Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 31. október 1989 Þriðjudagur 31. október 1989 Tíminn 9 — . Nauðsynlegt að skllgreina dauðann með öðru en hjartastöðvun vegna líffæraflutninga: LATINN Eftir Stei'án Ásgrímssonl Læknar héldu málþing í Norræna húsinu í lok síðustu viku um dauðann og skilgreiningar á hvenær dauðastundin teldist upp runnin. Mörgum gæti ef til vill virst sem það ætti vart að vefjast fyrir fólki hvenær maður er látinn og hvenær ekki. Málið er þó alls ekki einfalt og veldur þar einkum aukin þekking og tækni í líffræði, lífeðlisfræði og síðan sjálfu „handverkinu“ sem byggir á þess- um fræðum; læknisfræðinni. Sú tækni sem þarf til að flytja líffæri milli fólks er að ryðja sér til rúms hér á landi og í tengslum við hana hefur umræða um nýja skilgreiningu á dauðastundinni blossað upp hér á landi. Á nýloknu kirkjuþingi voru þessi sömu mál einnig til umfjöllunar og var rætt um siðfræðilegar spurningar sem þessu tengjast og um hvenær maður skuli teljast látinn og hvenær lifandi. Samkvæmt skilningi íslenskra laga telst maður látinn þegar öndun hefur stöðvast og hjartsláttur hætt, en víða annars staðar á Vesturlöndum hefur dauða- stundin verið skilgreind upp á nýtt í lögum og er í því sambandi oft talað um heiladauða og mismunandi stig hans. Aukin tækni og þekking í líffræðum hefur síðustu ár og áratugi gert líffæra- flutninga mögulega og algenga en þegar flytja á líffæri úr einum einstaklingi í annan þarf líffærið að vera í góðu lagi. Heilinn dauður en hjartað ekki Setjum nú svo að sjúklingur liggi á spítala og vanti nauðsynlega nýtt hjarta, ella sé hann dauðans matur. Það hjarta sem maðurinn síðan fær þarf auðvitað að vera í góðu lagi og frumskilyrði þess er að það hafi ekki stöðvast of lengi í upprunalegum líkama sínum og hafi því ekki skemmst af þeim sökum. Best er því að halda því í gangi í hjartagjafanum allt til þess er það er skorið úr honum og flutt yfir í hjartaþeg- ann. En þegar hjartað er tekið úr gjafanum, er þá ekki jafnframt verið að taka frá honum líf hans - er hann raunverulega látinn áður en hjartað er tekið úr honum? Ólafur Ólafsson land- læknir: „Það er langt síðan menn fóru að geta haldið hjartanu og þar með blóðrásinni gangandi með lyfjum. Síðar varð hægt að halda lungunum gangandi með önd- unarvélum. Það sem raunverulega hefur gerst í þessu á síðuiðnum aratugtíu árum er að menn geta nú sagt örugglega fyrir um það hvort viðkomandi sjúklingur sé heiladauður sem ekki var hægt áður með fullri vissu.“ Líknardráp eða Ijúfur dauðdagi? Landlæknir sagði aðspurður um svo- nefndan líknardauða að það hefði alltaf viðgengist að læknar hefðu hætt meðferð á sjúklingi eða ekki byrjað á henni hafi ekki verið nein lífsvon fyrir hinn sjúka. „Komist menn að því við rannsóknir að um óafturkallanlegan heiladauða er að ræða, þá ræða læknar saman og hafa síðan samráð við nánustu aðstandend- ur,“ sagði landlæknir. Landlæknir vildi vara við því að tala um líknardráp í þessu sambandi. Menn töluðu gjarnan um óvirkt og virkt líknar- dráp. Þegar meðferð er annað hvort hætt. eða hún ekki hafin, væri ekki rétt að tala um dráp enda væri alls ekki um slíkt að ræða. Þetta orðaval væri því afar óheppi- legt og til þess fallið að skjóta fólki að ástæðulausu skelk í bringu eins og hann hefði orðið var við bæði í Bretlandi og í Skandinavíu þegar þessi mál voru þar til umræðu. Gríska orðið Euþanasía þýddi hinn ljúfi dauði og menn yrðu að gæta sín á að nota svona orð yfir hluti sem af og til kæmu upp á sjúkrahúsum en ættu ekkert skylt við dráp. Ný umræða hér Umræðan sem hafin er um þessi mál hérlendis stóð að sögn landlæknis sem hæst í nágrannalöndunum fyrir tíu til fimmtán árum vegna þess