Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. október 1989 Tíminn 5 48. Fiskiþing íslands sett í gær: FRJÁLS AÐGANGURÁ MÖRKUÐUM LYKILATRIÐI Islenskur sjávarútvegur verður að búa sig af kappi undir þær breytingar sem eru að eiga sér stað m.a. í Evrópu, til að tryggja samkeppnisstöðu sína á þessum mikilvægasta markaði okkar. Þetta kom m.a. fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra á 48. Fiskiþingi sem sett var í gær, og sagði það áhyggjuefni fyrir íslensk stjórnvöld hve fólk virtist í Iitlum mæli gera sér grein fyrir stöðu mála og væntanlegum breytingum í Evrópu. Sjávarútvegsráðherra sagði að frjáls aðgangur að helstu mörkuðum heimsins væri lykilatriði fyrir sjávar- útveginn og þar sem Evrópubanda- lagið væri okkar stærsti markaður, þyrftum við að ná viðunnandi samn- ingum. „Þeir eru í senn mikilvægir, vandasamir og viðkvæmir. Hins veg- ar felast þar miklir möguleikar fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðina í heild. Ef okkur auðnast ekki að ná samningum við Evrópubandalagið verðum við einfaldlega að leita markaða annars staðar með ærnum kostnaði. Okkur er tamt að líta á breytingar í Evrópu sem vandamál, en í þessu máli verðum við að skynja þau tækifæri, scm felast í framtíðar- samskiptum okkar og Evrópubanda- lagsins,11 sagði Halldór. Á komandi ári er aflasamdráttur fyrirsjáanlegur. Eins og Tíminn hef- ur greint frá hefur Hafrannsókna- stofnun komið með tillögur um há- marksafla allra helstu nytjastofna á næsta ári. Lagt er til, þriðja árið í röð, að dregið verið úr þorskveiðum því árgangarnir frá 1986 til 1988 eru allir undir meðallagi. Halldór sagði að á grundvelli tillagna stofnunar- innar yrðu teknar ákvarðanir um heildarafla á næstu dögum. Stofnun- in hefur lagt til að þorskafli á árunum 1990 til 1991 fari ekki yfir 250 þúsund lestir hvort árið. Til samanburðar er áætlað að heildar- þorskaflinn á þessu ári verði nálægt 330 til 340 þúsund lestir. Halldór sagði að við athugun veiðieftirlits sj ávarútvegsráðuneytis- ins sumarið 1988 hefði komið í ljós að misjafnar aðferðir væru notaðar við vigtun afla og fyrir því ýmsar ástæður. Ráðuneytið hefur ákveðið að staðbundið eftirlit verði framveg- is við framkvæmd vigtunar í einstök- um útgerðarstöðvum og settar verði almennar reglur er tryggja sam- ræmdar aðferðir við vigtun þannig að allur afli verði veginn í löndunar- höfn af löggiltum vigtarmönnum. „Vigtun afla er grundvöllur mikil- vægra upplýsinga um hagnýtingu fiskveiðiauðlindarinnar á hverjum tíma,“ sagði ráðherra. Á næsta ári verður hafist handa við að koma daglegri aflaskráningu á fót og mun það auðvelda öllum aðilum að fá sem gleggstar upplýsingar um veiðar á hverjum tíma, að sögn ráðherra. Sjávarútvegsráðherra gerði að umtalsefni í ræðu sinni drög að nýju frumvarpi um stjórnun fiskveiða, sem fjórir vinnuhópar hafa gert og liggja nú fyrir. Halldór sagðist vera sammála í meginatriðum þeim tillög- um sem kæmu fram í frumvarps- drögunum. Hann sagði að sú afstaða sín byggðist á því að tillögurnar væru þess vel fallin að ná því megin- markmiði fiskveiðistjórnunar að ná hámarks arði af fiskveiðiauðlindinni með lágmarks tilkostnaði. Meginat- riði tillagnanna eru þau að öllum fiskveiðum verði stjórnað með einu samræmdu aflamarkskerfi, en ákvæði um sóknarmark og sérreglur um smábáta verða felld niður. Hann sagði að sóknarmarkið afi á sínum tíma verið nauðsynleg málamiðlun til að brúa bilið milli almennra fiskveiðitakmarkana og aflakvótakerfis. „Þótt mikill árangur hafi tvímælalaust náðst við að auka hagræðingu í fiskveiðum á liðnum árum er engum vafa undiropið að reglurnar um sóknarmark hafa kom- ið í veg fyrir að enn betur hafi miðað í þeim efnum,“ sagði ráðherra. Halldór nefndi tvö atriði sem ekki Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flutti ræðu á 48. Fiskiþingi sem sett var í gær. Á myndinni eru einnig þeir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF, Marteinn Friðriksson forseti þingsins og Þorsteinn Gíslason fískimálastjóri. - Tímumynd: Átni Bjama væri tekið á í frumvarpsdrögunum, en nauðsynlegt væri að grípa til, til að stuðla að auknu jafnvægi milli veiða og vinnslu og hægja á þeirri þróun, að sífellt minni hluti heildar- aflans fari til hefðbundinnar vinnslu í landi, en vaxandi hluti til útflutn- ings óunninn eða til vinnslu um borð í veiðiskipum. Þessi tvö atriði eru að annar vegar verði álag á fisk sem fluttur er út óunninn, fært í það horf sem það var er kvótakerfinu var fyrst komið á og því hækkað út 15% í 25%. Hins vegar verði komið á aflamiðlun sem verði undir sameig- inlegri stjórn hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi er tryggi í senn að útflutn- ingi á óunnum fiski sé stillt í hóf og að sá fiskur sem menn vilja selja en ekki fer til útflutnings, nýtist inn- lendum vinnsluaðilum með sem hag- kvæmustum hætti. Þessar aðgerðir telur ráðherra enga ástæðu til að bíða með að hrinda í framkvæmd til loka næsta árs. Halldór sagði að skipulag fisk- veiða væri afgerandi fyrir afkomu fiskiskipaflotans og arðsemi sjávar- útvegsins í heild. Verði þær megin- hugmyndir sem nú liggja fyrir um skipulag veiðanna að veruleika, mun það auka til muna möguleika sjávar- útvegsins til að hagræða í rekstri að sögn Halldórs, og sagði hann mikil- vægt að víðtæk samstaða náist um framtíðarlausn. