Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn. .Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn.. Frétta-síminii...68-76-48...Frétta-Tíminn Frótta-síminn...68-76-48 ÍmBiBfHlWBBH 3. júní 1993 102. tbl. 77. árg. VERÐf LAUSASÖLU KR. 110.- Þorsteinn Pálsson segir ekki hægt að auka veiðar á öðrum botnfisktegundum til að vega upp minni þorskveiði á næsta fiskveiðiári líkt og gert var í fýrra: Nú á Þorsteinn ekki að koma með tillögur Þonteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segir að fallið hafi verið frá því að hann hafi forystn um að móta til- lögu um hvernig eigi að bregðast við minni þorskveiði á næsta fiskveiðiári eftir að forsætisráðherra gerði tillðgu um að nefnd, skipuð fulltrúum stjóraarandstððunnar, ASÍ, VSÍ og fimm fulltrúum úr ráðuneytunum, vinni tillðgur um viðbrðgð við minni þorskveiðL Forsætisráðherra og utanríkisráð- herra lýstu því yfir á föstudaginn að eðlilegt væri að sjávarútvegsráðherra gerði tillögu um hvemig ætti að bregðast við minni þorskveiði á næsta fiskveiðiári. Sjávarútvegsráðherra lýsti því þá yfir að hann myndi vinna slíkar tíllögur og leggja þær fyrir rík- isstjómina samhliða tíllögu um afla- mark á næsta fiskveiðiári. í fyrradag lagði forsætisráðherra svo fram tillögu í ríkisstjóminni um að mynduð verði tíu manna nefnd sem f sitji fulltrúar frá forsætisráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, fjármálaráðu- neyti, utanríkisráðuneyti og félags- málaráðuneyti, auk fulltrúa frá Fram- sóknarflokki, Alþýðubandalagi, Kvennalista, ASÍ og VSÍ. Gert er ráð fyrir að fulltrúi forsætisráðherra í nefndinni veití henni forstöðu. Sam- kvæmt hugmynd forsætisráðherra á nefhdin að reyna að ná samstöðu um leiðir til að laga stöðu sjávarútvegar- ins í kjölfar væntanlegrar ákvörðunar um leyfilegan hámarksafla á næsta fiskveiðiári. „Ég held að það sé engum vafa undir- orpið að ef það næst víðtæk sátt um þetta þá er það traustasti grundvöllur- inn til að byggja 1 Ég hef margsinnis lagt á það áherslu að það væri mikils um vert að reyna að ná þjóðarsátt um uppbyggingu útflutningsgreinanna. Það væri eina líklega leiðin til að skila raunhæfum árangri," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Tímann í gær. Þorsteinn sagðist frekar reikna með að þessi tillaga verði formlega sam- þykkt á næsta ríkisstjómarfundi eftir helgina, en ákvörðun um þessa nefnd- arskipan var frestað á síðasta fundi vegna Qarveru margra ráðherra. Þorsteinn sagðist reikna með að hann myndi leggja fram tillögu um aflamark á næsta fiskveiðiári fyrir nefndina þegar tillagan liggur fyrir. Þorsteinn sagði ljóst að ekki yrði hægt að fara sömu leið og farin var í fyrra og leifa meiri veiði í fiskistofna sem eru þokkalega sterkir eins og ýsu, síld, rækju og karfa. „Það er ekki hægt að leika þann leik tvisvar í röð að reyna á þanþol hinna stofnanna," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagðist ekki geta svarað því hvað það taki langan tíma fyrir ríkis- stjómina að taka ákvörðun um afla- mark á næsta fiskveiðiári og aðgerðir sem því fylgi. Hann sagði að reynt yrði að hraða þeirri vinnu sem framundan er eins og kostur væri. Æskilegt væri að ákvörðun lægi fyrir í þessum mán- uði, en lögum samkvæmt þurfi ekki að taka ákvörðun í málinu fyrr en í síðasta lagi fyrir lok júlfmánaðar. Þorsteinn sagði að eitt af því sem hann væri að láta skoða, væm leiðir til að jafna niðurskurð á þorskveiðum milli landshluta. -EÓ Lista- svið Listahátíð í Hafnarfirði