Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. október 1989 Tíminn 13 UTLÖND FRÉTTAYFIRLIT PEKING - Kínversk stjórn- völd lýstu því yfir aö hermenn myndu brátt yfirgefa Torg hins himneska frióar, þar sem her- menn myrtu fiölda stúdenta í júnímánuði síoastliðnum. Her- menn hafa verið á verði á torginu síðan þá. Hins vegar mun vopnuð lögregla taka stöðu hermannanna í staðin. Þá verður herlögum ekki létt að sinni. AUSTUR-BERLÍN Leiðtogi hinna opinberu verka- lýðssamtaka í Austur-Þýska- landi er nú undir miklum þrýst- ingi að segja af sér. Bera umbjóðendur hans hann þeim sökum að verkalýðshreyfingin hafi ekki náð að vernda réttindi og hagsmuni verkalýðs í land- inu. KAIRÓ - Háttsett sovésk sendinefnd sem nú er í heim- sókn í Egyþtalandi gaf í skyn að Sovétmenn væru reiðubún- ir til að sýna sveigjanleika í afstöðu sinni til mála í Miðaust- urlöndum ef það yrði til að höggva á þann hnút sem ríkir í friðarsamningamálum þar. Sovétmenn hafa hingað til krafist þess að haldin yrði stór alþjóðleg friðarráðstefna til að finna lausn á deilum Israela og Araþa. JÓHANNESARBORG- Þjóðarflokkurinn sem fer með stjórnvölinn í Suður-Afríku gagnrýndi Afríska þjóðarráðið harðlega fyrir stuðning ráðsins við skæruhernað í Suður-Afr- íku. Sagði í yfirlýsingi Þjóðar- flokksins að þessi afstaða Afr- íska þjóðarráðsins sýndi að langt væri í að fundin verði pólitísk lausn á vandamálum Suður-Afríku. NÝJA DEHLI - Vandræði Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands aukast enn. Fram- undan eru þingkosninaar þar sem allar líkur eru á ao Kong- ressflokkur hans missi meiri- hluta sinn. Þá kom upp á yfirborðið ágreiningur hans og varnarmálaráðherra landsins, sem neitar að taka sæti á framboðslista flokksins vegna málefnaágreinings. RÓM - Dick Cheney varn- armálaráðherra Bandaríkj- anna varði harðlínuafstöðu sína gegn umbótastefnunni í Sovétríkjunum og sagði að gleiðni Vesturlanda fyrir Mikhaíl Gorbatjsof virtist vera að minnka. Cheney sem nú er á för milli höfuðborga í Vestur- Evrópu áður en hann heldur í opinbera heimsókn til Ástralíu sagði að sífellt fleiri embættis- menn á Vesturlöndum gerðu sérgrein fyrir því hve gífurlega erfitt væri að ná lokamarkmiði Sovétleiðtogans. Ríkisstjórn Filipez Gonzales hélt velli í þingkosningunum á sunnudag: Spánskir sósíalistar sluppu með skrekkinn Harðir jarðskjálftar Fjórtán mann fórust og fjöldi manna slösuðust í tvcimur snörpum jarðskjálftum sem skóku Algeirs- borg og næsta nágrenni hennar á sunnudag. Þeir sem létust bjuggu í Tipaza sem er lítill bær á strönd Alsír í 80 km fjarlægð frá Algeirs- borg. Upptök skjálftans voru nærri þessum bæ og varð cignatjón þar mikið. Fyrri skjálftinn var 6 stig á Richter og olli hann mestu tjóni. Tíu mínút- um síðarkom annarveikari skjálfti. Mikil skelfing greip um sig í Algeirsborg eftir skjálftana og mátti sjá þúsundir manna, marga á nátt- fötunum, þjóta út á göturnar. Marg- ar fjölskyldur slógu upp tjöldum og sváfu þar af hræðslu við fleiri skjálfta. íbúar Alsír hafa ríka ástæðu til þess að óttast jarðskjálfta því í októbermánuði árið 1980 fórust um 4500 manns í A1 Asnam sem er borg 60 km suðvestur