- ist hafa rætt þetta mál við félags- málaráðherra og að hann myndi fljótlega ræða það við mennta- málaráðherra. Sagðist hann vera bjartsýnn á að lausn finndist sem fóstrur gætu sætt sig við. SSH 680001 — 686300 J Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691 9 Tímiiin ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 Hornafjörður: Til varnar gegn sandi Fyrir um þremur vikum síðan var varnargarður reistur á Austur- fjörutanga við Hornafjarðarós. Um er að ræða tilraun til að koma í veg fyrir að sjórinn beri sand inn í innsiglinguna sem hefur valdið því að hún mjókkar og grynnkar. Ástæðan fyrir því að ráðist var í gerð varnargarðsins er sú að fyrir um mánuði síðan gerði vont veður og þá fór hluti af svokölluðu Há- barði, á garðurinn að koma í veg fyrir að sjórinn beri með sér af- ganginn af barðinu. Sjömílna- straumur er í inn- og útfalli við ósinn og berst sandurinn sitt á hvað með straumnum. Fer það eftir ríkjandi átt hvar hann safnast fyrir og hefur þetta valið miklum erfið- leikum í innsiglingunni. Stefnt er að því að leysa þetta vandamál með varanlegri hætti og er það verkefni á höndum Vita- og hafnarmálastofnunar. SSH Varnargarðurinn við Austurfjörutanga sem er gerður úr saltpokum sem fylltir eru af sandi og bundnir saman. Tímamynd: Sverrir Aðalsteinsson TVÍSKÖHUN MÓTMÆLT Á aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun þar sem for- dæmdar eru þær hugmyndir sem hreyfðar hafa verið að láta lífeyris- greiðslur lífeyrissjóðanna skerða grunnlífeyri almannatrygginga. Með þeim hætti væri grundvöllur lífeyris- sjóðanna brostinn, því ávinningur af áratuga sparnaði væri þá að engu orðinn. Jafnframt mótmælti fundurinn þeirri tvísköttun sem felst í að ið- gjaldagreiðslur launþega eru að fullu skattlagðar og jafnframt er sama fé skattlagt aftur við töku lífeyris. „Þetta er óþolandi misrétti og því svartara, þar sem stórir hópar laun- þega njóta margfaldra lífeyrisrétt- inda, án þess að mismunurinn sé skattlagður með sama hætti,“ segir í ályktuninni. Þá er þess krafist að frumvarp um starfsemi lífeyrissjóða verði lagt fram og afgreitt á þessu þingi. Gunnar J. Friðriksson var kosinn formaður til næstu tveggja ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.