að tæknilegir möguleikar voru þá að skapast þar til líffæraflutninga. Nú væri hins vegar tæknin að verða tiltæk hér einnig og þess vegna væri umræðan að hefjast hér nú. „í því dæmi um hjartaflutning sem þú talár um er gengið úr skugga um að hjartagjafinn sé í raun dáinn heiladauða. Þetta er gert á þann hátt að slökkt er á öndunarvélum og ef hjartað stöðvast þá er maðurinn látinn. Þá er vélin sett aftur í gang til að blóðstreymi haldi áfram um hjartað og eins vegna annarra líffæra, svo þau haldist eins óskemmd og unnt er. Það er því gengið úr skugga um að maðurinn sé óyggjandi dáinn og það er hann vissulega. Árekstrar við samviskuna? í alþjóðlegum siðareglum lækna er talað um að læknir vilji viðhalda dýpstu virðingu fyrir mannlegu lífi frá upphafi þess til enda, jafnvel þótt honum sé ógnað. Læknir muni ekki nota læknis- fræðiþekkingu sína andstætt lögmálum manngæsku. Hann skuli leitast við að lina þjáningar og halda í heiðri hugsjónir manngildis og mannlegrar reisnar. Núgildandi siðareglur íslenskra lækna voru samþykktar á læknaþingi 1978 regl- urnar eru endurskoðaðar þegar þörf er á með hliðsjón af aðstæðum og framförum í læknavísindum. Sjálfar reglurnar eru því eðli málsins samkvæmt almennt orðaðar og læknar hljóta því að verða að túlka efni þeirra nokkuð í samræmi við eigin lífsskoðun enda segir í siðfræði lækna að þeim sé frjálst að hlýða sam- visku sinni og sannfæringu. Þá segir einnig að læknir skuli jafnan hafa í huga þá siðferðislegu skyldu sína að viðhalda mannlegu lífi. Læknarnir dr. Örn Bjarnason og Sig- urður Guðmundsson ræddu um líffæra- flutninga, ljúfan dauðdaga (Euþanasíu) og siðfræði og siðareglur á málþinginu í Norræna húsinu í lok síðustu viku. Örn Bjarnason benti á að væru orðin um skyldu lækna að viðhalda mannlegu lífi túlkuð ósveigjanlega þá segðu þau ótví- rætt að læknum sé skilyrðislaust skylt að viðhalda öllu lífi svo lengi sem kostur er. Jafnframt væri það tekið fram í siðaregl- um að lækni bæri að lina þjáningar sjúklinga og gæta mannlegrar reisnar hans og gæti virst sem þetta tvennt gæti rekist á eins og síðar verður vikið að. Dráp eða sjálfkvæmur dauði? Títt heyrist talað um hinn Ijúfa dauða (Euþanasíu) sem stundum er nefndur líknardauði eða líknardráp. Þegar menn taka sér þetta orð í munn eiga þeir ósjaldan við það þegar helsjúku fólki er hjálpað inn í eilífðina á virkan eða óvirkan hátt en við þeirri notkun varaði einmitt landlæknir við í umræðum á málþinginu í síðustu viku. í fyrirlestri sínum sagði dr. Örn Bjarnason að orðið líknardauði hefði í upphafi tekið til þess hluta læknislistar- innar sem fjallaði um meðferð dauðvona fólks og á hvern hátt mætti hjálpa því til að hljóta hægan sársaukalausan, en þó eðlilegan dauðdaga. Nú á síðari tímum væri hins vegar farið að leggja þá merkingu í orðið að það þýddi að deyða með læknisfræðileg- um aðferðum af samúðarástæðum. Þetta er gert sums staðar og þá í þeim tilfellum að hinn sjúki sé haldinn ólæknandi ' sjúkdómi eða svo skaddaður að ekki verði úr bætt, hann líði óbærilegar kvalir eða sé meðvitundaríaus og útséð með að hann komist nokkru sinni til meðvitund- ar aftur. Líknardauði á fimm vegu Líknardauða megi skipta í fimm mis- munandi stig: í fyrsta lagi sé líknardauði (Evþanas- ía) í fomum skilningi, eða ljúfur hægur dauðdagi. í öðru lagi megi tala um þegar sjúkl- ingur deyr vegna hliðar- eða aukaverk- ana nauðsynlegrar meðferðar. Þá sjái menn fyrir að slíkt geti gerst en sé þó alls ekki óhjákvæmilegt. Þetta getur t.d. gerst þegar ekki verði komist hjá læknis- meðferð sem er hættuleg og geti leitt til dauða. Dæmi um þetta væm aukaverk- anir lyfja þegar þau brytu niður varnir líkamans gegn öðrum sjúkdómum en þeim sem