hefst á föstudagskvöld og af því tilefni er veríð að reisa heljarmikið svið í Íróttahúsinu í Kaplakríka. opnunarhátíðinni mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja, Sinfóníuhljómsveit islands leika og einnig taka hafnfirskir kórar lagið. Lúðrasveit Hafnarfjarðar tekur á móti gestum svo það mun engum leiðast. -GKG. Ttmamynd Aml Bjama * Halldór Asgrímsson segir það vekja tortryggni að forsætisráðherra skuli ræða við stjórnar- w andstöðuna í gegnum fjölmiðla: komast Agreininguriiin í ríkisstjórn I Aðalfundur Félags íslenskra | myndlistarmanna, sem haldinn var 10. og 28. maf s.L, beinir þehn tilmælum til Ríkisútvarps- íns að umfiölhm um myndlist í sjónvarpinu verði stórefld og fréttaflutnirrgur af myndlistar- sýningum verðí meiri og vand- aðri. Fundurinn telur að mögu- leikar sjónvarps sem myndmið- ils séu mjög vannýttir hvað varðar myndlist og telur brýna þörf á aukinni þáttagerð um myndlist í samráði við mynd- inni þjóðhættulegur Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir að það sé þjóðinni afar hættulegt að það skuli ekki vera samstillt ríkisstjóm við völd nú þegar mikllr erfiðleikar eru í efnahagsmál- um og við blasi niðurskurður á fiskveiðum. Hann segist ekki geta tekið alvaríega tiilögu Davíðs Oddssonar um nefndarskipan til að fjalla um vanda sjávarútvegarins á meðan aðeins sé rætt við stjómarandstöðuna I gegnum fjölmiðla. kosin ný stjóm félagsins. Hana skipa: Hannes Lárusson fbr- maður, Guðrún Einarsdóttir rit- ari, Valgerður Bergsdóttir gjald- keri, Kristín Jónsdóttir og Guð- rún Kristjánsdóttir meðstjóm- endur, GS. „Við höfum talið að fyrir iöngu væri þörf á nánari samvinnu í þjóðfélaginu um okkar efhahags- mál. Ég minni á það að ríkisstjóm- in lét það verða sitt fyrsta verk að hætta öllu samráði við stjómar- andstöðuna í sambandi við undir- búning sjávarútvegsstefnunnar og neitaði að hafa fulltrúa stjómar- andstöðunnar með í þvf verki. Þeg- ar það fór að bera á ýmsum vanda- málum í sjávarútveginum, sem ávalt munu fylgja okkar samfélagi, þá vísaði ríkisstjómin vandanum til tvíhöfðanefndarinnar sem að vísu skilaði aldrei áliti um hann. Síðan gerist það að forsætisráð- herra lýsir því yfir að vandi sjávar- útvegarins sé fyrst og fremst efría- hagsvandamál og þar af Ieiðandi eigi hann að vera á borði forsætis- ráðherra. Sjávarútvegsráðherra hefur síðan vísað öllum spuming- um um það mál á forsætisráð- herra. Fyrir nokkrum dögum fann forsætisráðherra svo upp á því að málið eigi að vera hjá sjávarút- vegsráðherra og þá fer hann fyrst af stað í málinu og kemur þá ber- lega í ljós að það hefur í reynd eng- inn verið með ábyrgð á þessum málum f langan tíma vegna ósam- Haildór Ásprfmsson alþlngismaður. komulags á milli sjávarútvegsráð- herra og forsætisráðherra. Svo skyndilega í gær kemur þessi tillaga upp án þess að nokkurt samráð sé haft við okkur um það og það virðist jafríframt hafa kom- ið sjávarútvegsráðherra á óvarL Þannig að þetta vekur allt miklar spumingar um hæfni og getu rík- isstjómarinnar til að fara með þessa alvarlegu stöðu í íslenskum efnahagsmálum. Ég get ekki tekið forsætisráð- herra alvarlega meðan hann talar við stjómarandstöðuna í gegnum fjölmiðla og get f sjálfu sér ekki tjáð mig um hans hugmyndir fyrr en hann hefur komið með þær og skýrt þær út fyrir okkur. Við emm að sjálfsögðu tilbúnir til að tala við hann hvenær sem er ef hann óskar eftir,“ sagði Halldór Ásgrímsson. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.