af Algeirsborg. Spánskir kjóscndur veittu Felipe Gonzales forsætisráð- herra og sósíalistaflokki hans brautargengi í þingkosning- um sem haldnar voru á sunnu- daginn, en sigur hans var naumur. Sósíalistaflokkur- inn heldur meirihluta sínum og mun því fara með stjórn- völinn þriðja kjörtímabilið í röð, en verður að íhuga al- varlega næstu skref sín því flokkurinn tapaði átta þing- sætum í Cortes, neðri deild þingsins. Eins og gert var ráð fyrir juku kommúnistar fylgi sitt verulega, en þeir tvöföld- uðu fylgis sitt og bættu við sig tíu þingsætum. Það ríkti gífurleg spenna við taln- ingu atkvæða þar sem sósíalista- flokkurinn virtist á tímabili hafa misst meirihluta sinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en síðustu atkvæðin höfðu verið talin. Á einni klukkustund skipuðust veður svo í lofti að í stað þess að vanta eitt þingsæti til að ná meirihluta samkvæmt tölvuspám, hlaut sósíalistaflokkurinn tveggja sæta meirihluta. Þó sósíalistaflokkirinn hafi náð að halda velli með hreinan meirihluta, þá töpuðu þeir nú 800 þúsundum atkvæða miðað við síðustu kosning- ar. Það er ljóst að atkvæði þessa fara nú til kommúnista, enda hefur Gonzales leitt sósíalistaflokkinn sí- Filipo Gonzales forsætisráðherra Spánar á kosningaferðalagi. Sósíalistaflokkur hans hélt velli í þingkosningum sem fram fóru á sunnudag, en tæpari gat meirihluti sósíalista ekki orðið. fellt nær miðju stjórnmála undanfar- in ár, sem sést best á því að miðju- flokkur Soarezar tapaði fimm þing- sætum. Vegna þessa hafa kommún- istar sakað sósíalistaflokkinn um að skapa á Spáni þjóðfélag „banka- manna og fjárglæframanna“ í stað þess að færa verkamönnum á Spáni stærri hlut í þjóðarkökunni. Helsti stjórnarandstöðuflokkur Spánar, Þjóðarflokkurinn sem er flokkur hægri manna, jók fylgi sitt lítillega og bætti við sig einu þing- sæti. Flokkurinn hefur nú 106 þing- sæti og þykir leiðtogum Þjóðar- flokksins það góður árangur því búist var við fylgistapi vegna nýaf- staðinnar forystukreppu flokksins. f öldungadeild spánska þingsins héldu sósíalistar miklum meirihluta sínum, en þó aðeins hafi saxast á hann. Hawai: Flugslys Tvö blaklið voru á meðal tutt- ugu manna er létust á Hawaii á sunnudag þegar tveggja hreyfla flugvél frá Aloha IslandAir flugfélaginu fórst á eyjunni Molo- kai. Það voru bæði blaklið karla og kvenna frá Molokai mennta- skólanum sem fórust ásamt þjálf- ara sínum, en liðin voru á heim- leið eftir keppnisför til nágranna- eyjarinnar Maui. Að auki voru tveir ferðamenn frá Houston og þrír frá Filipseyjum í vélinni ásamt tveimur flugmönnum. Björgunarsveitir koniu á slys- stað með þyrlum en gátu lítið að gert þar sem Havilland Otter flugvélin var svo illa farin að talið er næsta víst að allir innanborðs hafi farist samstundis. Alsír: ísraelar krefjast neitunarvalds viö val samninganefndar Palestínumanna: Abba Eban tuktar Yitzhak Shamir Hinn aldni og virti stjórnmála- skörungur Abba Eban tók Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísrael á beinið um helgina vegna þeirrar kröfu Shamirs að ísraelar hefðu hönd í bagga með vali Palestína- manna á samninganefnd um frið í