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra fiskframleiðenda flutti ræðu um Evr- ópubandalagið og íslenskan sjávar- útveg. Hann sagðist telja að innan EB væri fjöldi áhrifamanna sem hefði skilning á sérstöðu íslendinga. Um forsendur íslendinga í samstarfi sem þessu sagði Magnús að grund- vallaratriði væri að íslendingar stjórni einir nýtingu auðlindanna í hafinu í kring um landið. Það væri ófrávíkjanleg forsenda. Þá yrðu ís- lendingar að hafa frjálsan aðgang að erlendum mörkuðum án hindrana og afleggja yrði alla styrki til sjávar- útvegs sem rekinn væri í beinni samkeppni við íslenskan sjávarút- veg. í fjórða lagi yrði að byggja upp sterk íslensk fyrirtæki sem standa jafnfætis erlendum fyrirtækjum í framleiðslu og sölu á sjávarafurðum, til þess að geta verið fullgildir þátt- takendur í hinum fjórum frelsum EB. Til viðbótar við frelsi í viðskipt- um með vöru og þjónustu, fjár- magnsstreymi og fólksflutninga, verður frelsi með sjávarafurðir að bætast við að sögn Magnúsar. -ABÓ Landsfundur Kvennalistans leggur fram róttækar tillögur til að bæta hlut kvenna: Konur verði sjálfstæðar Á blaðamannafundi Kvennalist- ans í gær voru kynntar ályktanir frá landsfundi Kvennalistans sem fram fór í Básum í Ölfusi um síðustu helgi. Þar er m.a. bent á leiðir til þess að konur verði fjárhagslega sjálfstæðar, félagslegt sjálfstæði kvenna verði að veruleika og menn- ingarlegt og líkamlegt sjálfstæði kvenna verði virt. Meðal atriða sem lögð eru til er að fram fari endurskoðun skattalag- anna með það fyrir augum að ný skattlagning verði til hagsbóta fyrir konur. Afnám þess að konur beri gjöld af öðrum tekjum og eignum en þær eru skráðar fyrir. Endurskoðun atvinnulífs útfrá sjónarmiði kvenna og með hagsmuni kvenna í huga og að konur hljóti sjálfstæð lífeyrisrétt- indi. Til þess að líkamlegt sjálfstæði kvenna verði virt leggja Kvennalista- konur til að viðbrögð við nauðgun- um og ofbeldi gegn konum og börn- um verði harðari, atlaga verði gerð gegn vaxandi klámi í þjóðfélaginu og fræðsla um kynlíf og getnaðar- varnir verði stóraukin. Þá telur landsþingið að viðurkenningu skorti á reynslu og menningu kvenna sem stefnumótandi afls í þjóðfélaginu og bjóða þurfi upp á aðstæður þar sem sköpunarþróttur kvenna fái óhindr- að notið sín, svo að menningararf- leifð kvenna geti sífellt orðið upp- spretta nýrrar sköpunar. í ályktun frá landsfundinum er lagt til að innan Byggðastofnunar verði komið á fót sérstakri stofnun þar sem fjallað verði um málefni, líf og störf kvenna. Þar starf eingöngu konur með reynslu af jafnréttisstarfi og kvennaráðgjöf og skuli í lög bundið að a.m.k. 20% af árlegu framlagi ríkisins til Byggðastofnunar verði varið til kvennadeildarinnar. Hún verði staðsett við útibú stofnun- arinnar á Akureyri. - ÁG Fra blaðamannafundi Kvennalistans í gær. Tímamynd: Ámi Bjama Jon Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra heldur áfram fundum sínum vegna EFTA/EB-mála: Fundar með Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og formaður ráð- herranefndar EFTA mun í dag eiga fund með Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, en í gær ræddi utanríkisráðherra við Frans Andriessen, varaforseta framkvæmdastjórnar EB, ásamt kollegum sínum í Sviss og Belgíu. Á fundinum, með Douglas Hurd, sem haldinn verður í Lundúnum ræða ráðherrarnir meðal annars könnunarviðræður EFTA og Efnahagsbandalagsins, en sem kunnugt er hefur viðfangs- efni viðræðnanna verið að kanna hvernig koma mætti á umfangs- meira og formlegra samstarfi á milli EFTA-ríkjanna og EB, sem ídag leiddi til Evrópsks efnahagssvæðis, EES. Þá verða einnig tekin fyrir áform Breta um byggingu endur- vinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúr- gang í Dounreay í Skotlandi, ásamt fleiri málum. Á fundinum með varaforseta EB voru til umræðu niðurstöður hins óformlega ráð- herrafundar EFTA, sem haldinn var í Genf 27. október s.l., en þar voru til umræðu óformlegar við- ræður EFTA og EB sem farið hafa fram undanfama mánuði og fram- hald viðræðnanna. Auk fundarins með Andriessen átti utanríkisráðherra í gær viðræð- ur við René Felber, utanríkisráð- herra Sviss og Mark Eyskens, utan- ríkisráðherra Belgíu. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.