þeim er beitt gegn, eða þá að gefið er svo mikið af deyfilyfjum að þau dragi hinn sjúka til dauða. í þessum tilfellum er ekki verið að deyða sjúkling en læknirinn viti hins vegar að meðferð getur í versta tilfelli leitt til þess að hinn sjúki látist. í þriðja lagi sé Óbeint líknardráp: Hér sé verið að tala um tvennt; annars vegar þegar meðferð er hætt og hinn sjúki deyr af völdum sjúkdóms síns. Hins vegar sé ekki er byrjað á að reyna að lækna manninn og hann látist því eins og fyrirsjáanlegt var. Örn sagði að þegar byrjað er á meðferð og henni síðan hætt þá byggi slík ákvörðun jafnan á því að maðurinn sé það sjúkur að meðferð sé vonlaus^og útilokað sé að maðurinn lifi hana af. Sé meðferð hins vegar ekki hafin þá er ástand sjúklings þannig að augljóst er að hvers konar aðgerðir, þar með taldar lífgunartilraunir eru taldar vonlausar. Sjúklingurinn er svo langt leiddur eða skaddaður að hann er í raun látinn. í fjórða lagi er talað um líknardauða þegar helsjúkum manni eru gefnir endur- teknir lyfjaskammtar sem hver um sig leiða ekki til dauða. Efnið safnast hins vegar upp í líkamanum og Ieiðir til dauða fyrr en ella hefði orðið. Þá er í fimmta lagi talað um líknar- dauða af yfirlögðu ráði. Þá tekur læknir þá ákvörðun að deyða sjúkling t.d. með því að sprauta hann með efni sem óhjákvæmilega leiðir til dauða. Læknar hafa til þessa almennt verið sammála um að verknaðurinn að stytta meðvitað líf sjúklinga sinna stríddi gegn ákvæðum siðareglna þeirra um að varð- veita mannslíf, gegn almennum siðgæð- isreglum og gegn mannréttindum og slík líknardráp myndu fljótt leiða til þess menn lentu í ógöngum. Dr. Örn gat þess að upphaflega hefðu læknar að líkindum komið sér saman um ákveðna skilgreiningu á því hvenær mað- ur teldist látinn, til þess að komist yrði hjá því að fólk væri kviksett. Gamla skilgreiningin væri sú að hjart- að hefði stöðvast og öndun væri hætt en æ oftar væri nú gripið inn í þessa atburðarás með ýmsum aðgerðum og öndun og hjartslætti komið aftur af stað. Þá gat hann þess að stundum yrðu verulegar skemmdir á líffærum áður en tækist að koma hjartslætti og öndun í gang á nýjan leika aftur og þær gætu síðan haldið áfram þótt tækist að koma þessari starfsemi í gang á ný. Þjáning eða líkn „Vandamálið í slíkum tilfellum er að ákvarða hvenær einstaklingur á ekki afturkvæmt til lífsins," sagði dr. Örn og hélt síðan áfram: „Slíkar ákvarðanir koma æ oftar til kasta lækna sem við sjúklinginn fást og eru þær oftast teknar af hópi lækna og þá að vel athuguðu máli. Hvenær ekki á að hefja meðferð er gífurlega erfið ákvörðun fyrir lækna enda stríðir hún gegn tveim meginskyldum þeirra að xviðhalda lífi og hjálpa þeim sem eru í hættu.“ Örn sagði að ef að hins vegar væri ljóst að þau læknisúrræði sem fyrir hendi væru myndu auka þjáningu sjúklings að þarflausu þá brytj það í bága við hugsjón mannúðar og mannhelgi sem einnig er veigamikill þáttur siðareglna lækna. Ef það er fyrirsjáanlegt að meðferð verði aðeins til þess að draga þjáningar sjúkl- ingsins á langinn, þá væri lækni bæði heimilt og skylt að hefjast ekki handa. Örn vitanði síðan í Hippókrates þar sem segir að tilgangur læknislistarinnar sé að lækna hina sjúku og draga úr þjáningu þeirra sem þungt eru haldnir, en þyrmi svo yfir að við ekkert verði ráðið þá skuli læknir ekki hafast neitt að. Hann sagði að Euþanasía væri enn sem fyrr verðugt verkefni sem rækja bæri af alúð og umhyggju. Væri fyrirhug- uð meðferð fyrirsjáanlega gagnslaus ætti ekki að byrja á henni. Ástvinir hins sjúka ættu jafnan rétt á skýringum en læknirinn yrði að taka ákvörðun sína án . áhrifa frá þeim og ávallt af mannúðar- ástæðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.