hernumdusvæðunum. - Forsætisráðherrann og utanrík- isráðherrann ... hafa sett fram ein- stæða kröfu í sögu utanríkismála - með því að útnefna bæði fulltrúa ísraela og einnig andstæðingsins, sagði hinn 74 ára Abba Eban í viðtalið við útvarpsstöð hersins í ísrael. Egyptar og Bandaríkjamenn hafa lagt fram áætlun sem miðar að friðarviðræðum kjörinna fulltrúa Palestínumanna á hernumdu svæð- unum og fulltrúar ísraelsstjórnar. Með hugmyndum sínum taka þeir undir það boð ísraelsku ríkisstjórn- arinnar um slíkar kosningar. En nú hefur Shamir forsætisráðherra og flokksbróðir hans Moshe Arens utanríkisráðherra hafa krafist þess að ísraelar fái vald til að meina kjörnum fulltrúum Palestínumanna sæti í samninganefndinni. - Hvernig dettur mönnunum í hug að slíkar hugmyndir fái stuðning nokkurs manns í veröldinni? spurði Eban, sem var utanríkissráðherra ísraels til margra ára, en stundar nú ritstörf. Svipaða afstöðu hafði Faisal Huss- eini leiðtogi Palestínumanna í Jerús- alem, sem sagði Shamir eins geta sest framan við spegil og samið við sjálfan sig eins og að ætla að hafa hönd í bagga við val sendinefndar Palestínumanna. í gær tók Shimon Peres formaður Verkamannaflokksins og fjármála- ráðherra fsrael í sama streng og sakaði Shamir um að eyða tímanum í vitleysu til að koma sér hjá því að taka afstöðu til friðarhugmynda Bandaríkjamanna og Egypta. Peres hefur lýst sig samþykka þeim. - Ríkisstjórnin hefur hvorki tekið ákvörðun um að taka tilboði Banda- ríkjastjórnar né að hafna því. Við ættum nú þegar að ákveða hvortvið tökum það skref að ræða málin í samræmi við tilboðið eða ekki, í stað þess að eyða tíma í vitleysu, sagði Peres í gær. Ráðherrar Likudbandalagsins urðu æfir yfir viðbrögðum Ábba Eban á sunnudag og sagði talsmaður Shamirs forsætisráðherra að Eban hefði skaðað samningsstöðu ísraela stórlega með yfirlýsingum sínum, en vildi ekkert tjá sig um það hvernig í ósköpunum Shamir teldi Palestínu- menn geta gengið að slíkum ógnar- kostum. Einhver afturkippur virðist hafa komið í framkvæmdanefnd Frelsis- samtaka Palestínu vegna skringi- legra viðbragða ísraela við friðar- áætlun þeirri er James Baker utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna setti fram á dögunum. Þá hafi fréttir af því að Bandaríkjamenn hafi sent Sovétmönnum orðsendingu þar sem farið var fram á að Sovétmenn beittu áhrifum sínum til að hafa áhrif á val sendinefnar Palestínumanna hleypt illu blóði í PLO. Fréttir herma að Yasser Arafat hefði verið reiðubúin að samþykkja friðaráætlunina sem miðar að því að Þjóðarráð Palestínu, sem er útlaga- þing Palestínu myndi kjósa fulltrúa Palestínuþjóðarinnar í samninga- nefnd. Hann hafi einnig samþykkt að Abdel-Hamid Al-Sayeh forseti Þjóðarráðsins myndi koma vali full- trúa Palestínumanna á framfæri við ísraela og leiddi samninganefndina, en Al-Sayeh er ekki meðlimur í PLO. Slíkt hefði leyst það vandamál að ísraelar neita að ræða við fulltrúa PLO. Hins vegar hefur framkvæmda- nefnd PLO nú tekið tilboð Bakers aftur til ítarlegri íhugunar og gæti það orðið til þess að friðarumleitan- irnar renni endanlega út í sandinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.