Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 31. október 198P 4 Tíminn Hraðfrystihús og fiskiskip Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu: Hraðfrystihús v/Patrekshöfn, Patreksfirði (áður eign Hraðfrystihúss Patreksfjarðar h.f.) ásamt vélum, tækjum og búnaði. Ennfremur auglýsir sjóðurinn til sölu 172 lesta stálskip, v.s. Patrek BA-64 (1640), sm íðaár 1982. Eignirnar seljast í einu lagi og í því ástandi sem þær nú eru í. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs í síma 28055. Tilboð óskast send í lokuðum umslögum merkt „hraðfrystihús og fiskiskip“ og skulu hafa borist á skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 15. nóvember n.k. kl. 16.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Austurstræti 19, Reykjavík Akranes Til sölu 145 m2 íbúð að Kirkjuvegi 2. íbúðin er á 3. hæð með miklu útsýni. íbúðin er laus 1. des. n.k. Gott verð og greiðslukjör. Nánari upplýsingar í síma 91 667491. Kópavogur - Opið hús Framsoknarfélögin í Kópavogi hafa opiö hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. t Móöir mín Sigríður A. Njálsdóttir áðurtil heimilis að Laugavegi 106, Reykjavík andaöist í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, laugardaginn 28. október. Rósa Petra Jensdóttir t Þórunn Pálsdóttir frá Norðurhjáleigu í Álftaveri andaöist á hjúkrunar- og langlegudeild Sjúkrahúss Suöurlands, Ljósheimum, föstudaginn 27. október. Útförin ferfram frá Þykkvabæj- arklausturskirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. BöðvarJónsson. t Systir mín og föðursystir okkar Steinunn Ásmundsdóttir frá Víðum Hagasel 26, Reykjavík andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 28. október. Vilborg Á. Þorberg Þórhallur Geirsson Sigríður Aradóttir t Ástkær dóttir mín, systir okkar og fósturdóttir Ingibjörg Guðrún Hilmarsdóttir Kársnesbraut 27, Kópavogi verður jarösungin frá Kópavogskirkju kl. 15.00 miðvikudaginn 1. nóv- ember. Margrét Þorláksdóttir HaraldurPáll Hilmarsson Þorlákur Ingi Hilmarsson Sigurbjörg Kristfn Hilmarsdóttir Guðmundur Jörundsson Frá 43. Iðnþingi íslendinga. Á myndinni eru f.v. Ingvar Kristinsson deildarstjóri hjá Iðntæknistofnu íslands, dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Landsambands iðnaðarmanna og Haraldur Sumarliðason forseti Landsambandsins. imiarnynd Pjctur Iðnþing íslendinga. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri um nauðsyn nýrrar stefnu í efnahags- og atvinnumálum á íslandi: Fjármagnshreyfingar á að gefa frjálsar Opna þarf íslenskt hagkerfi fyrir erlendri samkeppni með afnámi hafta og tryggja þarf frjálsa verðmyndun og sam- keppni á öllum hlutum innlends markaðar. Þetta kom m.a. fram í ræðu sem dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hélt á Iðnþingi sem haldið var fyrir helgina. Hvað varðar viðskiptin við útlönd sagði hann að í því fælist fyrst og fremst að allar fjármagnshreyfingar milli íslands og erlendra ríkja verði gefnar frjálsar, en vegna víðtækrar samvinnu við Evrópu, sem framundan er, verðum við að hafa lokið því verki í síðasta lagi á árinu 1992. Hér er um skamman tíma að ræða hér innanlands, heldur að einhverju og telur Jóhannes æskilegast að rýmkun gjaldeyrisreglna eigi sérstað í áföngum og gera þurfi sem fyrst áætlun um afnám hafta stig af stígi á tímabilinu. „Ljóst er að frjálsar fjármagnshreyfingar milli íslands og annarra land mun ekki aðeins auka samkeppni á hinum innlenda fjár- magnsmarkaði, heldur einni gera miklar kröfur til innlendrar hag- stjórnar, sem verður að tryggja, að ekki skapist hér óvissuástand, er leiðir til alvarlegs fjárflótta úr land- inu,“ sagði Seðlabankastjóri. Um innlenda markaðinn sagði hann að aukning samkeppni og af- nám styrkja og ríkisafskipta væri ekki síöur mikilvæg. Hvað landbún- aðinn varðar, væri þó óraunhæft að gera ráð fyrir öðru en einhverjir stvrkir til landbúnaðar haldist hér á landi enn um langt skeið, enda njóti landbúnaður annarra Evrópulanda ennþá umtalsverðs stuðnings. Hins vegar sagði hann að vinna ætti að því að markaðsöflin hafi vaxandi áhrif á framleiðsluþróun landbúnaðarins og samkeppnin verði aukin, ekki aðeins leyti með innflutningi landbúnaðar- afurða. Þá væri einnig nauðsynlegt að stefna í átt til frjálsrar verðlagn- ingar innan sjávarútvegsins, m.a. með aukinni þýðingu frjálsra upp- boðsmarkaða og afnámi opinberrar verðákvörðunar á fiski. Jóhannes sagði jafnframt að eng- inn vafi væri á því að meginforsenda þess að íslendingar gætu orðið hlut- gengir í því aukna samstarfi Evrópu- þjóða sem nú er í mótun, sé sú að verðbólga komist varanlega niður á sama stig og í nágrannaríkjunum. Til þess að það náist verði að gefa stöðugleika í verðlagsmálum miklu meiri forgang, en hingað til hefur verið gert. -ABÓ Arvid Pettersen við hluta þeirra verka sem sýnd verða á Kjarvalsstööum. Tímamynd: Árni Bjarna Kjarvalsstaöir: Verk Arvid Pettersen FRAMIÚÐAN BÍLRÚÐUÍSETNINGAR OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 S 670675 RÚÐUÍSETNINGAR í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR ÁLAGER PÓSTSENDUM NEYÐARÞJÓNUSTAÁKVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON ® 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 Um helgina var opnuð að Kjarv- alsstöðum sýning á verkum eftir norðmanninn Arvid Pettersen í boði Listasafns Reykjavíkur. Sýn- ingin er liður í samstarfi norrænna listasafna. f tilefni sýningarinnar hefur ver- ið gefin út vegleg bók um Arvid Pettersen með 30 litmyndum og ítarlegum texta um listamanninn eftir Bo Nilssen sem nefnist „ Arvid Pettersen - lífsspekingur í post- modernískri mynd.“ Arvid Pettersen hefur vakið sérstaka athygli í hinu síðexpress- ioníska málverki sem verið hefur ríkjandi í norrænu listalífi undan- farin ár. í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir: „Þótt málverk hans einkennist, við fyrstu sýn af tjáningu og huglægum gildum, eru þau uppfull af menningar- og lista- sögulegum tilvísunum. Hann mál- ar sig í gegnum listasöguna, sam- tímis því sem hann ljær henni í verkum sínum nýja og persónuleg sýn.“ Sýning Pettersen er eina sérsýn- ingin á verkum skandinavísks lista- manns á Kjarvalsstöðum á þessu ári. Pettersen er einn af virtari myndlistamönnum af yngri kyn- slóðinni og þó nafn hans sé nær óþekkt hér á landi þá hefur hann hlotið mikla athygli og viðurkenn- ingu í Skandinavíu og meginlandi Evrópu. Sýningin er opin daglega frá kl. 11:00-18:00, fram til 3. desember. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.