Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudaqur 31. pktóber 1989 ,,.,T4,minn 15 ÍÞRÓTTIR Jón Kristjánsson ákveðinn á svip skömmu áður en þrumuskot reið af. Gróttumenn gera tilraun til þess að verjast. Tímamynd Pjeiur KA-menn voru kjöldregnir Frá Jóhunncsi Rjarnasyni íþróttafrcttamanni Tímans á Akureyrí: FH-ingar unnu hreint ótrúlega öruggan sigur á KA-mönnum þegar liðin mættust nyrðra á laugardag. Heimamenn léku lengst af sem byrj- endur í handknattleik og virtist knötturinn vera funheitur í höndum þeirra. Er það sérkennilegt að sjá jafn leikreynda menn gera jafn klaufaleg mistök æ ofan í æ. Hafnfirðingarnir blésu kröftug- lega í herlúðrana strax í upphafi leiks og náðu þriggja marka forskoti 4-1 eftir 5 mín. leik. Hélst þessi munur og rúmlega það allan fyrri hálfleik og staðan var 8-12 þegar blásið var til leikhlés. Dauðakippir heimamanna voru all kröftugir í fyrri hluta síðari hálfleiks og tókst þeim að minnka muninn niður í 2 mörk 13-15, en þó fór mistökunum að fjölga á ný og FH-ingar hreinlega kjöldrógu and- stæðingana á lokamínútunum. Lokatölur hljóðuðu uppá 19-28 Hafnfirðingum í vil, eftir stór- skotahríð á lokamínútunum. Leikur heimamanna var lengst af í molum og unnu FH-ingar átaka- lausan sigur. Allir leikir deildarinnar hafa tapast hjá KA-mönnum á þessu keppnistímabili, en liðiðgeturmiklu meira en það sýndi á laugardag og það hlýtur að fara að spila betur í næstu leikjum. Karl Freyr Karlsson ungur og bráðefnilegur nýliði var langbestur KA-manna og Axel Stef- ánsson varði vel. FH-ingar léku án Héðins Gilsson- ar en það virtist ekki koma niður á leik liðsins. Óskar Ármannsson, Guðjón Árnason, Forgils Óttar og Gunnar Beinteinsson áttu allir góð- an leik og Guðmundur Hrafnkelsson varði á köflum mjög vel. Dómarar voru þeir Einar Sveins- son og Kjartan Steinback og þrátt fyrir lélegan leik heimamanna voru þeir mun lélegri. Mörkin KA: Erlingur 5, Karl Freyr 4, Jóhannes 3, Sigurpáll 3, Pétur 2 og Guðmundur 2. FH: Óskar 8, Guðjón 7, Gunnar 6, Þorgils 6 og Magnús 1. JB Fimmmarka sigur KR áHK-mönnum Síðasta leik 4. umfcrðar 1. deildar Islandsmótsins í handknattleik, lauk með 25-20 sigri KR á nýliðum HK úr Kópavogi. Leikurinn fór fram á Laugardals- höll á sunnudagskvöld og það voru KR-ingar sem leiddu allan tímann, 11-8 í leikhléi og lokatölur voru 25-20. Stefán Kristjánsson gerði 8 mörk fyrir KR og Konráð Olavson 5/2 og voru þeir markahæstir. í liði HK skoruðu þeir Óskar Elvar 6/1 og Magnús Sigurðsson 5/5, flest mörk. BL Handknattieikur: Stórsigur Vals gegn Gróttu Valsmenn hefndu ófaranna frá því í fyrra cr þeir unnu stórsigur á Gróttumönnum á Nesinu 28-18. Gróttumenn áttu aldrei möguleika gegn sterku og heilsteyptu Valsliði. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti frá fyrstu mínútu og skoruðu fyrsta mark leiksins. Eftir 6 mín. var staðan orðin 6-1 Valsmönnum í hag og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Gróttu- menn áttu ekkert svar við varnarleik Valsmanna sem spiluðu mjög aftar- lega. Bak við hina sterku vörn stóð Einar Þorvarðarson sem varði ótalin skotin, þar á meðal 4 vítaköst. Staðan í leikhléi var 9-14 Vals- mönnum í hag. Valsmenn komu enn ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og lið Gróttu vissu ekki sitt rjúkandi ráð og munurinn jókst jafnt og þétt. Lokatölur urðu síðan 28-18. Valsliðið átti góðan dag jafnt í vörn sem sókn. Bestu menn voru tvímælalaust Einar Þorvarðarson og Valdimar Grímsson, en einnig voru þeir Jakob Sigurðsson og Brynjar Harðarson sterkir. Gróttuliðið var algerlega heillum horfið, allan baráttuvilja vantaði og virtist sem leikmenn teldu leikinn tapaðann fyrirfram. Liðið í heild var slakt. Mörkin Grótta: Stefán 5, Svafar 4, Páll 3, Halldór 3, Willum 1, Davíð 1 og Sverrir 1. Valur: Brynjar 10, Valdimar 8, Jakob 4, Júlíus 3, Finn- ur 2 og Jón 1. PS Heildarupphæö vinninga 28.10. var 4.750.573,-. 3 höföu 5 rétta og fær hann kr. 729.071,- Bónusvinninginn fengu 2 og fær hvor kr. 189.884,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 7.444,- kr. og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 530,- kr. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Vetrar- hjólbarðar Ódýr haglaskot í úrvali. Baikal 4-5-6 (tilboð) 25 stk., 530.- Selles og Bellot 3-4-5-6-7, 25 stk., 580,- Mirrage 1-2-3-4-5-6-7, 25 stk., 650,- Remington Express 4-5-6,25 stk., 1390,- Sendum gegn póst- og faxkröfu. Otilíf, sími 82922. j Hankcok há- gæðahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjól- barðaskiptingar BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. IR-ingar misstu af öðru stiginu ÍR-ingar voru miklir klaufar aö tapa öðru stiginu til gestanna á laugardaginn þegar Eyjamenn sóttu þá heim í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Með unna stöðu í höndunum fór allt úr böndum hjá Breiðholtsliðinu sem getur þakkað fyrir að hafa náð jafntefli 26-26. Orri Bollason kom ÍR-ingum yfir 1-0 í upphafi leiksins og forystuna létu ÍR-ingar ekki af hendi allan fyrri hálfleikinn. Eyjamenn náðu þó nokkrum sinnum að jafna, en heima- menn voru mun sterkari aðilinn og höfðu mest fjögurra marka forystu 6-2. Ólafur Gylfason fyrirliði ÍR gerði síðasta marka hálfleiksins á glæsilegan hátt og kom ÍR yfir 13-12. Það voru hins vegar Eyjaskeggjar sem skriðu fram úr í upphafi síðari hálfleiks 13-14, en ÍR-ingar jöfnuðu og komust yfir á nýjan leik. Eyja- menn voru sjaldan langt undan þangað til líða tók á hálfleikinn að ÍR-ingar tóku kipp og breyttu stöð- unni úr 19-19 í 23-19. Eftir að gestirnir fóru að taka tvo ÍR-inga úr umferð riðlaðist sóknarleikur heimamanna mjög og Eyjamenn áttu einnig greiða leið gegnum opna vörn ÍR- inga. ÍBV tókst að jafna 24-24 og taugaspenna einkenndi lokamínútur leiksins. Orri kom ÍR yfir með marki úr vítakasti, en Hilmar Sigurgíslason þjálfari ÍBV jafnaði. Aftur fengu ÍR-ingar víti en nú brást Orra skotfimin og varamarkvörður iBV, Viðar Einarsson varði. Björgvin Rúnarsson gerði 26. mark ÍBV, en Jóhann Ásgeirsson svaraði fyrir ÍR. 1 síðustu sókn leiksins átti Sigbjörn Óskarsson skot að marki ÍR sem var varið. Leikurinn var spennandi en ekki mikið fyrir augað. Til þess voru mistökin of mörg. f liði heimamanna stóðu þeir Magnús Ólafsson og Ólaf- ur Gylfason sig best, en Róbert Rafnsson lék í heild vel, þrátt fyrir afdrifarík mistök á stundum. Baráttan var í góðu lagi hjá Eyja- mönnum sem neituðu að gefast upp. Hilmar Sigurgíslason þjálfari og Sig- urður Gunnarsson áttu góðan lcik og Björgvin Rúnarsson lék vel undir lokin. Guðmundur Albertsson vakti athygli fyrir lélegan leik. Góðir dómarar leiksins voru þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Gunn- ar Viðarsson. Mörkin ÍR: Róbert 6, Ólafur 5, Magnús 5, Orri 4/2, Matthías 4, Frosti 1 og Jóhann 1. ÍBV: Hilmar 6, Sigurður Gunn. 6/1, Þorsteinn 4, Björgvin 3, Guðmundur 3, Óskar 2 og Sigbjörn 1. BL Staðan 11. deild Stjarnan ..4 4 0 0 95-69 +26 8 FH ......... 4 3 1 0 108-86 +22 7 Valur.......4 3 0 1 104-86 +18 6 KR .........4 3 0 1 89-90 -1 6 ÍR.......... 4 1 1 2 99-97 +2 3 Víkingur .4 1 1 2 83-93 -10 3 Grótta .... 4 1 1 2 74-85 -11 3 ÍBV.........4 0 2 2 90-97 -7 2 HK .........4 1 0 3 86-102 -11 2 KA .........4004 78-101 -23 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.